Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 40

Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 SOLIGNUM olfuviðarvörn að þínu sumarslcapi! Solignum Architectural fæst nú í 14 litum - einn þeirra er örugglega að þínu sumarskapi. Einnig bjóðum við Solignum grunnefni og gróðurhúsaefni. Fæst í flestum mólningarvörubúðum. SKAGFJ0RÐ I il J ií ö.A- 'fú'jnf’fj} J.JJ Kristjón Ó. Skogfjörð hf. Umboðs- og heildverslun SUMARFATNAÐUR FRÁ DRAGTIR - STAKIR JAKKAR - BLÚSSUR PILS - BUXUR, STUTTAR OG SÍÐAR. GLÆSILEGT ÚRVAL AF SILKIFATNAÐI SILKIKJÓLAR - DRAGTIR - JAKKAR - BUXUR OG PILS. -jt&Bett/ui____________________1 LAUGAVEGI 84, SÍMI 10756 Fylki skulu þau heita Svarað fullyrðingum um ríki í Bandaríkjunum eftirJón Asgeir Sigurðsson Góðgjarnir menn hafa sett út á orðaval mitt, þegar ég segi frá stjómarumdæmum Bandaríkjanna. Þeir vilja kalla þau ríki og krefjast þess að ég láti af þeim ósið að kalla þau fylki. Ég ásaka þá ekki um ofríki, borga ekki í sömu mynt og banna þeim því ekki að tala um ríki í Bandaríkjunum. Mín vegna má nota hvort sem er fylki eða ríki. Aftur á móti læt ég ekki segjast vegna þess að röksemdirnar á móti eru lélegar og mínar röksemdir mun betri. Björn S. Stefánsson skrifar þætt- inum „íslenskt mál“ í umsjón Gísla Jónssonar og byrjar á kjánalegum útúrsnúningi: Fréttamaður Út- varpsins vestra talar oft um fylki Bandaríkjanna, hvers vegna talar hann þá ekki líka um Bandafylkin? Ég sný út úr á móti: Hvers vegna talaði Bjöm ekki um Gorbatsjov forseta Sovétlýðveldanna, úr því að hann taldi Sovétríkin samanstanda af lýðveldum? Upprunakenning Næst reynir Bjöm efnislega rök- semd, hann leitar upprunans. Ef sjálfstæð ríki stofni með sér sam- bandsríki og afsali sér fullveldi að hluta, þá séu þau áfram ríki. Þess vegna séu ríki í Bandaríkjunum. Sé ríki hins vegar hlutað í sundur í stjórnammdæmi, þá sé rétt að kalla þau fylki. Þess vegna séu fylki í Noregi. (Og Víkveiji beitir 7. mars sömu röksemdafærslu til þess að sanna að í Kanada séu fylki, en ekki Bandaríkjunum.) Jafnvel þótt tvö rííci hefðu sams konar stjómkerfí í dag (50 um- dæmi, þing, stjórnir, o.s.frv.), ylti samkvæmt þessari kenningu allt á því hvemig til þeirra var stofnað. En hvemig hefðu þeir Björn og Víkveiji svarað mönnum hér í Bandaríkjunum fyrir tveimur öld- um, þegar þeir fundu nýrri stjórnar- skrá það helst til foráttu, að með henni væri komið á öflugri mið- stjóm. Það væri ekki myndað sam- band sjálfstæðra ríkja, heldur þjóð- ríki sem byggðist á sammna aðild- arríkjanna? Vissulega stofnsettu sjálfstæði ríki Bandaríkin, en at- hafnir valdstjómar í Washington lúta ekki fyrst og fremst að þessum 50 fylkjum/ríkjum. Flestar athafnir stjómvalda í Washington beinast að lögpersónum, einstaklingum, þegnum Bandaríkjanna, vegna þess að hér er um að ræða þjóðríki með stjórnaramdæmi — fylki — sem era ekki sjálfstæð. Einkunnir Björn Stefánsson gerir sér grein fyrir því hversu takmarkað sjálf- ræði bandarískra fylkja er. En samt telur hann „rétt að tala um ríkið Tennessee í suðurríkjum Bandaríkj- anna, meðan stjórnvöld í Tennessee kalli svo, hversu þröngt sem þau kunni að starfa undir alríkisstjóm- inni í Washington". Forsendan, seg- ir Björn, er sú að „í þessu efni tel ég rétt að nota þá einkunn sem viðkomandi velur sér“. Ég leyfí mér