Morgunblaðið - 30.04.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992
21
Wordnámskeið á Macintosh
Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh og PC.
Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Höfum kennt á Word frá árinu 1987. (
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986
Reuter
Santa Maria í Japan
Eftirlíking af skipi Kristófers Kólumbusar, Santa Maria, er hér dreg-
in til japönsku hafnarborgarinnar Kobe í gær eftir að hafa fylgt
siglingaleið Kólumbusar í tilefni af 500 afmælis sjóferðar hans. Skip-
ið er án vélar og fór frá Barcelona í Katalóníu í júlí.
Ólga á rússnesk-
um viimumarkaði
MIKIÐ er um verkföll og skærur á rússneskum vinnumarkaði
um þessar mundir enda hafa launakjörin rýrnað mikið að
undanförnu vegna ástandsins í efnahagsmálunum og mikilla
verðhækkana. Að því er segir í Moskvublaðinu Nezavísímaja
Gazeta bendir flest til, að ólgan muni fremur vaxa en hitt þar
sem í júní á að gefa verð á kolum og olíu frjálst.
Verkföll hafa verið víða í Úral-
fjöllum og Síberíu að undanförnu
en í gær og í dag lögðu kennar-
ar við 42 skóla í Moskvu niður
vinnu. Hóta þeir allsherjarverk-
falli verði ekki orðið við kröfum
þeirra en þeir vilja fá verðhækk-
anirnar, sem orðið hafa á mörg-
um nauðsynjum frá því um síð-
ustu áramót, að einhvetju leyti
bættar. Borís Jeltsín forseti til-
kynnti raunar í febrúar, að laun
ríkisstarfsmanna, það er að segja
langflestra launþega, yrðu næst-
um tvöfölduð en hækkunin er
þó aðeins nýlega komin til fram-
kvæmda.
Síðastliðinn mánudag var
verkfall hjá starfsfólki á 20%
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva
í Moskvu og var það aðalkrafan,
auk kjarakrafna, að rekstur
stofnananna yrði tryggður og
hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn-
aði afnumin. Segja læknarnir,
að reynsla síðustu fjögurra mán-
aða sýni, að almenningur hafí
engin efni til að greiða fyrir lyfín.
Olgan í Moskvu hefur mikil
áhrif á landsbyggðinni þar sem
verkföll hafa verið tíð, til dæmis
meðal kolanámamanna. Hafa
þeir lengi verið vellaunaðir á
rússneska vísu og eru nú komnir
með 17.000 rúblur í laun á mán-
uði en kennaralaunin eru ekki
nema 1.500. Eru fátæktarmörk-
in nú sett við 2.000 rúblur á
mánuði.
Hefur þegar tryggt sér sess í
sögunni
Margir þeirra, sem fylgdust með
Kohl beijast áfram upp á toppinn
og skilja eftir sig langa röð af særð-
um keppinautum, efast þó um að
hann sé fús til að afsala séf kanslara-
embættinu baráttulaust. Þá þykir
hann snillingur í að skilja eftir sig
falska slóð, vitandi að það ruglar
andstæðingana í ríminu. A hinn bóg-
inn kann Kohl að draga lærdóm af
reynslu Adenauers (átrúnaðargoðs
kanslarans), sem gnæfði yfir aðra
stjórnmálamenn Þýskalands á sjötta
áratugnum en var of lengi við völd,
eins og Thatcher.
Kohl hefur leitt flokk sinn til sig-
urs í þremur kosningum og hans
verður minnst í sögubókunum sem
leiðtogans er stjórnaði sameiningu
þýsku ríkjanna af snilld. Honum hef-
ur aftur á móti ekki tekist eins vel
upp í baráttunni við gífurlegan efna-
hagsvanda sem kom í kjölfarið. Bú-
ast má við að það taki að minnsta
kosti áratug að leysa þennan vanda
og ljóst er að það verður erfitt en
vanþakkað verkefni. Myndi það ekki
tryggja Kohl sess í sögunni sem
mikilhæfs leiðtoga ef hann léti af
embættinu fyrr en síðar?
Hver tæki við
kanslaraembættinu?
