Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 48
MERKISMENN HF. 48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 NEYTENDAMAL Boðið til veislu NÚ Á tímum samdráttar, þegar allt virðist mega hækka nema launin, er eðlilegt að leitað sé leiða til drýginda á tekjum. Matar- innkaup eru víða einn stærsti útgjaldaliður heimilanna og þau verða ekki felld niður í sparnaðarskyni eigi menn að halda heilsu. En tilfellið er að sumir virðast komast bet- ur af en aðrir með sömu tekjur. Hagsýni getur m.a. verið fólgin í því að skipuleggja málsverði vikunnar fyrirfram. Það má með nokkurri útsjónarsemi útbúa veislurétti fyr- ir fjölskylduna úr fremur ódýru hráefni. Hér fylgja nokkrar uppskriftir úr tilrauna- eldhúsi síðustu viku. Réttirnir eru fyrir 4-5: Grillaðir kjötpinnar á teini 500 g hakkað nautakjöt 2 msk. olífuolía (matarolía) 1 hvítlauksrif pressað 1 tsk. laukduft 'h bolli brauðmylsna 'h tsk. salt, pipar Mjólk Pressað hvítlauskrif er hitað í olíunni og er blandan sett saman við hakkið. Brauðmylsnu og kryddi er blandað saman við hakkið sem síðan er hrært út með mjólk og hnoðað í fremur þétt kjötdeig. Því er skipt í 10-12 hluta sem hver um sig eru mótaðir með höndum í mjósleginn klasa á grill- tein. Þeir eru grillaðir í ofni í 5 mín. á hvorri hlið. Gott meðlæti: Karrígrjón 1 bolli gijón 1-2 msk. olífuolía (matarolía) 1 stórt hvítlauksrif pressað 1 tsk. karrí 2 bollar vatn 'h ten. kjúklingakraftur Pressað hvítlauskrif og karrí er hitað í matarolíunni, gijónin eru sett út í og léttsteikt með kryddinu. Vatni og kjúlingakrafti er bætt út í og gijónin soðin við vægan hita í 10-15 mín. Látin standa smá stund. Karrígijónin * sett á fat og kjötpinnum raðað ofan á. Fiskbakstur með eðalkartöflum 400 g ýsu- eða smálúðuflök safi úr 'h sítrónu 300 g rækjur 1 'h bolli vatn 2 lárviðarlauf 6-8 heil piparkorn salt Sósan: 3 msk. hveiti 2 msk. smjörlíki 'h bolli kaffiijómi 1 ten. kjúklingakraftur Stappaðar kartöflur: 10 kartöflur u.þ.b. 700 gr. 'k bolli mjólk (4 msk) 1 egg 'A tsk. múskat Fiskflökin eru roðflett, skorin í stykki og sett á fat. Sítrónusafa er hellt yfir fiskinn og hann marin- eraður í safanum í 15 mín. eða lengur. Rækjur eru afþíddar við stofuhita eða að hálfu í örbylgju- ofni. Vatn, lárviðarlauf brotið í sundur, piparkorn og salt er sett í pönnu ásamt fiskinum með safa. Fiskurinn er látinn krauma í 5 mín. og síðan færður upp á eldf- ast fat og rækjunum dreift yfir. Sósan er útbúin á venjulega hátt úr hveiti, síuðu fiskisoðinu og kaffirjóma og hellt yfir fiskinn. Kartöflurnar eru soðnar og síðan stappaðar, eggi, múskati og mjólk bætt út í og hrært vei, stappan á að vera fremur þétt í sér. Kartöfl- ustappan eru látin í sprautupoka og sprautað í toppa eða mynstur á fiskinn á fatinu. Bakað við 350 gráður í 20 mín. eða þar til kart- öflurnar hafa lyft sér og fengið ljósbrúnan lit. Nautahakksrú llur með beikoni 500 gr. nautahakk 'h bolli brauðmylnsa 1 lítill laukur saxaður 'k græn paprika fínsöxuð 1 hvítlauksrif pressað 2 msk. matarolía 8 sneiðar beikon salt og pipar % græn og 1 rauð paprika 1 zucchini, má sleppa Blandað er saman nautahakki, brauðmylsnu og eggi. Feitin er hituð í potti með fínsöxuðum lauk, papriku og hvítlauk og látið meyrna í feitinni í nokkrar mínút- ur. Grænmetinu er blandað saman við hakkið, hrært vel, mjólk bætt við ef þarf. Mótaðar eru 16 rúllur í þumalfingursstærð og hálfri bei- konsneið vafið um hveija rúllu. Paprikurnar eru þvegnar, hreins- aðar og skornar í bita. Hakkrúll- urnar og paprikubitar eru settar á víxl á tein og grillaðar í 8 mín. á hvorri hlið. Gott meðlæti er stappaðar kartöflur eða: Brún grjón með rósmarín 1 bolli brún gijón 2 'h bolli vatn 'h tsk. rósmarín ómalað 2 msk. olífuolía 1 laukur, 'k paprika 'h