Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 13

Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1992 13 Ingólfur bauð ekki betur eftir Eið Guðnason Að undanförnu hef ég átt von á því að sjá á síðum Morgunblaðsins leiðréttingu frá Ingólfi Guðbrands- syni forstjóra vegna greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið 28. mars síðastliðinn. Greinin var framlag hans til umræðunnar um umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro. Þar var vegið að umhverfisráðu- neytinu og látið að því liggja að ráðuneytið færi illa með opinbert fé, þar sem það leitaði ekki hag- stæðustu tilboða í gistingu og ferðakostnað vegna þátttöku í ráð- stefnunni. Rétt er að fram komi, að Ingólfur Guðbrandsson hafðj aldrei samband við ráðuneytið til að bjóða þjónustu sína í þessu efni. Óhjákvæmilegt var að ræða hin- ar alvarlegu ásakanir Ingólfs Guð- brandssonar á hendur umhverfis- ráðuneytinu við stjórnendur Ríó Palace-hótelsins þar sem íslenska sendinefndin bjó ásamt sendi- nefndum hinna Norðurlandanna. „Framkvæmdastjóri Ríó Palace-hótelsins, Carlos Eduardo Hue, hefur nú skrifað mér bréf þar sem fram kem- ur með óyggjandi hætti að íslenska sendinefnd- in naut bestu kjara sem völ var á hvað gistingu varðaði á þessu hóteli þá daga sem hér var um að ræða. “ í áðurnefndri grein í Morgun- blaðinu vitnar Ingólfur Guðbrands- son í sölustjóra hótelsins sem á ferðakaupstefnu hefði sagt um fyrirhugaða ferð íslensku sendi- nefndarinnar: „Hvers vegna var ekki pantað í gegnum þína skrif- stofu, þeir borga þrefalt verð mið- að við samninginn þinn?“ Fram- kvæmdastjórinn Ríó Palace-hótels- ins, Carlos Eduardo Hue, hefur nú skrifað mér bréf þar sem fram kemur með óyggjandi hætti að ís- lenska sendinefndin naut bestu kjara sem völ var á hvað gistingu varðaði á þessu hóteli þá daga sem hér var um að ræða. í bréfinu kemur skýrt fram að Ingólfur Guðbrandsson gat ekki boðið ódýr- ari gistingu eða betri kjör en ís- lenska sendinefndin naut. Fram- kvæmdastjórinn sendi Ingólfi Guð- brandssyni afrit af þessu bréfi. Þess vegna hef ég beðið þess að sjá hann taka rangar fullyrðingar sínar aftur. Það hefur enn ekki gerst. Því er þessi grein skrifuð og ljósrit af bréfi framkvæmda- stjórans látið fylgja til ritstjórnar Morgunblaðsins. Eiður Guðnason Að lokum nefni ég, að í umræð- unni í kjölfar þessarar Morgun- blaðsgreinar sagði Ingólfur Guð- brandsson í viðtali við Stöð tvö: „Á þessum 30 ára ferli hafa opin- berir embættismenn aldrei leitað til mín um ferðaþjónustu. Þvert á móti var þeim bannað að skipta við fyrirtæki mitt og vísað á Ferða- skrifstofu ríkisins sem nú heitir Ferðaskrifstofa íslands.“ Nú væri alveg ástæðulaust að gera athugasemd við þessi um- mæli nema vegna þess að undirrit- aður á í fórum sínum nokkra far- seðla til Norðurlandanna frá árun- um 1Ö82 og 1983 er hann gegndi formennsku í menningarmála- nefnd Norðurlandaráðs. Allir eru þessir farseðlar keyptir á vegum Alþingis og allir keyptir af fyrir- tæki Ingólfs Guðbrandssonar, Ferðaskrifstofunni Útsýn. Höfundur er umhverfísráðherra. var einhver að tala um Ganga til gagns fyrir hjartað eftirHauk Þórðarson Á sl. ári stóðu Landssamtök hjartasjúklinga fyrir fýrstu Hjarta- göngunni hér á landi. Gangan í fyrra fór fram víða um land og þátttaka var mjög góð. Hjartagang- an í ár verður nk. laugardag, 27. júní. Nú eru það alls níu félagasamtök sem standa að Hjartagöngunni og er búist við ekki minni þátttöku en