Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 11 Átta dansréttir __________Ballett_____________ Ólafur Ólafsson Dans-List ’92 Danshöfundar: Margrét Gísla- dóttir, Silvia von Kospoth, Ást- rós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Ásgeir Bragason, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Elín H. Sveinbjörnsdóttir, Hany Hadaya, Paco Morales. Tónlist: Ymsir höfundar. Lýsing: Jón S. Þórðarson. Hljóð: Ólafur Thoroddsen. Aðstoð: Sóley Jóhannsdóttir, Birgitte Heide. Framkvæmdasljórn: Ingólfur Stefánsson. Borgarleikhúsið, 20. júní 1992. Til hliðar við Listahátíð í Reykja- vík hefur verið önnur hátíð, sem gengið hefur undir heitinu Loft- árás á Seyðisfjörð. í einhvetjum tengslum við hana hafa níu dans- höfundar tekið sig saman undir heitinu Dans-List ’92 og bjóða upp á átta dansverk af ólíkum toga á litla sviði Borgarleikhússins. Þessi sýning er sýning danshöf- unda og er fyrst og fremst vottur um sterkan vilja til að vinna að list sinni og ekki láta barlóm og svartsýni draga kraft, þrek og frumkvæði úr sér. Atriðin eru mjög misjöfn í uppbyggingu og hafa mismikið til síns ágætis, en þama gefst gott tækifæri til að sjá hvað ungir danshöfundar eru að fást við. Þeir hafa upp á eigin spýtur kvatt sér hljóðs. Öllum sem fást við listir er nauðsyn að leggja verk sín í dóm einhvers viðtakanda. Án viðtakanda er allt marklaust. Þess vegna er það danshöfundum nauð- syn að koma verkum sínum á fram- færi og ef tækifærin gefast ekki, þá er að skapa þau. Það hafa þessi danshöfundar gert og eiga hrós skilið fyrir það. Á verkefnaskránni kennir margra grasa. Það er hreinræktað- ur jassdans, eins og Jass fyrir sex og 9:30 pm (sem var ágætlega dansaður) og nútímadans Fædd, ekki spurð. Eins kynnti Ásgeir Bragason verk sitt, Vakna, þar sem páfagaukur og hundur komu fram með dönsurunum. Verkið fer hægt af stað með frumskógar- hljómum og apa- hunda- og fugla- tilburðum. Mitt í frumskóginum er síðan skipt yfir í diskótek, með ámóta tilburðum. Verkið er kímið og minnir á að það er aðeins fetið að fara úr frumskóginum í dýra- garðinn. Sylvia von Kospoth kynnti verk, sem hún nefnir (Nei) ekki ég, sem hún segir vera tilraun til að „tengja dans- og leiklist". Hún teflir fram dansara og leikara. Leikarinn (Björn Ingi Hilmarsson) talar svo til útí eitt og segir sögu af konunni (Östu Henriksdóttur). Samband þeirra var eins og ljónat- emjara og ljóns — meira að segja hinn hefðbundni stóll var eina sviðsmyndin. Hann stjómaði, en hún var þungamiðjan og hlýddi. Verkið var mjög áhugavert, en of Pavol Kovác Píanótónleikar Síðastliðin sumur hefur Listasafn Siguijóns Ólafssonar gengist fyrir tónleikum sem haldnir hafa verið á þriðjudögum og staðið yfir frá því síðast í júni og fram í spetember. Þrátt fyrir miklar sveiflur í búsetu íslendinga á þessum árstíma, hafa þriðjudagstónleikarnir notið mikilla vinsælda og aðsókn verið ótrúlega góð. I ár hófust þessi þriðjudagstón- leikar með því að píanisti frá Tékkó- slóvakíu, Pavol Kovác að nafni, lék verk eftir Beethoven, Smetana, Suchon, Chopin og Liszt. Kovác lék í upphafí tónleikanna sónötu í e- moll, op 90 eftir Beethoven og gerði það af öryggi en nokkuð var gamli meistarinn kaldhamraður í túlkun Kóvac og vantaði þá rómantík sem einkennir þetta verk. Beethoven hafði ekki samið píanósónötu í fjög- ur ár, tímabil sem hafði á ýmsan hátt verið honum erfítt en með gerð op. 90 má segja að þriðja tíma- bilið hefjist oog þá með rómantískri lagabundinni tónlist. Sónatan markar því skil klassískra og róm- antískra vinnubragða, bæði hvað snertir notkun á beinum laglínum eins t.d. í seinni kaflanum og endan- legt uppbrot á