Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
__________Brids_____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hornafjarðar
Firmakeppni BH/BSA er lokið með
sigri Gjafa hf. sem hlaut samtals 100
stig. Spilarar voru Birgir Bjömsson
ogVífill Karlsson. Landsbankinn Höfn
varð í öðru sæti með 91 stig. Spilarar
Jón G. Gunnarsson og Arni Hannes-
son. I þriðja sæti varð Skóvinnustofan
með 89 stig en fyrir hana spiluðu Sig-
urpáll Ingibergsson og Gunnlaugur
Karlsson. Saltfiskverkun KASK varð
í fjórða sæti og Borgey hf. í fimmta
sæti.
Asmundur Skeggjason og Ragnar
Bjömsson sigruðu í Vélsmiðjumótinu
sem nýlokið er. Þeir vora eina parið
sem náði þriggja stafa tölu yfir meðal-
skor eða 106 stigum.
Næstu pör:
Gísli Gunnarsson - Ingvar Þórðarson 98
ÓlafurJónsson-KristjónElvarsson 76
ðrn Ragnarsson - Kolbeinn Þorgeirsson 65
GuðbrandurJóhannss. - GunnarPáll Halldórss. 60
Sýslutvímenningur Bridsfélags
Hornafjarðar verður spilaður taugar-
dag fyrir páska og byijar kl. 10. Mót-
ið er öllum opið og eru peningaverð-
laun fyrir efstu sætin. Skráning hjá
Sigurpáli í síma 97-81200. Heimasími
97-81268. AR/JGG
íslandsbankamótið -
undanúrslit í tvímenningi 1992
Undanúrslit íslandsmótsins í tví-
menningi 1992 verða spiluð á Hótel
Loftleiðum fimmtudagskvöldið 30.
apríl og föstudaginn 1. maí nk. Það
verða spilaðar þijár umferðir mitcell,
og þau 23 pörin sem ná bestum sam-
anlögðum árangiinum úr þeim, fara
síðan í úrslitakeppnina sem verður á
laugardag 2. maí og sunnudag 3.
maí. Þetta mót er opið öllum félögum
innan Bridgesambands íslands og hef-
ur undanfarin ár verið eitt stærsta
mót á vegum þess. Skráning er hafin
á skrifstofu BSÍ í síma 91-68936.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Aðalsveitakeppni félagsins lauk ný-
lega og urðu úrslit þessi:
Sveit stig
Hauks Árnasonar 110
Ævars Jónssonar 108
Kristínar Magnúsdóttur 83
Sveinbjargar Harðardóttur 56
Sigursveitina skipa þeir Haukur
Arnason, Andrés Bjarnason, Brynjar
Oigeirssonar og Jón H. Gíslason.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Hafin er firmakeppni, þriggja
kvölda og eftir fyrsta kvöldið er stað-
an:
Tálknafjarðarhreppur 107
(spilari Ævar Jónasson)
Vélsmiðja Tálknafjarðar 105
(spilari Haukur Árnason)
Raftækni 105
(spilari Brynjar Olgeirsson)
Eyrasparisj. Tálknaf. 104
(spilari Guðlaug Friðriksdóttir)
ATVINNUA UGL YSINGAR
Stöður við héraðsdóm Reykjaness
auglýstartil umsóknar
Eftirtaldar stöður við héraðsdóm Reykjaness
eru lausar til umsóknar:
Ein staða skrifstofumanns, tvær og hálf
staða dómritara og ein staða símavarðar.
Skrifstofumaður þarf auk ritvinnsluþekkingar
að kunna skil á bókhaldi.
Umsækjendur um stöður dómritara þurfa að
hafa góða íslenskukunnáttu og mega búast
til því að þurfa að gangast undir próf í rit-
vinnslu. í umsóknum ber að gera grein fyrir
aldri, menntun, fyrri störfum og starfsaldri
hjá hinu opinbera.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
í stöðurnar verður ráðið frá 1. júlí 1992.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 1992. Umsókn-
um ber að skila til Ólafar Pétursdóttur setts
dómstjóra, bæjarfógetaembættinu í Kópa-
vogi, Auðbrekku 10, Kópavogi, s. 44022, en
hún veitir nánari upplýsingar.
Settur dómstjóri við héraðsdóm Reykjaness,
6. apríl 1992.
Dýralæknar
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
héraðsdýralækna:
1. Staða héraðsdýralæknis í Þingeyjarþings-
umdæmi vestra.
2. Staða héraðsdýralæknis í Austur-Skafta-
fellssýsluumdæmi.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 1. maí
1992.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneyt-
inu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið,
6. apríl, 1992.
