Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 30

Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Háskólinn: Opinn fyrirlestur um Grímsvötn MAGNÚS T. Guðmundsson flytur opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á föstudag, 27. mars, kl. 16. Fyrirlesturinn nefnir hann Grímsvötn í Vatnajökli; innri gerð eldstöðvar undir jökli. Þessi fyrirlestur er miðaður við að almenningur skilji efnið, en. ekki eingöngu jarðfræðingar eða j arðeðlisfræðingar. Magnús er 30 ára, hann stund- aði að loknu stúdentsprófi nám við Háskóla Islands og síðan fram- haldsnám við University College í London. Hann hefur unnið að doktorsverkefni þar undanfarin ár og mun fara utan í næsta mánuði til að veija doktorsritgerðina. Rannsóknir Magnúsar hafa m.a. byggst á að mæla berggrunn undir jökli með nýjum aðferðum, en hann vann að þeim rannsóknum í fleiri sumur við Grímsvötn á Vatnajökli. Magnús hefur ferðast mikið um fjöll og jökla á íslandi. Áhugi hans á þeim er síður en svo yfirborðskenndur, því hann hefur nú þróað aðferðir til að skyggnast inn í þau líka. (Fréttatilky nning-.) STÓÐREKSTUR Höldur og1 Islandsflug: Viking Brugg: Páskabjór á markað í þriðja sinn VIKING Brugg hf. setur nú Páskabjór á markað í þriðja sinn, en hann hefur notið sífellt aukinna vinsælda. Fyrirtækið setti slikan bjór fyrst á markað árið 1990 og var þá fyrst ís- lenskra fyrirtækja með sér-. bruggaðan bjór fyrir ýmsar hátíðir ársins. Viðtökur voru mjög góðar allt frá byijun og seldist bjórinn upp í fyrstu, en hann hefur síðan verið mest seldi páskabjórinn á mark- aðnum. Það er hinn þýski brugg- meistari Alfred Teufel sem hefur veg og vanda að bruggun Páska- bjórsins, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu um nokkurra ára skeið. Viking Bragg hf. er stærsti framleiðandi á bjór á landinu og var markaðahlutdeild fyrirtækis- ins um 37% á síðasta hluta ársins 1991. Framleiddar eru 7 tegundir áfengs öls hjá fyrirtækinu og starfa um 30 manns við framleiðsl- una í verksmiðjunni á Akureyri. Leignfluginu verður frestað um 10 daga Á FUNDI sem fulltrúar Hölds hf. og íslandsflugs áttu í gær með fulltrúum Flugleiða, að ósk samgönguráðuneytisins, var ákveðið að fyrirhuguðu leiguflugi Hölds og Islandsflugs miíli Akureyrar og Reykjavíkur verði frestað um 10 daga. Vilhelm Ágústsson framkvæmd- astjóri Hölds sagði að aðilar hefðu ákveðið að tjá sig að svo stöddu ekki um hvað rætt hefði verið á fundinum. Áætlað hafði verið að fyrsta ferð- in í þessu leiguflugi yrði á föstu- dagsmorgun og er að því stefnt að fljúga á þessari leið tvisvar á dag. Eftir fundinn í gær, sem haldinn var að ósk samgönguráðuneytis, var ákveðið að fresta því um 10 daga að hefja umrætt leiguflug. Ástæða þess að Höldur og ís- landsflug hyggja á leiguflug á milli þessara stað er tilboð, sem Flugleið- ir hafa boðið þeim viðskiptavinum sínum sem greiða fuilt flugfargjald á bílaleigubílum. Flugleiðir, sem hafa einkaleyfi á áætlunarflugi milli Akureyrar og Reykavíkur hafa boð- ið bílaleigubíla á 1.000 krónur á sólarhring þar sem innifalin er 100 km akstur, virðisaukaskattur og trygging. Tilboðið gildir til mánaða- móta. Höldur hf. svaraði þessu tilboði með því að setja upp leiguflug milli staðanna og bjóða bílaleigubíl frá Bílaleigu Akureyrar fyrir nokkuð lægra verð en Flugleiðir hafa boðið. Leikfélag Akureyrar: Morgunblaðið/Rúnar Þór Hús keypt fyrir leikskóla Akureyrarbær hefur keypt húsið að Brekkugötu 34 til að reka þar leik- skóla. Húsið var keypt á 10,5 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 17 milljónir króna, þ.e. að meðtöldum breyt- ingum sem gera þarf á húsnæðinu, kaupum á leiktækjum, stofnbúnaði og girðingu. Húsið, sem er 270 fermetrar að stærð, kjallari og tvær hæðir, verður afhent 1. apríl næstkomandi og verður væntanlega farið að huga að breytingum fljótlega upp úr því. Gert er ráð fyrir að pláss verði fyrir allt að 30 börn á nýja leikskólanum og er stefnt að því að opna hann næsta haust. Elva Ósk Ólafsdóttir og Felix Bergsson. því 26 hlutverk eru í leikgerð Sunnu af leiknum fyrir utan au- kaleikara, þá verður leikmynd, búningar, lýsing og tónlist tilkom- umikil. Næstu sýningar á verkinu verða á laugardag og sunnudag, en þegar er farið að panta miða á sýningarnar fram í tímann. mánuði, er hann verður níræð- ur. Hin ástsæla skáldsaga íslands- klukkan, sem leikritið byggir á, hefur átt greiðan aðgang að hjört- um íslendinga síðan hún kom út lýðveldistökuárið, en sagan styðst við sögulega atburði á 17. og 18. öld og' endurspeglar aldarfarið á íslandi í svaitasta miðaldamyr- krinu eftir siðaskiptin. Aðalleikaj-ar í verkinu hjá LA eru Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leikur Snæfríði Islandssól, Hallm- ar Sigurðsson, sem leikur Arnas Arnæus og Þráinn Karlsson sem leikur Jón Hreggviðsson. Foreidr- ar Hallmars, góðkunnir leikarar frá Húsavík koma einnig við sögu, þau Sigurður Hallmarsson og Herdís Birgisdóttir. í helstu hlut- verkum öðrum eru Felix Bergs- son, Valgeir Skagfjörð, Jón Stef- án Kristjánsson, Gestur Einar Jónasson, Sigurveig Jónsdóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Aðal- steinn Bergdal, Marinó Þorsteins- son, Árni Valur Viggósson, Þórdís Arnijótsdóttir, Eggert Kaaber, Ingrid Jónsdóttir og Agnes Þor- leifsdóttir. Mannmargt verður á sviðinu ISLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness verður frum- sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld, föstudagskvöldið 27. mars. Sunna Borg leikstýrir íslandsklukkunni og gerir leik- gerð, sem hún byggir á fyrri leikgerðum þessa verks sem og skáldsögunni. Tvær forsendur liggja að baki vals LA á Islands- klukkunni nú, í fyrsta lagi er hún afmælisverkefni leikfélag- ins sem verður 75 ára í apríl og í öðru lagi mun Halldór Laxness, höfundur sögunnar, eiga enn stærra afmæli í sama Morgunblaðið/Rúnar Þór Gestur Einar Jónasson og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum í íslandsklukkunni. Afmælisverkefnið íslands- klukkan frumsýnt annað kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.