Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 52

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 52
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SlMI 601100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYltl: UAFNARSTRÆTI 85 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ ' V /___________’ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Ríkisbönkum brátt breytt ~*í hlutafélög? Líklega strangar tak- markanir á eignarhlut JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra gerir sér vonir um að frumvarp um að breyta Lands- banka Islands og Búnaðar- banka íslands i hlutafélög verði lagt fram á Alþingi á næst- unni. Viðskiptaráðherra. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann gerði ráð fyrir því að í lögunum um að breyta __ ^Landsbanka og Búnaðarbanka í hlutafélög yrðu strangar tak- markanir á eignarhlut ein- stakra aðila í sölu ríkisins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun það vera sameig- inlegur skilningur stjórnarflokk- anna að ekki verði frekar hafst að hvað varðar breytingar á rekstri ríkisbankanna, eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafélög, fyrr en fram er komin löggjöf sem trygg- ir vamir gegn einokun og hringa- - ynvndun. „Ég vona að þetta frumvarp líti brátt dagsins ljós, en þetta er umdeilt mál í báðum stjórnarflokk- um og það em ekki allir sammála um það,“ sagði viðskiptaráðherra. * s Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ LÖNDUNÁ HÖFN Samdráttur í einka- flugi um fjórðungur Innflutningur véla hefur nánast lagst af VERULEGA hefur dregið úr flugi einkaflugvéla hér við land á þessu ári og sömuleiðis hefur dregið úr að lofthæfisskírteini einkavéla séu endumýjuð. Björn Björnsson l\já Loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar kveðst telja að einkaflug hafi dregist saman um allt að fjórðung síð- ustu mánuði og kennir hann þar einkum um auknum kostnaði við flug. Þá hefur innflutningur einkaflugvéla nánast lagst af en á árinu 1988 vom fluttar inn um 50 slíkar vélar. Bjöm sagði að eftir að virðisauka- skattur var tekinn upp hér á landi hefði mjög dregið úr innflutningi einkavéla. Þegar svo virðisauka- skattur var lagður á viðhald og vara- hluti hefði mátt merkja enn meiri samdrátt. Heldur dró úr nýskráning- um véla á síðasta ári miðað við 1990 en hins vegar voru 24 vélar afskráð- ar þá en 12 á síðasta ári. „Vélar standa núna með ógilt loft- hæfisskírteini í mun meiri mæli en áður var. Menn leggja ekki út í það að endurnýja þau. Það er kannski stærsti þátturinn í samdrættinum. Flug einkaflugvéla hefur dregist saman um að minnsta kosti 25% og þar eru það peningamálin sem skipta sköpum. Bæði er um meiri útgjöld að ræða og minni tekjur," sagði Björn. Björn sagði að það væri greinileg- ur samdráttur í einkafluginu. Árið 1982 voru gefin út 242 skírteini ein- staklinga en 1991 voru þau 232 og hafði því fækkað um tíu. I árslok 1990 voru 1.659 skírteini einstak- linga í gildi en í árslok 1991 voru þau 1.642. 104 flugnema- og ein- staklingsskírteini voru gefin út eftir flugskólum 1982, 77 árið 1990 og 58 á síðasta ári. Áfangaskýrsla nefndar um skattlagningu eigna og eignatekna: Allar eiguatekjur skattlagðar _og eignarskattur lækkaður SKATTFRELSI vaxtatekna verður afnumið og tekin upp samræmd skattheimta á öllum eignatekjum, sérstakur skattur af skrifstofu- og verslunarhús- næði felldur niður og eignar- skattur lækkaður verulega ef farið verður að tillögum nefndar um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna, en nefndin hefur skilað áfangaskýrslu til Eignatekjur: 'Fimmtán hjón með 10 millj. FIMMTÁN hjón voru með yfir 10 milljónir í eignatekjur á árinu 1990 samkvæmt skattframtölum. Þar af voru 13 með vexti af inni- stæðum og verðbréfum sem að stórum hluta eru skattfijáls. í nefndaráliti eignatekjunefndar er birtur listi yfir fjölda framtelj- :nda eftir tegund og fjárhæð eigna- tekna. Þar kemur fram að af 53.594 hjónum alls hafði mikill meirihluti innan við 50 þúsund i eignatekjur á árinu 1990. Og ef tekinn er allur hópurinn sem er með innan við 150 þúsund í eignatekjur, sem nefnt hefur verið að gæti orðið fríeigna- tekjumarkið, kemur í ljós að 47.926 hjón falla þar undir en 5.668 hjón þurfa þá að greiða eignatekjuskatt- inn. Einungis 58 hjón voru með eignatekjur yfír 5 milljónir kr. fjármálaráðherra. Nefndin telur að fremur eigi að skattleggja eignatelyur en eignir. Hins veg- ar muni skattlagning eigna- tekna ekki ná að skila þeim tekj- um að unnt verði að fella skatt- lagningu eigna niður að fullu án tekjutaps fyrir ríkissjóð. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin ætti eftir að móta afstöðu sína til hug- mynda nefndarinnar en hann sagðist af ýmsum ástæðum geta tekið undir með nefndinni. Nefndin leggur til að allar eigna- tekjur einstaklinga verði skattlagð- ar með sama hætti. Þær myndi skattstofn með launatekjum og öðrum tekjum og á þær lagður tekjuskattur í sama hlutfalli. Ein- ungis raunvaxtaþáttur vaxtatekn- anna myndar skattstofn. Gert er ráð fyrir frítekjumarki, 100 til 150 milljónum kr. á einstakling, sem hefur í för með sér að fólk getur haft skattfrjálsar tekjur af eignum að verðmæti innan við 1,3 til 2 miiljónir kr. I nýja eignarskattinum verða allar eignir skattskyldar með sama hætti. Verður því afnumið skatt- frelsi bankainnstæða og ríkisverð- bréfa. Þá er lagt til að lögfest verði upplýsingaskylda fjármálastofn- ana, þær skyldaðar til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar um innstæður og vexti á sama hátt og laun eru talin fram nú. Lögfest verði skylda til að skrá innlánsreikninga og verðbréf á nafn. Ríkisstjórnin hefur rætt skýrsl- una á þremur fundum og farið vandlega yfir hana með nefndar- mönnum að sögn fjármálaráðherra og í gær var hún kynnt í þingflokk- um stjórnarflokkanna. Nefndin vinnur áfram að undirbúningi laga- breytinga. Friðrik sagðist vona að niðurstaða ríkisstjómarinnar feng- ist fljótlega þannig að hægt verði að leggja nauðsynleg lagafrum- vörp fyrir Alþingi í vor. Hann sagði að stefnt væri að því að breyting- arnar tækju gildi um næstu ára- mót þannig að nýi eignatekjuskatt- urinn yrði lagður á tekjur ársins 1993 og innheimtur 1994. Sjá ennfremur á miðopnu. 6% útdreg- inna hús- bréfa ekki innleyst 6% af nafnverði útdreginna húsbréfa Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa ekki verið inn- leyst þó komið sé fram yfir innlausnardag bréfanna. Dregið er úr 4 af 7 flokkum húsbréfa 4 sinnum á ári. „Miðað við útdráttinn er ekki mjög mikið um að fólk leysi ekki út útdregin húsbréf," sagði Sigurður Geirsson, í húsbréfa- deild, þegar hann var inntur eft- ir því hvort algengt væri að fólk leysti ekki út útdregin húsbréf þegar þau væru innleysanleg. „Nefna má að þegar við auglýst- um síðasta útdrátt var rúm 21 af 330-340 milljónum útdreg- inna húsbréfa óinnleyst þó kom- ið væri til innlausnar. Hlutfallið er þannig um 6%.“ Sigurður sagði að 7 flokkar húsbréfa væru nú í gangi, einn frá árinu 1989, tveir frá 1990, þrír frá 1991 og einn frá því í ár. Einungis er þó dregið úr 4 flokkum þar sem 3 hefur ekki verið lokað enn. Útdráttur hús- bréfa til innlausnar er 4 sinnum á ári og innlausnardagur um 2 mánuðum síðar. Þess má geta að útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Óljós staða í viðræðum um nýja kjarasamninga BRUGÐIÐ getur til beggja vona um kjarasamninga eftir að launþega- hreyfingin fékk í gær afdráttarlaust svar stjórnvalda að þau kæmu ekki frekar að viðræðum um kjarasamninga fyrr en á lokastigum þeirra. í meginatriðum er talið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að um tvo kosti sé að ræða, að ganga til viðræðna á þeim grundvelli sem fyrir liggur eða fara út I átök og tóku menn sér umhugsunartíma til að fara yfir stöðuna, enda nokkuð skiptar skoðanir. Viðræðufundir eru fyrirhugaðir í dag við vinnuveitendur og Samninganefnd ríkisins, en stóru samninganefndir Alþýðusambandsins, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambandsins cru ekki boðaðar til fundar fyrr en á morgun, föstudag. „Það er nánast óhjákvæmilegt að við endurmetum stöðuna og tökum okkur aðeins umhugsunartíma þann- ig að við höfum frestað fundi í stóru samninganefndinni til föstudags að höfðu samráði við félaga okkar i BSRB og Kennarasambandinu," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands eftir fund stóru samninganefndar ASÍ í gær- kvöldi. „Við höfum ákveðið að hitta við- semjendur okkar og heyra hvort við- horf þeirra hafa eitthvað breyst frá síðasta fundi með þeim,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, í gærkvöldi. „Við lítum svo á að það séu komnar nýjar aðstæður með þessari þvergirðingslegu afstöðu rík- isvaldsins. Við ætlum að gefa okkur rúman sólarhring til að meta stöð- una,“ sagði hann ennfremur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fór forseti Alþýðusambands- ins yfir þá kosti sem fyrir hendi eru í samningamálunum eftir svar ríkis- stjórnarinnar á fundinum með stóru samninganefndinni í gærkvöldi. í fyrsta lagi væri hugsanlegt þar sem ekki hefði náðst sá árangur gagn- vart stjómvöldum sem vonast hefði verið eftir að samningaumboðið færi aftur til aðildarfélaga ASÍ og þau sæju um framhald samninga. I öðru lagi kæmi til greina að efna til að- gerða til að þrýsta á um kröfur gagn- vart vinnuveitendum og bæta upp það sem ekki hefði náðst fram gagn- vart stjórnvöldum. í þriðja lagi að vinna áfram á þeim grundvelli sem fyrir lægi og freista þess að ná fram niðurstöðu og í fjórða lagi að fresta samningum fram á vor eða jafnvel fram á haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.