Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/KGA James Galway: „Ég æfi mig ein- faldlega meira en aðrir.“ -r þær allar og vel síðan þá sem er best hveiju sinni.“ Æfingin er lykillinn — Hvernig býrðu þig venjulega undir tónleika? „Nú, með því að æfa mig. Ég er ekki hjátrúarfullur, fer ekki með bænir og geri ekkert annað en æfa mig. Jú, ég skipti reyndar um föt fyrir tónleika." Hann glottir, aug- ljóslega ánægður með svarið. „Guð vill ekki bænir. Hann vill sjá árang- ur af sköpunarverkinu. Þegar þú byijar að læra á hljóðfæri áttu möguleika á að opna nýjar dyr. Dyrnar opnast í sama hlutfalli og æfingarnar. Æfingar eru lykill að velgengni. Ég bý ekki yfir neinum töfraformúlum. Ég æfi mig einfald- lega meira en aðrir og þess vegna er ég betri.“ Viðtal: Brynja Tomer PEUCEOT Ef þú gerir kröfu um snerpu, þægindi og rými er Peugeot 405 bíllinn fyrir þig. Hann er rúmgóður og kraftmikill og búinn öllum þægindum. Peugeot 405 er hagkvæmur í rekstri og gæddur einstökum aksturseiginleikum, lipur í borgarumferðinni og skemmtilega rás- fastur úti á vegum. Það fer sérlega vel um ökumann og farþega, fjöðrunin er einstök, sætin frábær og útsýnið mjög gott, bæði úr fram- og aftursætum. Svo er Peugeot 405 á ótrúlega góðu verði. Peugeot 405 GR. 1,6 beinsk. á 1.197.600 kr. Peugeot 405 GR. 1,9 sjálfsk. á 1.431.900 kr. Innifalið í verði er: Rafdrifnar rúður, velti- og vökvastýi i, Qarstýrðar samlæsingar á hurðum, skráningarkostnaður og verksmiðjuryðvörn með 6 ára ábyrgð. JOFUR NYBYLAVEGl 2 • SIMI 42600 Vinn út frá umhverfinu Frá opnun sýningarinnar 2000 ára litadýrð, frá Jórdaníu og Palest- ínu, í Listasafni Islans. F.v.: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Widad Kawar, eigandi búninga á sýningunni, Alia A1 Feisal, prins- essa, Feisal Bin A1 Hussein, eiginmaður hennar og prins frá Jórdan- íu, Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, og Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafns Islands. Morgunblaðið/Bjarni Utilistaverk Daniels Burens við Gallerí 11. Daniel Buren af níræðisafmæli hans. „Það er gleðiefni að Listahátíð hafði for- göngu um að fá Hjálmar H. Ragn- arsson, tónskáld, til að semja sér- stakt tónverk við kvæði Halldórs Laxness Rhodymenia Palmata, sem verður hér frumflutt. Hjálmar hefur fengið til liðs við sig leikhús Frú Emilíu við flutninginn og ég veit að þessir frábæru listamenn okkar munu hylla skáldið með eftirminni- legum hætti.“ Þriðji viðburðurinn á Listahátíð á laugardag var opnun sýningarinn- ar 2000 ára litadýrð, frá Jórdaníu og Palestínu, en daginn eftir voru 4 sýningar formlega opnaðar. A Kjarvalsstöðum var opnuð sýning á verkum Míros og Kjarvals, I Lista- safni Siguijóns Ólafssonar hófst sýning á æskuverkum Sigurjóns Olafssonar, í Nýlistasafninu sýning á verkum frönsku myndlistarmann- anna Veijux og Perrodin og í Lista- safni íslands sýning á umhverfis- verkum Daniel Buren. Opnuð var sýning á íslenskri nútímahögg- myndalist í Kringlunni á vegum Kjarvalsstaða á mánudag. - segir Daniel Buren GÓÐ HUGMYND getur komið á tveimur sekúndum og á hinn bóginn getur útkoman eftir tveggja ára ígrundun allt eins verið slæm,“ sagði Daniel Buren í samtali við Morgunblaðið. Bur- en kvaðst vinna út frá umhverf- inu, og eru það helst byggingar og bæjarmyndin sem hann legg- ur til grunns verka sinna. „Göm- ul hús, litadýrð þeirra og næst- um naív hönnun, vakti strax at- hygli mína hér í Reykjavík," sagði Buren. „Það er næstum eins og þau hafi verið dreymd upp, frekar en nokkuð annað, og síðan máluð af börnum." Franski listamaðurinn Daniel Buren er einn eftirsóttasti lista- maður Frakka. Hér á landi setti hann upp útilistaverk við Gallerí 11 á Skólavörðustíg og við Lista- safn íslands. Frá því að Buren kom fram á sjónarsviðið um og eftir 1968 hefur hann verið þekktur fyrir róttækni, en hann neitar öllu slíku. „Það var aldrei ætlun mín að vera róttækur og ég veit ekki hvort ég er það yfir höfuð. En hafi ég verið það hlýt ég að vera það ennþá, því ég hef ekki breyst. Aftur á móti hefur umhverfið gert það, og þar sem ég vinn út frá því má gera ráð fyrir að verk mín hafi líka breyst,“ sagði listamaður- inn. Buren sagði að hugmyndin um að vinna með framhlið hússins þar sem Gallerí 11 er til húsa hafi komið mjög fljótt, en Listasafnið hafi reynst honum erfiðara. Buren vinnur mikið með lóðréttar línur, sem ætíð eru 8,7 sentímetrar að breidd. Ætlunin með því mun vera að leggja áherslu á mikilvægi sam- hengis og framhalds. Verk hans nefnast í sameiningu Staðsetn- ing/framsetning/tilfærsla — stað- bundin verk, og stendur sýning þeirra til 25. júní. Sýnishorn af íslenskri högg- myndalist er í Kringlunni. dag. Hann sagði að það væri vel við hæfi að fyrsta atriði Listahátíð- ar væri haldið til heiðurs Nóbels- skáldinu Halldóri Laxness í tilefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.