Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 33

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ VtÐSKOTlAOVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 33 Stjórnun Atferlisákvörðunarfræði Leið til markvissari ákvörðunartöku eftir Marinó G. Njálsson Flestir, ef ekki allir, hafa ein- hvern tímann staðið frammi fyrir því að taka ákvörðun þar sem framtíðin er óþekkt og fram- kvæmdin óafturkallanleg. í mörg- um tilfellum er hægt að beita ein- faldri rökhyggju til að taka skyn- samlegustu ákvörðunina. í öðrum tilfellum getur ákvörðunin verið svo flókin vegna fjölda óvissuþátta, að margþætt reiknilíkön eru nauð- synleg til að finna „bestu“ lausn og þrátt fyrir allt það hugvit, sem lagt er í ákvörðunina, getur útkom- an verið slæm. Stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana telja almennt að sá hæfileiki að kunna að taka ákvörðun sé mjög mikilvægur, en fólk er að jafnaði viðvaningar þegar kemur að því að taka rétta ákvörðun. Það að vera góður ákvörðunar- taki er eins og að vera góður íþróttamaður. Maður þarf hæfi- leika og góða leiðsögn. Góður íþróttaþjálfari getur náð mjög langt með hæfileikaríka íþrótta- menn og raunar líka okkur hin. Á sama hátt er ljóst að sá, sem hefur hlotið leiðsögn í betri og skipulagð- ari ákvarðanatöku, tekur að jafn- aði betri ákvarðanir. (Varast ber að rugla saman góðri ákvörðun og góðri útkomu. Góð ákvörðun getur leitt til slæmrar útkomu, ef utanað- komandi óvissuþættir rætast ákvörðunartakanum í óhag. Og öfugt.) Skipulögð kennsla í kerfisbund- inni ákvörðunartöku hefur verið af skornum skammti og raunar eru flestir sjálfmenntaðir. Það er sann- færing mín, að hver sá, sem hefur komist í kynni við slíka skipulagða kennslu, mun aldrei aftur nota gömlu aðferðirnar. Á sama hátt mun sá, sem einu sinni hefur notið leiðsagnar góðs íþróttaþjálfara, alltaf njóta góðs af þeirri tilsögn. Þjálfarinn mun leiðrétta þær villur, sem íþróttamaðurinn gerir, og kenna honum hvernig betra er að bera sig að til að ná árangri. Þeir sem rannsakað hafa ákvörðunarferli einstaklinga hafa tekið eftir því að ákvörðunartakar gera sig margir seka um svipaðar vitleysur. T.d. á fólk það til að skilgreina vandamál sitt á þann veg að litið er framhjá besta kost- inum. Eða það lætur hjá líða að safna nógum upplýsingum vegna þess að það treystir um of á eigin dómgreind. Líkt og íþróttaþjálfarar nota þróaðar aðferðir til að venja íþróttamenn af vitleysum sínum, eru ákvörðunarfræðingar smátt og smátt að þróa sínar aðferðir til að venja sjálfmenntaða ákvörðunar- taka af sínum vitleysum. Þetta er nýjung. Hingað til hafa flestir ákvörðunarfræðingar ein- beitt sér meira að því að hvernig ætti að taka ákvörðun. Þeir hafa búið til reiknilíkön, sem mælt er með að fólk noti, en jafnan komist að því að raunveruleikanum verður ekki lýst fullkomlega með slíku líkani. Aðrir hafa einbeitt sér að því að skoða hvernig góðir ákvörðun- artakar vinna og hvernig aðrir geta lært af þeim. Þessi hluti er kenndur við „atferlisákvörðunar- fræði“ („behavioral decision mak- ing“) vegna þess að þar er horft á atferlið sjálft, en ekki svo mjög aðferðina. Atferlisákvörðunar- fræði fellur undir nýjan hugsunar- hátt í stjórnun, sem kenndur hefur verið við „hugræn sjónarmið" (á ensku Cognitive Perspective) og hefur verið talað um að verði ein- kennandi fyrir stjómunaraðferðir þessa áratugar. Atferlisákvörðun- arfræði á upptök sín í nokkrum háskólum í Bandaríkjunum (þeirra á meðal eru Cornell háskóli, Chicago háskóli og Stanford há- skóli) og er sambland af nokkrum ólíkum greinum, m.a. sálfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði, sem blandað hefur verið saman til að ná betri árangri. 