Morgunblaðið - 02.06.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 123. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins * Israel: Rabin vill afhenda hernumdu svæðin Jcrúsalem. Daily Telegraph. ÍSRAELSKI Verkamannaflokk- urinn, sem er í stjórnarandstöðu, vill afhenda Palestínumönnum stóran hluta hernumdu svæðanna gegn friðarsamningum við araba- ríkin komist hann til valda að EB hættir veiðum við A-Kanadá __ Brussel. Reuter. ÖLLIJM þorskveiðum fiskiskipa frá Evrópubandalagsríkjunum, EB, við austurströnd Kanada verður hætt frá og með morgun- deginum. Var skýrt frá þessu í Brussel í gær en Kanadamenn telja, að veiðar EB-ríkjanna, sem þau stunda á iandgrunninu en rétt utan 200 mílnanna, eigi mik- inn þátt í hruni fiskstofna á þess- um slóðum. í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar EB segir, að ákveðið hafi verið að hætta mest öllum veiðum EB-flotans á svæðinu, sem Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndin, NAFO, hefur haft eftirlit með. Verður þorskveið- unum hætt á morgun, 3. júní, en veiðum á öðrum tegundum, til dæm- is lúðu, nokkru síðar. EB úthlutaði sjálfu sér 27.000 tonna þorskkvóta á þessu svæði og að því best er vitað er þegar búið að veiða hann að mestu. í yfirlýsingu framkvæmdastjórn- arinnar sagði, að ákvörðunin yrði endurskoðuð fyrir árslok og lögð er áhersla á, að bágt ástand fiskstofna við Austur-Kanada sé að kenna of- veiði Kanadamanna sjálfra innan 200 mílnanna en ekki veiðum EB-ríkja. EB-ríkin hafa samt lengi verið sökuð um að taka lítið tillit tii tillagna NAFO um veiðiþol stofnanna, sér- staklega þó Spánveijar og Portúgal- ar. loknum kosningunum í ísrael eft- ir þrjár vikur. Yitzhak Rabin, for- maður flokksins, lýsti þessu yfir í viðtali í gær. „Ég mun aldrei gefa eftir þuml- ung hvað varðar öryggis Ísraelsríkis en ég er reiðubúinn að gefa eftir marga þumlunga af landi fyrir frið,“ sagði Rabin í viðtali við blaðið Jeru- salem Post, sem gefið er út á ensku. Verkamannaflokkurinn hefur lengi verið hlynntur einhverri málamiðlun en skorinorð yfirlýsing Rabins hefur vakið mikla athygli. í skoðanakönnunum að undan- förnu hefur Verkamannaflokkurinn heldur haft vinninginn á stjórnar- flokkinn, Likudflokkinn, en flestir telja líklegast, að hvorugur stóru flokkanna fái meirihluta. Veðja flestir á, að við taki samstjóm þeirra að kosningunum loknum. Nokkur hópur manna kom saman fyrir framan rússneska sendiráðið i Belgrad í gær til stuðningi Rússa við refsiaðgerðirnar. Á spjöldunum má þó sjá, að helsti sökudólgurinn að er Bandarikin. Reuter að mótmæla mati fólksins Bosnía-Herzegovína: Ekkert lát á hernaði Serba þrátt fyrir refsiaðgerðirnar Belgrad, Dubrovnik, London. SERBAR hófu aftur stórskotaliðsárásir á Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, og króatísku borgina Dubrovnik í gær en þá höfðu þær legið niðri í sólarhring. Sjást þess engin merki enn, að serbneski sambandsherinn og stjórnin í Belgrad ætli að hætta hernaðinum í Bosníu og Króatíu þrátt fyrir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardag. í gær tilkynntu mörg ríki, að þau ætluðu að framfylgja refsiaðgerðunum og víða voru bankainnstæður Serba og Svartfellinga erlendis fryst- ar. Serbíustjórn tilkynnti í gær um olíuskömmtun en talið er, að olíubirgðirnar geti enst í tvo mánuði. Skotdrunurnar frá hæðunum fyrir ofan Sarajevo hófust aftur skömmu fyrir hádegi en klukkan 18 í gær átti að hefjast nýtt vopna- hlé fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Höfðu árásirnar þá legið niðri í sólarhring og notuðu borg- arbúar hléið til að reyna að verða sér úti um mat. í Dubrovnik tókst