Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 2

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRÍÐJUDÁGUR 2. JÚNI 1992 ' Folda og Istex: Rússar kaupa ullar- vörur fyrir 255 millj. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli innanríkisvið- skiptaráðuneytis Rússlands og innkaupastofnunar rússneska lýðveldisins annars vegar og fyr- irtækjanna sem áður mynduðu Álafoss, þ.e.a.s. ullarbandsfyrir- tækisins Istex og framleiðslufyr- irtækisins Foldu, um sölu á ullar- vörum til Rússlands fyrir um 255 Grunuð um að hafa orðið fyrrum eigin- manni sínum að bana 51 ÁRS gömul kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. þessa mánaðar vegna rannsóknar lögreglu á því hvernig andlát fyrr- um eiginmanns hennar bar að höndum. Vegfarendur fundu mann- inn, sem var 52 ára gamall, meðvitundarlítinn og blóðugan af völd- um stungusárs í strætisvagnaskýli við Nýbýlaveg í Kópavogi um klukkan hálfníu á laugardagskvöid. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést um kvöldið. Fyrr- um eiginkona mannsins er búsett í húsi í grennd við biðskýlið þar sem maðurinn fannst og var hún hand- tekin vegna málsins og á sunnudag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. þessa mánaðar. Fólkið var skilið að borði og sæng og að sögn rannsóknar- lögeglu er vitað að maðurinn hafði komið á fyrrum sameiginlegt heim- ili þeirra skömmu fyrir atvikið og leikur grunur á að þar hafi hann hlotið stungusárið. Konan hafði ekki gengist við verknaðinum í gær, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Nafn mannsins verður ekki birt að svo stöddu þar sem ekki hafði náðst til allra nánustu ættingja hans í gær, að sögn RLR. Viðskipti íslands við Serbíu og Svartfjallaland hafa hingað til ekki verið greind frá öðrum viðskiptum við það svæði sem fyrrum tilheyrði sambandslýðveldinu Júgóslavíu en þess má geta að í fyrra var fluttur út til Júgóslavíu varningur fyrir sem nemur 75 milljónum króna. Var aðalega seld skreið, saltfiskur, og ullarlopi og ullarband. Frá Júgó- slavíu var í fýrra fluttur inn varn- ingur fyrir 133 milljónir, þar af fatnaður fyrir 71 milljón. Samþykkt Öryggisráðsins gerir ráð fyrir algjöru viðskiptabanni gagnvart>þessum lýðveldum að því frátöldu að þeim verður heimill innflutningur matvaéla og lyfja. Lést eftir lungnaskipti ANNA Marý Snorradóttir sem nýlega gekkst undir lungna- skiptaaðgerð á sjúkrahúsi í Lund- únum lést þar síðastliðinn laugar- dag. Hún var 31 árs gömul. Anna Marý hafði beðið eftir lung- um á Brompton-sjúkrahúsinu í Lundúnum í um það bil ár þegar hún fékk ný lungu sem grædd voru í hana á Harefield-sjúkrahúsinu að- faranótt laugardagsins 23. maí síð- astliðinn. Aðgerðin þótti í fyrstu hafa tekist vel en Anna Marý lést á sjúkrahúsinu viku eftir aðgerðina. Anna Marý var fædd 12. nóvem- ber 1960. Hún var húsmóðir og bóndi á Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi. Hún lætur eftir sig eiginmann, Sigmund Jóhannesson bónda, og tvær dætur, Tinnu Björk 11 ára og Örnu Þöll 3 ára. Anna Marý Snorradóttir verður jarðsungin frá Akraneskirkju næst- komandi föstudag. milljónir króna til loka næsta árs. Að sögn Ólafs Ólafssonar fyrrum forstjóra Álafoss, sem tók að sér að koma þessum samningi á eftir að hann lét af störfum hjá fyrirtæk- inu um síðustu áramót, má búast við að fljótlega verði einnig gengið frá samningi milli aðilanna að verð- mæti allt að 60 milljónum króna um sölu á værðarvoðum. Samning- urinn sem nú hefur verið undirritað- ur nær