Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1992 Stj órnarskráin og EES-samningiiriiiii eftir Björn Bjarnason Allt frá því gengið var til samn- inga milli aðildarríkja EFTA og Evrópubandalagsins (EB) um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES), eða síðan á árinu 1989, hefur verið ljóst, að vegna samningsniðurstöðunnar kynni að reyna á ákvæði í stjórnar- skrám einstakra samningsríkja. Fyrir kosningamar í apríl 1991 lagði Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var utanríkisráðherra í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar, fram skýrslu á Alþingi um stöðu EES-samningaviðræðnanna (þing- skjal 862). Af þeirri skýrslu má ráða, að ríkisstjóm Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hafí tekið afstöðu til þess, hvort EES-samningur kallaði á stjórnarskrárbreytingu. I skýrslunni er gerð grein fyrir hugmyndum um EES-dómstól og eftirlitsstofnun. Þær hugmyndir urðu ekki að veruleika en í staðinn kemur nú EFTA-stofnun og EFTA- dómstóll, sem geta haldið uppi eftir- liti og fellt úrskurði um ágreinings- mál. Auk þess er unnt að skjóta málum til dómstóla EB í sérstökum tilvikum. Verða ákvarðanir þessara stofnana, er fela í sér sektir eða févíti, fullnustuhæfar í EES-ríkjun- um. Geta dómstólar í ríkjunum ekki endurmetið sektarákvörðun þessara stofnana. Þeir geta hins vegar dæmt um hvort fullnustan hafí far- ið fram samkvæmt settum reglum. ★ GBC-Pappfrstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Á fundi, sem Lögfræðingafélag íslands efndi til laugardaginn 20. júní, kom fram í máli Guðmundar Alfreðssonar, lögfræðings hjá Sam- einuðu þjóðunum, að breyta þyrfti stjórnarskránni vegna ákvæðanna um fullnustuhæfí ákvarðana stofn- ana og dómstóla EFTA og EB. í fyrrgreindri skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar er einmitt tekið á þessu atriði og þar segir meðal annars: „Mörg fordæmi eru til í þjóðrétt- arsamningum sem Alþingi hefur fullgilt sem fela í sér sambærileg dæmi um viðurkenningu á aðfarar- hæfi sekta og annarra ákvarðana stjórnvalda og dóma í öðrum ríkj- um. (Sjá t.d. lög nr. 30/1932 um Norðurlandasamning um viður- kenningu dóma, lög nr. 111/1972 um aðstoð í skattamálum, lög nr. 93/1962 um innheimtu meðlaga.) íslendingar hafa einnig samþykkt lögsögu alþjóðadómstóla undir þeim sáttmálum sem þeir eru aðilar að, sbr. t.d. Mannréttindadómstól Evr- ópuráðsins. íslenska stjómarskráin hefur eins og framangreind dæmi bera með sér verið túlkuð með til- liti til aukins samstarfs þjóða og þróunar á alþjóðavettvangi. Telja verður að þær hugmyndir sem varða valdssvið sameiginlegra stofnana á Evrópska efnahags- svæðinu falli innan ramma stjómar- skrárinnar eins og hún hefur verið túlkuð fram að þessu.“ í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var þannig tekin ótvíræð afstaða til þess atviks, sem Guðmundur Alfreðsson telur kalla á breytingu á stjórnarskránni vegna aðildar að EES. Því var einfaldlega lýst yfír af utanríkisráðherra, að ekki væri þörf á að breyta stjómar- skránni. Sjónarmið Svavars 17. júní síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Svavar Gests- son, þingmann Alþýðubandalags- ins, sem var ráðherra í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar og bar þannig ábyrgð á samningaviðræð- unum um EES fram til stjómar- skiptanna 30. apríl 1991. í grein- inni leitast Svavar við að rökstyðja þá skoðun, að EES-samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrána. Hann vekur ekki máls á því tilviki, sem var höfuðatriði í varnaðarorð- um Guðmundar Alfreðssonar, enda