Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 2
] MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1992 Forstjóri Þjóðhagsstofnunar; VSI g'erir ráð fyrir samdrætti fyrr en Þjóðhagsstofnun Vinnuveitendasamband Islands gerir ráð fyrir meiri samdraetti á þessu ári en lagt hefur verið til grundvallar í útreikningum Þjóðhags- stofnunar. Að sögn Þórðar Friðjónssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar felst mismunur á útreikningum VSÍ og stofnunarinnar fyrst og fremst í ólíkri skigtingu á samdrættinum á milli ára. Þórður segir að svo virð- ist sem VSÍ gefi sér að útgerðin muni strax draga verulega úr veiðum þann 1. september þegar nýtt fiskveiðiár hefst en Þjóðhagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir því að hlutfallslega verði veiðarnar fram að áramótum svipaðar og undanfarin ár. Þórður Friðjónsson segir að ef IStofnunin er því með svipaðar áætlaður aflasamdráttur á þessu ári tölur um skiptinguna á almanaksárið og hinu næsta er lagður saman þá séu niðurstöður VSI og Þjóðhags- stofnunar mjög svipaðar. „Hinir mismunandi útreikningar VSÍ og Þjóðhagsstofnunar byggjast m.a. á því að fiskveiðiárið er annað en almanaksárið. Svo virðist sem VSÍ gefi sér að útgerðin muni strax draga verulega úr veiðum þann 1. septem- ber þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Þjóð- hagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir því að hlutfallslega verði veið- amar á síðustu mánuðum ársins, fram að áramótum, svipaðar og und- anfarin ár, sagði Þórður. og Hafrannsóknastofnun. Það er ekki efnisatriði hvort við veiðum þor- skinn fyrir eða eftir áramót. Hins vegar skiptir máli að næstu 3 árin gera tillögur fiskifræðinga ráð fyrir 170-180 þúsund tonna árlegri þors- kveiði sem er 40-50% minni þors- kveiði en var að meðaltali sl. 10 ár. Þórður tók fram að í þessu sam- bandi þurfi að hafa í huga að enn hafi sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjómin ekki tekið ákvörðun um afla- heimildir. Þegar sú ákvörðun liggi fyrir síðari hluta júlímánaðar kunna tölur um samdrátt eitthvað að breyt- ast. * Islenzkar markaðsrann- sóknír kaupa Gallup TVÖ skoðana- og markaðskannanafyrirtæki, Gallup á íslandi og ís- lenzkar markaðsrannsóknir, munu sameinast á næstunni. Ólafur Örn Haraldsson, eigandi og framkvæmdastjóri Gallups, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum og selja Islenzkum markaðsrannsóknum fyrirtækið. Samanlagt mun hið nýja fyrirtæki hafa níu fastráðna starfs- menn og um 50 lausráðna. „Þama renna saman tvö öflugustu fyrirtækin í þessari atvinnugrein," sagði Skúli Gunnsteinsson, fram- kvæmdastjóri íslenzkra markaðs- rannsókna. „Það verður til hagsbóta fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna og mun styrkja atvinnugreinina." Skúli sagði að skrifstofurekstur fyrirtækjanna yrði sameinaður á ein- um stað á næstunni og vonaðist hann til að sameiningin þýddi að fyrirtæk- ið gæti boðið bétri þjónustu. íslenzk- ar markaðsrannsóknir eru ungt fyrir- tæki, stofnað 1990. Ólafur Öm Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Gallups á íslandi, sagði að hann hefði nú ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum og því hefði hann viljað selja fyrirtækið. „Það er affarasælast í svona hugverksfyrir- tæki að eigandinn sé á staðnum. Mín niðurstaða og margra góðra manna, sem ég þekki, var að bezt væri að leita að bezta aðilanum til að halda þessu áfram,“ sagði Ólafur. Hann sagðist myndu verða Islenzk- um markaðsrannsóknum til ráðgjaf- ar í eitt eða tvö ár á meðan verið væri að Ijúka ýmsum samnings- bundnum verkefnum riíallups, til dæmis ijölmiðlakönnunum. Að sögn Ólafs hafa hin alþjóðlegu Gallup-samtök fylgzt náið með áformum um sameiningu við íslenzk- ar markaðsrannsóknir. Ekki er ákveðið hvort hið nýja, sameinaða fyrirtæki heldur nafni Gallups, sem er þekkt og virt víða um heim, en Ólafur sagði að það myndi ekki koma sér á óvart að sú yrði raunin. Verðlagsstofnun: Ráðstefnugestir á þingi röntgenlækna, er sett var í Háskólabíói í gær. Morgunblaðið/Bjami íslenskar konur tregar til krabbameinsskoðunar - segir Baldur F. Sigfússon yfirlæknir Á RÁÐSTEFNU norrænna röntgenlækna er sett var í Háskólabíói í gær kom meðal annars fram, að hlutfall íslenskra kvenna sem mætir samkvæmt boðun í bijóstakrabbameinsskoðun Krabbameins- félagsins væri mjög lágt miðað við hvað tíðkaðist í nágrannalöndun- um. Einnig hefðu tiltölulega fleiri þeirra greinst með krabbamein en búist hafi verið við. Þetta kom fram í erindi Baldurs F. Sigfússon- ar dósents og yfirlæknis röntgendeildar Krabbameinsfélagsins á ráðstefnunni í gær. Baldri var á ráðstefnunni veitt viðurkenning fyrir vísindastörf, sem hann hefur unnið í sambandi við greiningar- tækni btjóstakrabbameins. „Hópskoðun vegna bijósta- krabbameins á íslandi er fyrst og fremst heilbrigðisþjónusta," sagði Baldur. „Öllum konum á aldrfnum 40-60 ára er boðið að koma í bijóstamyndatöku, en af þeim sem boðaðar hafa verið, hafa einungis um 64- 65% mætt. Þetta er mjög lágt hlutfall miðað við Svíþjóð, til dæmis,“ sagði hann. Hann kvað auk þess krabbamein hafa fundist í meira mæli en búist hefði verið við. Með reglulegri skoðun eru meiri Iíkur á að krabbamein finnist á forstigi eða á byijunarstigi, og í Svíþjóð benda tölur til að takist hafi að lækka dánartíðni um rúm- lega 30% hjá konum sem komnar eru yfir fimmtugt, að sögn Baldurs. í gær voru Baldri veitt verðlaun ráðstefnunnar, en sá hlýtur verð- launin, er unnið hefur bestu vís- indavinnuna í sínu landi, frá því ráðstefnan var síðast haldin þar. Rannsóknir Baldurs beindust að athugunum á örsmárri kölkun í bijóstum, sem getur verið merki um krabbamein. Baldur kvað nýlega hafa verið gerðan samning til sex ára, milli heilbrigðisráðuneytisins og Krabb- ameinsfélagsins, um framhald krabbameinsskóðana á vegum félagsins. Allt að 238% verðmimur hjá hárgreiðslustofum MUNURINN á hæsta og lægsta verði á klippingu kvenna er 238%. Þetta er ein af niðurstöðum verðkönnunnar á hársnyrtingu er Verðlags- stofnun gerði nýlega hjá 150 hárgreiðslustofum á höfuðborgarsvæðinu og 29 stofum úti á landi. Þegar niðurstöður eru bornar saman við könnun er var gerð þjá 150 stofum á höfuðborgarsvæðinu í mars 1991 kemur í Ijós að verð hefur hækkaði að meðaltali um 10,8% en á þessu tímabili, mars 1991 til maí 1992, hefur launavisitalan hækkað um 6,5%. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun er það tekið fram að í úr- vinnslu á könnuninni er ekki tekið tillit til mismunandi gæða þjón- ustunnar, heldur er eingöngu um verðsamanburð að ræða. Niðurstöður könnunar Verðlags- stofnunnar sýna að í flestum tiivikum er meðalverð úti á landi aðeins lægra en á höfuðborgarsvæðinu og verð- dreifing minni. Þegar könnunin er borin saman við verðkönnun er Verð- lagsstofnun gerði á höfuðborgar- svæðinu fyrir 14 mánuðum kemur í Aðalstöðin hefur út- sendingn frétta BBC AÐALSTÖÐIN hóf í gær útsendingar á fréttum bresku útvarpsstöðv- arinnar BBC, á ensku. Verða útsendingar fjórum sinnum á dag, og hefur stöðin hug á að auka við þjónustuna síðar, með menningar- og tónlistarefni. Fyrst um sinn mun Aðalstöðin útvarpa fréttum alla daga klukkan 9,12,17 og 19. Þá mun stöðin fljót- lega útvarpa viðskiptaþáttum og íþróttafréttum frá BBC, að því er segir í tilkynningu frá Aðalstöð- inni. Þjónustan sé hugsuð fyrir ferðamenn jafnt sem Islendinga, sem vilji kynna sér fréttir frá Evr- ópu gegnum BBC. Þá segir, að í athugun séu mögu- leikar á fjölbreyttari þjónustu, svo sem beinum útsendingum frá tón- leikum, fréttum á frönsku og þýsku, umræðuþáttum og tungumála- kennslu. Einnig segir í tilkynning- unni, að innan tíðar muni einnig heyrast í tónlistarútvarpinu Radio Luxembourg á Aðalstöðinni. Ijós að meðalverðbreyting var mjög mismunandi hjá einstökum stofúm, eða frá 0% til 28%. Að meðaltali var hækkun um 10,8% en á sama tíma hækkaði framfærsluvísitalan um 6,8% og launavísitalan um 6,5% í könnuninni var athugað m.a. verð á klippingu karla og kvenna, litun og permanent í stutt hár. Þegar spurt var um verð á klippingu var gert ráð fyrir nýrri hárlínu með þurrkun. Lægsta verð á klippingu kvenna var kr. 970 hjá Hárflikk, Miklubraut 68. Dýrust var klipping kvenna kr. 3.280 hjá Salon VEH sem er 238% hærra en lægsta verð. Klipping karla var lægst kr. 970 hjá hárgreiðslustofu Ellu, Dunhaga 2, og Hárflikk. Herraklipping var dýrust kr. 2.480 hjá hárgreiðslustofu Guðrúnar Hrannar en það er 156% hærra en lægsta verð. Hæsta verð á litun og permanenti í stutt hár var hjá hárgreiðslustof- unni Kristu, Kringlunni. Litun kost- aði kr. 3.313 hjá Kristu en perman- ent 4.709 krónur. Lægsta verð á lit- un var kr. 1.420 hjá Rakarastof- unni, Dalbraut 1, og lægsta verð fyrir permanent var 2.200 krónur hjá hárgreiðslustofunni Lilju, Garða- stræti 6. Samið um snjóbræðslu í Aðalstræti fyrir 13 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, að ganga til samninga við B.J. verktaka um Iagningu snjóbræðslukerfis og frágangs yfirborðs gatna og gang- stétta í Aðalstræti og Kirkjustræti að hluta. Áætlaður heildarkostn- aður er um 13 milljónir. í bréfí gatnamálastjóra segir, að vegna ótta við að raska fom- minjum í götunum hafi reynst óhjá- kvæmilegt að breyta hæðarlegu þeirra og þurfti að endurhanna Aðal- og Kirkjustræti að hluta. Hönnun og gerð útboðsgagna sé því mun skemur á veg komin en efni stóðu tiL og hætta á töfum ef verkið yrði boðið út. „B.J. verktak- ar hf. voru lægstir í lokuðu útboði vegna hellulagningar í Kvosinni, sem fram fór 1991, og var tilboð þeirra 33% lægra en hið næsta.“ Rætt hafi verið við vérktakann og er hann reiðubúinn að semja um sama einingarverð og gilti 1991, en það jafngildir um 5% raunlækk- un. Einingarverð í lagningu snjó- bræðslu sé svipað og hjá þeim verktaka sem var lægstbjóðandi í Kvosinni í fyrra. --------» ♦ ♦--------' Fálkaunginn kominn ÍSLENSKI fálkaunginn, sem fannst í fórum tveggja fálkaþjófa í Danmörku fyrir skömmu, er kominn til landsins og er hann í vörslu Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Að sögn Jóhanns Brandssonar starfsmanns stofnunarinnar, er fugl- inn vel á sig kominn og lítur vel út. Hann er talinn þriggja til fjögurra vikna gamall. Á næstu dögum verður honum sleppt í náttúrulegt umhverfi norðanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.