Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 MÚSÍKTILRAUNIR MÚSÍKTILRAUNIR, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Rásar 2, hefjast í kvöld, en þetta verður í tíunda sinn sem slíkar tilraunir eru haldnar. Gríðarmikill áhugi er fyrir tilraununum, en í þeim keppa bílskúrs- sveitir um land allt um hljóðverstíma, sem gætu auðnað þeim að koma sér á framfæri. Allar sveitir sem á annað borð ráða við að spila fjög- ur frumsamin lög eru velkomnar á Músíktilraunir, með þeim formerkjum þó að ekki komast allar að, vegna nauðsynlegra fjöldatakmarkana. Nokkuð fleiri sveitir taka þátt að þessu sinni en áður, því vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að fjölga þeim heldur og hafa þær átta á hveiju kvöldi. Tónlistarstefnur sveita sem tekið hafa þátt í Músík- tilraunum hafa yfirleitt speglað það sem er að gerast Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir DYSTOPHIA DYSTOPHIA kemur úr Reykjavík og sveitarmenn segjast leika thrash/dauða/speedrokkblöndu. Sveitina skipa Eirík- ur Guðjónsson gítarleikari, Herbert Sveinbjörnsson trommuleikari, Magnús Guðnason bassaleikari og söngvari og Aðalsteinn Aðalsteinsson gítarleikari. Meðaialdur sveit- armanna er tæp átján ár. Morgunblaðið/RAX CONDEMNED NÆRRI MÁ GETA að sveit sem heitir Condemned leiki dauðarokk og sú er reyndin. í Reykjavíkursveitinni Con- demned eru Siguijón Alexandersson gítarleikari, Friðfinn- ur Sigurðsson trommuleikari, Bárður Smárason bassaleik- ari, Egill Tómasson gítarleikari og Ámi Sveinsson söngv- ari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sautján ár. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir NOT CORRECT NOT CORRECT er önnur tveggja sveita úr Hafnarfirði, en sveitina, sem leikur hippatónlist, skipa Gunnar Appel- seth söngvari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari, Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari, sá eini sem nýtir slíkt apparat þetta tilraunakvöld, Andrés Gunnlaugsson gítar- leikari og Eysteinn Eysteinsson trommuleikari. Meðalaldur sveitarmanna er nítján ár. í bílskúrum landsins. Að þessu sinni eru óvenju margar dauðarokksveitir sem taka þátt, enda sú tónlist vinsæl vel meðal rokkþyrstra unglinga. Reykjavíkursveitir eru og óvenju margar miðað við síðustu ár, en af sveitunum 24 sem þátt taka koma 12 úr Reykjavík. Athygli vekur að engin sveit kem- ur af Akranesi að þessu sinni, en Skagasveitir hafa jafnan verið áberandi í tilraununum. Tvær sveitir koma úr Hafnarfirði, tvær frá Akureyri og tvær sveitir frá Eiðaskóla, sem verður að teljast allgott, en sveit frá Eiðaskóla, Trassarnir, náði öðru sæti í síðustu Músíktilraunum. Eina sveit eiga Húsavík, Djúpivogur, Keflavík, Selfoss, Grundarfjörður og Garðabær. Eins og jafnan er fátt um stúlkur, en ein kvennasveit kemur þó fram, Kolrassa Krókríðandi Ljósmynd/Elín Ásvaldsdóttir IN MEMORIAM IN MEMORIAM erþungarokksveit úr Reykjavík sem skip- uð er Kristjáni Þ. Ásvaldssyni trommuleikara, Árna Jóns- syni söngvara, Þórarni Freyssyni bassaleikara og Vigfúsi Rafnssyni gítarleikara. Meðalaldur sveitarmanna er tutt- ugu og eitt ár. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir CRANIUM CRANIUM heitir dauðarokksveit úr Reykjavík sem skipuð er Ófeigi Sigurðarsyni bassaleikara og söngvara, Sigurði Guðjónssyni gítarleikara, Herði S. Siguijónssyni trommu- leikara og Birni Darra Sigurðarsyni gítarleikara. Sveitar- menn eru allir á sautjánda árinu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir AUSCHWITZ AUSCHWITZ er önnur tveggja sveita úr Hafnarfirði, en báðar sveitirnar leika í kvöld. Auschwitz, sem leikur þunga- rokk, skipa Gísli Ámason bassaleikari, Páll K. Sæmunds- son' gítarleikari, Árni Rúnar Þorvaldsson söngvari, Bjöm Viktorsson trommuleikari og Þorváldur Einarsson gítarleik- ari. Allir sveitarmenn, eru á sextánda árinu. úr Keflavík. Þess má geta að síðast þegar kvenna- sveit tók þátt í Músíktilraunum sigraði hún, en það voru Dúkkulísurnar sem sigruðu 1983. Fyrsta tilraunakvöld, mikið dauðarokkkvöld, verður í kvöld, annað kvöldið verður 2. apríl, þriðja kvöldið 9. apríl og úrslit síðan 10. apríl. Verðlaun verða 30 tímar í Sýrlandi, einu helsta hljóðveri landsins, önn- ur verðlaun 25 tímar í Grjótnámunni og þriðju verð- laun 20 tímar í stúdíói Stef. Einnig veitir Skífan plötuúttekt í aukaverðlaun. Eins og áður sagði eru tilraunirnar haldnar í samvinnu Tónabæjar og Rásar 2, en þær verða kynntar á Rás 2 og úrslitakvöldið sent út beint. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru Hard Rock Café, Vífilfell og Jón Bakan. Gestahljómsveit fyrsta kvöldið verður Ham. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Þorkell BLIMP BLIMP heitir Reýkjavíkursveit, sem leikur hrátt rokk. Sveitina skipa Svavar P. Eysteinsson gítarleikari, Haukur M. Einarsson trommuleikari, Ásgeir Ö. Sveinsson bassa- leikari og Hilmar Ramos söngvári. Meðalaldur sveitar- manna er rúm sextán ár. INFLAMMATORY INFLAMMATORY kemur úr Reykjavík og leikur dauða- rokk. Sveitina skipa Hilmar Þór Ólafsson söngvari, Krist- ján Jónsson bassaleikari, Bjarni Grímsson trommuleikari og Pétur Þór Benediktsson og Árnar Guðjónsson gítarleik- arar. Meðalaldur sveitarmanna er rúmlega fímmtán ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.