Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 14

Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Jóhannesarpassíuna: Tónverkið flutt með sem upprunalegustum hætti ÞEGAR Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Jóhannesarpassíu Bachs á tónleikum I Skálholti og Reykjavík nú fyrir páskana mun kammerhljómsveit leika með á upprunaleg hljóðfæri. Pass- ían verður flutt I þeirri mynd sem gert var á dögum tónskálds- ins eða sem næst því þar sem tónlistarmenn eru ekki á einu máli um hvernig það hafi verið gert. Kammerhljómsveitin verð- ur skipuð íslenskum og erlendum hljóðfæraleikurum sem hafa sérhæft sig í leik á þessi upprunaldgu hljóðfæri. Meðal þeirra eru Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari sem leikur í þessu tilviki á gömbu og barokkselló og Peter Tompkins óbóleikari. Þau eru spurð hvernig áheyrandinn lieyri muninn á þessum upprunalegu hljóðfærum og hinum nýju: Hörður Áskelsson kórstjóri, Ólöf Sesselía Óskarsdóttir og Peter Tompkins. — Það heyrist strax að tónn- inn í hljómsveitinni er þýðari og mýkri, hljóðfærin blandast betur saman og yfirbragðið verður tals- vert öðruvísi en þegar leikið er á ný hljóðfæri, segja þau. En hvernig stendur á því að þau tóku að spila á þessi upprunalegu hljóðfæri? — Ég hafði áhuga á að kynn- ast þessum hljóðfærum enda hef- ur áhugi tónlistarmanna beinst meira að þeim í seinni tíð, segir Peter Tompkins sem leikið hefur með hljómsveitum á íslandi síð- ustu fjögur árin og stundað kennslu. — Það þykir á margan hátt eðlilegra að spila verk Bachs og Hándels á þennan hátt. Ég keypti fyrir nokkrum árum óbó sem smíðað var fyrir 14 árum. Munurinn á því og nútímaóbói er einkum að lyklarnir eða takk- arnir eru mun færri á þessu gamla, blaðið er öðruvísi og það þarf að spila á það á talsvert annan hátt. Þessi gerð af óbói var notuð allt fram til um 1790 en þá tók óbóið að þróast í áttina að því sem við þekkjum í dag. Sú þróun tók hins vegar áratugi. — Ástæðan fyrir því að ég tók að spila á gömbu er líklega sú að Camilla Söderberg blokkflaut- uleikari kveikti hjá mér áhuga, segir Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. — Hér var um tíma starfandi hópur hljóðfæraleikara sem lagði sérstaka stund á leik á þessi upp- runalegu hljóðfæri og það væri óskandi að hann tæki aftur til starfa. En síðan hafa nokkrir organistar og kórstjórar stjórnað flutningi verka með þessum hljóð- færum. Onnur tækni Er erfiðara að spila á þessi hljóðfæri? — Það er kannski ekki erfiðara en talsvert öðruvísi. Við lærum á nútímahljóðfæri og notum þau mest í daglegu starfí en þeir sem áhuga hafa á gömlu hljóðfærun- um geta sótt námskeið og jafnvel farið í skóla sem hafa sérhæft sig í slíkri kennslu og þjálfað sig á þann hátt. — Munurinn á sellói og gömbu er einkum varðandi bogatækni, segir Ólöf Sesselía. — A gömbu eru sjö strengir en fjórir á sellói og síðan er annað grip á boganum og honum er beitt á annan hátt. Hefur þekking á smíði og notk- un þessara hljóðfæra varðveist fram á okkar dag? — Eiginlega má segja það því það eru bæði til góðir hljóðfæra- smiðir sem hafa sérhæft sig í smíði þessara upprunalegu hljóð- færa og þar fara þeir eftir hljóð- færum sem hafa varðveist og eru til á söfnum. Sama má segja um sjálfan hljóðfæraleikinn, þetta er þekking sem hefur varðveist og menn hafa náð að tileinka sér mann fram af manni. Það hafa verið skrifaðar margar bækur um þessi efni og auðvitað eru uppi ýmsar kenningar um hvað sé það eina rétta. Komumst nær barokktímanum En hver er ástæða þess að Mótettukór Hallgrímskirkju velur að nota upprunaleg hljóðfæri við flutning Jóhannesarpassíunnar? Því svarar Hörður Áskelsson stjórnandi kórsins: — Kórinn flutti allar mótettur Bachs á listahátíð í Reykjavík 1990 með upprunalegum hljóð- færum. Það var gríðarlega skemmtileg reynsla og kviknaði þá áhugi á að reyna næst við þetta stórvirki, Jóhannesarpass- íuna, með sama hætti. Félagar í barokksveitinni sem léku með okkur þegar við fluttum mótett- urnar höfðu sérstaklega á orði hversu hljómburðurinn í Hallgr- ímskirkju hæfði barokktónlist. Það þykir í dag eftirsóknarvert að flytja alla tónlist með sem upprunalegustum hætti og við þykjumst komast nær barokkt- ímanum með því að nota þau. Sérstakur blær þeirra hefur áhrif á söngstílinn, áherslur og hend- ingamótun eru öðruvísi en með seinni tíma hljóðfærum. í raun ætti að flytja verkið með fámenn- ari kór en félagar Mótettukórsins í dag eru nærri 50. Það er talið að Bach hafi ekki notað fleiri en 12 eða 20 manns. Er vitað með vissu hvernig upprunalegur flutningur Bachs var? — Skoðun tónlistarmanna á því hefur nú tekið breytingum eftir því sem menn hafa kafað betur í samtíma heimildir, skjöl, bréf eða annað sem varpar ljósi á þessi mál. Sjálfsagt verður aldr- ei hægt að segja hver er „réttur“ flutningur en með því að nota þessi upprunalegu hljóðfæri og samsvarandi túlkun með kórnum teljum við okkur nálgast upp- runalegan blæ. Það sem ræður og miklu í þessu sambandi er hljómburðurinn. Við flytjum verkið fyrst í Skálholtsdómkirkju og síðan í Hallgrímskirkju þar sem hljómburður er ólíkur. Það hefur ekki síður verið svo á dög- um Bachs þannig að eflaust hefur flutningurinn tekið ýmsum breyt- ingum frá einni kirkjunni til ann- arrar hjá honum. En þrátt fyrir að reyna þessa nálgun skiptir hún þó ekki mestu máli við flutning á slíku verki heldur hitt hvort okkur tekst að skila boðskap verksins. Þá er ekki spurt um stílbrigði eða annað heldur þessi heildaráhrif og tök sem verkið á að ná á áheyrendum. jt rö \ / p:. L P Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stæröir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 Svar til Þorsteins Pálssonar * eftir Asgeir R. Helgason Kæri Þorsteinn. Það var afskap- lega gaman að fá frá þér línu um daginn. Það er alltaf notalegt að vita til þess að einhver hugsar um mann heima á Fróni þegar'maður dvelur langdvölum erlendis. Annars eru íslendingar mikið í sviðsljósinu hér um þessar mundir því Sykurmol- arnir þekja hér forsíður helstu blaða og myndband með þeim ærir hlustir og sjóntaugar sænskra poppaðdá- enda. Að sjálfsögðu spytja allir hvort ég þekki Sykurmolana pers- ónulega og þá get ég sagt með nokkru stolti að ég hafi verið í menntaskóla með Einari, hatj talað við Björk og þekki fjarskylda ættingja flestra hinna. Já, það er gaman' að vera íslendingur í Sví- þjóð. Ja, nema þá helst fyrir þær ólánsömu íslensku fjölskyldur sem þurfa að lifa af lánum frá LÍN en fjögurra manna fjölskylda þar sem annar er í námi fær framfærslulán frá íslenska ríkinu sem slefar varla í fátæktarframfærslumörk sænsku félagsmálastofnunarinnar. Islenskir námsmenn á framfæn lánasjóðsins eru því álitnir aumingjar og geta samkvæmt því fengið fátækrafyrir- greiðslu sem gerir mönnum kleift að þreyja hér þorrann og góuna. Auðvitað sparar það ríkissjóði ómæld útgjöld að láta Svía um það að greiða niður námskostnað íslend- inga, en stórmannlegt getur það varla talist. Erindið En snúum okkur nú að erindi bréfsins frá þér. Það var afskaplega fróðlegt að fá allar þessar upplýs- ingar um hvalveiðistefnu íslendinga og rökin fyrir fyrirhugaðri úrsögn íslendinga úr Alþjóða hvalveiðiráð- inu. Þó ekki hafi fylgt bréfinu bein tilmæli um að ég léti til mín taka og ynni málinu brautargengi hér í Svíþjóð tel ég líklegt að þú lítir á það 'sem heilaga skyldu mína sem Islendings að taka málið upp hér og því hafir þú sent mér þetta bréf. Að sjálfsögðu er það heilög skylda mín að beijast með oddi og egg fyrir hagsmunamálum landsins okk- ar hér í útlöndum en hugur verður að fylgja máli, samviska mín og réttlætiskennd verða að fá frið, án þeirra hvorki vil ég eða get barist fyrir neinum málstað. Ég verð því að biðja þig að svara tveim grund- vallar spurningum: Hafa erfðaránn- sóknir á hvölum leitt það óyggjandi í Ijós að ónæmiskerfí dýranna sé það fjölbreytt að stofninn geti að öllum líkindum staðið af sér ban- væna veirusýkingu? Ert þú persónu- lega tilbúinn til að taka á þig ábyrgð á mögulegu hruni einstakra hvala- stofna sefn við kjósum að nýta? Áður en þú svarar þessum spurning- um ætla ég að biðja þig að lesa „Getum við leyft okkur að taka þá áhættu að verða hugsanlega rétt- lausir náttúruglæpa- menn í heimi sem er að vakna til meðvitundar um gildi þess að við- halda jafnvægi í lífkeðj- unni?“ röksemdafærsluna hér á eftir. Af erfðum og ónæmi Það sem hefur haldið líftórunni í útkjálkabúum heima á íslandi er tilviljanakenndur innflutningur á utanaðkomandi erfðaefni. Danskir voru þar drýgstir, því næst duggar- ar og síðan einstaka ferðamenn sem fengu að orna sér bakatil hjá heima- sætum og vinnukonum. Ef ekki hefði komið til þessi Guðs blessun væri allt eins líklegt að öll þjóðin hefði dáið drottni sínum í svarta- dauða og bólusótt. Hvers vegna? Jú, þegar skyldleikaræktunin verður of mikil er hætt við að ein veiruskjóða drepi allan stofninn á skömmum tíma því ónæmiskerfi kvikindanna verður of keimlíkt. Eru þær rann- sóknir sem fyrir liggja á stofnstærð hvala virkilega það áreiðanlegar að hægt sé að segja til um arfblendni dýranna, þ.e. hættuna á því að Ásgeir R. Helgason skyldleikaræktun sé ekki of mikil? íslendingar skiptu tugum þúsunda en samt vorum við nálægt því að deyja út í tveimur plágum. Höfðum við þó betri aðstæður til að hlú hvert að öðru en skepnur úthafanna. Þú manst kannski eftir trektinni hans Þorleifs í frægum sjónvarpsþætti um hvalamálið hér um árið. Líking- in var góð og á einnig við hér þó samhengið sé annað. Ef við sjáum ekki ofan í trektina getum við talið okkur trú um það fram á síðustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.