Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 41
Jón Ásgeir Sigurðsson „Við notum orðið ríki til að tákna þjóð sem býr á ákveðnu land- svæði með tiltekin al- þjóðlega viðurkennd landamæri og mótaða réttar- og sljórnskip- un.“ og rétti eftir Ólaf Jóhannesson.) Með öðrum orðum: Við notum orðið ríki til að tákna þjóð sem býr á ákveðnu landsvæði með tiltekin alþjóðlega viðurkennd landamæri og mótaða réttar- og stjórnskipun. Ríkið hefur öðlast sjálfstæði gagn- vart öðrum ríkjum heims og þegnar hafa þar ríkisfang, það er að segja ríkisborgararétt. Sum ríki skiptast í umdæmi með takmörkuðu sjálfræði, þeirra á með- al Sovétríkin fyrrverandi, Bandarík- in, Þýskaland og Kanada. Að mínu mati er mun auðveldara að tala um fylki innan einhvers ríkis, hvort sem það heitir Bandaríkin, Þýskaland eða annað. Hugsum okkur það klúð- ur, að tala um „ríkisstjóra Kaliforn- íu, sem er ríki í Bandaríkjunum, sem undirbúa nýtt ríkjasamband með Kanada og Mexíkó", ríki í ríki með ríkjum ... Ástæða þess að ég tala um fylki en ekki ríki í Bandaríkjunum er einfaldlega sú, að með þeim hætti er mál mitt auðskilið. Höfundur er fréttaritari Ríkisútvarps í Bandaríkjunum. Aths. ritstj.: Það skal tekið fram, að grein þessi hefur beðið birt- ingar um skeið vegna mikilla þrengsla í blaðinu. En það er ekki nóg með það að Sjálfstæðisflokkurinn vilji selja öll ríkisfyrirtæki, heldur vilja þeir kné- setja starfsemi verkalýðsfélaga. Það böl sem núverandi ríkisstjórn er að hella yfir okkur er stórhættu- legt okkar litla samfélagi. Ég lít á það sem mannréttindi að hver ein- staklingur hafi atvinnu og eigi þak yfir höfuðið. En það frnnst þeim félögum í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna ekki vera. Stuttbuxn- aliðið í Sjálfstæðisflokknum vill byggja upp forréttindakerfi þeirra sem eiga fjármagnið. Það kerfi tek- ur ekki tillit til þeirra sem þurfa á einhverri samfélagslegri hjálp að halda, því kjörorð þeirra er að hver er sér næstur. Ef núverandi ríkisstjórn situr út kjörtímabil sitt er vá fyrir dyrum. Hættan er sú að það verði búið að einkavæða bæði skólana og sjúkra- húsin. Og þá hefur venjulegt al- þýðufólk eins og ég ekki efni á að njóta slíkrar þjónustu. Allt félags- hyggjufólk verður að sameinast um að koma þessari ríkisstjórn frá sem fyrst, ríkisstjórn forréttindahóp- anna. / MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 41 Vormót Hraunbúa 52. VORMÓT Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík um hvítasunnu- helgina 5.-8. júní nk. Það er Skátafélagið Hraunbúar í Hafnar- firði sem hefur veg og vanda að mótinu en árleg Vormót Hraunbúa eru þegar orðinn fastur liður' í sumarkomu skátanna. Kjörorð mótsins eru tvö að þessp sinni. Annars vegar: Ungir í anda og hins vegar: Verndum landið. I því fyrmefnda er höfðað til þess að í ár heldur Bandalag íslenskra skáta upp á 80 ára afmæli sitt og Hraunbúar í Hafnarfirði eru 67 ára. Á þessum tímamótum eru skátar hvattir til að hugsa til baka og kynna sér eitt og annað frá fyrri tíð. í flokkakeppni sem verið hefur í gangi í vetur og lýkur á mótinu sjálfu, hafa skátar unnið að verkefnum sem tengjast eldri kynslóðinni og fyrri tíð. Hafa þeir farið í heimsóknir