að efast um að þarna segi Björn það sem hann meinar, og líklega meinar hann ekki heldur það sem hann segir. Hugsum okkur til dæmis að Rauðu khmeramir í Kampútseu segist hafa „unnið þarfaverk og gert land- hreinsun" með því að drepa tvær milljónir landsmanna sinna. Við Bjöm mundum ekki éta þetta at- hugasemdalaust upp eftir khmeran- um, það er að segja „nota þá ein- kunn sem viðkomandi velur sér“. Við mundum gaumgæfa málið sjálf- stætt og nota síðan orð sem færa nær sannleikanum. Líkast til mein- ar Björn það formlega nafn sem viðkomandi velur sér, en það er ekki einfalt mál heldur. Sú deild úr fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sem starfrækir líf- varðarsveitir fyrir Bandaríkjafor- seta, heitir Secret Service. Rétt þýðing væri „leyniþjónustan", en það heiti er notað um aðra stofnun, sem ber á ensku upphafsstafína CIA. Hún heitir á ensku Central Intelligence Agency, en í samræmi við merkinguna mætti kalla hana Njósnastofnun Bandaríkjanna. Bjöm vill eflaust ekki breyta þessum nafngiftum, vegna þess að þegar þýðing á nafni nær festu, er varla von til þess að breyta henni. En þegar vísa skal til tiltekins hlut- ar eða atburðar, þá notum við ýmis nafnorð (til dæmis ríki eða fylki) ekki bara það eitt sem sumir telja löggilt. Sjálfstæðisstig Víkveiji segir: „Bandaríkin era ríkjabandalag sjálfstæðra ríkja, sem hvert um sig hefur eigið þing og lög og reglur sem era mismun- andi... Fylkin sem svo eru nefnd eru í nágrannaríkinu fyrir norðan, sem heitir Kanada." Hvemig útskýrir Víkveiji, að svo gæti farið að Quebec-fylki segi sig úr lögum við sambandsríkið Kanada? Ef sjálfstæðisstig stjórnar- umdæma þjóðríkis ræður því, hvort tala skuli um fylki eða ríki, þá ætti samkvæmt röksemdafærslu Vík- veija fremur að tala um ríki í Kanada en í Bandaríkjunum. Stjómskipun Bandaríkjanna byggir eins og hjá öðrum lýðfijáls- um þjóðum á þrískiptingu stjórn- valds í löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald. í bandarísku stjórnarskránni segir í VI. grein: „Stjórnarskrá þessi, og lög Banda- ríkjanna sett í samræmi við hana; svo og allir milliríkjasamningar, sem bandarísk stjórnvöld hafa gert eða gera framvegis, eru æðstu rétt- arheimildir þjóðfélagsins; og skulu dómendur allra fylkja bundnir af þeim, jafnvel þótt þau gangi þvert á ákvæði í stjórnarskrám eða lögum einstakra fylkja." Lög og gerðir bandarískra fylkja víkja sem sagt fyrir ákvörðunum ríkisvalds þjóðríkisins, sem var stofnsett með samrana aðildarríkj- anna. Auk þess er fylkjum sam- kvæmt stjómarskrá bannað að gera milliríkjasamninga, gefa út pen- inga, leggja tolla á vöraviðskipti, stofna her, og fleira. Á hinn bóginn hafa fylkin „heimastjórn" í ýmsum málum, íbúar þeirra kjósa sér fylk- isþing, fylkisstjóra og svo framveg- is. Skýrt og skiljanlegt Lengi vel hafa menn burðast við að nota orðið „ríki“ bæði um heild- ina og einstök stjórnarumdæmi Bandaríkjanna. Það ærir óstöðugan að nota í tíma og ótíma tvöfalda merkingu orðsins „ríki“ eins og þetta klúður úr orðabók Menningar- sjóðs sannar: alríki, allt ríkið (notað um sambandsríki, samsett af smá- ríkjum), ríkisstjóri, þjóðhöfðingi sambandsríkis (t.d. í Bandaríkjun- um). Hér hefur „sambandsríki" tvenns konar gagnstæða merkingu, í fyrra tilfellinu er átt við heildina, þjóðrík- ið, en í