Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Menningarmálanefnd Garðabæjar:
Pétur Bjamason og Bryn-
dís Halla fá starfslaun
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Frá fundi utanríkisráðherra í Stapa. Á fremsta bekk má meðal annarra sjá þá Þröst Ólafsson, aðstoðar-
mann ráðherra, Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Karl Steinar Guðnason, alþingis-
mann Alþýðuflokks.
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ
hafa veitt Pétri Bjarnasyni
myndhöggvara og Bryndísi Höllu
Gylfadóttur seilóleikara þriggja
mánaða starfslaun. Þetta var til-
kynnt við opnun sýningar á verk-
um 15 myndlistarmanna úr
Garðabæ í Garðalundi nú fyrir
skömmu.
Pétur Bjamason myndhöggvari
er fæddur árið 1955. Hann stund-
aði nám í myndmótunardeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands og
framhaldsnám í Aachen í Þýska-
landi og Antwerpen í Belgíu. Hann
hélt einkasýningu í Ásmundarsal
1989 og hefur að auki tekið þátt í
fjölda samsýninga hér á landi og
erlendis. Hann hefur að undanförnu
kennt við MHÍ og auk þess unnið
að því að koma upp aðstöðu til að
Fundur um starfsmannahald varnarliðsins:
Ekki teljandi breytingar á
starfsmannafjölda til áramóta
- segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Breytingar á versta tíma
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að í heildina verði
ekki teljandi breytingar á fjölda islenskra starfsmanna varnarliðsins
til áramóta. Hins vegar verði um að ræða talsverðar tilfærslur milli
deilda. Þetta kom fram á fjölmennum fundi, sem ráðherra hélt með
starfsmönnunum í Stapa í Njarðvík í fyrrakvöld. Þar komu einnig fram
áhyggjur starfsmannanna af atvinnuhorfum sínum í framtíðinni, með-
al annars vegna minni umsvifa varnarliðsins og tilhneigingar til að
fela Bandaríkjamönnum störf, sem fslendingar hafi áður gegnt.
Nefnd til að skoða framtíð
varnarsamstarfs
Jón Baldvin Hannibalsson fjallaði
í framsöguræðu sinni á fundinum
almennt um málefni starfsmanna
vamarliðsins og hvers væri að vænta
í atvinnumálum þeirra. í upphafí
máls síns gerði hann grein fyrir skip-
un nefndar, sem hefur það hlutverk
að endurmeta ýmsa þætti í vamar-
málastefnu íslendinga. Nefndin á
meðal annars að ganga til beinna
viðræðna við stjómvöld í Bandaríkj-
unum og forystu Atlantshafsbanda-
lagsins til að fá svör við því hvaða
hugmyndir þessir aðilar hafi um
framtíð vamarsamstarfsins við
Bandaríkin og framtíðarhlutverk
NATÓ. Hann tók skýrt fram, að
nefndin hefði ekki það hlutverk að
óska eftir endurskoðun á varnar-
samningnum, heldur að leita eftir
upplýsingum frá æðstu stöðum til
að eyða nokkurri óvissu, sem væri
ríkjandi í þessum efnum.
Utanríkisráðherra sagði að í
nefndina hefðu verið skipaðir af sinni
hálfu þeir Benedikt Gröndal og Karl
Steinar Guðnason, forsætisráðherra
hefði tilnefnt Bjöm Bjamason og
Albert Jónsson, og að auki tækju þar
sæti þeir Þorsteinn Ingólfsson og
Gunnar Pálsson, starfsmenn utanrík-
isráðuneytisins.
Ný kaupskrárnefnd
Danskur
drengjakór
með tónleika
Utanríkisráðherra fjallaði síðan
um stöðu íslenskra starfsmanna
vamarliðsins og kvartanir, sem bor-
ist hafa vegna starfa kaupskrár-
nefndar, sem ákveður kjör þeirra.
Hann sagði að tjl þessa hefðu fulltrú-
ar ASÍ og VSÍ í nefndinni í raun
haft neitunarvald og hefði það stund-
um valdið erfiðleikum við afgreiðslu
mála. Hann sagðist nú hafa skipað
nýja menn í nefndina og mundi á
næstunni leita eftir fundi með þeim
til að ræða starfshætti hennar í fram-
Hann vék að því að þessar breyt-
ingar kæmu á slæmum tíma fyrir
íslendinga vegna langvarandi stöðn-
unar og nú samdráttar í æfnahags-
og atvinnulífi þjóðarinnar. Af þeim
sökum væri samdráttur á Keflavíkur-
flugvelli alvarlegri en ella. Hann
ræddi einnig verktakastarfsemi á
vellinum og kom fram að enn væri
nokkur óvissa um framkvæmdir þar
á næstunni.
