Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
17
ekki mátti vamm sitt vita á nokk-
urn hátt.
Pálmi var þeítur á velli og þéttur
í lund, eins og sagt er um marga
trausta Islendinga. Hann var með-
almaður á hæð, samanrekinn og
samsvaraði sér vel, hraustmenni hið
mesta, fríður sýnum, prúður maður
og drengilegur, hann var alvöru-
maður, þó hýr og stutt í gleðina
og jglensið.
Arið 1983 var hafist handa við
að byggja 10 íbúaðarhús fyrir aldr-
aða á grundinni hjá Dvalarheimilinu
Höfða. Pálmi og kona hans, Matt-
hildur Árnadóttir, voru ein í okkar
hópi og hafa verið okkar næstu
grannar frá því að hér var sest að.
Það hefur farið vel á með þessu
aldna heiðursfólki á okkar Höfða-
grund, við höfum félag með okkur
og mætumst hér daglega glöð og
ánægð í bragði. Hér hefur myndast
góður hópur aldraðs fólks sem nýt-
ur þess að búa hér á friðsælum og
rólegum stað. Hér eru allir vinir og
samhentir í að gera ævikvöldið fag-
urt.
Vissulega söknum við trausts
vinar sem hér gekk daglega um
götu glaður og vingjarnlegur í við-
móti við hvern sem var, stilltur og
prúður, en þó glaður og glettinn
þegar það átti við.
Hann kom hér oft að bílskúrs-
horninu hinsvegar götunnar og
beindi augum sínum út á sjóinn,
að gömlum skipstjórasið. Það mátti
oft sjá skipstjórana hér á árum
áður standa undir vegg Apóteksins
og grína í veðrið eða eins og sagt
var á sjóaramáli, þeir eru að
bræð’ann, sem sagt að gera upp
við sig hvort viðra mundi fyrir sjó-
ferð.
Já, það er alltaf sjónarsviptir af
góðu samferðafólki, en við vitum
að gamla máltækið er enn í gildi,
ungur má en gamall skal.
Eg vissi að Pálma var að skapi
að mega hverfa fljótt í hina hinstu
för, þá ósk fékk hann uppfyllta.
Þessa sama mundu margir óska
sér, langdregin veikindi eru fólki
síst að skapi, þegar aldurinn er
orðinn hár.
Þar sem ég hefi verið hér í stjórn-
inni okkar til síðasta aðalfundar í
9 ár, þá fannst mér skylda mín að
senda þessa stuttu kveðju við þessi
stóru þáttaskil hjá góðum félaga,
sem kvatt hefur að sinni.
Pálmi Sveinsson og Matthildur
Ámadóttir, kona hans, hafa svo
sannarlega prýtt hópinn okkar og
bætt með sínu ljúfa og elskulega
viðmóti. Fyrir það eiga þau okkar
bestu þakkir og ljúfar kveðjur.
Um leið og Pálma eru þökkuð
hans góðu kynni og drengskapur á
alla lund, óska ég honum Guðs-for-
sjár á hinum nýju slóðum.
Við geymum minningu um mæt-
an samferðamann. Hugheil samúð-
arkveðja til aðstandenda.
Valgarður L. Jónsson.
Vinur minn og mágur, Pálmi
Sveinn Sveinsson skipstjóri, andað-
ist á heimili sínu 17. júní sl. Pálmi
hafði fengið hjartaáfall fyrir mörg-
um árum, en bar þann sjúkdóm
karlmannlega alla tíð, þar til yfír
lauk.
Foreldrar Pálma voru Sigrún
Jónsdóttir, ættuð frá Súðavík og
Sveinn Sigurðsson frá Arnardal við
Djúp, bæði eru þau af traustum,
vestfirskum ættum, þau eru látin.
Sigrún giftist síðar Gunnlaugi
Randver Einarssyni sjómanni frá
Súðavík. Þau eignuðust saman fjög-
ur börn, þtjá syni og eina dóttur.
Þarna eignaðist Pálmi því fjögur
hálfsystkini svo hópurinn var orðinn
all stór og mjög mannvænlegur.
Pálmi ólst upp í sjávarplássinu
Súðavík, með sjó fyrir augunum og
seltu í blóðinu. Á líkindamáli var
sjórinn sannkallaður fótboltavöllur
strákanna, sem voru að alast upp í
þessum smáu fiskiþorpum á þessum
tíma, að vísu var ekki notaður fót-
bolti, heldur smábátar til að spreyta
sig á.
Eg kynntist Pálma fyrst inn á
ísafirði, þá var hann háseti á Sæ-
bimi ÍS-16, 40 tonna bát, einum
Samvinnufélagsbátanna, sem lands-
kunnur afla og sæmdarmaður, Ólaf-
ur Júlíusson, var skipstjóri á. Árin
1937-1938 var haldið námskeið á
ísafirði fyrir verðandi skipstjórnar-
menn, skólastjóri var Sveinn Þor-
steinsson frá Siglufirði, mikill ágæt-
is maður og kennari. Ef prófíð
næðist átti það að gefa réttindi til
að verða skipstjóri á allt að 75 tonna
fiskibátum. Þetta námskeið sóttu
um tuttugu ungir menn víða af
Vestfjörðum. Við Pálmi lentum
þarna saman á þessu námskeið og
kynnin styrktust og urðu meiri. All-
ir náðu prófí, það var Sveini skóla-
stjóra að þakka, hann var þrautseig-
ur og gaf okkur ekki færi á öðru
en taka námið alvarlega.
