Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 7
C 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
LÆKNISFRÆÐI/^//tfrfrumur eiga
sér móburfrumu
RudolfVirchow
ÞAÐ VAR UM MIÐJA nítjándu öld sem smásjáin fór að hafa telj-
andi áhrif á framvindu læknavisinda. Þekkingar á likamshlutum og
líffærum höfðu menn fram til þess tíma aflað sér með krufningum
og gaumgæfingu þess sem séð varð með berum augum.
ýski grasafræðingurinn
Matthias Schleiden var að
skoða plöntur í smásjá árið 1831
og kom auga á kjarna inni í því
sem þá var farið að kalla frumur,
og skömmu síðar
sá líffærafræð-
ingurinn Theodor
Schwann áþekkt
fyrirbrigði í dýra-
frumum. Þessir
tveir sómamenn
hittust svo af til-
viljun í matarboði
og lýstu þá hvor
fyrir öðrum því sem þeim hafði
vitrast. Er ekki að orðlengja það
að næstu árin skoðaði Schwann
allt sem'hann komst höndum und-
ir og ætla mátti að væri gert úr
frumum. Árangri iðju sinnar lýsti
hann í bók 1839 og komst a.ð þeirri
niðurstöðu að sameiginlegt væri
öllum lífverum, hversu ólíkar sem
þær annars kynnu að virðast, að
frumur væru byggingarefni þeirra
líkt og steinar eða hnausar eru í
hleðslu veggjar. - Samtíðarmaður
og starfsbróðir Schwanns sem hét
Jacob Henle átti heiðurinn af því
að gera læknisfræðinni mat úr
þessari frumuspeki. Hann varð
fyrstur manna til að birta ritverk
um hlut smásjárinnar í athugun á
líkamsvefjum, flokkaði þá og
ræddi um þróun þeirra og ætlunar-
verk.
Sá sem næstur kemur við þessa
sögu er meinafræðingurinn Rudolf
Virchow. Hann er einn þeirra sona
nítjándu aldar sem stærstan áttu
þátt í að beina læknisfræðinni inn
á þær vísindabrautir sem hún hef-
ur leitast við að þræða æ síðan.
Virchow fæddist í Pommern 1821
og lauk læknisprófi í Berlín tutt-
ugu og tveggja ára. Hugur hans
hneigðist meira til rannsókna en
almennra lækninga og eftir
tveggja ára kandídatsvinnu við
krufningar og meinafræðigrúsk
lýsti hann í ritgerð öðru af tveim
fyrstu tilfellum hvítblæðis sem
áður var óþekktur sjúkdómur.
Tuttugu og átta ára gamall varð
hann prófessor í meinafræði við
háskólann í Wurzburg þegar þar
var stofnaður fyrsti kennarastóll
í þeirri grein við þýskan háskóla.
Sjö árum síðar bauðst honum pró-
fessorsstaða í Berlín og féllst hann
á að færa sig um set með því
skilyrði að hann fengi til umráða
nýja og velbúna rannsóknastofnun
eftir Þórorin
Guðnoson
rót hins illa. En í raun réttri ber
lyginni sá „verðskuldaði heiður". Það
er einfalt mál að sýna fram á þetta.
John Locke (1632-1704) notaði
ágæta líkingu um mannshugann, er
hann samdi raunhyggjukenningu
sína. Hann sagði, að hugurinn væri
„tabula rasa“, eða óskrifað blað. Við
skulum styðjast við þessa líkingu.
Ef hugurinn er óskrifað blað við
fæðingu, þá ritast annaðhvort sann-
leikur eða lygi á blaðið. Það fyllist
af þekkingu eða röngum skoðunum
(lygi), en ef það heldur áfram að
vera tómt er enginn skaði skeður.
Dómgreindarleysið sjálft verður því
ekki dregið til ábyrgðar, því ástæðan
fyrir illri breytni felst í því sem ritað
er á „hið óskrifaða blað“. Með öðrum
orðum, þekking leiðir til góðs, en
lygin líklega til ills, sérstaklega þeg-
ar hún tengir þekkingaratriði sam-
an.
