Morgunblaðið - 08.04.1992, Side 36

Morgunblaðið - 08.04.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 Minning: Elsa Kiisijánsdótt- ir, hjúkrunarkona Fædd 26. júlí 1898 Dáin 28. mars 1992 Tengdamóðir mín, Elsa Krist- jánsdóttir, sem í dag verður borin til moldar í Fossvogskirkjugarði, andaðist í Reykjavík að morgni iaugardagsins 28. mars sl. og var þá komin hátt á 94. aldursár. Hún fékk hægt andlát, leið frá okkur á sinn hljóðláta hátt. Fullu nafni hét hún Níelsína Sig- rún, en það vissu ekki allir sem hana þekktu, því að hún var aldrei kölluð annað en Elsa allt frá unga aldri. Hún var Snæfellingur að upp- runa. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson (1861-1919), bóndi á Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis, og Sigurveig Björns- dóttir (1877-1967) frá Gerðubergi í Eyjahreppi. Faðir Kristjáns hét Jón Arason. Hann var bóndi á Litlalóni undir Jökli og síðar í heimili hjá syni sín- um, þar sem hann andaðist í hárri elli. Kunnugir hafa sagt mér að Jón hafi þótt nauðalíkur myndum af Bimi Gunnlaugssyni yfírkennara (1788-1876), og það er ekki ósennilegt. Hann var sonur Ara bónda á Reynihólum í Miðfírði Magnússonar, en Ari og Bjöm vom bræðrasynir, ef mér skjátlast ekki. Sigurveig, móðir Elsu, var dóttir Björns bónda á Gerðubergi Jónsson- ar og Sigurrósar Sigurðardóttur bónda á Svarfhóli Sigurðssonar í Miklaholtsseli. Sigurrós var skáld- mælt og átti kyn til þess. Hún var ' föðursystir Jóhanns Gunnars Sig- urðssonar skálds (1882-1906), og þær Sigurrós og Ólöf skáldkona frá Hlöðum (1857-1933) voru systk- inadætur. Þegar Björn og Sigurrós hófu sambúð á Gerðubergi höfðu bæði misst fyrri maka sinn. Bjöm vildi að þau Sigurrós giftust en það taldi hún ekki mega verða. Hún og fyrri maður hennar höfðu heitið hvort öðru að giftast ekki aftur ef annað félli frá. Þau Björn og Sigurrós bjuggu saman nokkur ár í óvígðri sambúð, en eftir fráfall hans vom engin tök á að halda heimilinu sam- an svo að Sigurveig ólst ekki upp hjá móður sinni nema að litlu leyti. Þetta setti mark á líf hennar allt. En það vildi til að hún var tápmik- il, og gustaði enn af henni þegar ég kynntist henni, aldraðri sauma- konu hér í Reykjavík. Sigurveig var hagmælt og átti ekki langt að sækja það. Kristján og Sigurveig hófu bú- skap sinn á Litlalóni. Þau eignuðust fimm börn, fyrst þrjár dætur og síðan tvo syni, og var Elsa þeirra elst. Eftir lifa frú Matthildur Peter- sen og Anton Kristjánsson skjala- þýðandi, bæði í Reykjavík, en látin eru frú Aðalheiður Bruun og Óskar Kristjánsson bifvélavirki, sem einn- ig áttu heimili hér syðra. Elsa fæddist í Ólafsvík 26. júlí 1898. Þangað fór Sigurveig til að ala þetta fyrsta bam sitt því að hún var kunnug Ijósmóðurinni þar. Sjálf hafði hún ætlað sér að læra til ljós- móðurstarfa, en atvikin bönnuðu það. Bernskuslóðir Eisu vom þama á utanverðu Snæfellsnesi. Faðir hennar stundaði bæði búskap og sjóróðra. Hann bjó um skeið á Vað- stakksheiði og ég hygg að Elsa hafí litið á þann bæ sem bernsku- heimili sitt öðmm stöðum fremur. Síðar fluttist fjölskyldan niður á Hellissand. Fræðslu naut Elsa í uppvexti eftir því sem þá vom tök á, en al- menn skólaskylda barna var ekki í lög leidd hér á landi fyrr en 1907. Þegar Elsa var um fermingu var hún send í vist til sýslumannshjón- anna í Stykkishólmi, Páls Vídalíns Bjarnasonar og Margrétar Árna- dóttur. Það var henni góður skóli að hleypa heimdraganum og kynn- ast öðrum heimilisbrag en hún var vön. Þess má geta til gamans að móðir sýslumannsins var í heimili hjá honum, háöldruð, og eitt af við- fangsefnum unglingsstúlkunnar