Ef Kohl myndi ákveða að láta af
embættinu er talið að aðeins tveir
menn kæmu til greina í leiðtogastöðu
Kristilegra demókrata. Wolfgang
Schauble, fyrrverandi innanríkisráð-
herra og nú formaður þingflokksins,
er fljótur að taka ákvarðanir, mikill
ræðumaður og duglegur (hann samdi
um sambandssáttmálann við Austur-
Þjóðveija). Hann hefur hins vegar
aldrej náð sér að fullu eftir að hafa
orðið fyrir skoti árið 1990. Hann
þarf að notast við hjólastól og kann
að skorta líkamlegt þrek til að geta
gegnt kanslaraembættinu. Völker
Rúhe er nýskipaður varnarmálaráð-
herra eftir að hafa gegnt formennsku
í Kristilegum demókrötum í þijú ár'.
Hann er sérfræðingur í utanrikis-
og öryggismálum en er tiltölulega
reynslulítill og það gæti háð honum.
Ólíklegt er talið að Kohl afsali sér
kanslaraembættinu til að verða for-
seti Þýskalands þar sem flokkur hans
hefur haldið því embætti frá 1979.
Forsetaembættið í Brussel myndi
freista hans mun meira. Það er margt
sem mælir með honum til starfans,
þvi það var til dæmis stuðningi hans
að þakka að hugmyndir Delors um
efnahagslegan og pólitískan sam-
runa EB-ríkja urðu ofan á innan
bandalagsins. Kohl hefur oft látið
þau orð falla að sameining Þýska-
lands og Evrópu séu „tvær hliðar á
sama peningnum". Þar sem hann
hefur þegar séð fyrri drauminn ræt-
ast kynni hann að snúa sér að hinum.
útiuf:
GLÆSIBÆ, S(MI 812922
Bosnía:
Hóta Serb-
um refsi-
aðgerðum
Belgrad. Reuter.
JÚGÓSLAVNESKI herinn, sem
er undir sljórn Serba, hélt enn
uppi árásum í Bosníu-Herzegov-
ínu í gær og Evrópubandalagið
hótaði að beita Serba refsiað-
gerðum ef herinn færi ekki úr
landinu.
Joao de Deus, utanríkisráðherra
Portúgals, sagði að frysta bæri
eignir Júgóslavíu erlendis og vísa
landinu úr alþjóðlegum samtökum.
Portúgalir eru nú í forsæti í ráð-
herraráði Evrópubandalagsins.
Viðræður hófust í Lissabon í gær
milli hinna stríðandi fylkinga í
Bosníu. Sérlegur samningamaður
bandalagsins, Jose Cutileiro, kvaðst
fyrst ætla að ræða við hveija sendi-
nefnd fyrir sig áður en sameiginleg-
ir fundir hæfust.
Jörðin ber
helming
núverandi
mannfjölda
Amsterdam. Reuter.
JÖRÐIN getur aðeins borið um
2,5 milljarða manna, eða um
helming núverandi mannfjölda,
án þess að óbætanlegur skaði
verði á vistkerfinu, að því er
hollenskur vísindamaður hélt
fram í gær.
’ Miðað við nýjustu mannfjölda-
spár er hins vegar fyrirsjáanleg
fjölgun jarðarbúa og er talið að
þeir verði um 10 milljarðar eftir
hálfa öld eða tvisvar fleiri en nú.
Eduard Adema, prófessor í um-
hverfisfræðum við landbúnaðarhá-
skólann í Wageningen í Hollandi,
sagði að gripu menn ekki til ráðstaf-
ana til að sporna við mannfjöldaþró-
uninni myndi maðurinn útrýma
sjálfum sér og eyðileggja umhverfi
sitt.
4ííSrÍsí
Fyrir dömur
og herra í
glæsilegu
úrvali
BYRGJUM
STYRKJOM ÆSKONA í
”"AÐ NÁ TÖKCJM Á TILVERGNNI"
AGUR UONS
Laugardaginn 2. maí ganga sjálfboðaliðar
Lions-hreyfingarinnar í hús og bjóða til
sölu túlípana. Vinsamlegast takið vel á
móti þeim og styrkið gott málefni.
SIÓVÁBfc
ALMENNAR
blbmonyoiil
»2- HOHtrbnft 9mi K7#« 0| 67CM
* „Aö ná tökum á tilverunni“ er nafn á kennsluefni, sem tekið hefur veriö til kcnnslu í ýmsum grunnskólum að undirlagi Lions-hreyfingarinnar.