hins vegar til blandaðrar ullarvöru. Að sögn Ólafs dreifist fram- leiðsla samkvæmt samningnum á mismunandi deildir fyrirtækjanna tveggja og er samningurinn vel til þess fallinn að jafna sveiflur og fylla upp í annars dauðan tíma hjá Foldu og ístex, sem er tíminn frá nóvember til mars. Samningurinn er háður fyrirvara af hálfu Rússa um að hann öðlist gildi þegar þeim hefur tekist að afla leyfa fyrir útflutningi þeirrar olíu sem koma á sem greiðsla fyrir ullina, samkvæmt milliríkjavið- skiptasamningi þjóðanna. ♦ ♦ ♦ Viðskiptabann á Serbíu og Svartfjallaland: Vörur til Júgóslavíu fyrir 75 millj. í fyrra ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðastliðinn laugar- dag bann við viðskiptum við Serbíu og Svartfjallaland, þ.e.a.s. þau lýðveldi sem enn tilheyra því sem fyrrum var sambandslýðsveldið Júgóslavía. Bannið mun mjög bráðlega taka gildi varðandi við- skipti íslendinga við þessi svæði. Fékk spark í höfuðið MAÐUR VAR fluttur í sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás á Klapparstíg skammt frá Lauga- vegi í fyrrinótt. Maðurinn skarst í leikinn þar sem dyraverðir í veitingahúsi áttu í átök- um við tvo menn og varð fyrir því að annar þeirra sem deildi við dyra- verðina sparkaði í höfuð hans. Maðurinn var fluttur í sjúkrahús til rannsóknar en árásarmaðurinn og félagi hans voru fluttir á lögregl- ustöð. Morgunblaðið/Sverrir Bifreiðaskoðun íslands býður í dag mælingu á CO-gildi í út- blæstri bifreiða. Bíleigendur hugi að mengun í útblæstri Hertar reglur taka gildi um næstu mánaðamót „HREINT loft í heila viku“ er kjörorð varnarátaks gegn loftmeng- un sem tóbaksvarnamefnd hefur haft forgöngu um. En það era fleiri heldur en tóbaksneytendur beðnir um að takmarka loft- mengun. Bifreiðaeigendur eru hvattir til að huga að kolsýrings- mengun í útblæstri og í dag er athyglinni beint að þeirri loftmeng- un sem stafar frá útblæstri bifreiða. Bifreiðaskoðun íslands býður blæstri heldur en 0,5% miðað við ökumönnum upp á afgasmælingar á Jtolsýringi* frá bílum, þ.e. CO- gildi, miðað við rúmmál, í út- blæstri bíla og fá þær bifreiðar sem mældust með CO-gildi 0,5% eða minna viðurkenningu í formi límmiða sem líma má í afturrúður þeirra. Einnig fara starfsmenn fyrirtækisins á milli bensínstöðva í Reykjavík og bjóða afgasmæl- ingar á CO-gildi. I haust er fyrir- hugaður svipaður dagur víðsvegar um landið. Við skoðun í maí kom í ljós að CO-innihald af afgasi var undir 0,5% frá 25,4% ökutækja. Framundan eru hertar reglur um útblástur frá bifreiðum og frá og með 1. júli næstkomandi verð- ur kveðið á um að bifreiðar sem fluttar verða inn til landsins megi ekki gefa meiri kolsýring í út- rúmmál. Taka þessar reglur mið af bandarískum og sænskum regl- um og tilskipunum Evrópubanda- lagsins. Þessi reglugerðaákvæði ná einnig til eldri bifreiða sem ein- staklingar flytja inn. Þó er sú undantekning gerð að heimilt verður að flytja bifreið sem ekki nær staðli ef hún er hluti af bú- slóð og viðkomandi hefur átt bif- reiðina í a.m.k. eitt ár. Önnur og hærri viðmiðunarmörk munu áfram gilda um eldri bifreiðar hérlendis. Bent var á að það akst- urlag sem væri hvað umhverfis- vænast væri einnig það hættu- minnsta og fjárhagslega hag- kvæmast. Yfirveguð keyrsla á jöfnum hraða. Sturla Siguijónsson sendiráðs- ritari í alþjóðadeild utanríkisráðu- neytisins sagði utanríkisráðuneytið nú vera að kynna sér nákvæm ákvæði og orðalag í samþykkt ör- yggisráðsins. Hann gerði fastlega ráð fyrir því að mjög fljótlega