Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 54

Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Námskeið Reykjavíkur- deildar Rauða krossins REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands gengst fyrir nám- skeiði í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 3. júni kl. 20 og stendur 4 kvöld. Kennsludagar verða 3., 4., 9. og 10. júní. Nám- skeiðið verður haldið í Armúla 34, 3. hæð (Múlabæ). Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að kom- ast á námskeiðið geta skráð sig í síma 688188. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu eru blástursmeðferðin, hjartahnoð, hjálp við bruna, blæð- ingum, beinbrotum og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvem- ig má koma í veg fyrir slys. Sýnd verða myndbönd um helstu slys. Við vitum aldrei hvenær hjálparinn- ar verður þörf. Um þessar mundir eru margir að fara í sumarleyfi. Það væri e.t.v. ekki svo vitlaus hugmynd að hluti af undirbúningi frísins væri að fara á námskeið í skyndihjálp. Að námskeiðinu loknu fá nem- endur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum framhaldsskólum. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKÍ útvegar leiðbeinindur til að halda námskeið í fyrirtækjum og hjá öðmm sem þess óska. (Fréttatilkynning) Tvær þotur Sólarflugs á Keflavíkurflugvelli sl. föstudag, Boeing 737 frá Atlantsflugi og Boeing 757 frá Sterling. Metflutningar hjá Sólarflugi METDAGUR var hjá Flugferð- um-Sólarflugi föstudaginn 28. maí i leigufluginu til Kaup- mannahafnar og London sem starfrækt er nú annað árið í röð. Fluttir voru 465 farþegar milli íslands, Danmerkur og Bret- lands með tveimur þotum Boeing 737-200 frá Atlantsflugi og Bo- eing 757-200 frá danska flugfé- laginu Sterling. Mikil aðsókn er að leiguflugi Flugferða-Sólarflugs og er flogið tvisvar í viku bæði til London og Kaupmannahafnar á þriðjudögum og föstudögum. Odýrasti flugkostn- aðurinn á þessum leiðum er 15.900 krónur til Kaupmannahafnar og 14.900 til London. Hægt er að velja um einnar til þriggja vikna dvöl. Sú nýjung hefur verið tekin upp hjá Sólarflugi að gefa kost á svo- kölluðum vinnu-flugferðum, utan á þriðjudegi og heim aftur á föstu- degi. Þeir sem fljúga með leiguflugi ferðaskrifstofunnar geta valið á milli mjög ólíkra og íjölbreyttra gistimöguleika erlendis og nýtt sér 20-50% samningsafslátt, bílaleigu á hagstæðum kjörum og framhalds- ferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum. (Frcttatilkynning) Brúðubíllinn frumsýnir á morgun söngleikinn „Dajrur i brúðubæ" í Hallargarðinum við Fríkirkju- veg 11. Á myndinni má sjá þau Helgu Sigríði Harðardóttur, Helgu Steffensen og Jason Ólafsson, starfsmenn Brúðubílsins, auk hundsins Sáms, en inni í honum leynist Sigríður Hannesdóttir. Frumsýning' hjá Brúðu- bílnum á morgun BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir á morgun kl. 14 brúðusöngleik- inn „Dagur í Brúðubæ" í Hall- argarðinum hjá Fríkirkjuvegi 11. I fréttatilkynningu frá Brúðubílnum kemur fram, að söngleikurinn fjalli um vinátt- una og hversu mikilvægt það sé að sýna öllum góðvild, bæði mönnum og dýrum. Brúðubíllinn sýnir í sumar á .öllum gæsluvöllum Reykjavíkur- borgar og á nokkrum öðrum úti- vistarsvæðum, svo sem í Árbæjar- safni, Gerðubergi og víðar. Brúðu- bíllinn er bamaútileikhús, sem starfað hefur reglulega undanfar- in 15 ár. Brúðubíllinn starfar á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og eru sýningarnar öllum opnar og aðgangur ókeypis. Söngleikurinn „Dagur í Brúðubæ" er eftir Helgu Steffen- 'sen. Hún býr einnig til brúðumar og Ieikstýrir ásamt Þóranni Magneu Magnúsdóttur. Vísurnar era eftir Sigríði Hannesdóttur og tónlistina annast Magnús Kjart- ansson. Um raddir brúðanna sjá leikaramir Edda Heiðrún Back- man, Felix Bergsson og Aðal- steinn Bergdal. Brúðuhreyfingar era í höndum Helgu Steffensen, Sigríðar Hannesdóttur og Helgu Sigríðar Harðardóttur. Tækni- maður og bflstjóri er Jason Ólafs- son. Dagskrá Brúðubflsins í júní verður sem hér segir: Miðvikudaginn 3. júní verður sýning klukkan 10 að Amarbakka og klukkan 14 í Hallargarðinum. Fimmtudaginn 4. júní verður sýn- ing kl. 10 við Bleikjukvísl og kl. 14 við Barðavog. Föstudaginn 5. verður sýning kl. 10 við Dunhaga og kl. 14 við Dalaland. Þriðjudag- inn 9. verður sýning kl. 10 við Fannafold og kl. 14 við Fífusel. Miðvikudaginn 10. verður sýning kl. 10 við Frostaskjól