Þá vék ráðherra að möguleikum
til að finna ný störf í stað þeirra, sem
kynnu að verða lögð niður vegna
samdráttar hjá varnarliðinu. Hann
sagðist binda vonir við að samning-
amir um evrópskt efnahagssvæði
gætu haft í för með sér aukna verð-
mætasköpun í sjávarútvegi, meðal
annars á Suðurnesjum. Þá myndu
bætast við störf vegna aukinnar
verkstæðisþjónustu Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli og vonir stæðu
til að fríiðnaðarsvæði umhverfis völl-
inn gæti leitt til þess að erlendir
aðilar settu þar upp rekstur. Allt
þetta væru verkefni, sem gætu bætt
atvinnuástand á Suðumesjum, en til
þess þyrfti samstarf stjómvalda,
sveitarstjóma, launþega og atvinnu-
rekenda.
Bandaríkjamenn í störf
íslendinga
Áð lokinni ræðu utanríkisráðherra
DANSKI drengjakórinn Herning
kirkes Drenge- og Mandskor
verður með tónleika f Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 25.
júní 1992 og hefjast þeir kl.
20.30. í kórnum eru um 45 dreng-
ir og ungir piltar.
tíðinni, en sjálfum þætti sér jíklegt, FlcttGVI’i:
að fulltrúi ríkisvaldsins yrði 4odda- -----------------------
Bryndís Halla
Pétur
tóku við almennar umræður og fyrir-
spumir. Einkum kom fram óánægja
með störf kaupskrámefndar og með
það, að Bandaríkjamenn ynnu nú
störf, sem áður hefðu verið unnin
af íslendingum. Til dæmis sagði for-
maður nýstofnaðs félags starfs-
manna á Keflavíkurflugvelli, Ómar
Jónsson, að starfsmenn gerðu sér
grein fyrir að ekki væri hægt að
koma í veg fyrir að bandarísk yfír-
völd legðu niður einhver störf. Hins
vegar myndu þeir ekki sætta sig við
að Bandaríkjamenn segðu upp ís-
lendingum og fengju svo hermenn
til að vinna störf þeirra.
Þá kom fram, að íslendingar hefðu
á undanförnum missemm misst
vinnu hjá ýmsum þjónustustofnun-
um, sem reknar væm fyrir sjálfsafla-
fé. Hermenn á frívöktum og fjöl-
skyldur þeirra hefðu tekið við þessum
störfum og væm þar nú í hlutastörf-
um. Utanríkisráðhera sagði, að þetta
mál þyrfti að skoða. Ef Bandaríkja-
menn væm í störfum hjá vamarliðinu
sem íslendingar hefðu áður unnið
væri það í ósamræmi við samkomu-
lag ríkjanna, en erfíðara væri að eiga
við störf hjá sjálfsaflafyrirtækjunum.
Þar þyrfti að fara samkomulagsleið-
ina að yfirmönnum vamarliðsins.
Að lokum kom fram af hálfu utan-
ríkisráðherra, að hann hygðist í vik-
unni eiga viðræður, annars vegar við
talsmenn starfsmanna og hins vegar
við nýskipaðan sendiherra Banda-
ríkjanna og yfírmenn vamarliðsins
um málefni starfsmannanna.
steypa höggmyndir í málma. Pétur
hefur hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir verk sín.
Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari er fædd 1964. Hún stundaði
nám hjá Gunnari Kvaran við Tón-
listarskólann í Reykjavík og lauk
þaðan einleikaraprófí. Framhalds-
nám stundaði hún í Boston í Banda-
ríkjunum og var að auki í einkatím-
um í Hollandi um skeið. Hún hefur
komið fram sem einleikari bæði hér
á landi og erlendis og einnig tekið
þátt í flutningi kammerverka. Hún
er nú fyrsti sellóléikari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands.
Sýning á verkum 15 myndlistar-
manna í Garðabæ stendur nú yfir
í Garðalundi í Garðaskóla. Hún er
opin milli kl. 13 og 20 alla virka
daga en milli kl 14 og 18 um helg-
ar og er aðgangur ókeypis. Sýning-
unni lýkur 28. júní næstkomandi.
Tónleikar í
Norræna
húsinu í
kvöld
MÓTETTUKÓR frá Silkiborg
í Danmörku mun vera með
tónleika í Norræna húsinu í
kvöld, fimmtudagskvöld.
Stjórnandi kórsins er Bo
Hulgaard og undirleikari er
Christian Spillemose. Á tón-
leikunum verður frumflutt
verk eftir Svend S. Schults við
ljóð Matthíasar Johannessens.
Auk hins frumflutta verks
verður flutt Chaconne eftir Per
Norgárd og Fire Fire fragmenter
eftir Carl Nielsen. Tónleikamir
hefjast kl. 19.30.
Kórinn hefur dvalið á SelfOssi
sem er vinarbær Silkiborgar og
hefur haldið þar tónleika.
