Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 56

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 56
Alþjóðleg ráðgjafanefnd mælir með 40% samdrætti í þorskveiðiim á næsta ári: Útflutnmgstekjur mimik- uðu um 12 -15 milljarða Sjávarútvegsráðherra segir verulega skerðingu aflaheimilda óhjákvæmilega Fiskveiðiráðgjafanefnd Al- þjóðahafrannsóknarráðsins fja.ll- aði á nýafstöðnum fundi sínum um ástand nokkurra fiskstofna við ísland að frumkvæði íslenskra stjórnvalda. í niðurstöðum sínum mælir nefndin með að sókn í þorskstofninn verði minnkuð um r - 40% á næsta ári, þannig að leyfi- legur þorskafli næsta árs verði 150 þúsund tonn, sem samsvarar 175 þúsund tonna afla á næsta fiskveiðiári, en á yfirstandandi fiskveiðaári er þorskkvótinn 265 þúsund tonn. Að sögn Þórðar Frið- jónssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar jafngilda tillögur nefndarinnar um 12-15 miHjarða króna samdrætti í útflutningstekj- um. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra segir að ekki geti farið hjá því, að um verulega 'skerðingu verði að ræða á þorsk- aflaheimildum á næsta fiskveiði- ári í Ijósi niðurstöðu nefndarinnar ef hrygningarstofninn eigi að hafa möguleika á að stækka. í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að gögn bendi til að hrygning- arstofn þorsks hafi minnkað úr því að vera yfír milljón tonn milli áranna 1955 og 1960 í rúmlega 200 þúsund tonn árið 1992. Einnig sé nú orðið ljóst að allir árgangar frá 1985 séu undir meðallagi og að 1986-árgang- urinn sé sá lélegasti frá 1955. „Þetta eru sennilega einhver alvar- legustu tíðindi sem sjávarútvegurinn hefur fengið fyrr og síðar. Framhjá því verður ekki litið, að við erum í mjög alvarlegri stöðu með þorsk- stofninn," sagði Þorsteinn. Hann sagði að óháður sérfræðingur í Eng- iandi yrði fenginn til að leggja mat á niðurstöður Hafrannsóknastofnun- ar um ástand þorskstofnsins, sem væntanlegar eru síðar í þessum mánuði. Þorsteinn sagðist telja þetta óhjákvæmilegt í þessari stöðu, þar sem svo mikilvægir efnahags- hagsmunir væru í húfi. Laxveiðin byijar vel Á hádegi í gær höfðu 10 laxar veiðst í Þverá og 8 í Norðurá og telja laxveiðimenn aflann prýðilega bytjun á laxveiði sumarsins. Friðrik Þ. Stefáns- son heldur hér á 12 punda hrygnu úr Drottningarhyl í Norðurá. Tók laxinn kl. 7.20 og var fyrsti laxinn úr Norðurá. Sjá einnig bls. 25. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar segir að í ljósi niður- stöðu nefndarinnar virðist óhjá- kvæmilegt að draga enn frekar úr þjóðarútgjöldum. Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ segist óttast að niðurstöður Fiskveiðiráðgjafamefnd- Fulltúar námsmanna munu hitta menntamálaráðherra árdegis í dag, þriðjudag, og ræða hinar nýju regl- ur. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagðist í gær væntan- lega myndu staðfesta reglurnar í dag. Samkomulag LIN við fulltrúa arinnar um þorskstofninn séu réttar. Veiðar togaranna bendi til hins sama. „Við verðum að snúa þróuninni við, megum ekki skerða stofninn meira en orðið er,“ segir Kristján. Óskar Vigfússon líkir þessum niðurstöðum við hrun síldarstofnsins. banka og sparisjóða var gert sl. föstudag en það hefur þó ekki verið formlega undirritað. „Bankar og sparisjóðir hafa þó skuldbundið sig til að lána náms- mönnum sem koma til okkar með lánsloforð frá LÍN. Þetta er líkt og tíðkast