var að hjálpa henni út undir bert loft og leiða hana sér við hönd. Þessi gamla kona, Hildur Solveig (d. 1915), var dóttir Bjarna amt- manns og skálds Thorarensen, sem fæddur var 1786. Þetta er eins og að hafa 18. öldina innan seilingar. Elsa var námgjörn, og móðir hennar vildi að hún gæti notið menntunar ekki síður en piltar. Þannig hugsaði Elsa einnig þegar hún var orðin móðir. Hreyfing var komin á réttindamál kvenna í bytj- un aldarinnar, og konur öðluðust kosningarétt 1915. Eflaust hafði það örvandi áhrif að þann atburð skyldi bera upp á 19. júní, sem var afmælisdagur Sigurveigar enda hafði hún dálæti á þeim degi. Haustið 1916 hafði Elsa fengið skólavist í Kvennaskólanum í Reykjavík og var afráðið að hún færi þá suður ásamt systur sinni sem átti að fara í vist hjá kunningja- fólki í Hafnarfirði. Þá vildi ekki betur til en svo að skipið sem þær ætluðu með komst ekki til hafnar á Hellissandi fyrir brimi, og urðu þær að bíða heilan mánuð eftir næstu skipsferð. Þrátt fyrir þessa seinkun var tekið við Elsu í skólann og hún stundaði nám sitt til vors og varð enginn eftirbátur annarra. En lengri varð skólagangan ekki. Faðir Elsu missti heilsuna og móðir hennar vanfær af yngsta barni sínu. Elsa varð að vera heima fyrst um sinn. í ársbytjun 1924 hóf hún nám í hjúkrun, sem hún stundaði fyrst hér á landi, en síðasta námsárið var hún á Frederiksberg Hospital í Danmörku og lauk þaðan prófí vor- ið 1927. Hún var síðan við hjúkrun- arstörf á Vífílsstöðum um sumarið og á Laugamesspítala veturinn eft- ir. Yfirlæknirinn á Vífílsstöðum, SigurðurMagnússon, gaf Elsu þann vitnisburð að hún hefði „gegnt störfum sínum með mestu alúð og samviskusemi og sýnt reglusemi, hreinlæti og dugnað“. Þannig var hún einmitt alla tíð. Á þessum árum kynntist hún ungum læknanema, sem var sex ámm yngri en hún, Stefáni Guðna- syni frá Höfn í Hornafirði. Þau felldu hugi saman og giftu sig vor- ið 1928. Þá hófst nýr kafli í ævi Elsu Kristjánsdóttur og farsælt hjónaband sem fráfall hennar hefír nú bundið enda á. Elsa og Stefán eignuðust þijár dætur sem allar eru á lífi. Þær eru: Ólöf, hjúkrunarfræðingur, gift Karli Ómari Jónssyni, verkfræð- ingi, Guðrún, ritstjóri, gift Baldri Jónssyni, prófessor, og Svava, fé- lagsráðgjafi, áður gift Erlendi Lár- ussyni, tryggingafræðingi. Barna- börnin urðu 10, og eru 8 þeirra á lífí. Barnabarnabörnin em orðin 9. Afkomendur á lífi em því 20 alls. Við stofnun hjúskapar tók við hin eiginlega starfsævi með marg- víslegum skyldum sem hlutu að mótast af embættisstörfum eigin- mannsins. Stefán var héraðslæknir í mörg ár, fyrst í Búðardal 1930- 1937, síðar á Dalvík 1938-1944, síðan heimilislæknir á Akureyri 1944-1960, þá tryggingalæknir í Reykjavík 1960-1970 og loks tryggingayfirlæknir til 1974 er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Skömmu eftir komuna í Búðardal var farið að vinna að því að koma þar upp sjúkraskýli við læknisbú- staðinn, og var að því mikil fram- för. Elsa var þá hvort tveggja í senn læknisfrúin og hjúkrunarkon- an. Jafnframt var hún eins konar ráðskona á staðnum því að þ.ama var mikill heimilis- og búrekstur, Stefán oft í löngum og erfiðum læknisferðum á hestbaki, bílvegir voru nánast engir, og gestkvæmt á læknissetrinu. Einu sinni kom þar maður úr sveitinni með hest sem hafði skorist illa á girðingu og vildi fá gert að sárum hans, en Stefán var ekki heima. Komumaður sá ekki að það skipti neinu máli, frúin gæti allt eins rimpað sárið saman. Elsa færðist undan, kvaðst hvorki vera læknir né dýralæknir. En slík viðbára var ekki tekin gild, frúin væri bæði læknisfrú og