að semja um vopnahlé á sunnudag við yfirmenn sambandshersins en þeir rufu það í gær með nýju sprengjuregni á borgina. Um 50.000 manns hafast nú við innan múra gamla borgarhlutans, sem er frá 15. öld, og um 20.000 í hótelkjöllurum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht-samkomulagið: Samþykki Dana talið í höfn DANIR ganga í dag til kosninga um Maastricht-samkomulagið, en kannanir benda til að öruggur meirihluti sé fyrir því að það verði samþykkt. Christian Fischer, ritari Sósíaliska þjóðarflokks- ins, sem er andvígur samkomulaginu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að „hræðsluáróður" dönsku stjórnarinnar hefði borið árangur, en hún hefur haldið þvi fram að Danir muni tapa 200.000 störfum og verða settir út í hom í Evrópubandalaginu ef þeir felli samkomulagið. Síðustu skoðanakannanir Gall- up-stofnunarinnar benda til þess að 56 prósent kjósenda greiði at- kvæði með staðfestingu, en 44 prósent á móti. Þetta er mikil breyting frá könnunum fyrir viku, sem bentu til að mjótt yrði á mununum og jafnvel að andstæð- ingar Maastricht væru ívið fleiri en hinir. Henning Christophersen, full- trúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB), sagði í gær að það væri misskilningur ef menn héldu að hin 11 ríkin í EB myndu ganga til móts við Dani ef þeir felldu samkomulagið; þau myndu semja á sömu nótum sín á milli og Danmörk myndi einangrast. Þá yrði viðræðum um inngöngu annarra Norðurlanda frestað í bili, en þær myndu að óbreyttu hefjast þegar Danir taka við formennsku í ráðherraráði EB í janúar 1993. Þessu mótmælti Christian Fischer og sagði að það myndi þvert á móti auka líkurnar á inn- göngu hinna Norðurlandanna ef Maastricht væri fellt. Almenning- ur í Noregi og Svíþjóð væri and- vígur mynteiningu, sameiginleg- um seðlabanka og samræmdri stefnu í öryggismálum og myndi koma í veg fyrir inngöngu í EB nema sú þróun yrði stöðvuð. Hann sagði andstæðinga Maastricht einkum vera á móti sameiginlegri stefnu í vamarmálum, aukinni miðstýringu og ólýðræðislegum vinnubrögðum í Brussel og sam- eiginlegum seðlabanka, sem yrði gert að beijast gegn verðbólgu en ekki atvinnuleysi. Sjá ennfremur á bls. 27. Refsiaðgerðirnar, sem öryggis- ráðið samþykkti á laugardag, fela í sér viðskipta- og olíusölubann að öðru leyti en því, að matvæla- og lyfjainnflutningur verður leyfð- ur. Allt flug til og frá Serbíu og Svartfjallalandi verður bannað nema með hjálpargögn og hætt verður íþrótta-, vísinda- og menningarlegum samskiptum við ríkin. Þá verður einnig fækkað verulega í sendiráðum Serba er- lendis. Mörg ríki tilkynntu í gær, að þau ætluðu að framfylgja banninu og breska utanríkisráðuneytið vís- aði einnig júgóslavneska sendi- herranum úr landi. Sendiherra Júgóslavíu í Kanada, Goran Kap- etanovic, sagði hins vegar af sér embætti og skoraði á stjórnina í Belgrad að gera það einnig og greiða þannig fyrir friði. Stjórnin í Belgrad ákvað í gær að grípa til eldsneytisskömmtunar en ekkert kom þó fram með hvaða hætti hún yrði. Miklar biðraðir voru við bensínstöðvar í Serbíu og Svartfjallalandi í gær og almenn- ingur var einnig farinn að hamstra ýmiss konar matvæli. Talið er, að olíubirgðir í landinu séu til 15-20 daga miðað við venjulega notkun en með skömmtun megi láta þær endast í tvo mánuði. Lítil hætta er talin á matarskorti þar sem Serbía er mikið landbúnaðarland en sérfræðingar telja, að iðnfram- leiðslan, sem hefur dregist mikið saman að undanförnu, muni stöðv- ast að mestu fljótlega. Svo verður einnig með alla útflutningsstarf- semi og fyrirtæki í innflutningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.