Opið hús hefst kl. 20.30 og
er aðgangur ókeypis. Þar mun
fíl.dir. Ámi Siguijónsson mun
halda fyrirlestur sem nefnist
„Halldór Laxness författarskap"
og sýnd verður myndin „Eldur í
Heimaey".
maður, til að tryggja að niðurstaða
fengist í málum. I nefndina hefðu
verið skipaðir: Óskar Hallgrímsson,
Ragnar Halldórsson og Guðmundur
Gunnarsson.
Einhver fækkun óhjákvæmileg
Á efnisskrá kórsins eru bæði ný
og gömul verk og gefa þau góða
mynd af möguleikum kórs af þess-
ari gerð. Kórinn var stofnaður árið
1949 og er meðal þekktustu drengj-
akóra Danmerkur. Hann hefur
margsinnis farið í tónleikaferðir til
útlanda. Frá 1984 hefur stjórnandi
kórsins verið Mads Bille og organ-
isti Herning Kirke. Hann er mennt-
aður við Jóska tónlistarháskólann
og hefur hlotið viðurkenningar fyrir
árangur sinn með drengjakórinn.
Með kórnum leikur organistinn
Jesper Madsen. Hann mun leika á
nýja Marvussen-orgelið sem var
tekið í notkun í síðasta mánuði.
Jepser Madsen er organisti við
Klausturkirkjuna í Nykobing á
Falstri.
(Fréttatilkynning)
Ráðherra sagði, að íslendingar
þyrftu að átta sig á því, að allar
forsendur í utanríkis- og varnarmál-
um hefðu gerbreyst frá árinu 1989.
í Ijósi þessara breytinga þýddi ekk-
ert að loka augunum fyrir því, að
um einhveija fækkun íslenskra
starfsmanna yrði að ræða hjá varn-
arliðinu. Hins vegar yrði að tryggja,
að þessi fækkun yrði með sem sárs-
aukaminnstum hætti.
Utanríkisráðherra sagði, að ekki
yrðu teljandi breytingar á heildar-
fjölda starfsmanna til áramóta, en
um talsverðar tilfærslur yrði.að
ræða. Þannig hefðu 25 störf verið
lögð niður í júní, 18 yrði sagt upp í
júlí en í september yrðu hins vegar
17 nýir ráðnir. Einnig væri gert ráð
fyrir að 18 yrðu ráðnir í tímabundin
störf til 8 mánaða og gert væri ráð
fyrir 17 ráðningum hjá verktökum.
Hátíðahöld vegna afmælis
hreppsins hefjast
í dag
Flateyri.
HÁTIÐAHÖLD vegna sjötíu ára afmælis Flateyrarhrepps og tvö
hundruð ára verslunarafmælis staðarins hefjast í dag. Einnig er
þess minnst að Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík, sem áður stóð á
Sólbakka I Önundarfirði, er eitt hundrað ára. Hátíðahöldin munu
standa í fjóra daga, og verður fjölbreytt dagskrá alla dagana.
Hátíðin hefst í dag með því að
Minjasafn Önundarfjarðar, sem
Sparisjóður Önundarfjarðar stand-
setti, verður formlega opnað. Þá
verður um kvöldið sýning á nýju
leikriti, „Ég hef lifað í þúsund ár.
Myndir úr mannlífí." Höfundur
verksins er Brynja Benediktsdóttir,
en leikritið var frumsýnt á Flateyri
á sunnudag við góðar undirtektir.
Þá verður unglingadansleikur hald-
inn í íþróttahúsinu, og hefst hann
klukkan 22.00. Hljómsveitin Amad-
eus leikur fyrir dansi.
Margt annað verður um að vera
þá ijóra daga sem afmælishátíðin
stendur. Má þar nefna að 40 manna
kór Vestur-ísafjarðarsýslu flytur
söngverk eftir Frans Lehar, undir
stjórn Ágústu Ágústsdóttur og séra
Gunnars Bjömssonar. Söngverkið
verður flutt á íslensku, og er text-
inn eftir Guðmund Inga Kristjáns-
son. Dansleikir verða öll kvöldin,
og sjá hljómsveitirnar Amadeus,
Grétar á gröfunni, Rokkbændur og
I
I
I
Æfíng um tónlistina. Allt eru þetta
önfírskir flytjendur. Að auki verður
boðið upp á bamatívolí, og að sjálf-
sögðu þorðuð stór Flateyrarkaka.
Mikill undirbúningur hefur verið
í gangi vegna hátíðahaldanna í allt
vor. Rigningin hefur þó gert fólki
erfítt fyrir og skolað burt margan
málningardropann. Flestöll
skemmtiatriðin munu fara fram í
nýju íþróttahúsi, sem enn er í bygg-
ingu. Því ætti það ekki að koma
að sök þótt veðurgiiðirnir hagi sér
hálf bjánalega þessa dagana. Vart
þarf að taka fram að von er á fjölda
gesta, og sumir hafa spáð því að
fjölga muni um allt að helming í
plássinu.
-Magnea