var tekið af skarið um það í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar eins og að ofan greinir. Af grein Svavars Gestssonar má ráða, að hann telur löggjafarvald framselt með EES-samningnum. Gengur hann jafnvel svo langt að segja, að verið sé að skapa nýja deild innan Alþingis! Þessi skoðun hlaut lítinn eða alls engan hljóm- grann á fundi Lögfræðingafélags- ins, enda er rökstuðningur Svavars fýrir henni hvorki sannfærandi né haldgóður. Alþingi hefur síðasta orðið um allar skuldbindingar sam- kvæmt EES-samningnum. Löggjaf- arvaldið er ekki framselt. Með 107. grein EES-samningsins og bókun 34 við hann er dómstólum í EFTA-ríkjum heimilað að leita eftir forúrskurði til EB-dómstólsins, ef vafí rís um túlkun á þeim reglum EES-samningsins, sem eru eins og EB-réttur. Er ákvæðið í samningn- um vegna óska EFTA-ríkjanna. EB setti það sem skilyrði, að úrskurðir EB-dómstóls um túlkunaratriði væra bindandi. Dómstólar í EFTA- ríkjum geta hins vegar ekki leitað eftir forúrskurði án sérstakrar til- kynningar viðkomandi lands um heimild til þess. Ákvæðið getur því ekki gilt gagnvart íslandi nema slík tilkynning sé gefín. Telur utanríkis- ráðuneytið enga nauðsyn bera til að gefa hana. Þá er það skoðun ráðuneytisins, að sérstaka laga- heimild þurfí og jafnvel breytingu á stjórnarskránni, ef tilkynningin yrði gefin. Með öðrum orðum þetta ákvæði er óvirkt gagnvart íslandi og ekki ætlunin að virkja það. Engu að síður eru umræður um það þungamiðja í grein Svavars Gests- sonar um íslensku stjórnarskrána og EES-samninginn! Gagmlegar umræður Umræður um EES-samninginn og stjórnarskrána eru gagnlegar og til þess fallnar að skýra nánar Traust og hlý Timburhús ÍSLENSK HÚS FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Nýja teikningalDÓkin komin. Hringiö og fáiö sent eintak. S.G. Einingahús hf. Eyravegi 37 — Selfossi Sími 98-22277. Björn Bjarnason „í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar var þannig tekin ótvíræð afstaða til þess atviks, sem Guðmundur Alfreðsson telur kalla á breytingu á stjórnar- skránni vegna aðildar að EES. Því var einfald- lega lýst yfir af utanrík- isráðherra, að ekki væri þörf á að breyta stj órnarskránni. “ hvers eðlis hinn viðamikli samning- ur er. Utanríkisráðherra fól í apríl fjórum mönnum: Þór Vilhjálmssyni hæstaréttardómara, Gunnari G. Schram prófessor, Stefáni Má Stef- ánssyni prófessor og Ólafi Walter Stefánssyni skrifstofustjóra dóms- málaráðuneytisins, að semja álits- gerð um stjórnarskrána og EES- samninginn og er hennar að vænta í næsta mánuði. Þar bætist mikil- vægur efniviður í þennan þátt EES- umræðnanna. Nokkrar umræður urðu um skip- un þessarar nefndar á Alþingi í til- efni af tillögu stjórnarandstöðunn- ar, um að þingið fæli þremur félög- um lögfræðinga að tilnefna sex menn í nefnd til að íjalla um stjórn- arskrána og EES. Má segja, að sú tillaga hafí verið í góðu samræmi við þá tilhneigingu hjá ýmsum þing- mönnum að flytja vald frá stjórn- völdum til félagasamtaka „úti í bæ“ eins og sagt er. Hefur sú aðferð við" afgréiðslu mála á Alþingi sætt þungri gagnrýni víða, nú síðast með ýtarlega rökstuddum hætti í ritgerð Sigurðar Líndals prófessors um búvörulöggjöfína og stjórnskipun íslands. í umræðum um lögfræðileg álita- efni er oft erfítt að komast að ein- róma niðurstöðu. Ef hópurinn, sem Lögfræðingafélagið kallaði saman til að segja skoðun sína á EES- samningnum og stjómarskránni, hefði verið fjölskipaður dómstóll, hefði niðurstaðan verið þessi: Meiri- hlutinn (3) taldi samninginn ekki brjóta í bága við stjórnarskrána, fyrsti