Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 4

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Ólafsvík: Trilla strandaði á Hróaskeri TRILLA steytti á skeri skammt vestan við hðfnina í Ólafsvík á laugardag. Einn maður var um borð og var honum bjargað í land. Trillan sökk siðan um nótt- ina þegar reynt var að draga hana á flot. Þórunn Jónína KE 58, 4 tonna trilla frá Njarðvík, var að koma úr handfæraróðri um kvöldmatar- leytið á laugardag þegar hún tók niðri á Hróaskeri skammt vestan við hafnargarðinn í Ólafsvík og rann upp á skerið. Einn maður var Morgunblaðið/Alfons Þórunn Jónína á Hróaskeri á laugardagskvöldið. Maðurinn var enn um borð þegar myndin var tekin. Annar smábátur bíður átekta skammt frá. VEÐUR V ÍDAGkl. 12.00 Heimiid: Veöurstofa ístonds (Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 2. JUNI YFIRLIT: Skammt suðvestur af landinu er 1.000 mb lægft á hægri hreyf- ingu norðvestur. Milli Svalbarða og N-Noregs er 1.027 mb hæð. SPÁ: Hæg suðaustlæg ótt. Skúraleiðingar víða um land, einna síst þó norðanlands. Með kvöldinu má búast við rigningu suðaustan- og austan- lands. Hiti 7-15 stig. Svalast við ströndina, en hlýjast (innsveitum norð- anlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir víða um land, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 7-15 stig að deginum, hlýjast í innsveitum. Svarsímt Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / f f f f f Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V itig.. FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, undantekning er þó á norð- austurvegi (Sandvíkurheiði), þar er mikil aurbleyta og er því aðeins fært fyrir jeppa og fjórhjóladrifna bíla. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir, svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og öxarfjarðarheiði á Norðausturlandi og Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxulþungatak- markanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi veg. Þessum takmörkunum hefur þó verið létt af eftirtöldum vegum: Þjóðvegi 1 á milli Mývatnssveitar og Fellabæjar, þjóðvegi 1, Austurlands- vegi í Breiðdal, þjóðvegi 94, Borgarfjarðarvegi um Vatnsskarö, þjóðvegi 917, Hlíðarvegi, þjóðvegi 926, Hróarstunguvegi, þjóðvegi 962, Norður- dalsvegi, og þjóðvegi 964, Breiðdalsvegi. Einnig hefur takmörkunum verið aflétt af ýmsum vegum í Húnavatnssýslu. Allir hálendisvegir lands- ins eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær UMHEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 16 9 veður mistur rígning Bergen 23 léttskýjaö Helsinkl 23 léttskýjað Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Narssaresuaq 4 léttskýjað Nuuk 0 skýjað Ósló 27 léttskýjað Stokkhólmur 27 skýjað Algarve 22 skýjað Amsterdam 24 skýjað Barceiona vantar Berlín 26 skýjað Chicago vantar Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 19 mistur Hamborg 25 hálfskýjað London 17 rignlng LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 20 skýjað Madríd 18 rokur Malaga 24 skýjað Maliorca 20 rigning Montreal 16 alskýjað NewYork 17 skýjað Orlando vantar París 19 skýjað Madeira 20 léttskýjað Róm 24 alskýjað Vín 22 skýjað Washington 17 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað um borð. Lét hann yfirvöld ekki vita en fékk nærstaddar trillur til að reyna að draga bátinn á flot. Lögreglan frétti af því að trillan væri strönduð og síðar um kvöldið fékk hún björgunarsveitina Sæ- björgu til að fara'með lögreglu- mann á gúmmíbát út að bátnum. Var þá veðurútlit að versna og var farið með manninn í land til skýrslutöku. Á flóðinu upp úr klukkan 5 um nóttina reyndi bátur að draga trill- una á flot en þá var hún orðin hálffull af sjó og lagðist á hliðina og sökk þegar hún rann fram af skerinu. Þar liggur trillan á hlið- inni og sést í hana á fjöru. Ekki var í gær vitað hvað gert yrði við trilluna. Eigandinn er úr Njarðvík og fara sjóprófin fram hjá bæjarfóg- etaembættinu í Keflavík. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar misreiknaði maðurinn sig, taldi sig vera utar en hann reyndist vera. » ♦ ♦ Baldur í slipp á Akranesi Breiðafjarðarferjan Baldur var tekin í slipp hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi aðfaranótt laugardagsins, en ferjan steytti á skeri á leið frá Brjánslæk til Flateyjar á föstudaginn. Að sögn Guðmundar Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Baidurs, er búist við að viðgerð á skemmdum sem urðu á botni ferjunnar ljúki á fimmtudaginn og sigling hefjist síðan samkvæmt áætlun á föstu- dagsmorguninn. Guðmundur sagði að skemmdir hefðu orðið á fjögurra metra löng- um kafla á botni Baldurs, og leki komið að olíutanki og sjótanki, en engar upplýsingar lægju fyrir um hve kostnaðarsöm viðgerðin yrði. Hann sagðist reikna með því að sjópróf yrðu haldin vegna óhapps- ins, og ekki yrði opinberlega rætt um ástæðu þess fyrr en að sjópróf- um loknum. Amaldur Arnarson Arnaldur vinnur al- þjóðlega gítarkeppni ARNALDUR Arnarson gítar- leikari vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni gítarleikara í Róm dagana 27.-29. maí. Keppnin er kennd við ítalska tónskáldið Fernando Sor og var haldin í 21. sinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur gítarleikari vinnur fyrstu verð- laun í alþjóðlegri gitarkeppni. „Þetta er þekkt keppni og það var bara gaman að vinna hana, en framtíðin verður að leiða það í ljós hvaða þýðingu þetta hefur fyrir feril minn. Eg átti ekkert sérstaklega von á því að vinna en maður reynir náttúrlega sitt besta,“ sagði Amaldur. Hann kvaðst eiga von á því að hann léki á tónleikum á Ítalíu í kjölfar sigursins. Amaldur lék í fyrstu umferð skylduverkefni eftir Fernando Sor og Maurice Ohana. í annarri umferð lék hann verk að eigin vali eftir Heiter Villa-Lobos, Jón Ásgeirsson og Femando Sor. í þriggja manna úrslitum 29. maí lék Arnaldur verk eftir Fernando Sor og Manuel Ponce. Amaldur hefur búið í átta ár í Barcelona þar sem hann stundar hljóðfæraleik og kennslu. Hann hefur komið reglulega til tón- leikahalds á íslandi og leikur á tónleikum á Listahátíð í Reykja- vík 14. júní í Áskirkju. „Ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að taka þátt í keppninni svo skömmu fyrir Listahátíð vegna þess að ég þurfti að undirbúa það mikið af nýju efni. En ég gerði það í og með til að búa mig und- ir Listahátíð, herða taugarnar dálítið og koma mér í góða æf- ingu tímanlega." Kennarastöður á Vestfjörðum: Aldrei fleiri umsókn- ir frá réttindafólki MUN MEIRI eftirspurn hefur verið eftir kennarastöðum á Vestfjörðum en áður. Kennarar með réttindi hafa sótt um í auknum mæli og nú þegar er búið að ráða nokkra, að sögn fræðslustjórans á Vestfjörðum. Hann segir tvær meginskýringar vera á þessum auknum umsóknum, annars vegar þrengri vinnumarkaður en oftast áður og hins vegar fækkun á kennarastöðum á landinu vegna niðurskurðar í skólum. Að sögn fræðslustjórans, Péturs Bjarnasonar, gerir hann sér vonir um að hægt verði að manna um 70-80% af þeim 150-160 kennara- stöðum sem eru í umdæminu með réttindafólki. Hingað til hafa einung- is 50-55% af stöðunum verið mann- aðar af fólki með réttindi en allar þær stöður sem leiðbeinendur hafa gegnt hafa verið auglýstar til um- sóknar, alls um 60-70 stöður. Auk þess hafa verið auglýstar nokkrar skólastjórastöður. „Trúlega er tvennt sem veldur þessum aukna áhuga á kennarastöð- um á Vestfjörðum. í fyrsta lagi eru kennarar sem lokið hafa námi gjarn- an í öðrum störfum en við kennslu en nú er vinnumarkaðurinn þrengri en almennt gerist. í öðru lagi fækk- ar kennarastöðum á landinu vegna niðurskurðar í skólum. Á höfuðborg- arsvæðinu minnkar því yfirvinna hjá kennurum en yfirvinna á Vestfjörð- um hefur hins vegar verið nokkuð mikil. Það er vegna þess að við viljum heldur að kennslan sé í höndum þeirra sem hafa menntun og reynslu, frekar en að ráða reynslu- og mennt- unarlaust fólk. Auk þess tíðkast yfir- leitt yfirboð til kennara á Vestfjörð- um í formi flutningsstyrkja, hús- næðisfríðinda og beinna launa- greiðslna," segir Pétur. Umsóknir um kennarastöður fara til skólanefnda sem eru 22 á Vest- fjörðum. Umsóknir koma venjulega í tveimur bylgjum. Fyrst á vorin þeg- ar auglýst er og aftur um miðjan júní þegar eftirsóttari skólar á höfuð- borgarsvæðinu fara að hafna fólki. Umsóknimar fara til fræðslustjóra eftir að umsóknarfresturinn rennur út en það var í gær, 1. júní. Því er enn ekki ljóst nákvæmlega hversu margir kennarar með réttindi hafa sótt um á Vestfjörðum en það mun skýrast á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.