Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
27
í
I
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Óseyri4, Auðbrekku2, Skeifunni13
Akureyri Kópavogi Reykjavik
fík RUMFATA
Sólhlíf meö fæti
fík RUMFATA
Ódýrar
flísnr
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Sigurbjörg Jónas-
dóttir — Minning
Fædd 22. janúar 1923
Dáin 18. júní 1992
Að kvöldi dags þann 18. júní síð-
astliðinn, andaðist tengdamóðir mín
Sigurbjörg Jónasdóttir, Hveragerði.
Bogga, eins og hún var jafnan köll-
uð, var fædd á Fj'alli í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði, 22. janúar 1923,
dóttir hjónanna Jónasar Sigurðs-
sonar frá Stóra-Vatnsskarði og
Guðbjargar Jóhannsdóttur frá
Bjamastaðargerði í Unadal. Hún
fluttist fárra ára gömul með foreldr-
um sínum að Hafragili í Laxárdal
í Skagafirði þar sem hún ólst upp.
Eina systur átti Bogga, Ingibjörgu,
sem nú býr í Hveragerði með fjöl-
skyldu sinni,
Um tvítugt flutti Bogga með for-
eldrum sínum að Hvammi í Laxárd-
al, þar sem hún átti heima í nokkur
ár. Skólaganga hennar fór fram í
unglingaskólanum á Sauðárkróki
og síðan í Kvennaskólanum á
Blönduósi, þar sem góð vináttu-
tengsl mynduðust. En Bogga vildi
kynnast fleiru en sveitastörfum og
fór frá Hvammi suður til Reykjavík-
ur og fór þar á námskeið í fata-
saumi eins og algengt var að stúlk-
ur gerðu á þeim tíma. Þar.kynntist
hún ungum manni, Guðmundi
Bjamasyni að nafni, sem reyndar
var Skagfirðingur eins og hún sjálf,
frá Reykjum í Tungusveit. Þau
gengu síðan í hjónaband í maí 1948,
og var það hjónaband mjög farsælt
og studdu þau hvort annað er erfið-
leikar steðjuðu að. Veturinn áður
hafði þó Bogga fengið skæðan sjúk-
dóm sem marga lék grátt. Þessi
sjúkdómur var lömunarveiki, svo-
kölluð Akureyrarveiki, sem Iagðist
þungt á fólk veturinn 1947-48, sér-
staklega á Norðurlandi.
Bogga náði sér aldrei eftir þenn-
an vágest og eftirstöðvar sjúkdóms-
ins háðu henni alla tíð. Eftir að
Bogga var búin að ná sér sæmilega
og þau Guðmundur gift, hófu þau
sinn fyrsta búskap, sem var hefð-
bundinn, í Reykjakoti í Ölfusdal,
þar sem þau bjuggu í 6 ár og höfðu
einnig á þeim tíma umsjón með
Selinu, sem tilheyrði Menntaskólan-
um í Reykjavík og gerir enn. Eftir
þessi sex ár fluttu þau sig svo niður
í Hveragerði og byggðu upp garð-
yrkjustöðina Staðarhól og einnig
sitt eigið hús. Árið 1960, í október
eignaðist svo Bogga frumburð sinn
og einkabam, Helga. Hún lét sér
mjög annt um hann alla tíð og var
honum góð móðir. Árið 1969 dundi
síðan sú ógæfa yfir heimilið að
Guðmundur missti sjónina eftir bíl-
slys og kom þá mikil og enn meiri
ábyrgð á herðar Boggu, sem þó
mátti ekki við miklu sökum heilsu-
leysis. Hún stóð sig þó eins og hetja
og rak bæði Staðarhól og heimili
með miklum dugnaði og viljastyrk.
Samtímis studdi hún við bakið á
manni sínum sem eðlilega var það
mikið áfall að missa sjónina. Bogga
naut þó mikils og góðs stuðnings
þar sem aðrir garðyrkjubændur
voru og ekki hvað síst Garðyrkju-
skólinn í Ölfusi, sem hafði á að
skipa ágætu vinnuafli þar sem nem-
endurnir voru, enda mest vinnan
yfir sumartímann. Reksturinn
byggðist að mestu leyti á heima-
sölu, á sumarblómum og grænmeti.
Myndaðist því stór hópur fastra
viðskiptavina gegnum árin, sem
skapaði oft góð kunningjatengsl.
Ég kynntist Boggu stuttu eftir að
ég kynntist syni hennar, árið 1984.
Mynd sú sem ég fékk þá af Boggu
var mild og hlýleg. Sú mynd hélst
ætíð þau fáu ár, sem ég fékk að'
eiga hana að vini. Traustum vini
sem skildi svo margt og var alltaf,
þrátt fyrir mikil veikindi oft á tíð-
um, skilningsrík og hlý í viðmóti.
Bogga var mjög félagslynd, þó einn-
ig væri hún heimakær, og fannst
gaman að vera í félagsskap góðra
vina og kunningja. Stundaði hún
meðal annars bridds á búskaparár-
um sínum í Hveragerði, áður en
maður hennar missti sjónina. Var
hún meðal annars í fastri bridds-
sveit sem spilaði reglulega og hafði
hún mikla ánægju af því. Boggu
fannst líka gaman að ferðast og
eftir 1980, en þá seldu þau hjón
garðyrkjustöðina, fékk hún meiri
tíma til að sinna þessu áhugamáli
sínu og ferðaðist talsvert innan-
lands og einnig aðeins erlendis. Hún
var mjög frændrækin og hafði sam-
band við sitt fólk og Guðmundar
ef hún var á ferðinni. Bogga hafði
einnig sterkar taugar til heimahag-
anna í Skagafirði og fannst hvergi
fallegra en þar. Þar fékk hún tæki-
færi til að ferðast og hitta sitt fólk
og sína vini síðastliðið sumar og
hafði mjög gaman af. En það var
líka gaman að heimsækja Boggu
engu síður en að fá hana í heim-
sókn, og það hefur áreiðanlega
fleirum fundist en mér. Heimabak-
aðar pönnukökur og annað góðgæti
og innilegar móttökur, svo að allir
fóru heim aftur mettir á sál og lík-
ama.
Núna seinustu árin hafði þó
Bogga mest yndi af barnabörnum
sínum þremur Jóni Rúnari, Sigur-
björgu og Guðmundi. Þau voru aug-
asteinar ömmu sinnar og hún var
þeim mjög góð. Það að gefa þeim
hitt og þetta veitti þeim mikla
ánægju og ekki síður henni sjálfri.
Þannig létti hún á sinn hátt undir
heimili mínu og Helga með því að
gefa bömunum föt sem komu sér.
oft og iðulega mjög vel. Bamaböm-
in vom því einatt í huga hennar
hvert sem hún fór og hvað sem hún
var að gera. í dag er heimilið að
Laufskógum 18 í Hveragerði tóm-
legt svo stuttu eftir þennan sára
missi. Guðmundur stendur einn eft-
ir og saknar með okkur hinum en
við þökkum öll af alhug þann tíma
sem við fengum að njóta samvista
við hana og stöndum ríkari eftir.
Helga Jónsdóttir.
GARÐHUSGOGN
STÓRGLÆSILEGT
URVAls
11 HLUTIR SAMTALS
Settið: Sívalt borð str. 85x150 cm
4 háir stólar - stillanlegt bak
f 4 stólasessur. ■ j
llj’m STERKU PLAST
CfýaýcK/a'ia.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
aiía
FAKAFEN111
SÍMI: 68 91 20
***/*'•* FLÉAR
Hrsi
naBKiriuiLULj
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44