Árið 1938 voru byggðir tveir nýir
15 tonna bátar á ísafirði og næstu
ár þrír í viðbót, var Pálma boðið að
vera skipstjóri á öðrum þeirra, sá
bátur hét Sædís. Þar hóf hann sinn
skipstjóraferil. Það þarf ekki að orð-
lengja það, að þama kom fljótlega
í ljós hvað í honum bjó. Aflabrögðin
urðu þau að eftir var víða tekið, það
var alveg ótrúlegt hvað hann og
hinir félagar hans öfluðu á þessi
smáhorn, aðeins 15 tonna báta. Það
þurfti meira en aflasæld að koma
til, svo allt gengi að óskum, það
þurfti yfirburða sjómennskuhæfi-
leika til að fleyta þessum smáfleyt-
um heilum í höfn í svartasta skamm-
deginu, en sótt var á dýpstu mið,
og einhver þau erfiðustu sem þekkj-
ast hér við okkar góða land. Veiðar-
færið var aðallega lína, haust og
vetrarvertíð. Árið 1943 lét Njörður
hf., sem átti þessa báta, byggja
aðeins stærri bát og hlaut Pálmi
þann bát, sem fékk nafnið Jóáís ÍS.
Voru þá „Dísirnar" alls orðnar sex.
Sama aflasæld hélst þó skipt væri
um fleytu.
3. maí 1942 tók Pálmi mikið heill-
aspor en þá giftist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Matthildi Árnadótt-
ur. Þau hjónin komu sér upp góðu
heimili á ísafirði, sem var þekkt
fyrir myndar- og rausnarskap.
Matthildur er fædd 24. nóvember
1921 í Bolungarvík við Djúp. Foreld-
ar hennar voru Sigríður Guðmunds-
dóttir og Árni G.Þ. Sigurðsson, sjó-
maður, þau eru bæði látin. Matthild-
ur mun hafa verið sjö ára er foreldr-
ar hennar tóku sig upp og fluttu til
ísafjarðar. Börn þeirra voru sex svo
það var fjör á heimilinu. Pálmi var
með Jódísi ÍS, þar til hann flutti
búferlum til Akraness í desember
1945. Vetrarvertíðina 1946 er hann
með bátinn Ver AK fyrir H.B. og
Co. á Akranesi. Gekk vertíðin vel
miðað við allar aðstæður og ný,
óþekkt fískimið. Um vorið var Pálmi
ráðinn skipstjóri á sextíu tonna bát,
sem Fram hf. var að festa kaup á
frá Svíþjóð, sá bátur hlaut nafnið
Fram. Kom báturinn heim í bytjun
sumars og var því farið fljótlega á
síldveiðar með snurpunót fyrir
Norðurlandi. Pálmi var með Fram
ýmist á vetrarvertíð eða síldveiðum,
þar til hann hætti formennsku árið
1951. Pálmi lauk prófi frá sjómann-
askólanum í Reykjavík haustið
1949, sem gaf full réttindi til skip-
stjómar á öllum stærðum af íslensk-
um fiskiskipum. Eftir að i land kom
sneri Pálmi sér að ýmsum störfum
á Akranesi og farnaðist vel. Hann
kom sér þar vel fyrir og festi þar
góðar rætur. Matthildur og Pálmi
eiga einn son, Pálma Pálmason,
sölustjóra hjá heildsölufyrirtæki í
Reykjavik, hann er giftur Helgu
Oliversdóttur frá Akranesi, þau eiga
þijú börn: Oliver Pálmason, hans
maki Hallgerður íris Björnsdóttir,
þeirra barn Eva Oliversdóttir. Pálmi
Sveinn Pálmason, 16 ára, Matthild-
ur Vala Pálmadóttir, 11 ára.
Pálmi Sveinn Sveinsson var
gæfumaður til sjós og lands og skil-
aði sínum fleytum og mannskap
heilum í höfn. Hann var aflamaður
ágætur og átti gott með að halda
góðum mannskap með sér á sjónum.
Gæfumaður var hann í sínu hjóna-
bandi og farnaðist þeim hjónum
vel. Kona mín Ólafía, börn okkar
og undirritaður, þökkum trausta og
góða vinsemd á langri lífsleið, ásamt
ánægjulegum samverustundum,
bæði á heimilum okkar og sameigin-
legum ferðalögum um landið okkar.
Megi góður Guð styrkja eigin-
konu hans, son, tengdadóttur og
afabörnin og alla vinina hans á sárri
kveðjustund. Blessuð sé minning
hans.
Þorvaldur Snorri Árnason,
skipstjóri.
“ NAA/IE N N
-1
a
lifl
Éh
OLLUSTA I HVERRI HILLU
Gilsuhúsið
Kringlunni 8-12 Sími: 6 8926 6 1 23 Reykjovík
Skólovörðustlg lo Simi: 22966 1 0 1 Reykjovík