Morgunblaðið - 08.04.1992, Qupperneq 47
47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN
Morgunblaðiö/Eínar Falur
Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Vals, gat brosað breitt að leikslokum í Keflavík í gær. Lið Vals var í slæmri stöðu er hann tók við þjálfun 1. nóvember í
haust, en hefur gjörbreyst síðan og er nú komið með aðra höndina á íslandsbikarinn.
Valsmenn betri
á öllum sviðum
- sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK sem tapaði stórt gegn Val
„VALSMENN voru betri en við á öllum sviðum í þessum leik,
það var sama hvað við reyndum þeir virtust eiga svar við öllu,“
sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga eftir að
hafa tapað með 28 stiga mun 95:67 gegn Hlíðarendaliðinu í
Keflavík í gærkvöldi. Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitakeppn-
inni og hafa Valsfnenn unniðtvo leiki en Keflvfkingar einn. Liðin
mætast í fjórða sinn í Valsheimilinu annað kvöld og með sigri
þar geta Valsarartryggt sér íslandsmeistaratitilinn að öðrum
kosti verða liðin að leika f immta leikinn sem þá fer fram í Keflavík.
Geysilegur áhugi var fyrir leikn-
um í gærkvöldi og var íþrótta-
liúsið þegar orðið þéttsetið klukku-
stund fyrir leik. Líkt
Bjöm og í fyrri leikjum lið-
Blöndal anna voru það Vals-
skrifarfrá menn sem náðu þeg-
Keflavík ar undirtökunum og
munaði þar mestu um snilldartakta
Bandaríkjamannsins Franc Bookers
sem var besti maður vallarins í gær.
Keflvíkingar lögðu greinilega allt
kapp á að hleypa Valsmönnum ekki
of langt frá sér og þeim tókst að
halda í horfinu allt þar til 5 rnínút-
ur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá
var staðan jöfn 27:27, en Valsmenn
áttu góðan endasprett og höfðu náð
11 stiga forystu í hálfleik 42:31.
í upphafi síðari hálfleiks reyndu
Keflvíkingar stífa pressuvörn en
hún gekk ekki frekar en annað sem
þeir reyndu. Valsmenn léku hins
vegar eins og sá sem valdið hefur
og þeir juku forystu sína jafnt og
þétt allt til leiksloka og var munur-
inn 30 stig 64:94.
Liðsheildin var frábær hjá Vals-
mönnum sem allir eiga hrós skilið.
Booker og Magnús Matthíasson
voru þó atkvæðamestir í stigaskor-
un en félagar þeirra virtust líka
geta tekið upp þráðinn þegar á
þurfti að halda.
Þetta var ekki dagur Keflvíkinga
og það er áreiðanlega langt síðan
þeir hafa fengið aðra eins útreið.
Bestu menn þeirra voru Kristinn
Friðriksson í fyrri hálfleik og Jonat-
han Bow í þeim síðari.
„Við vissum að Keflvíkingar ætl-
uðu ekki að láta söguna frá fyrri
leikjum endurtaka sig þar sem við
náðum fljótlega afgerandi forystu.
Þeir lögðu því allt í sölurnar strax
í upphafi en dæmið gekk ekki upp
hjá þeim. Hjá okkur var ekki um
annað að ræða en að halda áfram
á sömu braut og í síðasta leik og
sigur vannst fyrst og fremst með
frábærri samvinnu okkar allra.
Þetta er alveg ný staða fyrir liðið,
því fyrir mánuði trúði enginn að
við myndum ná svona langt sem
nú er raunin og síst við sjálfir.
Keflvíkingar eru með gott lið og
við getum engan veginn bókað sig-
ur gegn þeim í næsta leik,“ sagði
Tómas Holton þjálfari og leikmaður
Valsmanna.
„Góð vörn og samvinna okkar
allra sem liðsheildar lagði fyrst og
fremst grunninn að þessum mikil-
væga sigri - þetta er búið að vera
ævintýri líkast og hrein unun að
leika með strákunum,“ sagði Vals-
maðurinn Franc Booker eftir leik-
inn.
Jón Kr. Gíslason þjálfari og leik-
maður Keflvíkinga rak sína menn
inn í búningsklefa og sagði þeim
að gleyma þessum leik og þess í
stað skyldu þeir einbeita sér að
leiknum í Valsheimilinu sem yrði
að vinnast. „Við erum nú komnir í
sömu stöðu og Njarðvíkingar í fyrra
þegar þeir voru 2:1 undir gegn
okkur en unnu síðan tvo síðustu
leikiiia og þar með íslandsmeistara-
titilinn. Því er að duga eða drepast
fyrir okkur í næsta leik ef við ætlum
að halda baráttunni áfram."
