Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 20

Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 20
20 NATOí átökum í Júgóslavíu? Atlantshafsbandalagið (NATO) er vel til þess búið að taka að sér friðargæslu í fyrr- um lýðveldum Júgóslavíu og gæti lent í hemaðarátökum þar, að því er John Galvin, yfir- maður herafla NATO, sagði þegar hann lét af þeim störfum í gær. Eftirmaður hans, banda- ríski hershöfðinginn John Shal- ikashvili, sagði við það tæki- færi að deilur þjóðabrota í Evr- ópu væru erfiðasta viðfangsefni sitt sem yfírmaður NATO-herj- anna og að gæslusveitir sem sendar væru til Júgóslavíu yrðu að vera reiðubúnar undir átök. Nokkurt hlé var á bardögum í Sarajevo í gærdag, en fáir þorðu út úr húsum sínum eftir að Serbar létu sprengjum rigna yfír borgina fyrr í vikunni. Forsetar ræða um frið í Moldovu MIRCEA Snegur, forseti Moldovu, hélt í gær til fundar við Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta til að reyna að afstýra styrjöld á milli spvétlýðveld- anna fyrrverandi. A fundinum, sem haldinn er í Istanbúl í Tyrklandi, verða einnig leiðtog- ar Rúmeníu og Úkraínu. Flótta- menn streymdu í gær úr borg- inni Bendery í Moldovu, þar sem að minnsta kosti 300 manns hafa fallið í átökum stjórnarhersins og aðskilnaðar- sinnaðra Rússa og Úkraínu- manna. Norðmenn andvíg’ir EB NÝJUSTU skoðanakannanir segja að 49 prósent Norðmanna séu á móti aðild Noregs að Evrópubandalaginu, en aðeins 35 prósent með. Þetta bendir til að þeir sem eru andvígir EB-aðild hafí heldur sótt í sig veðrið. Frakkar kjósa um Maastricht í september Þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht-samkomulagið í Frakklandi fer væntanlega fram um miðjan september, að sögn heimildarmanna innan frönsku stjórnarinnar. Þeir sögðu einnig að Francois Mitt- errand Frakklandsforseti kynni að boða til almennra kosninga skömmu síðar ef samkomulagið verður staðfest með miklum meirihluta atkvæða, en þær eiga annars ekki að fara fram fyrr en í mars á næsta ári. Gífurlegt tap hjá Lloyd’s LLOYD’S tryggingafélagið tapaði rúmlega 2 milljörðum sterlingspunda, eða um 200 milljörðum ÍSK, árið 1989, sem er síðasta árið sem bókhaldstöl- ur liggja endanlega fyrir. Rekstur Lloyd’s hefur nú snúist heldur til betri vegar, að sögn stjórnarformanns fyrirtækis- ins, en þúsundir áhyggjufullra viðskiptavina flykktust á aðal- fund þess til að heyra tíðindin. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 VERKAMANNAFLOKKURINN SIGRAR I Rússneskir innflytjendur og ungt fólk felldu stjórnina - segja sljórnmálafræðingar um kosningaúrslitin ÓSIGUR Likud-flokksins í ísrael í kosningunum á þriðjudag byggðist ekki síst á því að nýir kjósendur, s.s. rússneskir innflytj- endur og æskufólk, greiddu Verkamannaflokknum atkvæði sitt í mjög ríkum mæli. Viðmælendur Morgunblaðsins í ísrael telja ósveigjanlega stefnu flokksins í málefnum hernumdu svæðanna einnig hafa haft sitt að segja. Kjósendur hafi talið Verkamanna- flokkinn líklegri til að ná árangri í friðarviðræðunum og einnig séu þeir óánægðir með að ríkisstjórnin hafi vanrækt flesta aðra málaflokka. Úrslitin komu á margan hátt á óvart því að fyrir kosningarnar hafði verið búist við því að mjög mjótt yrði á mununum milli stóru flokkanna tveggja. Shlomo Avin- eri, prófessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem, sagði þegar hann var spurður um þetta að það bæri að hafa í huga að í öllum skoðanakönnunum fyrir