Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 10

Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Listahátíð í Reykjavík: Karen Finley í óperunni BANDARISKA skáldið og leikar- inn Karen Finley heldur sýningu á Listahátíð i Reykjavík í Is- lensku óperunni 31. maí nk. Sýn- ingin nefnist We keep our Vict- ims ready. F'lutningi Finleys á ljóðum sínum hefur verið líkt við fomgríska hefð Laugardalsvöllur: 15,1 milljón í frá- gang undir malbikun BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, að taka rúmlega 15,1 milljón króna tilboði lægstbjóð- anda, Jóns og Tryggva sf. í frágang undir malbikun á íþróttaleikvangi í Laugardal, fijálsíþróttasvæði. Sex tilboð bárust í verkið. Tilboð Jóns og Tryggva hf. er 75,76% af kostnaðaráætiun, sem er 19,9 millj. Næst lægsta boð átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, sem bauð 18,9 millj. eða 94,54% af kostnaðaráætlun. Þá bauð G. Val- geirsson hf., 19,1 millj. eða 95,55% af kostnaðaráætlun, Arnardalur sf., bauð 19,7 millj. eða 98.89% af kostn- aðaráætlun, Dalverk sf., bauð 21 millj. eða 105,48% af kostnaðaráætl- un og Völur hf., bauð 26,7 millj. eða 133,67% af kostnaðaráætlun. einleikara þar sem leikarinn kom fram nakinn og flutti texta sína, segir í fréttatilkynningu frá Lista- hátíð. Þar segir að gagnrýnendur hafi víða leitað fanga til að lýsa þeim sterku og grimmilegu áhrifum sem Karen Finley hefur á áhorfend- ur sína. Auk þess að koma fram sem „performance“-listamaður, hefur Finley gefið út hljómplötur og kom- ið fram í kvikmyndum. Fyrir rúmu ári kom út bók eftir hana í Banda- ríkjunum sem nefnist Shock Treat- ment og inniheldur texta hennar og prósaljóð sem hún notar að hluta til í sýningu sinni. í sýningunni fjall- ar Finley um niðurlægingu og mis- rétti sem viðgengst að hennar mati í bandarísku þjóðfélagi. Hún var frumsýnd í New'York seint á síð- asta ári og vakti strax gífurlega sterk og ólík viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda, segir í frétt Lista- hátíðar. FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýl ÁLFTANES Glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefn- herb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð . 14f3 millj., LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús- ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. í góöu lyftuhúsi. Raðhús HRAUNBÆR Mjög gott parhús á einni hæö. 137 frrt. Nýtt parket. Bílakrótt- ur. Skipti é góöri 3ja-4ra herb. Ib. koma til greina. BREKKUBYGGÐ Raöhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra—6 herb. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæð í 4ra íb. húsi. Eign í mjög góðu standi. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæð í lyftuh. Laus nú þegar. SÓLHEIMAR Glæsil. 4ra herb. 113 fm íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. 25 fm bilsk. Húsvörður. ESKIHLÍÐ Mjög góð 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. ÁNALAND - 4RA HERB. M. BÍLSKÚR Vorum aö fá í sölu stórgl. 108 fm Ib. á 1. hæö með bílsk. Arinn I stofu. Parket. Suöursv. UÓSHEIMAR Mjög góö 4ra herb. endaíb. á 7. hæö. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. NEÐSTALEITI Stórglæsil. 4ra-5 herb. íb. 121 fm. Parket á gólfum. Þvottaherb. innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. Stæði í lokuöu bílahúsi. 3ja herb. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. endaib. á 4. hæð. Suöursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risíb. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. SKULAGATA 2ja herb. 50 fm íb. á 1. hæö. Suö- ursv. V. 3,7 m. LYNGMÓAR GBÆ Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæð (efstu) ásamt innb. bílsk. Parket á gólfum. Stórar suðursv. Laus fljótlega. Hilmar Valdimarsson, jm Sigmundur Böðvarsson hdl., wt* Brynjar Fransson, hs. 39558. "" Hafnarstúdentar: Mótmæla ákvæðum A í frumvarpi um LIN ÍSLENSKIR námsmenn í Kaupmannahöfn hafa safnað undirskriftum námsmanna þar við mótmæli tillögu ríkisstjórnarinnar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 120 námsmenn undirrita mótmælayfirlýsing- una. ákvæði þetta fram að ganga hefur það í för með sér að fiestir náms- menn þurfa að framfleyta sér með bankalánum þar til námslán eru greidd út í lok hverrar annar.“ Mótmælayfirlýsingin er svo- hljóðandi: „Við undirrituð, íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn, vilj- um mótmæla þeirri tillögu, í frum- varpi ríkisstjórnarinnar um Lána- sjóð íslenskra námsmanna, að allan námstímann séu námslán fyrst greidd út til námsmanna eftir að þeir hafa sýnt fram á námsárang- ur, að lokinni hverri námsönn. Nái Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson Þórir Indriðason strauar dúk á svifflugu en Karl Norðdahl horfir á. Myndin er tekin í skýli Svifflugfélags íslands í Nauthólsvík. Svifflugfélag íslands: Félagarnir í óða önn að búa sig undir sumarið FELAGAR í Svifflugfélagi íslands eru nú í óða önn að búa sig undir sumarstarfið. Venja er að það hefjist 1. maí, en ekki er ólík- legt að farið verði að fljúga nokkrum dögum seinna í ár. Þó sumarstarfið sé að hefjast er ekki þar með sagt að starfsemi Svifflugfélagsins liggi niðri yfir vetrartímann. Fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði koma félagarnir saman á Sandskeiði til skrafs og ráðagerða. Þórir Indriðason, for- maður, segir að haft hafi verið orð á því að svifflugmenn stilltu tíma sinn eftir þessum fundartíma. Þá þarf að huga að svifflugunum og þegar vorar að setja þær sam- an. Á nokkurra ára fresti þarf líka að skipta um dúk á grindunum en við þann starfa eru einmitt menn- irnir á myndunum hér að ofan. Dúkurinn er strengdur um grind- ina, strauaður til þess að hann strekkist betur og lakkaður að lok- um. 7 svifflugur eru í eigu Svifflug- félagsins, 5 einnar sæta, 2 tveggja sæta og ein mótorsviffluga. Félagar eru á bilinu 80-100 en voru 40 þegar félagið var stofnað árið 1936. Litla fjölgun í félaginu má að sögn formannsins m.a. rekja til þess að eðli félagsins hefur breyst. Áður fyrr hafí svifflug verið leið manna að flugi en nú sé meira um áhuga- mál að ræða. Rúmlega 20 svifflugur eru á landinu öllu í dag. Stakfell Fasteignasaia Suðunanasb'aut 6 687633 rf Þorhilaur SanOhoH Fleiri vistrými fyrir aldraða á Islandi en annars staðar Cish Sigu'b/ornsson Sigurb/Orn Þorbergsson NYTT ASKRÁ: Einbýlishús YSTASEL Glæsil. einbhús, 231,3 fm m. tvöf. 49 fm bílsk. 4 svefnherb. Fjölskylduherb. stofa, borðstofa. Gott baöherb. Saunabað í kj. og mögul. á aukaíb. þar. Húsið er laust nú þegar. Verð 18,5 millj. LALAND Nýkomið á söluskrá einbhús á einni hæð, m. innb. bílsk. 172,8 fm. Húsið getur losnað fljótt. Fallegur garður. Verö 16,5 millj. Rað- og parhús AKURGERÐI 2ja íb. parh. 212 fm byggt 1959. Húsinu fylgir 33,5 fm bílsk. Ákv. sala. Verð 15,8 millj. SAFAMÝRI Glæsil. og vel staðsett 300 fm parhús m. 40 fm bílsk. Efsta hæð: 4 stór svefn- herb., 2 baðherb. Stórar svalir. Mið- hæð: Stórar stofur, eldhús, þvottah. og snyrt. Kjallari: Mögul. á aukaíb-.Nú skrifstofuhúsn. Hæðir GLAÐHEIMAR Vel staðsett og mjög góö neðri sórh. 133,5 fm í fjórbýlish. 4 svefnherb. Góð- ar stofur. Tvennar svalir. Parket. 28 fm bílskúr fylgir. 4ra herb. SAFAMÝRI Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð, 108 fm. Bílsk. 21,4 fm. Verð 8,6 millj. NÖNNUGATA Falleg íb. 107 fm á 2 hæðum. Mjög góð stofa, tvö svefnherb. Svalir í suður og norður. Frábært útsýni. Laus strax. JÖRFABAKKI Gullfalleg 4ra herb. íb. á 1. hæð, 102 fm. Aukaherb. í kj. fylgir. 