Ergó: Lygin er brunnur hins illa.
Hið illa sprettur upp úr lind lyginn-
ar. Þjónninn illi bergir á lyginni til
að öðlast kraft. Þannig er lygin
vatsnból illvirkjanna, þó lygin í
munnum mannanna geti verið
bragðlaus, og jafnvel af tilviljun góð
fyrir kverkarnar. Lygin hefur illsku
til bmnns að bera. Menn sýna illsku
vegna þess að lygin seytlar í hugum
þeirra.
En hvað er lygi, og hvernig má
flokka hana? Lygi er sögn um veru-
leikann sem stenst ekki, en sannleik-
ur er sögn um veruleikann sem
stenst. Lygi kemur af orðinu lyginn,
sem þýðir ósannsögull. Lygi er skylt
orðinu laun, og hún getur því m.a.
snúist um það að leyna sönnu, eða
dylja eitthvað. En einnig getur hún
verið viðbót eins og málshættirnir,
- oft er lygð í lasti - og - oft er
lygð í lofi - , sanna. Lyginni má
a.m.k. raða í þrjá flokka. 1) Lygi,
sem er helber uppspuni. 2) Lygi, sem
er skreytt sönnum setningum. 3)
Lygi, sem felst í þvi að segja hálfan
sannleikann. Þegar einhver lýgur,
ætlar hann sér eitthvað með lyginni,
t.a.m. að a) spauga, b) fela eitthvað
fyrir einhveijum, c) fá einhvern til
að gera eitthvað.
„Besti“ lygarinn, og jafnframt sá
hættulegasti, notar sannleikann til
að villa um fyrir fólki, t.a.m. með
því að segja hann ekki allan, og
markmið hans er að fá fólk til að
gera eitthvað. Sagan um Paradís í
Biblíunni geymir einmitt dæmi um
slíkan lygara, en það er hinn gamli
höggormur. Guð hafði sagt við Evu
(og Adam):....en af skilningstrénu
góðs og ills mátt þú ekki eta, því
að jafnskjótt og þú etur af því skalt
þú vissulega deyja.“ Höggormurinn
sagði nokkru síðar við Evu: „Vissu-
lega munuð þið ekki deyja! En Guð
veit, að jafnskjótt sem þið etið af
honum, munu augu ykkar upp ljúk-
ast, og þið munuð verða eins og Guð
og vita skyn góðs og ills.“ Þetta
hljómaði nokkuð sannlega, en sá
gamli sagði Evu ekki frá því, að Guð
yrði æfur og myndi reka þau burt
úr Paradís til ævilangrar þrælkunar
uns þau hyrfu aftur til jarðarinnar:
„Því að mold ert þú og til moldar
skalt þú aftur hverfa!“ Höggormur-
inn laug þó ekki um vitneskjuna
varðandi gott og illt er leyndist í
eplinu.
Þorleifur Halldórsson (1683-
1713) rektor Hólaskóla, líkir, í bók
sinni Lof lyginnar (H.Í.B. Rvk 1988),
lyginni við gyðju og telur föður henn-
ar vera Lúsifer og móðir Öfundina.
En sennilega er lygin foreldralaus
eins og sannleikurinn. Ef við gerum
ráð fyrir þvi, að maðurinn hafi einu
sinni verið í beinu hugsunarsam-
bandi við veruleikann, og ekki verið
að bijóta málin til mergjar, þá má
spyija: Hvenær og hvers vegna fór
hann að hugsa um sannleikann?
Hann myndaði samband við heim-
inn, en það var ekki fyrr en hann
uppgötvaði villu eða lygi í þessu
sambandi, sem hann uppgötvaði
sannleikann. Hér kemur hið undar-
lega í Ijós: Það var lygin, sem kom
manninum til að hugsa um samband
sitt við heiminn. Það var lygin sem
knúði manninn til að hgusa heim-
spekilega um lífið og tilveruna, en
heimspeki er, að ljóstra upp um
lygina og afhjúpa sannleikann.