kosningar hefðu um 20% aðspurðra verið óákveðin. Slíkar kannanir væru því ekki marktækar sem spá um kosningaúrslit. Likud leiddi ísrael í pólitíska blindgötu Avineri sagðist hins vegar telja að ósigur Likud mætti aðallega rekja til þriggja þátta. í fyrsta lagi væri ljóst að Likud hefði leitt þjóð- ina inn í pólitíska blindgötu. Yfirráð yfír Vesturbakkanum hefði verið aðalstefnumál stjórnarinnar og hefði það leitt til þess að öðrum málum hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Þetta hefði verið mjög dýr- keypt stefna, jafnt pólitískt sem efnahagslega. í öðru lagi hefðu innflytjendur frá Sovétríkjunum, sem væru átta prósent allra kjósenda, kosið Verk- amannaflokkinn í ríkari mæli en aðrir kjósendur samkvæmt öllum skoðanakönnunum á kjörstöðum. Þetta mætti skýra með því að rúss- nesku innflytjendumir væru einn þeirra hópa sem stefna Likud hefði bitnað hvað mest á. Þeir hefðu átt í miklum erfíðleikum með að fínna jafnt vinnu sem húsnæði. í þriðja lagi hefði stór hluti ungra kjósenda kosið Verkamannaflokk- inn. Þetta mætti skýra með því að margt ungt fólk hefði kynnst upp- reisn Palestínumanna frá fyrstu hendi í gegnum herþjónustu sína og einnig væri þetta hópur sem minnkandi atvinna og húsnæðis- skortur hefði mikil áhrif á. Likud klofnar hugsanlega „Eitt af stærstu vandamálum Likud er að kjósendum hefur fjölg- að um 15% milli ára og flokknum tókst ekki að laða til sín nægilega mikið af þessum nýju atkvæðum,” sagði Avineri. Kosningarnar mörk- uðu að hans mati ákveðin þáttaskil í ísraelskum stjórnmálum. Frá stofnun Israels til ársins 1977 hefðu vinstristjórnir stjórnað land- inu og frá 1977 til þriðjudagsins hefðu hægristjórnir verið við völd. Nú væri ísrael á leið inn í nýtt tíma- bil. Aðspurður um hvaða afleiðingar kosningaósigurinn myndi hafa fyrir ÚRSLIT KOSNINGA í ÍSRAEL Hér fara á eftir úrslit í þingkosningun- um skv. spá ísraelska útvarpsins þegar búið var að telja öll atkvæði nema atkvæði hermanna, en þau verða talin um helgina. Alls eiga 120 þingmenn sæti á ísraelska þinginu, Knesset. Úrslit síðustu kosninga em innan sviga. VINSTRI- og MIÐJUFLOKKAR Verkamannaflokkur 45 (38), Meretz 12 (10), Tikva 0 (1) YSTTIL VINSTRI Lýðraeðisvettvangur fyrir friði og jafnrétti 3 (3), Róttæki friðarlistinn 0 (1), Lýðraeðislegi arabaflokkurinn 2 (1) H(5) HÆGRIFLOKKAR Likud 32 (38), Nýi frjálslyndi flokkurinn 0 (3), Tehiya 0 (3), Moledet 2 (2), Tsomet 7 (2) TRÚARFLOKKAR Sameinaðir Tora-gyðingar 4 (7), Þjóðlegi trúarflokkurinn 6 (5), Shas 7 (5), Geulat Yisrael 0 (1) Bygging þingsins, Likud sagði Avineri að búast mætti við afsögn Yitzhaks Shamirs og harðri baráttu um forystuna í flokknum í kjölfarið. Gæti þetta hæglega leitt til þess að flokkurinn klofnaði. „Það munu allir leita að blóraböggli vegna ósigursins og það má ganga út frá því sem vísu að margir munu fínnast." Fólk vUdi Rabin frekar en Shamir Peter Medding, sem einnig er prófessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskólann, sagði við Morgunblaðið að líta mætti á úrslit- in frá tveimur sjónarhomum. Ann- ars vegar væri ekki um mikinn mun milli blokkanna tveggja að ræða, líklega myndu þingsætin skiptast 61-59, en hins vegar væri þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem einungis önnur blokkin gæti mynd- að stjórn eftir kosningar. Margar ástæður væra fýrir þess- um úrslitum. Bæri þar ekki síst að nefna að fólk hefði gert upp á milli Rabins og Shamirs