Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992
NEYTENDAMAL
Ávana- og fíkniefni
eitra líkama og sál
Fíkniefni og þá sérstaklega kannabisefni hafa verið í fréttum
hér nær daglega að undanförnu. Fíkniefnasmyglarar eru gripnir
af löggæslumönnum. Fíkniefnum er þó komið inn í landið, sala á
þeim eykst og unglingar, jafnvel á grunnskólastigi, ánetjast þeim.
Margir óttast að framboð á ódýrum fíkniefnum muni aukast og
þau muni flæða í gegnum Austur-Evrópu til Vesturlanda og jafn-
vel hingað til íslands.
Morgunblaðið /Sverrir
Prófessor Þorkell Jóhannesson og Hildigunnur Hlíðar á Rann-
sóknastofu í lyfjafræði. Athygli vekur hve mikil aukning hefur
orðið á neyslu fíkniefna í fangelsum hér á landi á síðustu árum.
Þrátt fyrir mikla umræðu um
fíkniefni hefur næsta lítið komið
fram um gerð þessara efna. Hvers
konar efni þetta eru og hvernig
þau virka á líkamann. Neytenda-
síðan kannaði málið. Rætt var
m.a. við vísindamenn á Rannsókn-
astofu í lyfjafræði við Háskóla ís-
lands sem sjá um fíkniefnamæling-
ar hér. Einnig var leitað fanga í
fræðibókum að forsögu algengra
fíkniefna, lýsingum á vímuáhrifum
og helstu afleiðingum.
Vaxandi fíkniefnaneysla í
fangelsum hér á landi
Rannsóknastofan í lyfjafræði
hefur frá upphafí annast allar
rannsóknir á ávana- og fíkniefna-
sýnum frá lögreglu og dómsyfir-
völdum í landinu. Þorkell Jóhann-
esson, Jakob Kristinsson, Kristín
Magnúsdóttir og Hildigunnur Hlíð-
ar hafa séð um rannsóknir á sýnum
frá sjúkrastofnunum og sýnum úr
líkum þar sem dauðsföll eru talin
hafa orðið vegna banvænna eitr-
ana þar á meðal fíkniefna. Rann-
sóknastofan hefur frá upphafi séð
um allar rannsóknir er varða lyf
og fíkniefni fyrir meðferðar-
stofnanir og fangelsin. Það má
geta þess að árið 1990 var 31
dauðsfall rakið til banvænna eitr-
ana. Þar voru koloxíð (kolmonoxíð)
og alkóhól algengustu eitrunar-
valdarnir.
Það hefur vakið athygli hve
mikil aukning virðist hafa orðið á
neyslu fíkniefna í fangelsum hér á
síðustu árum. En árið 1990 fund-
ust fíkniefni í 29 af 50 aðsendum
sýnum frá fangelsum hér á landi.
Þorkell Jóhannesson sagði að
við rannsóknir á kannabisefnum
hefði komið fram að magn hins
virka efnis (vímugjafans) í kannab-
is hafi farið vaxandi með árunum
einnig virðist notendum hér fjölga
fremur en fækka. Hann sagðist
telja að neysla þessara efna sé
mest hjá unglingum frá á aldrinum
14-24 ára. Þorkell sagðist telja að
þeir sem teknir séu inn til meðferð-
ar vegna vímuefnaneyslu, annarr-
ar en áfengis, hafí ánetjast
kannabisefnum. Nú er fyrirhugað
að gerð verði könnun í samvinnu
við umferðarráð um markvissa leit
að kannabisefnum í blóðsýnum
ökumanna sem grunaðir eru um
ölvun við akstur.
Fíkniefni eru lævís vímugjafí,
það er því ekki úr vegi að rekja
söguferil algengustu fíkniefna.
Kannabisefni eiga sér langa
sögu.
Kannabisplöntur tilheyra
ákveðnum jurtum af hampaætt.
(oft nefndur indverskur hampur).
Kannabisplantan er upprunnin í
Mið-Asíu. Elstu heimildir um notk-
un kannabis eru frá Kína þar sem
jurtin var notuð til lækninga 3000
árum fyrir Krist. Indveijar notuðu
kannabis til vímu 2000 árum fyrir
Krist, sbr. grein Jakobs Kristins-
sonar, Þorkels Jóhannessonar og
Geirþrúðar Sighvatsdóttur sem
birt var í Læknablaðinu á síðasta
ári. Þar segir ennfremur að Evr-
ópumenn og aðrar vestrænar þjóð-
ir hafí ekki kynnst kannabisneyslu
fyrr en í lok 18. aldar. Neyslan
hafí þó verið lítil fram eftir öld-
inni, en á árunum 1967-1968 varð
kannabis eftirsóttur vímugjafí,
einkum meðal ungs fólks. Nú er
notkun efnisins orðin svo útbreidd
að næst eftir kaffi, tóbaki og
áfengi er kannabis trúlega mest
notað allra efna sem verka á mið-
taugakerfið.
