Morgunblaðið - 10.03.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.03.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 37 Stefán Pétursson frá Bót - Minning Fæddur 22. nóvember 1908 Dáinn 1. marz 1992 Mér veitist oft erfítt að koma hugsunum mínum í orð. Svo er einnig nú, þó að myndir um horfna tíma þjóti um hugann og vekji upp góðar minningar. Það er víst þannig allt lífíð, að menn verða vitni að upphafí og endi. Á vorin sjáum við nýja brum- ið á tijánum spretta, með hækk- andi sól vaxa laufín og teygja sig mót sólinni, þiggja orku hennar og gera sér mat úr henni. Þegar sumri hallar fellir tréð laufín, elstu grein- ar hröma og falla svo að lokum. Þrátt fyrir það haida hinar nýju áfram að vaxa og bera ávöxt um ókomin sumur á þeim stofni sem elstu greinamar hafa byggt upp. Nú hefur ein elsta grein trésins fallið, horfíð til þeirrar moldar sem hún er komin af. Ég man unga telpu leiða afa sinn niður Laugaveginn í skrúðgöngu á 17. júní, með íslenska fánann í hendinni. Og þær vom fleiri spáss- ergöngurnar sem þau gengu svona saman hönd í hönd, þó að engir væm fánarnir. Og afí lét fróðleiks- molana falla sem stúlkan tíndi upp og geymdi í sinni sínu. Sú upp- fræðsla var mismunandi eftir þeim stöðum sem þau gengu saman um. Austur á Héraði, þar sem ræturnar liggja og forfeðumir byggðu sitt bú, lifðu á gjöfum náttúrunnar, þar sem hver þúfa, hvert leiti á sitt sémafn sem ungri telpu ber að leggja á minnið. í mannmargri höfuðborginni vildi hann að stúlkan þekkti þá mennt og þann mátt sem hún hefur að geyma. Jafnvel á er- lendri gmndu gat afi sagt telputetr- inu sitthvað sem skipti hann máli og sem skipti einnig hana máli. En þeim leið þó alltaf best í grænni náttúrinni þegar þau tóku það rólega og dóluðu sér við að skoða grösin sem urðu á vegi þeirra. Afí kenndi henni að elska náttúmna og föðurlandið, bera umhyggju fyrir því sem lifír og öllu því sem íslenskt er. Kenndi henni það sem þótti mest spenn- andi, að gera kofa úr heyböggum á sumrin og byggja bú með leggjum og skeljum í holtinu í Bót. Þannig varðveitti afi barnið í sjálfum sér og byggði um leið upp þroska í barnabarni sínu. Gjafír afá voru ekki aðeins and- legar, heldur einnig af veraldlegu tagi. Þó að hið andlega sé endingar- betra, sýndu hinar veraldlegu gjaf- ir óendanlegar væntumþykju afa á stúlkunni og veittu henni öryggi og hlýju. Því að nær alltaf sem stúlkan heimsótti afa leysti hann hana út með gjöfum stakk aurum í hönd hennar og sagði: „Þetta er nú svo lítið, en eitthvað færðu þó fyrir þetta." Og stúlkan þáði með þökkum og gætti krónanna vel, eyddi þeim ekki í vitleysu, því að afí kenndi henni sparsemi og nýtni, Blömastofa Friöfinns Suðuriandsbraut Í0 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ötl kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. en þó örlæti og gjafmildi í senn. Sagt er að sælla sé að gefa en þiggja og aldrei fékk stúlkan tæki- færi til að endurgjalda að fullu. Ég þakka elsku afa. Hvíli hann í friði. Guðrún Skúladóttir Johnsen. í hverjum manni býr sá jarðveg- ur,_sem hann er sprottinn úr. Árið 1908 þegar Stefán Péturs- son fæddist í Bót í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði var lífíð í