10 hindranir á leiðinni til markvissari ákvörðunartöku Rannsóknir á ákvörðunarferli einstaklinga hafa leitt í ljós, að fólk í ólíkum þjóðfélagshópum virðist gera sig sekt um sömu mis- tökin við ákvörðunartökuna. Þann- ig að það skiptir ekki máli hvers konar vandamál er verið að fást við, öllum ættu að nýtast það inn- sæi sem fáeinir ákvörðunarfræð- ingar hafa þróað til að koma í veg fýrir að sömu mistökin endurtaki sig ítrekað. Algengustu villurnar eru: - menn steypa sér út í ákvörðun- ina, - vandamálið er vitlaust afmark- að, - aðeins er litið á eina hlið, - of mikil trú á eigin vitneskju, - skammsýni, - óyfirvegaðar ákvarðanir, - hópvilla, - eldri niðurstöður hunsaðar eða misskildar, - ekki er haldið utan um upplýs- ingar, - vantar að fara yfir ákvörðunar- ferlið. Þegar taka þarf einfalda ákvörð- un, t.d. hvort svara eigi síma, er líklegast engin þörf á því að hugsa um þessar gildrur. Margir eru of mikið í símanum og þurfa að læra fáeinar þumalputtareglur, sem gefa þeim meira næði. Ákvörðun- argildrurnar hér að ofan koma þar að litlu gagni. í mikilvægum ákvörðunum geta gildrurnar valdið tjóni. Til dæmis þegar verið er að hugleiða nýtt starf, getur hver gildra um sig valdið óbætanlegu tjóni. Mjög margir líða fyrir það að afmarka Auglýsing um samruna Lífeyrissjóðs byggingamanna og LfleyrissjMs málm- og skipasmiða og stofnun nýs Iffeyrissjóðs; Sameinaöa lífeyrissjóösins kt. 620492-2809. Hér meó tilkynnist öllum þeim, er telja til eignar eóa skuldar hjá Lífeyr- issjóói byggingamanna og Lífeyrissjóói málm- og skipasmiða, að með reglugerð, sem samþykkt var á stofnfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins hinn 27. maí 1992 og, sem fjármálaráðuneytið hefur staófest í sam- ræmi við 2. gr. laga nr. 55/1980, hefur Sameinaói lífeyrissjóðurinn, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, tekið við allri starfsemi þessara lífeyris- sjóóa og réttindum þeirra og skyldum frá og meó 1. júní 1992 og frá sama tíma tekur hann við öllum eignum og skuldum sjóðanna. Reykjavik, 27. mai 1992. Stjórn Sameinaóa lifeyrissjóósins. Benedikt Daviósson Gunnar S. Björnsson Guómundur Hilmarsson Hallgrimur Gunnarsson vandamálið vitlaust, þannig að þeir vita ekki almennilega að hvetju þeir eru að leita; flestir líða fyrir of mikla trú á eigin vitneskju varðandi það hvaða störf eru á lausu; margir steypa sér út í og taka fyrsta starfi, sem býðst, án þess að hugsa nánar um þá ákvörð- un og hvernig hún var tekin. Fólki verður á þessi mistök vegna þess að það er í tilfmninga- legu ójafnvægi þegar það er í at- vinnuleit. Góðir íþróttamenn lenda líka oft í taugastrekkjandi aðstöðu og þeir bestu hafa þjálfað sig upp í það að verða nógu góðir til að þola álagið. Atferlisákvörðunarfræði getur kennt fólki að bregðast rétt við þegar hindranir eru veginum. Með æfingunni lærir maður ekki bara reglumar um það hvernig hægt er að taka frábærar ákvarðanir, heldur verður ferlið hluti af manni. Vel þjálfuðum ákvörðunartaka verða stundum á mistök, alveg eins og frábær íþróttamaður getur klúðrað mikilvægum leik. En lík- urnar á að árangurinn verði að jafnaði góður eru meiri, ef maður tileinkar sér gott ákvörðunarferli og notar það! Höfundur er mci) vcrkfræðigrádu í adgerðarannsóknum frá Stan- ford-háskóla. KÚPLINGS -LEGUR —DISKAR, -PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR ^5i^^B0RGARTÚNI 26 SÍMI 62 22 62 SANDPAPPIR ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVfK- SlMI 687222 -TELEFAX 687296 KREM KREMANNA FRA JEAN D'AVÉZE Jouvence kremió, best selda kremió hjó Jean d’Aveze, er orAiA 30 ára gamalt og sýnir allsengin aldurseinkennf. O Mjög virkformúla inniheldurjurtaefnið Perretol, sem stuðlarað jafnvægi, eykur endurnýjun frumanna og dregur úr ellimörkum ásamt öðrum húðgöllum og lýtum eins og örum. Krem sem konur vilja í dag. O Notist sem næturkrem og/eða dagkrem ef húðin er mjög þurr, hefurgræðandi og róandi áhrif. O Jouvence kremið hentar öllum húðtegundum og öllum aldurshóp- um. Öumdeilanlegur sigurvegari, sem mun áfram láta til sín taka. Jouvence línan er einföld og Inniheldur allt sem þú þarft fyrlr virka húðmeöferö. Fyrlr utan Jouvence kremið er boð- Ið upp ð: Mjög milda hreinsimjólk, andlitsvatn með og án alkóhóls, þunnfljótandl rakakrem, verndandl dagkrem og sórkrem elns og hálskrem og andlitsmaska. Útsölustaðir: Reykjavík og nágrennl: Andorra, Arsól, Bylgjan, Evlta, Snyrtistofan Jóna, Mikligarður v/Holtaveg, Slgurbog- inn, Snyrtivöruverslunín Glæsibæ, Top Class. Landsbyggðin: Apótek Ólafsvikur, BJarg, Akranesl, Grindavikurapótek, Lyfsalan Vopnafiröi, Stykkis- hólmsapótek, Smart, Keflavík, Vörusalan, Akureyri. M 191292

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.