til eldra fólks, tekið viðtöl við það og kynnt sér líf þess og störf. Eitt verkefnið var að finna 60-70 ára gamla matarupp- skrift og matreiða hana. Einn móts- dagurinn verður sérstaklega helgað- ur eldri borgurum og þeim boðið í heimsókn. Þar gefst þeim m.a. kost- ur á að gæða sér á þesum gömlu réttum og dæma um hvernig til hef- ur tekist hjá skátunum. Með kjörorðinu Ungir í anda vilja Hraunbúar segja, að árafjöldi segi ekki alla söguna. Þótt árin séu orðin 80 hjá skátahreyfmgunni á íslandi er hún ung í anda og tilbúin að tak- ast á fullum krafti á við þau verk- efni sem framundan eru. Eitt þeirra er að hlúa betur að landinu okkar, kunna að meta gæði þess og læra að ganga um það með virðingu og varkárni. Þess vegna kjörorðið Vemdum landið. Það er mikill hugur í skátum fyrir Vormótið og vænst er þátttöku skáta alls staðar að af landinu. Það verða ijölskyldubúðir að venju og eru eldri skátar, aðstandendur og velunnarar hvattir til að mæta og eyða skemmti- legri helgi í fallegu umhverfi og góð- um félagsskap í Krýsuvík. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunbúa í Hafnarfírði. (Fréttatilkynning) ------».--------- Ráðstefna um grunnskóla í strjábýli RÁÐSTEFNAN Grunnskóli í stijábýli verður haldin á Hótel Borgarnesi föstudaginn 5. júní nk. og hefst kl. 10. Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra flytur ávarp við setninguna. Fræðslustjórar Reykjanesum- dæmis, Vesturlandsumdæmis, Vest- fjarðaumdæmis, Norðurlandsum- dæmis vestra og eystra, Austfjarð- aumdæmis og Suðurlandsumdæmis boða til ráðstefnunnar. Ráðstefnu- stjórar eru Guðmundur Magnússon fræðslustjóri og Pétur Bjamason fræðslustjóri. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru viðbrögð við hugsanlegum flutningi gmnnskólans til sveitarfélaga. Fjall- að verður um ýmsar forsendur hans, hveijar yrðu helstu breytingarnar og hvaða undirbúningur þarf að eiga sér stað ef til kastanna kemur. Auk þess verður drepið á fjölmörg atriði sem nauðsynlegt er að átta sig á, segir í fréttatilkynningu. Til ráðstefnunnar er boðið: Mennt- amálaráðherra, ijármálaráðherra, félagsmálaráðherra, fulltrúum sveit- arfélaga og fræðsluráða, fulltrúum kennarasamtaka, formanni nefndar um endurskoðun laga um gmnnskóla auk þeim fulltrúum sem ofangreind ráðuneyti kjósa að senda. • Sérsmíöum glugga eftir þínum óskum. • Gerum föst verðtilboð í alla smíði. • Yfirborðsmeðhöndlun - 400 litir. • Góðir greiðsluskilmálar. • Smíöum einnig sólstofur. Áratuga reynsla í glugga- og hurðasmíöi. við Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444 Vatnsklæðning kúpt 145 Im 130 Im Pallaefni 28x95 160 Im 144 Im Helluborð f. sumarb. 9.283 7.612 Stálvaskur 5.983 4.958 Þakrenna 80mm/4m 1.432 1.217 Álstigi 3 Way 7.533 6.135 ▲ Þakvari 4 I 2.691 2.260 A Bútsög B & D 23.961 19.823 ▲ Fúavarnarkústur 225 182 A Garðhanskar 6 stk. 476 3 95 A Heyhrífa l .355 1.095 A Þrýstikútur 2 gall. 3.384 2.781 ■ f r Ú Ú 0 Ú p Ú 0 VERSLANIR SKIPTIBORÐ 41000 GRÆNT NUMER 996 410 HAFNARFIRÐI _______ BYKO B R EID DIN NI S. 5 44 11 S . 6 4 19 19 HRINGBRAUT QDODCC S . 6 2 9 4 0 0 >ac>aDaQaQC]DaQaQ4 ú 0 p ú p Höfundur er Dagsbrúnarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.