Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 53

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 53* Verkmenntun í iðnaði Frá Atlíi Hraunfjörð: Að undanförnu hefur farið fram umræða um verkmenntun í blöð- um og hafa margir, leikir sem lærðir, tjáð sig um málið. Öll umræða er af hinu góða og öll á hún það sammerkt að greinar- höfundar eru sammála um þörfina á bættri kennslu í verkmenntun. Að sjálfsögðu lítur hver sínum augum á silfrið og menn sjá mis- munandi leiðir að markinu. Verk- mennt snertir alla þjóðfélags- þegna, hvar í heimi sem þeir búa. OECD setti á fót nefnd, þar sem sérstaklega var tekin fyrir staða verkmenntunar í hinum vestræna heimi. Þar kom margt athyglisvert fram, t.d. að árið 2000 munu um 80% af því fólki, er nú starfar, starfa enn. Að menntun og hæfni einstaklingsins ráði velgengni fyr- Pennavinir 21 ÁRS GÖMUL japönsk stúlka í menntaskóla vill eignast pennavini á íslandi. Áhugamál hennar eru ferðalög, tennis og saumaskapur. Heimilisfang hennar er: Naoko Arimura 2-18, 1-401, Venosaka, Toyon- aka-shi Osaka 560, Japan Franskur 28 ára karlmaður með áhuga á íþróttum, ferðalögum, tón- list og bréfaskriftum: Olivier Pain, Parc J. Duclos, Appartement 11, F-60590 Serifontaine. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Keiko Moroga, 241-3 Asai Wakasa-cho, Yazu-gun, Tottori-ken, 680-07 Japan. Kanadískur frímerkjasafnari sem skrifar á frönsku eða ensku: Cecile Besner, 8991 D’Iberville Rue, Montreal, Quebec HlZ 2R2, Canada. Sautján ára þýskur piltur með áhuga á tónlist, sundi, körfuknatt- leik o.fl. Uppáhaldshljómsveitirnar eru Roxette, Genesis, Dire Straits: Marcel Felbor, Wittenerstrasse 200, 4630 Bochum 1, Germany. irtækja. Að starfsskilyrði starfs- mannsins séu þannig, að honum líði vel og hafi allt í senn, sjálfs- traust, að hann ráði við verkefnið og hann njóti þess að starfa. Það að vinnustaðurinn sé eins og lítið heimili þar sem fullkomið traust er á milli manna, jafnt yfirmanna og þeirra er verkin vinna. Þessi skýrsla er stórfróðleg lesning og er í sjálfu sér efni í aðra grein. I febrúar á síðasta ári var haldin í Rúgbrauðsgerðinni ráðstefna um stöðu verkmenntunar í verk- menntaskólum víða um land, svo og í Iðnskólanum í Reykjavík. Kom þar fram að þáttur hins opinbera í útbúnaði þessara skóla er snýr að verkmenntun er svo lítill að furðu sætir. Þannig hefur -T'Se.gi bóknáms ósjálfrátt aukist á kostn- að verknáms. Einnig kom fram að tækni og þróun í verklegum greinum hafi fært störfin meira og minna út í sérhæfni, án þess í rauninni að starfsheiti iðngreinar- innar hafi breyst. En kröfur um breytt starfsnám hafa komið fram og því er enn meiri ástæða fyrir vel búnum verkmenntaskóla. Þá er ekki síður mikilvægt að leið- beinandi hafi ávallt hina bestu og nýjustu þekkingu á sínu valdi. Þarna kemur tvennt til, það þarf að þjálfa vel hina nýju kynslóð og hinir eldri eiga ávallt að geta geng- ið að marktækri endurmenntun. Okkur, sem lokið hafa iðnskóla- námi og öðlast þekkingu reynsl- unnar, ber að halda uppi merki iðnaðarmannsins, því ekki gera það aðrir. Við verðum að hafa í heiðri þá siðfræði er okkur var innprentuð af meistara okkar og samferðamönnum öðrum. Áunnin siðfræði er ekki kennd í skólum, heldur fest í sessi á vinnustað. Skilaðu ætíð góðu handverki, stattu ávallt við orð þín, sýndu heiðarleika svo þér verði treyst. Ráðvendni og vandvirkni eru aðall fagmannsins. Með hugmyndum þeira forustu- manna fagfélaga, sem fjarlægst hafa hugsjónir fagmannsins, munu kröfur fagsins þynnast út. Afnám löggildingar iðngreina, af- nám iðnnáms, afnám meistarkerf- isins, eru hugmyndir er bera vott um uppgjöf og kjarkleysi. Þeirra sem einmitt eiga að blása í herl- úðra og krefjast lagfæringar á því sem miður hefur farið. Á næsta ári má búast við að þessi mál fari að skýrast þar sem lagðar hafa verið fram á Alþingi tvær þingsályktunartillögur, önn- ur um endurskoðun iðnfræðslu, hin um gerð iðnaðarstefnu. Það skiptir miklu máli á hvern hátt endurskoðun og breytingar á lögum um iðnfræðslu fara fram. Við verðum að læra á mistökum okkar og annarra þjóða. Við höf- um í dag þijár aðferðir við að út- skrifa sveina: 1. nemi og meistari, útskrift úr jðnskóla, 2. svokallaðir hjálparmenn með tíu ára starfsfer- il í faginu undir leiðsögn meistara, þeir fá sveinsbréf eftir próftöku, 3. nemendur úr verkmenntaskóla sem þurfa að fá viðurkenndan tíma hjá starfandi meistara í viðkom- andi fagi og gangast að lokum undir sveinspróf. Eg tel að meist- arakerfið eitt geti séð um þá end- urnýjun og þá viðbót sem viðkom- andi iðngreinar þurfa af sveinum. Það er hagsmunamál fyrir iðnað- armenn að ekki útskrifist fleiri sveinar en talið er nauðsynlegt hveiju sinni. Að sjálfsögðu þarf að gera úttekt á stöðu hverrar iðngreinar í samtímanum og á markaðnum. Við þurfum að mæta þeirri auknu sérhæfni sem á sér stað á markaðnum og í nútímanum þó að hollt sé hveijum og einum að vita og geta margt. Ekki tel ég nauðsynlegt að skipta iðngrein- um upp frekar en nú er. Við eigum að leggja alúð við ákveðin grunn- fög og sinna þeim vel, en gefa síðan kost á námskeiðahaldi í tengslum við verkmenntaskóla. Þannig að allir sem nennu og getu hafa fái þar þekkingu og grunn- þjálfun í hinni litríku flóru þess fags er hann hefur valið að ævi- starfi. ATLI HRAUNFJÖRÐ Kársnesbraut 82a, Kópavogi ÚTVARP ÞJÓÐARINNAR - Ná þessu æðislega í fari íslendinga. Þessu „kveikj a-í-vi ndli-með-Ronsonkveikj ara-á- næstablússlega“„ Pétur Gunnarsson, Dýrðin á ásýnd hlutanna. RÁS 2 NÆR ÞVÍ. NÍU-FJÖGUR í DAG. N Áni i bví. Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða Útsölustaðir: Bílanausthf. Flestbifreiðaumboð Málmsteypan HELLAhf. KAPLAHRAUNI 5 - 220 HAFNARFJOROUR - SÍMI 65 10 22 GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 Sálfræðistöðin Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi A námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. ■bhi ianrituR oi Ránari uppijsinpf mm VISA® í sírmun SáifræðistöðvarinRar E ■■■■ 623875 og 21118 kl. 11-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.