2ja herb. VESTURBERG 2ja herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi 55 fm nettó. íb. er laus nú þegar. Áhv. húsn- stjlán 2.326 þús. Verö 4,7 millj. Auk þess fjöldi eigna á skrá I SKÝRSLU um málefni og hag aldraðra, sem heilbrigðis- og trygg- ingamáiaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi, kemur m.a fram að veru- leg aukning hafi orðið á vistrými fyrir aldraðra síðustu tuttugu árin. Þá kemur fram að fæst hjúkrunarrými á hverja 100 íbúa séu á höfuðborgarsvæðinu en að ástandið sé mun betra á landsbyggð- inni. ísland virðist auk þess hafa töluvert fleiri hjúkrunarrými fyrir aldraða heldur en gert er ráð fyrir í nágrannalöndunum. Heildarfjöldi vistrýma fyrir aldr- aða í upphafi ársins 1971 var rúm- lega 1400 og 1. janúar 1991 var heildarfjöldinn kominn í rúmlega 3200. Þar af hafði þjónusturýmun ijölgað um 400 og hjúkrunarrými höfðu þrefaldast. Þessi aukning hefur þó fyrst og fremst átt sér stað á landsbyggðinni og í Reykja- vík er ástandið verst. í Reykjavíkur- héraði eru um 8,1 hjúkrunarrými á hveija 100 íbúa en flest hjúkrunar- Tilkynninga- skyldutíminn breytist 1. maí EINS OG undanfarin ár breytist tilkynningaskyldutíminn 1. maí nk. Frá og með þeim degi þurfa skip stærri en 30 rúmlestir að- eins að tilkynna sig einu sinni á sólarhring, það er á dagskyldu- tímanum klukkan 10-13.30, svo og við komu og brottför. Skip 30 rúmlestir og minni til- kynni sig hins vegar tvisvar á sólar- hring eins og venjulega, þ.e.a.s. á dagskyldutímanum kl. 10-13.30 og kvöldskyldutímanum kl. 20-22, svo og komu- og brottfarartíma. Sér- stök athygli er vakin á breytingu á stærðarmörkum. Skipstjórnarmenn eru minntir á að senda tilkynningar í byijun skyldutímans til að flýta fyrir úrvinnslu gagna og að geta um undirreit, ásamt reitarnúmeri. rúm á hveija 100 íbúa feru í Norður- landshéraði vestra eða 16,8. Yfir allt landið eru um 10,4 hjúkrunar- rými fyrir hveija 100 íbúa. I skýrslunni kemur fram að mið- að við viðmiðunartölur um hjúkrun- arrými fyrir aldraða annars staðar í heiminum er völ á meira hjúkrun- arrými hér á landi en slíkar tölur geri ráð fyrir. „Þó að við séum nokkuð vel sett hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma þá held ég að óhætt sé að fullyrða að ýmis önnur þjón- usta svo sem heimahjúkrun og heimilishjálp sé ekki í eins góðu lagi eins og hún þyrfti að vera. Það er einnig mun ódýrara að veita þjón- ustu heima auk þess sem fólk getur verið á sínu heimili eins lengi og það getur og kýs. Samt sem áður hefur stofnanatrúin mótað mjög okkar uppbyggingu í málefnum aldraðra á undanförnum árum,“ segir Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Gert er ráð fyrir að um 2-300 manns séu nú á biðlistúm eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæð- Ábendlngar frá LÖQREQLUNNI: Sinubrennur AÐ marggefnu tilefni er fólki bent á að í lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi segir að bannað sé að kveika í sinu og brenna sinu innan kaupstaða eða kauptúna eða í þéttbýli er jafna má til kauptúna. Brot á lögum þessum varða sektum. Nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn reyni að sjá til þess að börn þeirra hafi ekki eldfæri undir höndum. Þeir brýni og fyrir þeim þær mögulegu afleiðingar, sem kunna að verða ef eldur er kveiktur og eðlilegt má telja að þeir fylgist sérstaklega með börnum sínum í nálægð við þau svævði, sem bjóða upp á sinubrennur. Hætta er á að lítil börn geti lokast inni á milii sinuelda. Frá 1. des. til 1. maí er ábúendum einstakra jarða í sveitum og umráðamönnum óbyggðra jarða heimilt að brenna sinu á jörð- um sínum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. T.d. má ekki vera tijágróður eða önnur ræktun á svæðinu, er eldur getur grandað. Lögreglan mun á næstunni fylgjast með sinusvæðum og eru foreldrar og forráðamenn barna jafnframt hvattir til þess að leggja henni lið til þess að stemma megi stigu við þeim ósið, sem sinu- brennur eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.