hefur gagnvart fyrsta Þetta var í fyrsta skipti frá 1976 sem Fiskveiðiráðgjafanefnd Alþjóða- hafrannsóknarráðsins fjallar um ástand þorskstofninn en auk hans fjallaði nefndin um ástand loðnu-, ufsa-, karfa-, og grálúðustofnanna. Sjá nánar á miðopnu árs nemum hjá Lánasjóðnum. Þeir hafa getað fengið bankalán fyrir 90% af lánsloforði LÍN en það kem- ur til greina að lán til þeirra náms- manna sem lengra eru komnir verði hærra hlutfall af lánsloforði," segir Brynjólfur. Brynjólfur segir útfærsluna í smáatriðum á lánum til námsmanna ekki vera tilbúna en það verði á næstu dögum. „Hugsanlega verður boðið upp á fleiri en eitt lánsform, annars vegar yfirdráttarlán og hins vegar föst lán. Í föstum lánum felst að námsmenn taki víxil- eða skulda- bréfalán og eyði þeim þegar þeim hentar. Víxilforvextir eru nú 11,5% en ofan á það bætast eftir á reiknað- ir vextir og lántökukostnaður. Loftið var hreinna á reyklausa deginum ÁRNI Einarsson framkvæmda- sljóri átaksins: „Hreint loft í heila viku,“ segir að loftið á mörgum vinnustöðum hafi verið mun hreinna í gær á reyklausum degi. Tóbaksvamamefnd grennslaðist fyrir um það á nokkrum vinnustöðum hvort dregið hefði úr reykingum meðal starfsmanna. Það hefði nánast verið undantekningarlaus regla að minna hefði verið reykt. Nokkrir eig- endur sölutuma sem haft var sam- band við mátu það einnig svo að nokkuð hefði dregið úr sölu á tóbaki. ------------------ Mikið rykmý Björk, Mývatnssveit. I hlýindunum að undanförnu hefur kviknað óhemjumagn af rykmýi við Mývatn. Háir mýstrók- ar, 6 til 7 metra háir, myndast upp af hólum, hverum og eyjum þegar logn er. Sums staðar er mergðin svo mikil að ekki er hægt að opna glugga, þá fyllist allt af mýi og vart sér á milli húsa. Á þjóðveginum næst vatninu er víða mýský, sem byrgir útsýn og verður því að aka með gætni á þeim svæðum. - Kristján Hins vegar geri ég ráð fyrir að einhvers konar yfirdráttarfyrir- komulag henti námsmönnum best. Ef við segjum að meðaltalslán sé um 50 þúsund á mánuði fengi námsmaðurinn 50 þúsund króna yfírdrátt á fyrsta mánuði námsárs sem síðan myndi hækka upp í 100 þúsund krónur á öðrum mánuði, o.s.frv. Heildarlánið gæti því verið um 150-200 þúsund þegar að út- hlutun hjá Lánasjóðnum kæmi. Með yfírdráttarforminu borga þeir ein- ungis vexti fyrir þá daga sem þeir hafa notað yfirdráttarheimild sína.“ Gunnar Birgisson, formaður stjórnar LÍN, segir að líklega verði veittar um 30-50 milljónir króna í námslán vegna vaxtakostnaðar. Sjá ennfremur frétt bls. 24. Samkomulag LÍN og fulltrúa banka: Yfirdráttarlán líklegasta lánsfonniö til námsmanna Vextir á lánum til námsmanna hinir sömu og til annarra hópa SAMKOMULAG hefur orðið á milli LÍN og fulltrúa banka og spari- sjóða um fyrirgreiðslu við námsmenn vegna breyttra reglna um útborganir námslána frá LÍN. Brypjólfur Helgason, aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans, segir að fyrirkomulagið hjá Landsbankanum verði væntanlega þannig að lánþegar LÍN fái fyrirgreiðslu í formi yfírdráttarlána eftir að þeir hafa verið samþykktir sem lánshæfir þjá sjóðnum. Vextir verði þeir sömu og almennt eru á viðkomandi lánsformum þar sem ekki sé reiknað með því að hægt sé að vera með lægri vexti til ákveðinna hópa I þjóðfélaginu en annarra. Nú eru vextir á yfirdráttarlánum hjá Landsbankanum 14,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.