hjúkrunar- kona - það væri alveg nóg! Og það reyndist rétt. Dalahérað var stórt og erfitt til lengdar vegna strangra ferðalaga. Stefán vildi því reyna fyrir sér ann- ars staðar og sótti um Svarfdæla- hérað þegar það losnaði í árslok 1937. Stefán var skipaður héraðs- læknir þar „samkvæmt eindregnum áskorunum Svarfdæla“, segir Krist- mundur Bjarnason í Sögu Dalvíkur og bætir því við að kona hans hafi verið hjúkrunarkona að mennt, „og þótti vel við hæfi að fá lærða hjúkr- unarkonu í sveitina". Fjölskyldan fluttist því til Dalvík- ur 1938. Stefán beitti sér fyrir því að hreppsnefndin festi kaup á húsi sem var nógu rúmgott til að vera læknisbústaður og hýsa tvær sjúkrastofur sem grípa mætti til. Þar var einnig lyfsala. Þetta hús nefndi hann Gimli. Þar bjuggu þau Stefán og Elsa næstu árin með dætur sínar þijár, og fylgdu þessu embætti alimikil umsvif. Stefán var virkur í félagsmálunum, og Elsa tók þátt í leiklistarlífinu á Dalvík sem þá var með miklum blóma. Ekki veit ég hvort hún hafði reynt fyrir sér áður í þeirri list, en hún gat sér ágætt orð fyrir leik sinn á Dalvík. Því var reyndar ekki flíkað mjög og ekki heldur hinu að Elsa lék á hljóðfæri og hafði yndi af að grípa í píanó og gítar fyrir sjálfa sig á góðum stundum. Allt var þetta í rauninni fyrir mitt minni. Þessari ágætu fjöl- skyldu vissi ég ekki af fyrr en hún fluttist til Akureyrar fermingarárið mitt 1944, og Elsu kynntist ég ekki persónulega fyrr en um það bil 10 árum síðar þegar hún var komin vel á sextugsaldur. Elsa var hætt hjúkrunarstörfum þegar hér var komið sögu. Þó var hún manni sínum áfram til aðstoðar í annasömum störfum heimilislækn- isins, o g naut margurgóðs af ráðum hennar þegar læknirinn var ekki heima. En heimili sitt rækti hún af mikilli alúð. Þau Stefán og Elsa komu sér upp nýju og myndarlegu húsi á auðri lóð við Oddagötu 15, og ræktuðu þar fallegan garð, sem Elsa lagði mikla vinnu í. Þarna stóð eitthvert unaðslegasta heimili sem hugsast getur. Ég hygg að Akur- eyrarárin hafi verið besti tíminn í ævi tengdamóður minnar. Dæturnar fóru í menntaskólann og vöktu þar athygli fyrir dugnað og námsgáfur. Þær áttu allar eftir að ljúka háskólaprófi. Svo dáðlausir vorum við ekki, ungu mennirnir á Akureyri, að við létum aðra eins veiði fram hjá okkur fara. Eldri dæturnar giftust bekkjarbræðrumf sem báðir voru úr nágrenninu á Akureyri, og fyrr en varði var allt unga fólkið horfið að heiman og ekki annað sýnna en allt myndi setjast að í Reykjavík, hvað og varð. Stefán og Elsa ákváðu að flytj- ast suður 1960. Stefán fékk stöðu við Tryggingastofnunina í Reykja- vík. Oddagata 15 á Akureyri var kvödd með söknuði en í staðinn keyptu þau hjónin íbúð í sambýlis- húsi í Álfheimum 70 í Reykjavík, og áttu þar heimili síðan. Það önn- uðust þau með myndarbrag og sáu að öllu leyti um sig sjálf, þó að ald- ur færðist yfír, svo að undrun hefir vakið og aðdáun. Og ekki er ýkja langt síðan þau voru enn að taka á móti gestum, Elsa þá komin hátt á níræðisaldur. Síðustu misserin dvaldist hún á sjúkrahúsum og sjúkraheimilum. Þökk sé þeim sem hjúkruðu henni af alúð á Hvíta- bandinu um það er lauk. Þrátt fyrir ýmislegt andstreymi og erfíðleika, sem allir mæta á langri ævi, verður ekki annað sagt en Elsa hafi verið gæfukona. Ung þótti hún af öðrum bera að fríðleik. Hún var góðum gáfum gædd og hamingjusöm í einkalífí sínu. Systir hennar hefir sagt um hjónaband þeirra Stefáns: „Skyldurækni, sam- staða, hollusta, sem er aðalsmerki góðra uppalenda og uppistaða allra samskipta við aðra menn, ásamt viðleitni til-að koma góðu til leiðar, hvar sem mögulegt var, það