Það er lygi, áð oft megi satt kyrrt
liggja, því menn verða að feta hengi-
brú sannleikans einir og óstuddir.
En lygin er hyldýpið undir og ískald-
ar vatnshendur teygja sig í göngu-
menn, sem skrikar fótur í hveiju
spori.
Rudolf Virchow
í meinafræði. Henni stjórnaði hann
til dauðadags 1902.
Hvað vann Virchow sér til
frægðar sem skipar honum á bekk
með Pasteur og Lister? Hann er
talinn höfuðsmiður þeirra kenn-
inga _ sem frumumeinafræðin
byggir á og gerðu út af við gömlu
vessameinafræðina sem hafði
gegnsýrt hugsunarhátt flestra
lækna allt frá fornöld. Hún taldi
líkamsvessana fjóra: blóð, slím,
gult gall og svart gall og að van-
heilsa stafaði af brenglun á hlut-
föllum þeirra. Frumukenningin
gerði á hinn bóginn ráð fyrir að
eitthvað sem væri frumunum
skaðlegt ætti sök á sjúkdómum
og færu einkennin eftir því hver
skaðvaldurinn væri og á hvaða
frumum hann fremdi hervirki sín.
Samkvæmt því kappkostaði Virc-
how með hjálp smásjárinnar að
gera sér grein fyrir ástandi frumna
í hinum sjúka vef. Hann líkti
mannslíkamanum við þjóð, hver
fruma var borgari í því samfélagi
og „allar frumur eiga sér móður-
frumu“ voru einkunnarorð hans.
Rudolf Virchow var hamhleypa
til verka og ritaði feiknin öll um
fræðigrein sína og reynslu í dag-
legu starfi. Auk þess sinnti hann
ótrúlega mörgum og margvísleg-
um hugðarefnum svo sem forn-
leifarannsóknum, mannfræði og
þjóðháttafræði. Samtök stofnaði
hann um þessi tómstundafræði
sín, var forseti sumra þeirra og
stýrði tímariti um þjóðháttafræði
í meira en þijá áratugi. - Hann lét
stjórnmál mjög til sín taka, einkum
þann hluta þeirra sem snerti heil-
brigði og hollustuhætti og barðist
eins og ljón gegn áhrifum katólsku
kirkjunnar í þjóðlífínu. Hann sat
lengi í borgarstjórn Berlínar, var
kosinn á þing 1861 og gerðist þar
einn harðsnúnasti andstæðingur
Bismareks, er síðar hlaut viður-
nefnið járnkanslarinn. Svo heitt
varð í þeim kolum að Bismarck
skoraði lækninn á hólm en Virc-
how færðist kurteislega undan að
taka sér vopn í hönd til þess að
skera úr um deilumál. Mætti ekki
ímynda sér að veraldarsagan hefði
getað breytt nokkuð um farveg,
ef Virchow hefði gefíð annað svar?
fyikHA
STÍFT FITUBRENNSLU-NÁMSKEIÐ
SEM SKILAR ÁRANGRS
HEFST 7. MARS
SIMAR 689868 og 689842
• Fitumæling og vigtun.
• Fyrirlestrar um megrun
og mataræði.
• Þjálfun og hreyfing
5 sinnum í viku.
• Viðurkenningarskja! í lok
námskeiðsins með skráðum
árangri. Sú sem missir flest kíló
fær frítt mánaðarkort hjá Jóninu
og Ágústu.
Eina varanlega leiðin að lækkaðri likams-
þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði.
Við hjálpum þérað brenna fitu og kennum
hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og
allt. Okkar metnaður er þinn árangur.
Kennsla einnig í Grafarvogi
NÝTT: FRAMHALDSNÁMSKEiÐ
fyrir þær sem eru lengra komnar.
LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX
STÚDfÓ JÓNÍNU & ÁGÚSTU
Skedan 7.108 Reykjavik. S 689868
TAKMARKAÐUR FJÖLDI KEMST AÐ
Opið í dag
kl. 13-17
5
o
fc