Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 15

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1992 15 er enn mikilvægara er að samstarf japanskra og bandarískra fyrir- tækja vex hröðum skrefum og verð- ur sífellt nánara. í stað gamla öx- ulsins, Bandaríkin-Evrópa, er nýi öxullinn, Bandartkin-Austur-Asia, að taka völdin. Svo getur farið, að Evrópa, þessi litli skagi vestur úr Asíu, sem lítur svo stórt á sig, verði afskekkt og einangrað krumma- skuð, sem látið verði eiga sig með alla sína tollmúra. Hinn margróm- aði nýi sameiginlegi markaður þjóða, sem hættar eru að vaxa, er ekki nema brot af risamarkaði Austur-Asíu, sem núna vex hröðum skrefum. Það væri mikið ólán að láta misheppnaða fjármálaspekúl- anta undir krataleiðsögn gabba okkur að óþörfu inn í evrópska ein- angrun, allt af því að íslenska þjóð- in veit ekki hvar á hnattkúlunni hÚN er stödd. Flestir virðast trúa því, að við séum þetta evrópska útsker, sem gamla Evrópukortið í skólabókunum sýnir. Rétta kortið I okkar sýnir norðurhvel jarðar, at- hafnasvæði okkar, en þar erum við örstutt frá miðpunktinum. Evrópsk einangrun hæfir ekki þeim á slíkum stað búa. Sjálfstætt ísland, land möguleikanna í upphafi gengum við til samn- inga við EB til þess að fá fríverslun fyrir fisk. Okkur var neitað um hana, og þótt tollur sé afnuminn af ákveðnum fiskafurðum og lækk- aður á öðrum er það skiptimynt sem við högnumst á, en enginn veit hve mikið af þessum lækkun- um fellur okkur í hlut hveiju sinni og hve mikið markaðurinn fær. Það fer eftir aðstæðum hvers tíma. En EB sá við okkur því áfram skal haldið opinberum styrkveitingum til útgerðar og fiskvinnslu EB, Samstaða um óháð ísland: Synjaö um styrk til kynn- ingar á EES Ráðuneytið ekki af- lögufært, segir skrifstofustjórinn UMSÓKN samtakanna Samstöðu um óháð Island til utanríkisráðu- neytisins um fjárstyrk til kynn- ingar á samningnum um evrópskt efnahagssvæði hefur verið hafn- að. Samtökin sóttu um 2,5 miHj- óna króna styrk til útgáfustarf- semi og kynningarfunda á sjónar- miðum sínum varðandi samning- inn. Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, sagði að heildarupphæðin sem ætluð er til kynningar samnings- ins sé um 7-10 miHjónir króna, og því sé ráðuneytið ekki aflögu- fært, enda hafi fleirum verið synj- að. í bréfi stjórnar félagsins, dagsettu 27. apríl, segir meðal annars að stjórnin telji eðlilegt að hluta þess flár, sem á fjárlögum sé ætlað til kynningar samningsins, verði veitt til almannasamtaka er láti sig málið sérstaklega varða. Þar segir enn- fremur að á öðrum Norðurlöndum sé litið á starf samtaka á borð við Samstöðu sem hlekk í lýðræðislegri umræðu. í fréttatilkynningu frá Samstöðu segir að afstaða utanríkisráðuneyt- isins bendi til þess að ráðuneytið ætli ekki að stuðla að gagnrýninni og opinni umræðu um þetta afdrifa- ríkasta mál sem íslendingar hafi staðið frammi fyrir í sögu lýðveldis- ins, eins og komist er að orði í til- kynningunni. „Við höfum neitað stofnunum með sterkari stöðu,“ sagði Gunnar Snorri. „Utanríkisráðuneytið er hér að kynna efnisatriði samnings sem liggur fyrir. Auk þess nægir fjár- hæðin aðeins til prentunar grund- vallarupplýsinga." t—þessum-styrkjtrm-sem -gert-hafa—gehim--haldið'-hltrt,-ekk-ar- til-jafná-— Þjóðverjum og öðrum mögulegt að bjóða mun hærra verð í fiskinn okkar óunninn en ella, sem ræður markaðsverðinu hér heima og er að setja fiskiðnaðinn okkar á haus- inn og skerða lífskjör okkar og mun að endingu gera okkur að hráefnis- útflytjanda og nýlendu. Þetta er ekki allt, því skipaiðnaður EB er einnig „utan kerfisins“ og á að halda áfram að fá opinbera styrki á kostnað skipaiðnaðar okkar. Það flokkast undir trúarbrögð að sjá hagkvæmni í slíkum viðskipta- samningi, þar sem auk þessa er krafist að við innleiðum iðnaðar- hagkerfið þeirra gegnum fjórfrels- isáætlunina, gerum þeirra lög æðri okkar lögum og setjum dómstólana þeirra yfir okkar dómstóla. Þetta er okkur ætlað að þola án nokkurs sannanlegs ávinnings. Höfuðstóll íslands og íslendinga er nægilega stór til þess að við við hvern sem er, það er að segja, ef við nýtum hann rétt. Við kom- umst þangað sem við erum nú í krafti þess, að við réðum okkur sjálf og unnum í eigin þágu. Á sama hátt getum við náð miklu lengra. Við eigum að opna landið fyrir öllum heiminum en hafa samt fullt vald yfír þróun samfélagsins. Langtímasjónarmið eiga að ráða ferðinni í uppbyggingu markaða. Bandaríkin eru enn á sínum stað og á næstu árum verður Rússland stór og áhugaverður markaður svo ekki sé talað um Asíulönd. Að sjálf- sögðu eigum við að stunda mikil viðskipti við EB, en á grundvelli jafnréttis. Enn sem fyrr á það að vera meginverkefni utanríkisstefnu okkar að varðveita fullveldið og sjálfstæðið. Höfundur er aðstoðarforstjóri Byggðnstofn unar. Adalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn föstudaginn 5. júní 1992 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA AUK ÞESS AD BJÓDA HER QG NÚ iNtWtlTINGAJfyjf lagerátrábæruverbi bjóddm WD Nú rlcjökt SPRENGITUBDB: HELLD- BORfi, QFN OG VIFIÚ NITÚ 16,27% AFSLÆTTI*) TIL KADPENDA HÉR OG NU v X? V' nartæKi «ne6 A6,2T*» a-933 £\dbóst®K' 1^452 ^ l?k' með y lo,nberg Nettó?. afa,i*tU: "lfNe®«V "* ^//Ubo röMPN 41.900 ~^603HV V 14.40o Samtals 66^200 Verðl^f^m—J*Z§7 SS.443 „etíó lln® . ,A\ usN 609^ gM11 ®S slcoiskáf ^skur Einfö/d eldhúslnnréíí/nn 0„ verðkn72.778,. Stgf 1«\, ^’sötódV. gfiO aWT- 0 A * if&' . 0t«*‘ Gásar Ármúla 7, sími 30 500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.