á síðasta ári. Gangan fer fram víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er það Elliðaárdalurinn sem gengið er um. í Hjartagöngunni getur hver og einn ráðið sínum hraða. Þetta er ekki keppni heldur samvera í hópgöngu, útivera, hæfileg hreyf- ing og áreynsla. Öll ætlumst við til að hjartað, þetta dýrmæta líffæri, starfi snurðulaust og skili fullum afköst- um. Full ástæða er til að staldra við og spyrja sig hvað við gerum á móti til að tryggja heilbrigði þessa líffæris sem okkur er svo annt um að sé í góðu lagi. Nú á dögum er vitað um ýmsa áhættuþætti varðandi starfsemi hjartans og margt hefur verið gert til að kynna þá fýrir landsmönnum. Ætti raunar enginn að velkjast í vafa um áhættuþætti hjartasjúk- dóma. Það er vitað að langvinnt áreynsluleysi og hóglífí eru síður en svo til framdráttar heilbrigði hjartans og starfsemi þess. Hjartað sem iíffæri þarf visst og jafnt álag, áreynslu, til að haldast í góðu starfsformi. Raunar má hið sama segja um flest líffæri líkamans, starfshæfni þeira byggist að veru- legu leyti á því að þau séu í jafnri notkun, og á það einnig við um skynfærin. Sláandi dæmi um þetta er rýmun vöðva sem ekki eru notað- ir. Sé ekki reynt á vöðva minnkar ummál hans og að sama skapi átakskrafturinn. Nú eru vissulega margar leiðir til að viðhalda starfshæfni og af- kastagetu hjartans. Ein er sú að iðka göngur, afar heppileg leið og tiltæk öllum sem ekki eru hindraðir til gangs af öðrum ástæðum. Og gönguferð kostar ekkert í pening- um. Gangan verður vissulega að vera nokkuð hröð til að ná tilgangi sínum en kosturinn við göngu er að hver og einn getur skammtað sér álag eftir eigin getu. Það sem er gott fyrir hjartað er að jafnaði einnig gott fyrir önnur líffæri líkamans. Röskleg ganga er holl fyrir lungun, menn hafa gott Haukur Þórðarson að því að þenja lungun reglubund- ið, verða dálítið móðir. Þá stæla göngur vöðva líkamans og viðhalda teygjanleika þeirra. Þannig mætti lengi telja en síðast og ekki síst ber þó að nefna hin jákvæðu áhrif gönguferða á sálina, skapið og sinnið. Ganga í heilsubótarskyni er ávallt skemmtiganga. Sumir vilja ganga einir og ótruflaðir og tengja saman göngu, útiveru og íhugun. Aðrir kjósa að ganga í hóp með öðrum og tengja þannig saman úti- veru, göngu og samveru. Allt eftir því hvað hugurinn kýs. Á það hefur verið bent að hér áður fyrr kom fáum í hug að ganga á fjöll nema til að elta rollur. Áður fyrr voru langflestir íslendingar erfiðisvinnumenn og sóttu líkams- stælingu í vinnu sína. Þó ekki allir. Jón Árnason, fræðimaður og þjóð- sagnasafnari (d. 1888), iðkaði t.d. göngur reglubundið og daglega í öllum veðrum áratugum saman og gerði þetta sér til heilsubótar. Nú hagar öðruvísi til og stór hluti landsmanna er kyrrsetuvinnufólk. Af þeim sökum er nauðsynlegt að minna á gagnsemi hæfílegrar áreynslu og hæfílegrar hreyfmgar og það er einmitt einn tilgangur Hjartagöngunnar að gera það. Ann- ar tilgangur með Hjartagöngunni er sá að benda landsmönnum á ein- falda, ódýra_ og skemmtilega leið til útiveru. Ég vil hvetja alla með- limi SÍBS sem og aðra til að taka í Hjartagöngunni 1992. Höfundur er formaður SÍBS og yfírlæknir á Reykjalundi. á útimálningu og viðarvörn?" Komdu og kynntu þér málin og gerðu mAgnud mrshm I m)ódd QransAsMg< 11 • R^mHk • Skm »3600 ÁKobokka léwr670060 SG Búðin Eyrarvegi 37 - Selfossi málnmgar pjúnDsti iki— % tan hf akranesi poia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.