Morgunblaðið - 08.04.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 08.04.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 31 Húnvetningavaka á Hótel Sögn Húnvetningavaka verður haldin föstudaginn 10. apríl nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Tónelskir gestir í Húnavatnssýslu skemmta gestum þetta kvöld, m.a. Samkórinn Björk ásamt hljóðfæraleikurum o.fl. Að ioknum kvöldverði og skemmtiatriðum verður stiginn dans við leik hljómsveitarinnar Einsdæmis. Opið hús á dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi Akranesi. UM ÞESSAR mundir eru liðin 10 ár frá því skipulagt félagsstarf með- al aldraðra á Akranesi og í nágrenni hófst. I upphafi var slík starf- semi nýjung innan veggja dvalarheimila aldraðra hérlendis. Það eru einkum þrír aðilar á Akranesi sem hafa haft með sér samvinnu um þessa starfsemi, þ.e. dvalarheimilið sjálft. Pélagsmálaráð Akraness og ýmsir sjálfboðaliðshópar á Akranesi, í fyrstu sjúkravinir Rauða kross- ins. 1. apríl var þessara tímamóta minnst með hátíðarsamkomu. Þungamiðjan i félagsstarfinu hef- ur lengst af verið opið hús Félags- málaráðs Akraness sem haldið hefur verið innan veggja dvalarheimilisins. Þar er ýmislegt sér til gamans gert; spilavist, söngur og fjöibreytt skemmtiatriði eru þar fremst í flokki auk sameiginlegrar kaffidrykkju. Þá eru einnig leiðbeinendur með ýmis- konar föndur og námskeið sem eru nijög vinsæl. Að sögn Ásmundar Óiafssonar framkvæmdastjóra Dval- arheimilisins Höfða eru 50 til 60 manns sem sækja opna húsið að stað- aldri auk íbúa Höfða, sem nú eru 72 talsins og þeirra sem sækja dag- vistun heimilisins en það eru 10 manns. Oftast eru því á annað hundr- að manns saman komnir á Höfða. Ásmundur segir að fyrsta opna húsið hafi farið fram 2. apríl 1982 og í fyrstu hafi það verið einu sinni í viku, en undanfarin þijú ár hefði verið opið tvisvar í viku. Starfsemin stendur yfir frá októberbyrjun fram í miðjan maí. Opna húsið í dag verð- ur með hátíðlegum blæ og er það þrjú hundruð og fertugasta sam- koman frá upphafi. Annar þáttur í félagsstarfinu er hár- og fótsnyrting sem boðin er öldruðum. Aðstaða til slíkrar starfsemi er einnig innan veggja Höfða. Þessi þjónusta er mik- ið notuð af öldruðum, bæði heimilis- fólki á Höfða sem og öðrum eldri borgurum á starfssvæði heimilisins. Eins og fyrr kemur fram var það nýjung hér á landi að almennt félags- starf aldraðra í byggðalaginu færi fram inná dvalarheimili. Ásmundur Ólafsson segir að síðan þá hafi fleiri heimili tekið upp þennan sið með góðum árangri. „Mannleg tengsl milli íbúa dvalarheimilanna og ann- arra íbúa byggðalaganna stóraukast öllum til gleði og ánægju. Eftir þessa tíu ára reynslu er það okkar trú, sem að þessum málum störfum, að þróttmikið félagsstarf komi oft í veg fyrir andlega og líkamlega sjúkdóma og minnki þar af leiðandi notkun lyíja.“ Ásmundur segir að auk þessa fari fram fjölbreytt og hefðbundið félagsstarf á Höfða. Haldnar séu guðsþjónustur og aðrar kristilegar samkomur, spilakvöld og kvöldvökur, svo nokkuð sé nefnt. Þá er einnig boðið í sumarferðir innanlands í lengri eða skemmri tíma. Eitt sinn voru vistmannaskipti við Rauða- krossheimilið í Sorö í Danmörku og þótti það takast vei. Við fáum einnig heimsóknir góðra gesta svo sem lúð- rasveita, kóra, leikflokka og settar hafa verið upp listaverkasýningar innan veggja heimilisins. Þá er tísku- sýning eldri borgara árviss viðburður í félagsstarfínu. Ásmundur segir að samskipti við nemendur og kennara skólanna á Akranesi séu mjög góð og heimsæki þeir gamla fólkið og stundi við það bréfaskipti svo nokkuð sé nefnt. „Þá fáum við einnig heimsóknir íbúa og starfsfólks annarra dvalarheimila í landinu öðru hveiju. Þessar heim- sóknir eru vel metnar af heimilisfólk- inu, einkum þeim sem eiga erfítt með að ferðast sjálfir vegna hreyfi- hömlunar," sagði Ásmundur. Dvalarheimilið Höfði var tekið í notkun 1978, en nú er