IpRÚmR
FÓLK'
■ FYRIR leikinn í gærkvöldi voru
sérstakir heiðursgestir kallaðir
fram á gólf og kynntir. Þetta voru
íslandsmeistarar íþróttafélags
mmmm Keflavíkur (ÍFK) í
Skúli Unnar körfuknattleik frá
Sveinsson árinu 1952, eða fyrir
skrifar 40 árum síðan. í lið-
inu voru Bogi Þor-
steinsson, Guðmundur Péturs-
son, Helgi Jakobsson, Hjálmar
Guðmundsson, Ingi Gunnarsson
og Runólfur Sölvason. Þessir voru
mættir í gær en auk þeirra voru í
liðinu Krislján Júlíusson, Rós-
mundur Guðmundsson, Jóhann
Guðmundsson, sem er látinn fyrir
nokkrum árum, og Friðrik Bjarna-
son, sem lést fyrir nokkrum árum.
■ KEFL VÍKINGAR voru með
„ljósakynningu“ eins og á síðasta
heimaleik. „Við sögðum Völsurum
fyrir leikinn að við myndum kynna
bæði liðin með þessum hætti í odda-
leiknum — en því miður yrði það
ekki á þessu ári,“ sagði einn Kefl-
víkingur kokhraustur fýrir leikinn.
■ KEFL VÍKING URINN í liði
Vals, Guðni Hafsteinsson fékk, r
brottrekstrarvillu þegar 6 mínútur
og 45 sekúndur voru eftir af fyrri
hálfieik. Hann hrinti Albert Ósk-
arssyni vísvitandi.
■ MAGNÚS Matthíasson skoraði
glæsilega þriggja stiga körfu í fyrri
hálfleik. Valsmenn tóku leikhlé
þegar 3 sekúndur voru eftir. Boltan-
um var hent fram völlinn á Magnús
sem var fyrir utan þriggja stiga lín-
una, snéri sér við, skaut og boltinn
fór rakleiðis ofaní — án þess að
snerta hringinn!
U MAÐURINN með kústinn,
Magnús Jensson, vekur alltaf at-
hygli á leikjum í Keflavík. Hann
sér um að þurrka svita af gólfínu
og gerir það oftar en ekki á meðaHB '
knötturinn er í leik. Snaggaralega
gert og tefur leikinn minna en ella.
■ ÞAÐ gekk mikið á í leiknum.
Kristinn Friðriksson fór alblóðug-
ur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir
áð hann lenti á auglýsingaskylti og
fékk skurð á höfuðið. Hann lét það
þó ekki á sig fá og var mættur til
leiks skömmu síðar með reifað höf-
uð.
■ ÞAÐ vakti athygli að í leik-
hléinu, þegar leikmenn liðanna voru
farnir að hita upp, sátu þrír Kefl-
víkingar lengstum á bekknum en
hituðu ekki upp með félögum sírt**
um. Þetta voru þeir Jón Kr. Gísla-
son, Jonathan Bow og Guðjón
Skúlason.
■ TÓMAS Holton lék óvenju lítið
með Val í gær. Ástæðan var að
Tómas var veikur. „Ég var alveg
kraftlaus. Ég var veikur á sunnu-
daginn, þegar við lékum við þá og
núna var ég alveg kraftlaus," sagði
Tómas sem átti mjög góðan leik
með Val á sunnudaginn þrátt fyrir
veikindin.
ÍBK-Valur 67:95
íþróttahúsið í Keflavík, þriðji úrslita-
leikur í íslandsmótinu í körfuknatt-
leik, Japisdeild, þriðjudaginn 7. apríl
1992.
Gangur leiksins: 0:6, 2:6, 2:10,
15:14, 19:19, 29:29, 29:39, 31:42,
33:50, 49:61, 49:68, 55:74, 60:80,
60:89,, 64:94, 67:95.
Stig IBK: Jonathan Bow 21, Guðjón
Skúlason 12, Kristinn Friðriksson
11, Jón Kr. Gíslason 10, Albert Ósk-
arsson 6, Hjörtur Harðarson 6,
Nökkvi M. Jónsson 1.
Stig Vals: Franc Booker 35, Magnús
Matthíasson 23, Ragnar Jónsson 9,
Svali Björgvinsson 9, Símon Ólafsson
8, Tómas Holton 6, Ari Gunnarsson
3, Matthías Matthíasson 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Helgi Bragason sem dæmdu vel.
ÁUorfendur: Um 1.100.
Þriðji úrslitaleikur
íslandsmótsins I körfuknattleik i
iþróttahúsinu i Keflavik 7. april 1992
15/12 Víti 27/19
21/3 3ja stiga 22/9
31 Fráköst 28
23 (varnar) 23
8 (sóknar) 5
13 Bolta náð 12
18 Bolta tapað 14
13 Stoðsendingar 16