sveitinni í föstum skorðum aldagamalla hefða. Lífsafkoman byggðist á bú- fénaði og allir áttu sitt undir ár- ferði og gjöfum náttúrunnar. Kjör manna og afrakstur betri búa voru komin umdir þeim fjölda hjúa, vinnukvenna og vinnumanna, sem störfuðu við búskapinn og hjúalögin tryggðu vinnukraft. Einyrkjarnir lifðu í fátækt. Það voru helst þeir, sem áttu góðar jarðir sem bjuggu við góða afkomu en bæði þeir og hinir eigna- lausu bjuggu við stöðugt óöryggi og margir liðu skort. Að loknum vondum byl gat björgin legið frosin innan bæjarlandsins. En þrátt fyrir fátækt blómstraði mannlífsauður og sá auður, sem þannig sprettur upp er kannski hinn mesti sem manneskjan eign- ast. Til þess að bæta sér upp óblíð kjör og til að fá afl til að standa gegn óbeisluðum náttúruöflum blómstraði trúarlíf og iðkun ýmiss konar andlegra mennta. Samgang- ur milli bæja, vinaheimsóknir, gest- ir í garði á ferð yfír landið úr og í kaupstað, samkomur í sveitinni, störf að hreppsmálum og iðkun söngs og tónlistar, allt voru þetta hin eiginlegu lífskjör, sem menn nú halda að felist í peningum handa á milli. Þegar maðurinn nýtur lítils af veraldlegum auði þá snýst gildis- matið um hinn óáþreifanlega auð, trúarlíf, ræktun góðra dyggða og menningu. Að fínna ráð sitt í hendi forsjónar og almættis er oft upp- spretta göfugra tilfinninga, trúar og trausts. Þetta er sá jarðvegur, sem Stef- án Pálsson var sprottinn úr. Stefán var Austfírðingur í báðar ættir. Hann bar nafn föðurafa síns, Stefáns Péturssonar, prests á Desj- armýri og Hjaltastað, sem rakti ættir sínar til fjölmargra presta úr þremur landsfjórðungum en föður- amma hans, Ragnhildur, var ættuð frá Möðrudal á Fjöllum, dóttir Metúsalems Jónssonar, sem nefnd- ur var hinn sterki. Að Stefáni stóð mikill frænd- garður í föðurætt því hann átti 11 föðursystkini af bömum Stefáns og Ragnhildar, sem upp komust. í móðurætt var Stefán kominn af Jóni Þorsteinssyni vefara, sem við er kennd vefaraætt. Móðir hans var Sigríður, dóttir Eiríks Einars- sonar, sem hóf búskap í Egilsseli í Fellum en keypti Bót í Hróars- tungu árið 1878 er eigandinn flutti vestur um haf. Foreldrar Stefáns, þau Pétur og Sigríður, hófu búskap í Bót árið 1907. Þremur árum síðar, þegar Stefán var á þriðja ári, lést faðir hans, aðeins 39 ára að aldri. Systk- ini Stefáns voru einnig mjög ung þegar þetta gerðist, Ingibjörg 7 ára og Eiríkur 5 ára. Sumarið 1912 fylgdi svo annað stóráfall er bærinn í Bót brann með mestöllum eigum fjölskyldunnar. Það er til marks um dugnað ekkj- unnar og bróður hennar, Gunn- laugs, að sumarið eftir, 1913, var lokið við að byggja nýtt og vandað 12 herbergja íbúðarhús úr steini, sem enn stendur í góðri hirðu. P * f* Minningarkort Bandalags Islenskra skáta Stml: 91-23190 EXH J Þegar heimilisfaðirinn var fallinn frá stóð móðirin uppi með þijú ung börn og stórt bú á einni stærstu og kostamestu jörðinni á Héraði. Þetta bú rak hún svo næstu áratug- ina af miklum myndarskap með aðstoð barna sinna og margra hjúa en fyrstu árin bjó hún með bróður sínum, Gunnlaugi, síðar bónda á Setbergi í Fellum. Bærinn Bót stendur f Fljótsdals- héraði miðju. Um hlaðið í Bót lá þjóðbraut milli Norðurlands og Austfjarða og þar lá