verið að leggja síðustu hönd á framkvæmdir og frá- gang við annan áfanga þess. Eins og áður segir eru á heimilinu 72 íbú- ar auk þeirra sem koma til dagvistun- ar. Á lóð heimilisins hafa verið reist- ar 20 sjálfseignaríbúðir og eru íbúar þeirra 34 talsins. Fyrirhugað er að reisa sjö íbúðir til viðbótar á þessu og næsta ári. Þessar íbúðir eru 80 til 90 m2 að stærð. Allar íbúðirnar eru hannaðar með þarfír hreyfihaml- aðra í huga og tengja neyðarhnappar íbúðirnar við dvalarheimilið. - J.G. Islenskir frímerkjasafnarar: Þrír íslenskir safnar- ar vinna til verðlauna FRÍMERKJASÝNINGUNNI „RAUMA“ í Finnlandi lauk 29. mars sl. með verðlaunaafhend- ingu. Þá kom í ljós að þrír ís- lendingar sem þátt höfðu tekið Um íslenska stílfræði FÉLAG íslenskra fræða heldur fund i kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu þar sem Þorleifur Hauksson cand. mag. fjallar um íslenska stílfræði. Hann nefnir erindi sitt „Frá Teis- íasi til Tómasar Jónssonar: Áfang- askýrsla um ritun stílfræðibókar." Þorieifur hefur undanfarin ár rit- stýrt og að hluta skrifað bók um ís- lenska stílfræði á vegum Styrktar- sjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jóns- dóttur. Senn hillir undir verklok og á fundinum mun Þor- leifur greina frá stöðu verksins, rekja efnistök og helstu niðurstöður. Áð loknu erindi Þorleifs gefst mönnum kostur á léttum veitingum. Fundur- inn er öllum opinn. í henni höfðu allir unnið til verð- launa á sýningunni. Landssýningin „RAUMA“ í Finnlandi með norrænni þátttöku stóð í Rauma dagana 27.-29. mars sl. frá föstudegi til sunnu- dags. Mikil þátttaka var á sýning- unni og sýnt í um 1.000 römmum. Þar á meðal sýndu þrír íslendingar í samkeppnideild, auk þess sem Jón Egilsson í Hafnarfirði sýndi í heiðursdeild. Það var Ólafur N. Elíasson sem hlaut hæstu verðlaunin að þessu sinni, eða gyllt silfur í bókmennta- deild sýningarinnar. Það var bók sú er hann hefur skrifað ásamt Kristian Hopballe um póstaðstæð- ur á íslandi á árum síðari heims- styijaldarinnar sem hlaut þessi verðlaun. Er bókin vel að þessum verðlaunum komin. í samkeppnideild frímerkja- safna voriu tveir íslenskir þátttak- endur sem báðir hlutu verðlaun. Það voru þeir Þorvaldur S. Jóhann- esson og Guðni Fr. Gunnarsson/' Þorvaldur sýndi póstsögusafn sitt, „íslenskt flug frá 1945“. Hlaut hann silfurverðlaun fyrir þetta safn. Guðni Fr. Gunnarsson sýndi tegundasafn sitt „Fótbolti á frí- merkjum" og hlaut hann silfrað brons að verðlaunum fyrir þetta safn. — SHÞ- Gallerí Borg: Jóhannes Jóhannesson sýnir JÓHANNES Jóhannesson sýnir olíumyndir í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin hefst fimmtudaginn 9. apríl kl. 17.00. Jóhannes er fæddur í Reykjavík 1921, hann lauk prófi í gull og silfursmíði 1945. Jóhannes nam við Accademia di Belle Arti í Flór- ens 1949 og dvaldi við nám í Par- ís, Rúmeníu, Danmörku og víðar. Jóhannes Jóhannesson hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis. Árið 1985 var haldin stór yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni íslands. Á sýningunni eru um 20 verk sem flest eru ný, öll verkin eru til sölu. Sýningin er opin frá kl. 14-18 Eitt verka Jóhannesar. alla daga vikunnar en lokað verður um páskana eða frá 16. til 21. apríl. Sýningunni lýkur 28. apríl. I.O.O.F. 7 = 173488'A = HELGAFELL 5992487 IV/V 2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Sýnikennsla Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur sýnikennslu í Félagsheim- ilinu á Baldursgötu 9 fimmtudag- inn 9. apríl kl. 20.00. Halldór Snorrason matreiðslumeistari annast kennsluna. Allirvelkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Samkoma i kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins Án skilyrða. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söngnum. Predikun og fyrirbænir. SIHfl ouglýsingar FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Miðvikudagur 8. apríl kl. 20.30 - Myndakvöld Nepal og páskaferðirnar Næsta myndakvöld Ferðafé lagsins verður miðvikudags- kvöldið 8. april kl. 20.30 í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a. Mynd- efni frá framandi slóðum: Fyrir hlé mun Filippus Pétursson sýna myndir af ferð til Nepal í lok síðasta árs. Hann ferðaðist þar með lítinn hóp um svæði sem fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til. Mjög áhugaverð og falleg myndasýning. Eftir hlé mun Filippus siðan halda á kunnugri slóðir og sýna myndir úr vetr- arríki í Landmannalaugum, við Hrafntinnusker og nágrenni. Sú sýning minnir á skíðagönguferð- ir Ferðafélagsins um páska, en aðrar páskaferðir verða einnig kynntar. Allir eru velkomnir á myndakvöldið meðan húsrými leyfir. Góðar kaffiveitingar fé- lagsmanna í hléi. Tilvalið að ger- ast félagsmaður. Aðgangur 500 (kaffi og meðlæti innifalið). Feröafélag Islands. Svigmót Ármanns í aldursflokkum 13-14 og 15-16 ára verður haldið i Bláfjöllum, Suð- urgili, laugardaginn 11. april nk. Brautarskoðun kl. 10.00 fyrir 15-16 ára, kl. 13.00 fyrir 13-14 ára. Þátttökutilkynningar berist í síma 620005 eöa á fax 813882 fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 9. apríl nk. Fararstjórafundur verður í fund- arsal SKRR, Laugardal, kl. 18.00 föstudaginn 10. apríl nk. Stjórnin. Árangursríkar uppeldisaðferðir Kvöldnámskeið verður haldið á Hótel Lind fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00. Leiðbeinandi Brian Gale frá International Network for Children and Families. Uppl. i síma 668066. Viltu gerast leiðbein- andi á sviði samskipta og barnauppeldis? Árangursrík uppeldistækni, markvissar aðferðir byggðar á sálfræði A. Adler og Dreikurs M.D., verða kenndar á nám- skeiði 10., 11., 12. og 13. apríl. Námskeiðiö gerir þér kleift að hefja eigið námskeiðahald á þessu sviöi. Öll nauðsynleg kennslugögn, þjálfun sem skap- ar öryggi og árangur. Uppl. í sima 668066. Aðalfundur é morgun, fimmtu- daginn 9. apríl, kl. 20.00 í Góð- templarahúsinu. Á dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir miðill segir frá. Félagar, takið með ykkur gesti. Missið ekki af fundi með Þór- unni Maggý. Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Páskaferðir Herða- félagsins Eitthvað fyrir alla! 1. 16.-18. apríl. Snæfellsnes- Snæfellsjökull (3 dagar). Frá- bær gistiaðstaða að Görðum í Staðarsveit. Ganga á iökulinn, en einnig verða aðrar göngu- og skoðunarferðir í boði. Pantið tímanlega, sætum fer fækkandi. 2. 16.-20. aprfl. Landmanna- laugar, skíðagönguferð (5 dag- ar). Gist í sæluhúsinu Laugum. Gengið frá Sigöldu. Séð verður um flutning á farangri. Getum einnig boðið örfá sæti i ökuferð (á jeppum) alla leið í Land- mannalaugar. 3. 16.-20. aprfl. Skiðagöngu- ferð: Landmannalaugar-Hrafn- tinnusker-Laufafell-Land- mannaleið. Ný spennandi skiða- gönguferð á Torfajökulssvæðinu fyrir vant skíðagöngufólk. Geng- ið frá Sigöldu í Laugar og síðan áfram milli skála í Laugum, Hrafntinnuskeri og við Laufafell. Hópurinn verður sóttur á Land- mannaleið. 4. 18.-20. apríl Þórsmörk (3 dagar). Gistiaðstaða í Skag- fjörðsskála i Langadal er ein sú besta sem gerist í óbyggðum. Fjölbreyttar gönguferðir. Þórs- „ mörkin stendur alltaf fyrir sinu. 6. 18.-20. aprfl. Borgar- fjörður-Húsafell. Gist að Brúar- ási. Gönguferðir, skiðagöngur í uppsveitum Borgarfjarðar. Brottför i allar ferðir kl. 8 að morgni. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Öldu- götu 3. Allir með! Ferðafélag Islands. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleitisbraut 58 i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Páll Friðriksson. Allir velkomnir. .< L Reykjavíkurmeistaramót í 30 km skíðagöngu (styttri vega- lengdir fyrir yngri flokka) verður haldið í Skálafelli laugardaginn 11. april kl. 14.00. Skráning í síma 75971 fyrir kl. 19.00 föstu- daginn 10. apríl 1992. Skíðadeild Hrannar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.