Kannabisefni skiptast í
nokkra flokka
Helstu flokkar kannabis eru
maríjúana, hass eða hassish og
hassolía. Maríjúana samanstendur
aðallega af þurrkuðum blóma-
sprotum og laufí kannabisplantna
og er tiltölulega lítið unnin afurð.
Hassið er aftur á móti mulin, sigt-
uð, pressuð og jafnvel hreinsuð
kvoða úr kannabisplöntunni. og
inniheldur að jafnaði meiri
kannabínóíða en maríjúana. Skilin
á milli maríjúana og hass eru
stundum óljós bæði hvað varðar
útlit og magn kannabínóíða. Mest
unna afurð kannabisplöntunnar er
hassoiían. Hún er framleidd á þann
hátt að lífræn leysiefni eru látin
draga kannabínóíðana úr hassi eða
kannabisplöntunni. Síðan er leysi-
efnið látið þorna upp og eftir verð-
ur þykkfljótandi græn kvoða sem
oft inniheldur mikið magn af
kannabínóíðum. Af fjölmörgum
efnum sem einangruð hafa verið
úr kannabisplöntunni er aðeins eitt
þeirra (tetrahýdrókannabínól) talið
valda vímu, segir í greininni.
Maríjúananeysla var algeng á
stríðsárunum
i
Maríjúana náði miklum vinsæld-
um hjá fíkniefnaneytendum í
Bandaríkjunum á árum seinni
heimsstyijaldarinnar, segir í al-
fræðibók Colliers 1960. Ástæðan
er sú að efnið var ódýrt, plantan
óx nánast hvar sem var, á ökrum
sem í pottum í glugga. Það reynd-
ist einfalt að komast í vímu með
því að reykja það, og efnið virtist
ekki hafa teljandi skaðleg áhrif á
líkamann annað en birtufælni
(photophobíu), en hún er sögð
ástæðan fyrir því að margir
maríjúanafíklar nota dökk gler-
augu. Hjá sumum maríjúananeyt-
endum hafa þó komið fram breyt-
ingar á skapgerc) og hegðunar-
breytingar. Eftir að hafa reykt
tvær til þijár sígarettur hafa fíklar
misst stjórn á hugsunum sínum
og hegðan. Hugsun verður
ruglingsleg, vellíðunarkennd kem-
ur í kjölfarið og tilfínning um
aukna orku og hæfíleika. Rang-
hugmyndir eru algengar, mikil-
fenglegar ofskynjanir hafa komið
fram og getur rugl fylgt í kjölfar-
ið. Undir áhrifum maríjúana hafa
fíkniefnaneytendur tekið þátt í of-
beldisverkum þar á meðal morðum,
taumlausu kynsvalli og hræðileg-
um pyndingum unnum í kvala-
losta. Maríjúana er ekki skaðlaust
fíkniefni.
Orvandi efni geta verið
hættuleg þegar þau eru
misnotuð
í hveiju menningarsamfélagi á
öllum tímum hafa menn orðið að
gera greinarmun á ávinningi og
skaðlegum áhrifum andlega örv-
andi efna, segir í bókinni „Drugs
and the Brain“. Þetta á sérstaklega
við um efni sem hafa mikið gildi
sem Iyf til lækninga, en hafa síðan
verið notuð til dægrastyttingar.
Mörg þau efnasambönd sem notuð
eru til slökunar, eða til að auðvelda
félagsleg samskipti, fínna sjálfan
sig eða til að flýja raunveruleikann
eru mjög líkleg til misnotkunar og
þau geta verið mjög hættulega
þegar þau eru misnotuð. Ópíum
var eitt þessara efna. Það var eitt
af fyrstu lyfjum hjá vestrænum
þjóðum, en það var einnig eitt
fyrsta efnið sem var misnotað sem
vímugjafí.
Kókaín og amfetamín
Kókaín og amfetamín eru ein
af helstu örvunarefnum á mark-
aðnum í dag. Þau eru dæmi um
efni sem bæði geta haft læknandi
áhrif og verið hættuleg vegna
mögulegrar misnotkunar. Þessi
efni hafa nánast sömu virkni í
heila. Helsti munurinn er sagður
vera sá að kókaín sem andað er
að sér virkar hraðar en amfetamín
sem tekið er inn. Þó að kókaín
hafí haft gildi sem lyf til staðdeyf-
ingar hefur það aðallega verið
notað til upplyftingar sálarinnar.
Amfetamín var aftur á móti í upp-
hafí notað sem lyf. En þegar menn
komust að því að það gat breytt
hugarástandi, reyndist það mjög
eftirsótt til misnotkunar.
Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið
á markaðnum í dag og það er víða
að verða þjóðarmein eins og t.d. í
Bandaríkjunum. í vestrænum
löndum hefur kókaín í duftformi
verið misnotað í um eina öld.