Kennarar
Prentsmiðir
Lausar eru til umsóknar staða skólastjóra
og almenn kennarastaða við Ásgarðsskóla í
Kjósarhreppi.
Umsóknarfrestur er til 5. maí nk.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis.
Trésmiðir
Hagvirki hf. óskar að ráða trésmiði til starfa
á höfuðborgarsvæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Óiafur Pálsson
í símum 53999 og 652864.
HAGVIRKI
Kæru prentsmiðir!
Vegna aukinna umsvifa hjá Samútgáfunni Korp-
us hf. vantar okkur prentsmiði sem fyrst.
Við leitum að hressu fólki með áhuga og
reynslu í eftirfarandi:
★ Litaskeytingu og plötugerð.
★ Setningu, umbroti og annarri vinnslu á
Macintoshtölvúr.
í boði hjá okkur er: Framtíðarstörf hjá vax-
andi fyrirtæki sem hefur yfir að ráða full-
komnustu tækni í prentiðnaði í dag.
★ Spennandi verkefni í góðu umhverfi með
frábærum vinnufélögum.
Hafið samband í síma 685020 eða lítið inn
hjá okkur í Ármúlanum og fáið nánari
upplýsingar um þessi störf.
Kærkveðja,
Samútgáfan Korpus hf.,
Ármúla 20-22, Reykjavík,
sími 685020.
Sölumaður
Hljómtæki - sjónvarpstæki
Við leitum að hæfileikaríkum sölumanni með
góða framkomu til sölu á hljóm- og sjón-
varpstækjum ásamt öðru.
Upplýsingar veitir Grímur Laxdal í Radíóbúð-
inni hf., Skipholti 19.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Fasteignasala
- sölustjóri
Umsvifamikil fasteignasala óskar að ráða
vanan sölumann fasteigna til starfa strax.
Þarf að geta unnið sjálfstætt, vera skipulagð-
ur (skipulögð) og geta unnið undir miklu
álagi. Um er að ræða krefjandi starf. Góðar
tekjur. Eignaraðild hugsanleg.
Upplýsingar er greini frá nafni og starfsferli
sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:
- 14349“ fyrir 15. apríl nk.
RAD AUGL YSINGAR
KENNSLA
Leiklistarnámskeið
um páskana
Bandalag íslenskra leikfélaga auglýsir tvö
spennandi námskeið fyrir leiklistaráhugafólk.
Trúðleikur
Kennari: Króatíski leikarinn/leikstjórinn
Zelyko Vukmirica (kennsla fer fram á ensku).
Grímugerð
Kennari: Franska grímugerðarkonan
Dominique Poulain (kennsla fer fram á
íslensku).
Kennd verður meðferð pappamassa og hent-
ar námskeiðið einnig fyrir kennara, fóstrur
og aðra leiðbeinendur barna og unglinga.
Námskeiðin fara fram í Vörðuskóla og standa
dagana 11.-17. apríl að báðum dögunum
meðtöldum frá klukkan 10.00-16.00.
Bregðist skjótt við og fáið nánari upplýsingar
í símum 16974 og 622944 í dag og á morg-
un frá kl. 10.00-17.00.
Langar þig að læra á
hljóðfæri?
Þú getur lært á gítar: Blús, „fingerpicking",
rokk, dauðarokk, „slide“, einnig hljómborðs-
kennsla, „midi“- og munnhörpukennsla.
Upplýsingar í síma 682343.
Tónskóli Gítarfélagsins,
tónlist er okkar tungumál.
ÓSKASTKEYPT
Bílasala
Óskum að kaupa bílasölu. Þarf að vera vel
staðsett, helst í Skeifunni, með bjartan og
rúmgóðan sýningarsal og gott útisvæði.
Upplýsingar sendíst til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „Bílasala - 443".__
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Styrktarfélags Staðarfells verður
haldinn mánudaginn 13. apríl 1992 í Síðu-
múla 3-5, Reykjavík, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
TIL SÖLU
Sumarbústaður
til sölu
Hef verið beðinn um að selja ca 45 fm sumar-
bústað á Stokkseyri. Sumarbústaðurinn, sem
er byggður á árunum 1977-1980, stendur á
1.500 fm leigulóð á mjög góðum stað með
tilliti til sjávarútsýnis.
Upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofu-
tíma.
Kristján Ólafsson hdl.,
Lögfræðiþjónustunni hf.,
Engjateigi 9, 105 Reykjavík,
sími (91) 689940.
Hárgreiðslu-
og rakarastofa
til sölu. Stofan er staðsett í miðbæ Reykjavík-
ur og er í fullum rekstri.
Upplýsingar í símum 12274 og 23553.