Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 19

Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 19 NORDISK VF.NSKABSBY STÆVNE Norrænt vinabæja- mót haldið í Garðabæ G / H 1 J r l lJ / J i Plakat mótsins. HALDIÐ verður norrænt vina- bæjamót í Garðabæ dagana 26. júní til 28. júní. Bæirnir eru Asker í Noregi, Birkerod í Dan- mörku og Eslöv í Sviþjóð, Jakob- stad í Finnlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Vinabæjamótin eru haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum 6. Síðasta mót var haldið í Birkerod í Danmörku. í Garðabæ stefnir í að fjöldi erlendra gesta verði um 420, mun það vera fjölmennasta Umhverfisátak Ferðaklúbbsins 4x4: Kjörorðið er Fræ á fjöll - ruslið heim Ferðaklúbburinn 4x4 hefur í samvinnu við Landgræðslu ríkis- ins og Olís hafið átak er nefnist Fræ á fjöll - ruslið heim. Klúbb- urinn lét framleiða sérstaka ruslapoka til að hafa með á fjöll. Pokarnir eru úr þykkara plasti en venjulegir ruslapokar og því minni líkur á að þeir rifni í ferð- um. Landgræðsla rikisins hefur látið klúbbnum í té snarrótar- og melgresifræ ásamt áburði, í minni pokum sem settir eru í ruslapokana. Klúbbfélagar og aðrir áhuga- menn taka þessa poka með sér upp á hálendið og dreifa fræjunum og áburðinum þar sem Landgræðslan hefur óskað eftir samvinnu við klúbbinn um dreifingu vegna sér- stöðu klúbbfélaga. Pokarnir verða síðan notaðir undir rusl á leiðinni til byggða. Olís styrkti átakið og fjármagn- aði pokaframleiðsluna. Fyrsti pok- inn verður afhentur Eiði Guðnasyni umhverfisráðherra föstudaginn 26. júní kl. 17 við Mörkina 6 en þar er Ferðaklúbburinn 4x4 að opna skrifstofu í húsnæði Ferðafélags íslands. Pokamir verða síðan af- hentir ferðamönnum á skrifstofu klúbbsins í sumar og skorar klúbb- urinn á menn að taka virkan þátt í þessu átaki klúbbsins. Ferðaklúbburinn í samvinnu við Olís er einnig að láta útbúa litla ruslapoka til að hafa í bílum (t.d. undir rusl í sunnudagsbíltúrnum). Þessir pokar verða afhentir á Olís- bensínstöðvum og á skrifstofu klúbbsins í sumar. (Úr fréttatilkynningu) vinabæjamót sem haldið hefur verið hér á landi. Gestir gista á heimilum, í skólum og á hótelum. Að mótum sem þessum standa Norræna félagið og bæjarstjórn í viðkomandi bæ. Markmiðið er að tengja vináttubönd milli einstakl- inga og félaga í bæjunum. Dagskrá mótsins er fjölbreytileg. Má nefna menningardagskrá þar sem fram kemur 49 manna lúðra- sveit frá Asker, þjóðdansar frá Eslöv og Þórshöfn, einleikur og dixielandhljómsveit frá Garðabæ og farnar verða skoðunarferðir um bæinn. Kvölddagskrá verður á veg- um Norræna félagsins í Búrfellsgjá og hátíðardagskrá á vegum bæjar- stjómarinnar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Mótinu verður slitið með guðsþjónustu í Garðakirkju og kaffidrykkju í Kirkjuhvoíi. í tengsl- um við mótið kemur kvennaknatt- spyrnulið frá Asker, sem leikur við íslenska kvennalandsliðið í Garðabæ laugardaginn 27. júní kl. 16.30. Lúðrasveitin frá Asker og dans- flokkurinn frá Færeyjum leika fyrir almenning á Garðatorgi föstudag- inn 26. júní eftir kl. 16. Á sama tíma munu þátttakendur ásamt öllu áhugafólki um skógrækt planta tijám í Vinabæjalundí sem staðsett- ur er vestan Reykjanesbrautar milli Vífilsstaðavegar og Hnoðraholts- brautar. (Fréttatilkynning) 500 skátar á móti á Úlfljótsvatni í TILEFNI 80 ára afmælis skáta- hreyfingarinnar mun Skátasam- band Reykjavíkur halda skáta- mót dagana 25.-28. júní að Úlf- ljótsvatni. Gert er ráð fyrir að um 500 skátar muni sækja mótið. Mótið verður sett í kvöld, Kristniboðsmót í Vatnaskógi SAMBAND íslenskra kristni- boðsfélaga stendur fyrir árlegu kristilegu móti í Vatnaskógi helgina 26. til 28. júní. Mót þetta hefur verið haldið um áratugi í Vatnaskógi og er yfirskrift þess í ár: Leitið fyrst ríki hans. Mótið verður sett nk. föstudags- kvöld kl. 21.30 og kl. 10.00 á laug- ardagsmorgni hefst mótið með Bibl- íulestri og sérstakri samveru fyrir böm. Samverustundir verða síðan laugardag og sunnudag og útleikir eftir því sem verður leyfir. Klukkan 14 á sunnudag verður kristniboðs- samkoma og þar verða kristniboðs- hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason kvödd. Lokasamvera mótsins er kl. 16 á sunnudag. Mót þetta er opið öllum og eru næg tjaldstæði. fimmtudag, kl. 22. Að setningu lok- inni fara eldri skátar, eða dróttskát- ar (15-17 ára), í sólarhrings gönguferð. Föstudaginn 26. júní hefst hefð- bundin dagskrá. Á laugardag gefst almenningi - tækifæri til að heim- sækja skátabúðirnar. Kl. 16 verður tekið á móti ýmsum gestum, s.s. forystumönnum skátahreyfingar- innar. Um kvöldið verður grillveisla og eftir hana hátíðarvarðeldur þar sem tilkynnt v.erður hvaða 10 flokk- ar eru stigahæstir í flokkakeppn- inni, sem þegar er hafin. Að varð- eldinum loknum verður sveitaball. Á sunnudag verður úrslitakeppni í íslandsmeistaramóti skáta, þar sem keppt er í ýmsum skátaíþrótt- um, s.s. að gera rómverskan vagn, tjalda blindandi, skipta um dekk o.fl. Mótsslit verða kl. 14. GLÆSILEG BMW 5 LÍNA FYRIR FÓLK SEM GERIR KRÖFUR Verð frá kr. 2.040,000.- .. . %•• H | I Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra? BMW bílar eru kraftmeiri, sportlegri, glæsilegri, þægilegri og öruggari. BMW 5 línan er einn öruggasti bíll heims og hefur það verið staðfest með árekstrarprófunum stærsta bílatímarits Evrópu "Auto Motor und Sport" BMW - einn öruggasti bíll heims Engum líkur Bílaumboðið hf Krókhálsl 1-110 Reykjavlk-Slmi 686633 TILBOÐ VIKUNNAR ss "SSSSr 799)' Kg- AÐUR 1028,- ___-—^ KÓKÓMALT 565 g áður 299,- _______—2-“ MYUU r , ÁÐIIB mauncsísp*8 HVITUR 425g I ÁÐUR 79,- KlWt lðð>- pr. Rg* HAGKAUP - allt í einni ferd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.