því síðara um tiltekna ein- ingu, t.d. bandarískt fylki. „Alríki“ var að mínu viti klambrað saman vegna þess að mönnum reyndist erfitt að útskýra atburði í Banda- ríkjunum, þegar „ríkið“ hafði tvö- falda merkingu. Fleygjum „alríki" út í ystu myrkur. I stað þess að þýða Federal Bureau of Investigat- ion með „alríkislögreglan FBI“, tölum við um rannsóknarlögreglu Bandaríkjanna. Það skilja allir. Ríki á ríki ofan „Ríkisvaldið er bundið við ákveð- ið landsvæði og ákveðið þjóðfélag. Islensk réttarskipun miðast því við tiltekið land og tiltekna þjóð, ís- lenska ríkisborgara." (Úr Lögum Nokkrar línur til Davíðs Stefánssonar eftir Þóri Karl Jónasson Davíð Stefánsson formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna skrifaði grein í Morgunblaðið 16. maí síðastliðinn. Hét hún Ríkis- rekstur settur á safn. í greininni fagnar Davíð endalokum Ríkis- skipa, og bendir á hvað ríkið hafí tapað miklum fjármunum við rekst- ur þess ágæta fyrirtækis. Orðrétt segir í grein Davíðs: „Hinn 30. apríl gerðist merkur áfangi í einkavæðingaáformum rík- isstjómarinnar. Ríkisskip, eða það litla sem eftir var af fyrirtækinu, vora þá sett á sögulegt safn. Þjóð- minjaverði vora þá afhent með formlegum hætti ýmis gögn og munir, sem tilheyrðu fyrrum skipa- félagi ríkisins, sem lagt hafði verið niður af því að rekstur þess var orðin hrein tímaskekkja." Forystumenn Sjálfstæðisflokks- „Ef núverandi ríkis- stjórn situr út kjörtíma- bil sitt er vá fyrir dyr- um. Hættan er sú að það verði búið að einka- væða bæði skólana og sjúkrahúsin.“ ins hafa alltaf litið hýra auga til Ríkisskipa og vijjað afhenda það Eimskipafélagi íslands. En sem betur fór mistókst þeim það. Þegar greinar eins og grein Dav- íðs Stefánssonar birtast á prenti á maður erfitt með að draga ekki fram pennann. Ég vil benda Davíð Stefánssyni á nokkrar staðreyndir. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn hefur hann dælt fjármagni inn í illa stödd einkafyrir- tæki úr sjóðum ríkisins. Sá einka- rekstur sem sjálfstæðismenn vilja er ekki raunverulegur einkarekstur, heldur vilja þeir ná fram einokun. Það er óhætt að fullyrða að Ríkis- skip var ekki venjulegt fyrirtæki, heldur var það fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki við landsbyggðina. Það forréttindakerfi sem Sjálfstæð- isflokkurinn vill viðhalda, er að af- henda forréttindaklíkunni í Sjálf- stæðisflokknum öll arðbær ríkisfyr- irtæki. Og þeir sem era á annarri skoðun era kallaðir kommúnistar, og er ég tilbúinn að vera í þeirra hópi. Sá áróður sem Sjálfstæðisflokk- urinn er með gagnvart ríkisfyrir- •tækjum er vægast sagt ósanngjarn, það er aldrei minnst á allt það fólk sem vinnur hjá þessum fyrirtækj- um, samanborið Ríkisskip. Margt af því fólki sem starfaði þar hafði unnið þar áratugum saman, þetta sama fólk á fjölskyldur, sem þurfa að lifa. En það kemur okkur ekkert við, segja sjálfstæðismenn, því sam- kvæmt þeirra kenningum er nauð- synlegt að hafa atvinnuleysi, og nota það sem hagstjórnartæki. Það kerfí sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að innleiða í íslenskt sam- félag er alls staðar að hrynja, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, og era þau samfélög að rotna inn- anfrá, vegna spillingar og sukks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.