hinu klassíska só- nötuformi. Þrír polkar og konsertæfing eftir Smetana var skemmtilega flutt og lætur Kovác einkum vel að leika með tækni, eins og t.d. í þriðja polkanum og konsertæfingunni en bæði þessi verk eru hreséilegar tæknileikstónsmíðar. Matamorfosis IV heitir verk eftir tónskáld að nafni Suchon (f. 1908) og var það heldur svona lítilfjörleg eftirlíking á franskri píanótónlist. Ekki veit und- irritaður nein deili á þessum tónhöf- undi en samkvæmt þessu verki hans er ekki eftir stóru að slægjast. H-moIl-skersóið op. 20 eftir Chopin var ekki vel leikið. A-kafli þess var göslulega leikinn en mið- hluti á köflum fallega útfærður. Besta verk tónleikanna var E-dúr pólonesan eftir Franz Liszt og í miðhluta hennar er „perlubands“- tónaleikur, sem Kovác lék mjög vel. Kovác skortir ekki tækni en mætti aðeins staldra við og huga að því, að það er ekki nóg að gera skarpan muninn á sterku og veiku eða hægu og hröðu tónferli. Tón- verk er eins og ljóð, sem ekki tjáir að lesa beint af augum, heldur þarf að gæða hvert orð sérstökum andblæ og tilfínningu, eitthvað sem er ofar beinum skilningi á orðinu sjálfu. Ekki er hér meint að allir tónleik- arnir hafi verið kaldhamraðir en sem aukalag lék Kovác fyrsta þátt- inn í F-dúr-sónötunni (KV 300) eftir Mozart og þar var leikur Kovác glitrandi fallegur. langt. Þetta var tilraun og (Nei) ekki ég því aðeins áfangaskýrsla sem lofar góðu. Langt er síðan Lára Stefánsdóttir hefur sýnt verk eftir sig og var tími til kominn. Verkið Stefnur gekk oft ljómandi upp og minnisstæðar og góðar myndir voru dregnar upp. Þó var eins og annaðhvort þyrfti að vinna kóreógrafíuna betur á köflum, eða þá að tónlistin klippti verkið í sund- ur og réði of miklu. Það verða oft örlög danshöfunda, að þurfa að semja dansa við áður samin tón- verk, í stað þess að hafa tónskáld við hlið sér. Verkið var vel dansað, en sviðið of lítið. Æ, þið tvö er eftir Hany Hadaya og er tvídans sem byggir á klassískri tækni ball- ettsins, þótt efnið sé sótti til nútím- ans. Hany Hadaya dansaði verkið ásamt Helenu Jónsdóttur og var samdans þeirra með ágætum. Þetta var svona „heima-er-best“- rómantík og ágætlega unnin kóreógrafía. Lokaatriðið var svo Yerma, flamenco-atriði eftir Paco Morales, sem áður hefur verið sýnt í vetur. Gott dramatískt atriði og góður lokapunktur á þessari kvöld- stund. í Borgarleikhúsinu voru sýnd átta verk eftir níu danshöfunda. Sex sýningar eru fyrirhugaðar í Borgarleikhúsinu á næstu dögum. Þangað ættu þeir að bregða sér sem vilja sjá hvað er að gerast í danslistinni í dag. Það er þess virði. Föstudags- og laugardagskvöld Var það ekki sumarið sextíu og eitthvað? Gamla Glaumbæjarstemmningin endurvakin Tónlistamefnd: Rúnar Júliusson, Pétur Kristjánsson, Þorgeir Ástvaldsson, Úttar Fellx. tom jj,I,AND Borðapantanir i sima 687111. Globus hf. og Stahlwille GmbH munu í samvinnu vib eftirfarandi aðila opna söluumboö á eftirfarandi stöbum: Akranesi: Vestmannaeyjum : Höfn í Hornafirbi: Egilsstöðum : Dalvík: Sauðárkróki: Föstudaginn 26. júní 1992 kl. 13.oo -17.oo Veiðarfæraverslun Axels Laugardaginn 27. júní 1992 kl. 13.oo -17.oo Ahaldaleigan Mánudaginn 29. júní 1992 kl. 13.oo -17.oo Vélsmiöja Hornafjarðar Þribjudaginn 30. júní 1992 kl. 13.oo -17.oo Bílaverkstæbi Borgþórs Miðvikudaginn 1. júlí 1992 kl. 13.oo -17.oo Byggingavörudeild KEA, Dalvík Fimmtudaginn 2. júlí 1992. kl. 14.ÓO -17.oo Verslunin Hegri Viðskiptamenn eru hvattir til að heimsækja umboðin á gefnum tímum og kynnast því vöruúrvali sem Stahlwille hefur upp á að bjóða. Gíobusí* heimur gæöa IÁGMÚLA 5 - REVKIAVÍK - SIMl 91 681555 NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.