myndu íslensk stjómvöld taka ákvörðun um að framfylgja ráð- stöfunum ráðsins í samræmi við heimildalög nr. 5 frá 1969 um framkvæmd fyrirmæla Öryggis- ráðsins. Yrði birt auglýsing í Stjómartíðindum þar að lútandi. Brot á ákvæðum laganna um framkvæmd fyrirmæla Öryggis- ráðsins geta varðað sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Vill ekki skerða eig- ið fé Fiskveiðasjóðs ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að aldrei hafi kom- ið til álita í sjávarútvegsráðuneytinu að hluti af eigin fé Fiskveiða- sjóðs yrði gerður upptækur og settur í ríkissjóð. Einkavæðingar- nefnd ríkissljórnarinnar hefur lagt til að hlutabréf sjóðsins í íslands- banka verði seld og andvirðið renni í ríkissjóð og hefur forsætisráð- herra tekið undir þá tillögu. Anna Marý Snorradóttir. „Það var aldrei hugsunin að þessi bréf yrðu um alla framtíð í eigu Fiskveiðasjóð heldur að þau yrði seld síðar meir. Hins vegar hefur það aldrei komið til álita í sjávarút- vegsráðuneytinu, sem fer með mál- efni sjóðsins, að hluti af eigin fé Fiskveiðasjóðs yrði gerður upptæk- ur og settur í ríkissjóð. Það myndi gerbreyta fjárhagslegri stöðu sjóðs- ins á erlendum lánamörkuðum og setja ríkissjóð í þá stöðu að þurfa væntanlega að taka ábyrgð á lánum sjóðsins og væri sjóðasukk af því tági sem ég vildi ekki taka ábyrgð á. Þetta sjónarmið hefur alltaf legið fyrir af hálfu sjávarútvegsráðuneyt- isins og ég hafði gert einkavæðing- arnefnd ríkisstjórnarinnar fulla grein fyrir þeirri afstöðu. Það kom mér mjög á óvart, að [Hreinn Lofts- son] formaður einkavæðingar- nefndarinnar skyldi tala um þetta mál með þessum hætti,“ sagði Þor- steinn. Þegar Þorsteinn var spurður hvort hann sem sjávarútvegsráð- herra hefði ákvörðunarvald í þessu máli svaraði hann: „Að sjálfsögðu. Sjóðurinn heyrir undir sjávarút- vegsráðuneytið og afstaða þess hef- ur legið alveg skýr fyrir." Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur í íjölmiðlum tekið undir það sjónarmið að selja eigi hlutabréf Fiskveiðasjóðs í íslandsbanka og andvirðið renni í ríkissjóð. Þegar þetta var borið undir Þorstein sagð- ist hann ekkert hafa um það að segja. Þorsteinn sagði ljóst, að vinna þyrfti að ýmsum breytingum á fjár- festingarlánasjóðum atvinnuveg- anna, meðal annars að kanna mög- uleikana á að breyta þeim í hlutafé- lög. Unnið væri að lögfræðilegri athugun á því máli, sérstaklega með tilliti til þess hvernig líta ætti á greiðslur atvinnuveganna inn í sjóðina á sínum tíma. „En það er eitt mál að breyta sjóðunum í hluta- félag og annað að taka eigið fé sjóðsins inn í ríkissjóð,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Tilboð útrunnið í fram- kvæmdir við Fljótsdal TILBOÐ Norðtaks í framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun rann út í gær. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa hjá Lands- virkjun, litur því út fyrir að ekkert verði frekar aðhafst í virkjunar- málinu fyrr en ákvörðun um að hefja framkvæmdir við álver á Keilisnesi liggur fyrir. Á bak við Norðtak standa Hag- virkjunar um að fyrirtækið fengi virki-Klettur, Hagvirki, hið sænska verkefnið ef hafíst yrði handa innan NCC og Statskraftverker, Noregi. þess tíma. Að sögn Þorsteins eru Tilboð Norðtaks í gangagerð og nú báðir aðilar óbundnir af þessu gerð Eyjabakkastíflu hafði áður samkomulagi og allar framkvæmdir verið framlengt til 1. júní gegn því í biðstöðu. að fyrir lægi viljayfirlýsing Lands-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.