Morgunblaðið - 30.04.1992, Side 19

Morgunblaðið - 30.04.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 19 Morgunblaðið/Silli Selbitinn þorskur UNDANFARIÐ hafa verið nokkur brögð að því að þorskur í netum Húsvíkinga hafi verið bitinn af blöðrusel og telja sjómenn að nú sé meira um þessa óáran en oft áður. Það, sem selurinn sækist fyrst og fremst eftir, er lifrin úr þorskinum, hann bítur á kvið hans og sýgur lifrina út, en lætur annað vera. Þá virðist hann matvandur, því hann étur aðeins þorskalifur, en lítur ekki við ýsunni. Lögreg’lumennirnir teknir til starfa á ný TVEIR lögreglumenn, sem leystir voru undan starfskyldu fyrir skömmu eftir að kæra um harðræði við handtöku barst á hendur þeim, eru komnir til sinna fyrri starfa. Að sögn Magnúsar Einarsson- ar yfirlögregluþjóns ákvað lögreglustjóri að bjóða mönnunum að hefja störf þar sem ekki er samræmi í framburði þeirra vitna sem báru um harðræðið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er rannsókn málsins ekki lokið þar sem endanlegt áverkavottorð hefur ekki borist frá slysadeild. Kæruna lagði fram maður sem kvaðst hafa hlotið áverka á höfði er lögreglumennimir tveir handtóku hann í Mossfellssveit snemma morguns vegna gruns um ölvunar- akstur. Er maðurinn bar fram kær- una sagðist hann ranglega hafa verið sakaður um að aka bílnum en þau mótmæli höfðu ekki komið fram við handtöku. Með manninum í bflnum var fé- lagi hans. Sjónarvottur gaf sig fram að atvikinu. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins mun vera mis- ræmi milli framburðar kærandans og félaga hans annars vegar og sjónarvottsins hins vegar og einnig hefur framburður kærandans og félaga hans tekið nokkrum breyt- ingum eftir því sem rannsókninni hefur miðað og stangast á innbyrð- is, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Vorfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Ekki er spáð skjót- um efnahagsbata -segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra VORFUNDUR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í Wasington í vikunni. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra flutti ávarp á fundin- um, sem fulltrúi Norðurlandanna, og sagði m.a. að ekki væri spáð skjótum efnahagsbata og ekki virtust horfur á að hagvöxtur glædd- ist þegar fram í sækti. Fundinn sátu ráðherrar og seðlabankasljór- ar frá flestum aðildarríkjum sjóðsins. í máli Jóns Sigurðssonar kom m.a. fram að efnahagsástand í helstu iðnríkjum takmarkaði svig- rúm stjórnvalda til örvandi að- gerða. I Evrópu tefðu háir vextir fyrir efnahagsbata en forsenda fyrir vaxtalækkun í álfunni væru aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Jón minntist einnig á GATT-við- ræðurnar og benti á að ekki væri deilt um að aukin milliríkjavið- skipti hefðu verið ein helsta upp- spretta hagvaxtar á eftirstríðsár- unum. Afnám viðskiptahindrana og aukin þjónustuviðskipti milli landa myndu hafa í för með sér frekari efnahagslegan ávinning. Því væri brýnt að finna lausn á þeim ágreiningsmálum sem eftir væru hvað GATT varðar. Auk Jóns Sigurðssonar - sátu fund þennan af Islands hálfu þeir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Ólafur ísleifsson forstöðumaður alþjóðadeildar Seðlabankans. Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 [acintos Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan * Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar cjð Grensájvehi 16»stofnuð 1. mars 1986 & Þingmannaráðstefna um samvinnu á Eystrasaltssvæðinu: Skorað á Eystrasaltsráðið að veita Islendingum aðild Mjög mikilvæg niðurstaða, segir Geir H. Haarde sem sat ráðstefnuna Þingmannaráðstefna um samvinnu á Eystrasaltssvæðinu, sem ísland tók þátt í, hvatti til þess í Iokaályktun að öll þátttökuríkin fái aðild að Eystrasaltsráðinu. í opnunarræðu ráðstefnunnar hvatti Jo Benkow, forseti norska Stórþingsins, sérsaklega til þess að Is- landi verði veitt aðild að Eystrasaltsráðinu en utanríkisráðherra Dana hefur lagst gegn aðild íslendinga að ráðinu. Þingmannaráðstefnan var hald- in í Osló í síðustu viku á vegum Norðurlandaráðs og tóku þrír ís- lenskir þingmenn þátt í henni, Geir H. Haarde og Halldór Ás- grímsson sem voru bæði fulltrúar Alþingis og forsætisnefndar Norð- urlandaráðs, og Hjörleifur Gutt- ormsson, sem var fulltrúi efna- hagsnefndar Norðurlandaráðs. Einnig sátu ráðstefnuna fulltrúar hinna Norðurlandanna, Eystra- saltslandanna þriggja, Rússlands og rússneska héraðsins Karelíu, Póllands, Þýskalands og norður- þýskra fylkja. Geir H. Haarde var formaður nefndar sem samdi lokaályktun ráðstefnunnar. I samtali við Morgunblaðið sagðist Geir telja það mikilvægt að þingmenn hefðu á þessari ráðstefnu sameinast um þá skoðun að öll þátttökulöndin, þar á meðal ísland, taki þátt í sam- starfi um Eystrasaltssvæði á vett- vangi ríkisstjórna í Eystrasaltsráð- inu. „Við höfum fengið mjög ákveð- inn stuðning frá Norðmönnum áð- ur, en við væntum þess að þegar svona ákveðin yfirlýsing liggur fýrir frá þessari ráðstefnu sé stutt í að allar ríkisstjórnirnar í Eystra- saltsráðinu fallist á þessa skoðun. Ég vek athygli á að danskir þing- menn á ráðstefnunni virtust ekki hafa' sömu afstöðu til þessa máls og danski utanríkisráðherrann hef- ur haft, en hann lítur á þetta sam- starf sem landafræðilegt mál. Við höfum hins vegar bent á að þarna komi margt annað til skjalanna en landafræði, svo sem söguleg tengsl og skipulagið kringum Norður- landaráð, sem ekki er hægt að líta framhjá," sagði Geir. í lokaályktuninni er meðal ann- ars skorað á ríkisstjórnir þátttöku- landanna að hraða lausn þeirra vandamála sem enn eru óleyst milli ianda á Eystrasaltssvæðinu og jafnframt er skorað á aðrar rík- isstjórnir að leggja sitt að mörkum til að ná fram slíkri lausn. Geir H. Haarde sagði að á þinginu hefðu verið miklar deilur um hvort í loka- ályktuninni ætti að vera bein áskorun á Rússa um að fjarlægja hersveitir sínar frá Eystrasalts- löndunum en það hefði verið krafa Eystrasaltslandanna. Á þetta hefðu Rússar ekki viljað fallast. Þeir hefðu sagst ætla að kalla þess- ar sveitir heim en því fylgdu ýmis vandamál sem ekki væri hægt að leysa á augabragði. Auk þess teldu þeir að íbúar Eystrasaltslandanna brytu mannréttindi á rússneskum íbúum þessara landa. „Þarna varð að ná samkomulagi þar sem samþykkja varð ályktun- ina samhljóða. Eftir nokkurt þóf í ályktunarnefndinni var loks fallist á málamiðlunartillögu mína og mér falið að túlka hana þegar ég mælti fyrir ályktuninni. Fjallaði ég þá sérstaklega um brottflutning rúss- nesku hersveitanna og sagðist m.a. treysta því að það yrði leyst innan viðunandi tímamarka á grundvelli sjálfsákvörðunarréttar þjóða,“ sagði Geir. Gert er ráð fyrir að þessi ráð- stefna verði haldin árlega á grund- velli sérstakrar stefnuskrár. Sam- þykkt var að fjalla aðallega um umhverfismál, þar með talið varnir gegn slysum í kjarnorkuverum, efnahags- og viðskiptamál, vísindarannsókriir og tækni, orku- mál, mannvirkjagerð, menningu og menntunarmál og þróun lýð- ræðislegra stofnana. Skorað var á viðkomandi ríkisstjórnir að viður- kenna þingmannaráðstefnuna sem þinglegan grundvöll samvinnu þjóðanna á þessu svæði og taka mið af ábendingum hennar. YouáiMe HANZ KRINGLUN N v*fcHZ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.