og kl. 14 við Freyjugötu. Fimmtudaginn 11. verður sýning kl. 10 við Hvas- saleiti og kl. 14 við Gullteig. Föstudaginn 12. verður sýning við Ljósheima kl. 10 og við Iðufell kl. 14. Mánudaginn 15. verður sýning kl. 10 við Malarás og kl. 14 við Kambsveg. Föstudaginn 19. verður sýning kl. 10 við Njáls- götu og kl. 14 við Rauðalæk. Mánudaginn 22. júní sýnir Brúðubíllinn kl. 10 við Austurbæj- arskóla og kl. 14 við Gerðuberg. Þriðjudaginn 23. verður sýnt við Einarsnes í Skeijafirði kl. 10 og kl. 14 við Árbæjarsafn. Miðviku- daginn 24. verður sýning klukkan 10 við Rofabæ og klukkan 14 við Safamýri. Fimmtudaginn 25. verður sýnt kl. 10 við Stakkahlíð og kl. 14 við Suðurhóla. Föstudag- inn 26. verður sýning klukkan 10 við Sæviðarsund og kl. 14 við Tungusel. Mánudaginn 29. júní verður sýning við Tunguveg kl. 10 og við Vesturberg kl. 14 og þriðjudaginn 30. júní verður svo sýning á Vesturgötu kl. 10 og við Yrsufell kl 14. (Úr fréttatílkynningu.) Sigurvegararnir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson fagna sigri fyrir utan Glóðina í Keflavík, en rallmótið fór fram á Suður- nesjum. Rallakstur: Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Steingrímur Ingason og Guðmundur Björn náðu öðru sæti á heima- smíðuðum Nissan. „Sigurinn lofar góðu fyrir sumarið“ „SIGURINN lofar góðu fyrir sumarið. Við unnum í sömu keppni í fyrra, en þurftum að hafa meira fyrir sigrinum núna og hraðinn hefur aukist frá því í fyrra,“ sagði Ásgeir Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið, en hann vann ásamt Braga Guðmundssyni í fyrsta rallmóti ársins á Metro 6R4. í öðru sæti eftir mikla keppni urðu Steingrímur Ingason og Guðmundur Steinþórsson á Nissan, en feðg- amir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson urðu þriðju á Mazda 4x4, í flokki óbreyttra bíla vann sonur Jóns, Baldur, ásamt Guðmundi Pálssyni og óku þeir Mazda 323 4x4 í sinni fyrstu keppni. Baráttan um heildarsigurinn var strax milli Ásgeirs og Steingríms, en sá síðarnefndi ók bíl sem hann hefur smíðað upp frá granni með eigin hugviti ásamt aðstoðarmönn- um og hafa vinnustundimar skipt þúsundum. Hann kvaðst þó eiga eftir að bæta ýmislegt í bilnum, sem ætti að koma til góða í mótum árs- ins. „Við vissum aldrei hvort Stein- grímur ætti eitthvað inni, en hann náði alltaf að saxa á forskot okkar á stuttu leiðunum," sagði Ásgeir, „við gerðum þvi úrslitaatlögu á Isólfskála, þegar hann var ekinn í síðasta skipti og náðum 26 sek- úndna betri tíma. Það gerði gæfu- muninn og við unnum með 43 sek- úndna mun. Bíllinn slapp vel frá keppninni og við eram klárir í næsta rall. Baldur Jónsson kom mörgum á óvart með hröðum akstri í flokki óbreyttra bíla, en hann hefur fylgst með bróður sínum og föður vinna á fjölmörgum rallmótum síðustu ár. „Þeir voru búnir að tala mig til og mér tókst eiginlega mun betur upp en ég átti von á,“ sagði Baldur, „ég hef aldrei setið í rallbíl með Rún- ari, en einu sinni með pabba, þann- ig að þetta var mikil og skemmtileg reynsla að keppa. Það var líka ánægjulegt að vinna í fyrstu til- raun,“ sagði hann. Norræn nær- ingafræði- ráðstefna HALDIN verður í Háskólabíói dagana 14.-17. júní nk. norræn ráðstefna í næringafræði vegum Manneldisráðs og heilbrigðisráðu- neytis. Ráðstefnan er áhugaverð fyrir heilbrigðisstéttir, kennara og aðra sem áhuga hafa á að kynn- ast nýjungum í næringafræði. Dagskrá ráðstefnunnar er fjöl- breytt og flytja þekktir fyrirlesarar inngangserindi. Aðalerindi ráðstefn- unnar flytur prófessor Walter Willett frá Bandaríkjunum. Erindi hans nefnist: Getur fituneysla orsakað krabbamein? Af öðrum fyrirlesuram má nefna: Stephan Rössner frá Sví- þjóð sem fjallar um meðferð offitu og Wenche Barth Eide frá Noregi sem ræðir um næringu þriðja heims- ins og nefnist erindi hennar Næring- arrannsóknir í þróunarlöndum: Heimsveldisstefna vísindanna eða vopn í baráttunni gegn hungri og vannæringu? Einnig verða eftirtalin efni á dagskrá: Neyslukannanir og faraldsfræði, Næring og sjúkdómar, Næring ungbarna, barna, eldri borg- ara og þungaðra kvenna. Efnt verður til tveggja málþinga í tengslum við ráðstefnuna. Þann 14. júní verður rætt um það hvernig hægt er að hafa áhrif á neysluvenjur og þann 18. júní verður fjallað um atvinnumöguleika og störf næringar- ráðgjafa. Einnig verður efnt til sýn- ingar í anddyri Háskólabíós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.