leið þeirra, sem byggðu Fljótsdalshérað að norðan og vestan. Þeir áttu þar leið hjá úr eða í kaupstað á Seyðis- fírði eða á Reyðarfírði. Á heimilum, sem þannig voru í sveit sett, var stöðugur gestagangur og var þar veittur beini hveijum þeim sem bankaði upp á og aldrei talað um greiðslu. Það orð fór af Sigríði, móður Stefáns, að hún væri óvana- leg rausnar- og myndarkona enda var það ekki algengt á þessum tím- um, að konur stæðu einar fyrir stórbúi af slíkum myndarskap. Þegar Stefán stálpaðist var hann ásamt systkinum sínum stoð og stytta móður sinnar í öllu, sem búskapurinn krafðist. Hugur hans stóð til náms en þegar hann hafði lokið prófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum varð honum ljóst, að hann gæti ekki yfirgefið móður sína og horfíð úr búskapnum. Þetta setti mark sitt á Stefán alla ævi. Það kom m.a. fram í því, að ekkert var honum ofar í huga síðar meir við uppeldi eigin barna en að tryggja, að þeim gæfíst öllum kostur á námi eftir því, sem hugur þeirra stæði til, og sat það fyrir öllu öðru. Strax á barnsaldri kom í ljós, að Stefán var hneigður fyrir tónlist og söng. Var hann því um fermingaraldur sendur vetrarlangt til frænda síns, Bjöms í Hnefíls- dal, til að læra á orgel. Bjöm var mikill merkismaður, sjálfmenntað- ur m.a. í stærðfræði og stjörnu- fræði og sagði Stefán mér oft frá dvölinni í Hnefílsdal og heimililbrag þar, sem einkenndist af lærdómi, tónlist og söng. Tónlistin átti síðar eftir að verða snar þáttur í lífi Stefáns, Hann varð organisti í sókn sinni við Kirkjubæ í Hróarstungu og síðar í Egilsstaðasókn eftir að hún var stofnuð. Sönglífið varð fastur þátt- ur á heimili hans og þar þjálfaði hann bæði kirkjukóra og karlakór. Þegar kunningjar hittust tveir eða fleiri á heimilinu gaf Stefán gjarn- an tóninn með sinni falleg bassa- rödd og þá var tekið lagið og sung- in nokkur „fjárlög“ við undirleik hans á orgelið. Árið 1933 var mikið hamingjuár í lífí Stefáns. Það ár kvæntist hann Laufeyju Valdemarsdóttur Snæv- arr, eftirlifandi konu sinni, frá Norðfírði, sem hafði stundað nám við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað. Þar var forsjónin Stefáni hlið- holl því betri lífsförunaut hefði enginn getað fengið. Þau hjónin hófu búskap í Böt hjá Sigríði, móður Stefáns, árið 1934. Þar bjuggu þau næstu 12 árin eða þar til þau brugðu búi og gerðust landnemar í nýju þorpi, sem þá var tekið að vaxa í fram- haldi af byggingu læknisbústaðar og sjúkraskýlis í landi Egilsstaða á Völlum. Þar byggðu þau sér hús, sem nefnt var Birkihlíð, og var það þriðja íbúðarhúsið sem byggt var í þorpinu fyrir utan iæknisbústað- inn. Á heimili þeirra Stefáns og Lauf- eyjar var alltaf viðhöfð sú rausn og gestrisni, sem fylgt hafði Bótar- heimilinu. Þegar verslunin færðist uppá Hérað urðu Egilsstaðir enda- stöð fyrir alla Héraðsbúa, sem þangað sóttu aðföng. Og eins og verið hafði í Bót varð nú Birkihlíð opin gestum og gangandi og þang- að áttu margir erindi. Má segja, að heimilið hafí staðið öllum opið og var oft þétt skipaður bekkurinn. Stefán hafði stundað vörubíla- akstur meðfram búskapnum allt frá því að hann eignaðist fyrstu bifreið- ina árið 1939. Eftir að hann flutt- ist til Egilsstaða