persónulega og það væri ljóst að mun fleiri kysu að Rabin yrði forsætisráðherra. Hann nyti þannig töluverðrar virð- ingar innan Likud en það sama ætti ekki við um samband Shamirs og Verkamannaflokksins. Þá hefði stjórnarstefnan fengið falleinkunn t.d. á sviði efnahagsmála, í máiefn- um rússneskra innflytjenda og í atvinnumálum. „Ef Likud hefði ætlað sér að ná árangri hefði flokkurinn átt að sinna þessum málum betur í stað þess að nota orkuna í innbyrðis valdabaráttu,“ sagði Medding. Þess í stað hefðu lágt settir þjóðfélags- hópar yfírgefíð flokkinn og 60% rússneskra innflytjenda hefðu kosið Verkamannaflokkinn. Medding sagði friðarviðræðurn- Reuter Sveitir stjórnarinnar í Georgíu fyrir utan sjónvarpsstöðina í Tbílísí, þar sem uppreisnarmenn höfðust við. FlgfV^|«J{ . Georgía: Samið um vopnahlé í Ossetíu Moskvu, Tskhinvali. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, skrifuðu í gær undir samkomulag um friðsamlega iausn á deilunum í Suður-Ossetíu, sem kveður meðal annars á um vopnahlé í héraðinu. Sveitir hliðhollar Shevardnadze börðu í gær niður valda- ránstilraun í Georgíu. Bardagar hafa geisað að undan- förnu í Suðíir-Ossetiu, þar sem að- skilnaðarsinnar vilja sameinast Dss- etum sem búa norðan landamær- anna við Rússland en slíta tengsl við Georgíu. Að minnsta kosti sex manns féllu þar á þriðjudag og í gær létu leiðtogar Osseta í ljós svartsýni um að varanlegt vopnahlé kæmist á. Fréttamaður Reuters-fréttastof- unnar sagði að heyra hefði mátt byssuskot utandyra þegar hann tal- aði við forystumenn Osseta í þing- húsinu í Tskhinvali, höfuðborg hér- aðsins. Helmingur 90.000 íbúa borg- arinnar hefur flúið síðan Suður- Ossetía Iýsti yfír sjálfstæði árið 1990 og her Georgíu hefur hluta hennar á valdi sínu. Hersveitir hliðhollar Zvíad Gams- akhúrdía, fyrrverandi forseta Georg- íu, náðu í gær sjónvarpsstöðinni í Tbílísí, höfuðborg landsins, á sitt vald, en stjórnarherinn náði henni aftur skömmu síðar og handtók forsprakkana. Yfirvöld í Georgíu sögðu að þrír hefðu fallið í átökunum og 26 særst. Sameinuðu þjóðimar: Rúmlega 30 milljónir flóttamanna í heiminum Tókíó. Reuter. NÚ ERU yfír 30 milljónir flótta- manna í heiminum og ástandið fer heldur versnandi, að sögn Sadako Ogada, yfirmanns Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þótt 5.000 manns snúi dag hvern til síns heima, flýja tvöfalt fleiri heimili sín í Júgóslavíu, Sómaliu, Haiti og fleiri löndum. Nú eru um 17 milljónir manna í flóttamannabúðum utan síns heima- lands, eða tvöfalt fleiri en lyrir 12 árum síðan. Þar við bætast 15-20 milljón manns sem eru á vergangi í eigin landi vegna styijaldar eða hungursneyðar. Ogada sagði að ástandið væri einna verst í austan- verðri Afríku - í Súdan, Eþíópíu og Sómalíu - en færi einnig hríðversn- andi í sumum fyrrum sovétlýðveldum og í Júgóslavíu, þar sem um 1,5 millj- ón manna væri á flótta. Hins vegar væru einnig góðar frétt- ir, til dæmis ætti hjálpa stærstum hluta 350.000 Kambódíumanna í Tælandi að flytjast heim aftur. Þá herma fregnir frá Afganistan að straumur flóttamanna sem flytjast aftur þangað sé svo þungur að starfs- menn SÞ fái vart við ráðið. Flótta- mannahjálpin reynir að gefa hverri fjölskyldu sem snýr aftur sem svarar 8.000 ÍKR til að koma undir sig fót- unum á ný, en varð fljótt uppiskroppa með íjárveitingar þar sem allt að 70.000 manns hafa komið til landsins á viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.