minnihluti (1) taldi öraggara að breyta stjórnarskránni, annar minnihluti (1) taldi nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni. Þjóðaratkvæði í grein sinni í Morgunblaðinu 17. júní segir Svavar Gestsson, að krafan um þjóðaratkvæði hljóti að verða aðalatriði umræðunnar um EES á næstu vikum og mánuðum. Allir, sem vilja málefnalegar um- ræður um efni EES-samningsins og stjórnskipuleg áhrif hans, hljóta að snúast gegn því, að krafan um þjóðaratkvæði kæfi slíkar umræð- ur. Stjórnarskránni verður ekki breytt í þjóðaratkvæði. Það verður enginn stjórnskipulegur vandi leyst- ur með því að bera EES-samninginn undir þjóðaratkvæði. Þvert á móti er líklegt að höfuðáhersla á kröfuna um slíka atkvæðagreiðslu kunni að leiða til óþarfra stjórnskipulegra deilna. Krafa um þjóðaratkvæði virðist helst vera skjól fyrir þá, sem treysta sér ekki að taka efnislega afstöðu til EES-samningsins og segja af eða á um hana, en Alþýðu- bandalagið hefur til dæmis ekki haft pólitískt þrek til þess. Höfundur er þingmaður Sj&lfstæðisflokksins i Reykjavík. Líftækni og sjávarlífverur eftir Guðna Á. Alfreðsson Á undanförnum árum hefur líf- tæknin haft veruleg áhrif innan sjávarrannsókna eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Fram hefur komið nýtt rannsóknasvið sem nefnt hefur verið „marine biotec- hnology“ eða „marin bioteknik" og ég hef leyft mér að nefna sjávarlíf- tækni á íslensku. Þetta svið tekur m.a. til allra líftæknilegra rann- sókna á sjávarlífverum, en er í raun víðtækara og ekki ennþá greinilega afmarkað. I október 1991 var 2. alþjóðlega ráðstefnan um sjávarlíf- tækni haldin í Baltimore í Banda- ríkjunum. Þar var fjallað um fjöl- mörg undirsvið innan sjávarlíf- tækni. Sem dæmi má nefna: 1. Ný iðnaðarlega mikilvæg efni úr hafinu. 2. Sjúkdómar og ræktun sjávar- dýra. 3. Líffræðilega virk efni úr sjávar- lífverum. 4. Ásætuvöxtur, lífrænar vamir og málmskemmdir af völdum Íífvera. 5. Djúpsjávarhverir. 6. Ensím úr sjávarörverum og öðr- um lífveram. 7. Sýklar í sjó og eiturefni þeirra. 8. Erfðabættir fiskar og fiskirækt. 9. Lyfjaefni og önnur náttúraefni úr sjó. 10. Sjávarveirar. 11. Sambýlisform örvera í sjávarlíf- verum. 12. Alþjóðleg staða sjávarlíftækni og framtíðarhorfur. Það má með sanni segja að þetta rannsóknarsvið komi okkur Islend- ingum mikið við þar sem tilvist okkar byggir að svo miklu leyti á hafínu og lífverum þess. Það er því sérlega ánægjulegt að hingað er nú væntanlegur góður gestur sem er sérlega fróður um sjávarlíftækni, bæði um upphaf og þróun þessa sviðs og stöðu þess nú. Þetta er dr. Rita R. Colwell, prófess- or í örverafræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Hún er einnig stjómarformaður í stórn og merkri líftæknistofnun í Mary- land sem nefnist Maryland Biotec- hnology Institute og byggð hefur verið upp af miklum krafti og fram- sýni á sl. 8-10 árum. Rita er eftir- sóttur fyrirlesari og hefur verið mjög virk á alþjóðlegum rannsókna- vettvangi í örverafræði og líftækni. Hún mun halda hér tvo fynrlestra í boði Háskóla íslands og Örveru- fræðifélags íslands og taka þátt í umræðufundi á eftir þeim. Fyrir- lestrarnir verða haldnir í húsnæði Háskóla íslands í Odda, stofu 101, föstudaginn 26. júní nk. og hefj- ast kl. 13.30. Efni fyrirlestranna er: 1. „The Potential of Marine Biotec- hnology". 2. „Environmental Biotechnology — Use of Molecular Biotechnology in Bioremediation.“ Allt áhugafólk er velkomið. Höfundur er prófessor í örverufræði við Háskóln íslands. I a € & & & » » »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.