urðu flutningar hans aðalstarf ásamt með öðrum skrifstofustörfum við Kaupfélag Héraðsbúa yfír vetrarmánuðina. Að erfðum og uppruna var Stef- án mikill búrekstrarmaður og traustur heimilisfaðir. Heimilið, eiginkona og börnin sátu ávallt í fyrirrúmi enda taldi hann það mestu verðmæti lífsins. Þar var vettvangur hins djúpa og staðfasta kærleika, sem Stefán átti til að bera og þess naut fjölskyldan í rík- um mæli. Þeim Laufeyju varð fímm bama auðið: Elst er Birna Helga, fædd 1935, fulltrúi, gift Jóni Bergsteins- syni, skrifstofustjóra en þau eiga tvö böm, Jón Steinar, heilsugæslu- lækni, og Laufeyju, laganema, ásamt þremur barnabörnum; Pétur, verkfræðingur, f. 1938, kvæntur Hlíf Samúelsdóttur, heildsala, þau eiga þijú böm, Stefán, viðskipta- fræðing og MBÁ, Unni, sjúkra- ' þjálfara og Samúel, nema, ásamt tveimur barnabömum, Stefanía Valdís, f. 1942, kennari, gift undir- rituðum, sem eiga þijú börn, Bald- ur, tölvunarfræðing, Valdemar, nema og starfsmanns VÍS, og Guð- rúnu, nema, ásamt einu bama- bami, Gunnsteinn, heilsugæslu- læknir, f. 1947, kvæntur Helgu Snæbjarnardóttur, hjúkmnarfræð- ingi, þau eiga fjóra drengi, Snæ- bjöm, Stefán, Áma Pétur og Gunn- ar Helga, sem allir em undir •fermingaraldri. Árið 1955 eignuð- ust þau Laufey og Stefán dóttur, Sigríði, sem lést innan eins árs ald- urs. Stefán var mikill félagsmála- maður. Áhuga á þeim efnum tók hann í arf frá föður sínum og afa en báðir vora þeir annálaðir fyrir störf sín í þágu almennings og áhuga á almennri velferð. Stefán var fyrst kosinn í hreppsnefnd Hró- arstunguhrepps og sat þar þijú kjörtímabil. Hann settist í fyrstu hreppsnefndina, sem kjörin var í hinum nýja Egilsstaðahreppi árið 1947 og sat þar lengst af fram til ársins 1966. Stefán lét sér umhug- að um mörg sameiginleg málefni íbúanna á Egilsstöðum. Má þar nefna viðgang sóknarstarfsins í starfí organista og sem söngstjóri. Hann hafði mikinn áhuga á eflingu atvinnulífsins í hinu nýja byggð- arlagi og var einn af fjóram stofn- endum byggingafélagsins Brúnáss. Þá gegndi Stefán þeirri trúnaðar- stöðu um árabil að vera formaður í sameiginlegri sjúkrahúsnefnd allra hreppanna á Fljótsdalshéraði og annaðist málefni sjúkraskýlis og læknisbústaða. Gegndi hann þar í senn formannsstarfi, starfí fram- kvæmdastjóra og ráðsmanns og útheimti það að sjálfsögðu ómælda vinnu af hans hendi. Aldrei þáði hann laun fyrir neitt af þessum störfum. Fremur var að hann leggði með sér heldur en hitt. Fljótlega upp úr 1960, er þijú af börnum Stefáns höfðu stofnað heimili hér suður í Reykjavík, sá hann að ekki yrði undan því vikist að taka ákvörðun um hvort flytja ætti suður. Stefán var maður hæg- látur, fastur fyrir og ákveðinn og hann íhugaði hvert mál vandlega. Var það raunar eitt að hans aðal- einkennum að flana aldrei að neinu. Hann ræddi oft um hugsanleg vistaskipti og fann ég hve það var honum erfíð ákvörðun að rífa sig upp með rótum. Hefur mér oft orð- ið hugsað til þess, að margir hafa þurft að glíma við sömu ákvörðun á undanförnum áratugum, þótt lítið hafí heyrst um það talað. Niður- staðan varð sú, að þau Laufey fluttu til Reykjavíkur 1966 og sett- ust þá að í íbúð, sem þau festu kaup á við Hjarðarhaga. Stefán