ten. kjúklingakraftur Gijónin eru soðin í vatninu með rósmaríninu í 20 mín. Matarolían hituð í potti, saxaður laukur og paprika látin krauma í feitinni stutta stund. Grænmetinu bland- að saman við soðin gijónin. Borið fram með nautahakkrúllunum, eða haft sem beð undir pinnamat- inn. Kjötbollu-pottréttur með ostabrauðtoppi 500 g nautahakk 'h bolli brauðmylsna 'h tsk. chilipipar salt og malaður pipar 1 msk. Worcestershire-sósa 1 lítill laukur niðurrifinn 1 egg mjólk eftir þörfum Sósan: 2 bollar vatn 1 msk. kjötkraftur hveiti er hrært út með mjólk eða kaffiijóma 2 stórar gulrætur Kjöt, krydd og egg eru sett í skál, hrært vel og mótaðar litlar bollur. Vatn með kjötkrafti er hit- að í pönnu og kjötbollurnar settar út í sjóðandi soðið og látnar sjóða í 10 mínútur. Þær eru síðan sett- ar í eldfast mót ásamt niðurskorn- um gulrótum. Úr soðinu er útbúin bragðmikil fremur þykk sósa og henni hellt yfir kjötbollurnar. Brauðtoppur l'A bolli hveiti 3 tsk. lyftiduft 'h tsk. chili duft 'k tsk. salt 'h bolli smjörlíki 1 egg ca. 'h bolli kaffiijómi eða mjólk. Blandað er saman hveiti, lyfti- dufti, salti og chili. Smjörlíkið er unnið upp í hveitiblönduna og hún hnoðuð upp með eggi og vökva. Deigið er flatt úr í 30 cm ferning, 1 bolli af rifnum osti er stráð yf- ir, steinselja ef til er og seasonall- salt. Brauðdeiginu er rúllað upp og skorið í 8 sneiðar sem raðað er ofan á bollurnar í rnótinu. Bak- að við 400°C hita í 20 mínútur. M.Þorv. Frábært framtak hjá Hagkaup Verslunin Hagkaup hefur látið útbúa bæklinga um heilbrigði og heilsurækt, sem standa öllum viðskiptamönnum verslunarinnar til boða. í bæklingunum er að finna helstu upplýsingar um nauðsyn góðrar næringar, helstu næringarefni, gildi hreyfingar og afleiðingar streitu, svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru samandregnar fjölmargar fróðlegar upplýsingar og góð ráð fyrir þá sem vilja efla styrk og viðhalda góðri heilsu. En mikilvægt forvarnastarf í heilbrigðismálum hefst einmitt á heimavelli. I SAMYO SAMSTÆÐAN SKOÐAÐU VERÐIÐ Allt þetta fyrir aðeins 52.530,- eða • 16 aðgerða þráðlaus fjarstýring. • Magnari; 2x60W með 5 banda tónjafnara. • Útvarp; FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari. • Segulband; tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun. • Plötuspilari; reimdrifinn, hálfsjálfvirkur. • Geislaspilari; með tvöfaldri „digital/analog" yfirfærslu, 16 minni, lagaleit o.fl. • Hátalarar. 80 Watta, þriggja átta. Umboðsmenn um land allt Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Reykjavík, Heimilistæki hf. Sætúni 8, Frístund, Kringlan, Rafbúð Sambandsins, Holtagörðum, Kaupstaður í Mjódd ■ Akranes, Skagaradíó • Borgarnes, Kaupfélag Borgfirðinga • ísafjörður, Póllinn hf. ■ Sauðárkrókur, Ratsjá • Ólafsfjörður, Valberg • Akureyri, Radiónaust • Húsavík, KÞ Smiðjan • Vestmannaeyjar, Brimnes ■ Selfoss, Kf. Ámesinga ■ Keflavfk, Radíókjallarinn. Veggsport flyt- ur í nýtt húsnæði SKVASS- og veggtennisstaður- inn Veggsport sem áður var til húsa á Seljavegi 2 er nú fluttur á Stórhöfða 17, við Gullinbrú. Eigendur staðarins, Hilmar Gunnarsson og Hafsteinn Daníels- son íþróttakennarar, hafa opnar þar 5 skvass-sali og 1 veggtennissal. Þetta eru allt steyptir salir með glerbakveggjum. Allir sem spila í Veggsport frá aðgang að lyftingar- tækjum og gufuböðum. Starfrækt er verslun á staðnum þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar og íþróttavörur. Einnig er viðgerðar- þjónusta fyrir þá sem slíta strengi í spöðunum sínum. Opið er alla virka daga ásamt laugardögum og sunnudögum. Veggsport verður 5 ára 15. mars næstkomandi. (Frcttatilkynning) Eigendur Veggsports, Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnars- son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.