var þeirra aðalsmerki." Betur kann ég ekki að orða það. Þegar ég kveð nú tengdamóður mína eftir áratuga kynni er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgd- ina, fyrir umburðarlyndi hennar og hjálpsemi. Ég minnist ekki annars en öll okkar samskipti hafi verið misfellulaus. Henni hefír þá tekist að breiða yfír, ef svo var ekki. Aldr- ei heyrði ég frá henni styggðaryrði öll þessi ár. Hún var óáleitin við aðra, hógvær og dró sig nokkuð í hlé. Ég mun ætíð minnast hennar fyrir háttprýði og vammleysi. Blessuð sé minning hennar. Baldur Jónsson. Elsa Kristjánsdóttir, móður- amma mín, lést laugardaginn 28. mars á nítugasta og fjórða aldurs- ári. Megi hún njóta hvíldarinnar. Á hugann sækja minningabrot barnsins sem eitt sinn naut umönn- unar og uppeldis ömmu sinnar. Sterkasta minningin er gönguferð að heiman og til ömmu í gegnum Laugardalinn. Gönguferðin tók að minnsta kosti hálftíma, en auðvitað var margt að skoða á leiðinni svo stundum hefur ömmu verið farið að lengja eftir stúlkunni. Heimsókn- ir þessar, sem farnar voru reglulega tvisvar í viku, höfðu alveg sérstakan tilgang.. Það átti að mennta stúlk- una, æfa hana í lestri, kenna henni að pijóna og hekla. En rúsínan í pylsuendanum fyrir barnið var að fá að læra á píanóið. Amma skipu- lagði tímann eins og þrautþjálfuð kennslukona og það var sama hvaða brögðum barnið beitti til að fá að byija á píanóinu, alltaf hélt amma sér við upphaflega áætlun. Hún gerði það ekki með látum, heldur með rólegheitum og blíðlyndi. Á fullorðinsárum hef ég oft leitt hugann að því hversu ábyrg amma var ævinlega í ömmuhlutverkinu. Samskipti hennar við okkur ein- kenndust af því að mennta okkur og ala okkur upp. Þegar amma kom í heimsókn kom fyrir að hún hafði sælgæti meðferðis handa okkur krökkunum. En alltaf lét hún fylgja plötu af tyggigúmmíi til að hreinsa tennurnar, þótt almenn umræða um tannhirðu hafí ekki verið langt kom- in á sjöunda áratugnum. Á sama hátt og amma tók upp- eldislega ábyrgð í samskiptum sín- um við barnabörnin fínnst mér að hún hafí tekið ábyrgð á sjálfri sér þegar hún braust bláfátæk til mennta. Jafnframt tók hún fulla ábyrgð á starfí eiginmanns síns, og var samstarfsmaður hans í erfíðri vinnu. Amma var mikil myndarhúsmóð- ir. Heimilishaldið var vel skipulagt. Alltaf innkaup vissa daga, þvottur aðra daga, þrif enn aðra daga og fleira i þeim dúr. Þegar afi fór á eftirlaun hjálpuðust þau að við heimilishaldið. Samvinnan gekk vel, enda ekki nema um það bil ár síðan afi og amma hættu að geta annast heimili sitt ein og hjálpar- laust. Það er til merkis um góða samvinnu þeirra og samheldni gegnum lífið. Elsku afi, ég samgleðst þér fyrir að hafa átt svo góðan lífsförunaut, vin og samstarfsmann sem Elsu ömmu. Megi sú hugsun vera þér styrkur í sorg þinni. Kristín Karlsdóttir. t Eiginmaður minn, SIGURGEIR VILHJÁLMSSON vélstjóri, Boðahlein 22, Garðabæ, lést þriðjudaginn 7. apríl. Guðbjörg Stefánsdóttir. t GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Skjóli, er lést 1. apríl sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. apríl kl. 15.00. Þóra Ólafsdóttir, Pétur O. Nikulásson, Sigriður Guðmundsdóttir, Margrét Kristinsdóttir. t Móðir okkar, MARTA PÉTURSDÓTTIR, Viðimel 38, Reykjavík, sem lést 2. apríl, veröur jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 9. apríl kl. 15.00. Vigdis Guðfinnsdóttir, Pétur Guðfinnsson, Þorbjörn Guðfinnsson. Lokað vegna jarðarfarar MARGRÉTAR B. ÁRMANN mið- vikudaginn 8. apríl frá kl. 13.00. Ágúst Ármann hf., Sundaborg 24. ( ( ( i i i í í í I i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.