hóf störf hjá Kirkjugörðum Reykjavík- ur þar sem hann var fastur starfs- maður allt fram til ársins 1980 er hann hætti störfum sökum aldurs. Ekki létu félagsmálin hann í friði þótt hann væri kominn hingað suð- ur því eitt af fyrstu verkum hans var að standa fyrir því ásamt vini sínum, Þórarini Þórarinsyni, skóla- stjóra frá Eiðum, að stofna Átt- hagasamtök Héraðsbúa. Var hann fyrsti formaður þeirra. Samtökin hafa starfað síðan með miklulm blóma. Sá sem þetta skrifar kynntist Stefáni Péturssyni, sem verðandi tengdasonur á heimilinu í Birkihlíð árið 1960. Það var eitt af lyndisein- kennum Stefáns, eins og sagt var um afa hans, að hann var heldur þurr á manninn við fyrstu kynni en ef hann mætti kunningja sínum þá lék hýrt bros um andlitið og hann heilsaði með léttu spaugi. Fyrstu stundirnar með Stefáni vora því fremur þegjandalegar og það var eins og hann vildi bregða máli á þennan væntanlegan tengdason. Ég dvaldi síðan á heimili þeirra Laufeyjar í Birkihlíð sumurin 1961 og 1962 og áttum við Stefán þá margar góðar stundir saman, sér- staklega í ferðum við að sækja möl út á Hólssand við Héraðsflóa eða þá vikur í Arnardal á Möðradals- öræfum. Hann var óþreytandi við að segja mér frá mönnum og mál- efnum á Fljótsdalshéraði og við nutum saman hinnar annáluðu náttúrafegurðar þar um slóðir. Hann var óspar á að kenna mér ömefni og af þessum sökum finnst mér ég ekki þekkja neitt héfácð betur en heimaslóðir hans. Alla tíð síðan tel ég mig hafa verið lánsaman að hafa átt þess kost að kynnast Stefáni, fjölskyldu hans og átthögum. Það var hvort tveggja að fá tækifæri til að kynn- ast þeim menningararfi, sem Stef- án var svo ágætur fulltrúi fyrir, en þó fyrst og fremst hitt að kynn- ast mannkostum hans og styrkleika slík stoð sem hann var í öllum málum sem vörðuðu börn hans, tengdabörn og bamaböm. Það var einmitt svo eftirtektarvert við þau Laufeyju hvernig þau tóku við tengdabörnum sínum og útdeildu til þeirra hlýju og umhyggju jafnt og til eigin barna. Þannig var og þegar bamabömum og síðar barna- barnabörnun tók að fjölga, að allt- af var pláss fyrir fleiri og jafnt útdeilt til allra. Þetta eru kveðjuorð mín til Stef- áns, tengdaföður míns. Blessuð sé minning hans. Megi friður vera með þér, Laufey mín, meðan ykkar leiðir skiljast, Stefáns og þín. Skúli G. Johnsen. Kveðja frá Átthagasamtök- um Héraðsmanna, Reykjavík í þessum fáu línum verður ekki rakin ættar- eða ævisaga Stefáns frá Bót, aðeins minnst afskipta hans af félagsskap Héraðsmanna í Reykjavík og nágrenni. Undirbún- ingsfundur að þeim samtökum var haldinn á heimili hans 18. október 1972. Hann var kosinn í fyrstu stjórn félagsins ásamt Þórarni frá Eiðum og Einari frá Kóreksstaða- gerði. Þeir félagar veittu félaginu forstöðu fyrsta áratuginn og mörg ráð þægileg sóttu Héraðsmenn til Stefáns fyrr og síðar, meðan heilsa hans entist, en síðustu árin var hun þrotin. Þá tóku börn hans, Birna og Pétur, við hlutverki hans og hafa verið samtökunum dijúgir liðsrnenn. Átthagasamtök Héraðsmanna kveðja heiðursfélaga sinn með þakklæti fyrir samstarfið og votta ekkju hans og bömum dýpstu sam- úð. Stjórn Átthagasamtaka Héraðsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.