Inkar í Perú trúðu því að kóka-
laufín væru guðleg gjöf sem englar
guðs hefðu sent þeim til að seðja
hungur þeirra, losa þá við þreytu,
fylla þá nýrri orku og hjálpa þeim
óhamingjusömu til að gleyma
eymd sinni. Þegar Spánveijar
komu til Perú kynntust þeir fljótt
áhrifamætti kóka-laufa og þeir
héldu laufunum óspart að Indíán-
um sem voru látnir þræla í gull-
námum í þunnu loft hátt uppi í
fjöllum Perú.
Misnotkun hófst með
framleiðslu sterkari fíkniefna
Þeir sagnfræðingar sem kannað
hafa þróunarsögu lyfja hafa hvergi
fundið merki þess að notkun kóka-
laufa hafí leitt til misnotkunar.
Vandræðin byijuðu þegar tekist
hafði að einangra vímugjafann í
kókaíni og hreint kókaín kom á
markaðinn. Sama gilti um ópíum,
misnotkunin hófst þegar tókst að
vinna úr því morfín og heróín og
farið var að nota það með innspýt-
ingum. Þó að hreint kókaín væri
snemma notað sem lyf við þung-
lyndi og kvíða, sem var seint á 19.
öld, var fljótt ljóst að hjá mörgum
neytendum leiddi það til fíknar í
stöðugt stærri skammta sem síðan
gat endað með ósköpum, jafnvel
sturlun.
Fyrstu áhrifum af skammti af
kókaíni hefur verið lýst á eftirfar-
andi hátt: Honum fylgir mikla örv-
un og virkni, gleði og kæti, mjög
mikið sjálfsöryggi, menn verða
málgefnir og upplifa óeðlilega
mikla velliðan. Síðan kemur bak-
fall með þreytu og magnleysi og
oft þunglyndi. Þegar menn hafa
ánetjast efninu fer meltingin úr
skoðum, þreyta fylgir eftir, slapp-
leiki og andlegt jafnvægi fer úr
skorðum, fram kemur sjúkleg tor-
tryggni, þunglyndi, ofskynjanir,
ímyndun og truflanir á taugaboð-
um. Meðal ánetjaðra kókaínneyt-
enda er glæpahneigð hjá körlum
algengur fylgifískur kókaíns og
afbrigðileg kynhegðun hjá konum,
og sérstaklega kynvilla.
Amfetamín misnotað í seinni
heimsstyrjöldinni
Amfetamínið er enn notað sem
lyf. Sem örvunargjafi var það talið
skaðlaust og var það gróflega mis-
notað í seinni heimsstyijöldinni.
Þjóðveijar héldu flugmönnum sín-
um vakandi með amfetamíni í
löngom flugferðum, Bretar dreifðu
amfetamíntöflum til hermanna
sinna. Ráðgjafar Bandaríkjahers
gátu ekki komið sér saman um
öryggi efnisins svo bandarísku
hermennirnir fengu það hjá bresk-
um herlæknum. Japanir gáfu ekki
aðeins hermönnum sínum amfet-
amín heldur dreifðu þeir því til
hins almenna borgara til að ná
fram aukningu í hergagnafram-
leiðslunni. Það var um 1940 að
fyrsti amfetamín faraldurinn reið
yfír þegar í ljós kom að um eitt
prósent íbúa borgarinnar Kurume
voru orðnir háðir amfetamíni. Sag-
an segir að 5 prósent Japana á
aldrinum 16-25 ára hafí þá verið
orðnir háðir efninu.
Örlagaríkasti faraldurinn kom
þó upp í San Francisco seint á sjö-
unda áratugnum þegar hipparnir
blönduðu amfetamíni saman við
LSD og sprautuðu því í æð til að
komast í sterkari vímu. Þeir héldu
sér í stöðugri vímu dögum saman
og þórðu ekki að hætta af ótta við
kvalarfull fráhvarfseinkenni og
andlegt niðurbrot, sem oft fylgdu í
kjölfarið.
Margir hafa ánetjast
fíkniefnum ómeðvitað
Þó að fíkniefni eins og kannabis
séu ekki bráðdrepandi hefur það
sýnt sig að neysla á þeim hefur
leitt til fíknar í sterkari og enn
hættulegri efni. Þegar svo er kom-
ið verður þróuninni ekki auðveld-
lega snúið við. Þar sem fíkniefni
eru komin í umferð hér á landi er
full ástæða að vera vel á verði.
Margir hafa ánetjast óafvitandi.
Það hefur komið fram, t.d. í
Bandaríkjunum, að óprúttnir fíkni-
efnasalar nota ýmis brögð til að
afla sér fórnarlamba. Ein aðferðin
er sú að nota samkvæmi eða partí
ungs fólks til að lauma fíkniefnum
í gosdrykki grandalausra unglinga.
Slík óþokkabrögð er erfítt að va-
rast, enda hafa margir ánetjast
fíkniefnum á þann hátt.
M. Þorv.