Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 19

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 19 Furðuleg viðbrögð sjávarútvegsráðherra eftir Ragnar Óskarsson Hinn 20. maí sl. gerðist sá ánægj- ulegi atburður að bæjarstjórn Vest- mannaeyja samþykkti með 8 sam- hljóða atkvæðum svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á sjávarútvegsráðherra að flýta sem frekast er kostur endur- skoðun sjávarútvegsstefnunnar. Við endurskoðunina verði þess freistað að ná sem víðtækastri sam- stöðu allra hagsmunaaðila og að sameign þjóðarinnar, þ.e. fiskurinn í sjónum, geti hvorki orðið eign til- tölulega fárra né að þeir geti látið þessa sameign ganga kaupum og sölum sín á milli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja tel- ur fulla þörf á að meta að nýju sóknarmarksleiðir, byggðakvóta, krókaleyfi meðal smábáta og aðrar leiðir sem koma í veg fyrir að sam- eign þjóðarinnar verði eign tiltölu- lega fárra.“ Hvers vegna? Hvers vegna skyldi bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa sameinast um tillögu af þessu tagi? Svarið er í raun afar einfalt. Sú sjávarútvegs- stefna sem nú er við lýði er svo gölluð að við svo búið má ekki standa öllu lengur. Meginmarkmið stefnunnar sem sett voru í upphafi hafa mistekist. Þannig hefur stefn- an hvorki stuðlað að verndun fiski- stofnanna né rennt traustari fótum undir sjávarútveginn almennt. Hins vegar hefur stefnan leitt það af sér að sameiginleg auðlind þjóðarinnar er að færast á hendur fárra ein- staklinga sem geta síðan braskað með þessa auðlind að vild. Þessir fáu einstaklingar, stundum nefndir sægreifarnir, fá þannig fjöregg þjóðarinnar í hendur sér og það er undir þeim komið hvernig einstök- um byggðarlögum vegnar. Ákveði þeir að selja fjöreggið stendur fólk- ið í byggðarlögunum uppi ráðþrota, atvinnulaust og í fullri óvissu um framtíðina. Þetta er sú mynd sem víða blasir við sem afleiðing af þeirri fiskveiðistefnu sem nú er við lýði. Af þessum ástæðum m.a. gerði bæjarstjórn Vestmannaeyja ofan- greinda samþykkt. Viðbrögð sjávar- útvegsráðherra í Morgunblaðinu hinn 23. maí birtust viðbrögð sjávarútvegsráð- herra við samþykkt bæjarstjórnar- innar. Þar afgreiðir hann bæjar- stjórnina eins og hún hafi nánast ekkert vit á málinu. Ráðherrann segir við Morgunblaðið að Vest- manneying ar hefðu skaðast mjög verulega ef farið hefði verið eftir hugmyndum þeim sem í samþykkt bæjarstjórnarinnar eru. Við Vest- manneying ar værum einfaldlega um 5.500 þorkígildistonnum fátæk- ari. Ég hélt satt að segja að sjávarút- vegsráðherrann sjálfur bæri ekki slíkt á borð og drægi ekki slíka og þvílíka ályktun af samþykkt bæjar- stjórnar. Sé um útúrsnúning af hans hálfu að ræða er það ekki sæmandi þeim manni sem fer með æðstu stjórn sjávarútvegs í landinu. Sé hins. vegar um vanþekkingu að QJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! „Sameiginleg auðlind þjóðarinnar er að fær- ast á hendur fárra ein- staklinga sem geta síð- an braskað með þessa auðlind að vild.“ ræða er málið ekki síður alvarlegt bæði fyrir ráðherrann sjálfan og það sem verra er, einnig fyrir þjóð- ina, það fólk sem byggir afkomu sína á hinni verðmætu sameiginlegu auðlind. Þar sem sjávarútvegsráðherra hefur fullyrt að við Vestmanneying- ar værum 5.500 tonnum fátækari ef fylgt hefði verið hugmyndum bæjarstjórnar langar mig að biðja ráðherrann, embættismenn hans eða ráðgjafa (helst ekki úr hópi sægreifanna) að sýna hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu. Hvern- ig er hægt að reikna út að við Vestmanneyingar værum 5.500 tonnum fátækári ef fylgt hefði ver- ið sóknarmarki og krókaleyfi væri við lýði hjá smábátum, en hvort Ragnar Öskarsson tveggja eru hugmyndir sem bæjar- stjórn setur fram í áðurnefndi sam- þykkt sinni. Mér finnst sjávarútvegsráðherra skulda bæjarstjórn Vestmanney- inga, Vestmanneyingum öllum og einkanlega þeim sem ganga um atvinnulausir, skýringar á þessum ummælum. Að endingu vil ég hvetja ráðherr- ann til að standa við orð sín er hann viðhafði í Vestmannaeyjum á borgarafundi um sjávarútvegsmál, sem sé þau að eðlilegt væri að mik- il og málefnaleg umræða færi fram um mótun fiskveiðistefnunnar. Því miður finnst mér viðbrögð ráðherr- ans við samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja ekki í anda málefn- alegrar umræðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Lágmúla 8. Slmi 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.