Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 44
 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGVNBLADIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1656 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Ólympíumótið í skák: Islending- ar í 6. sæti *iJ* ÍSLENZKA skáksveitin lenti í 6. sæti á Ólympíumótinu í skák, sem lauk í Manila á Filippseyjum í gær. Að mati Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara, sem tefldi á 1. borði fyrir ísland á mótinu, er þetta bezti árangur, sem íslenzk skáksveit hef- ur nokkurn tímann náð, miðað við styrkleika mótsins. íslendingar unnu Tékka í síðustu umferð mótsins með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Rússar hrepptu 1. sætið á Olympíuskákmótinu. Sjá miðopnu. ---♦—♦—♦-- Ljósafoss seld- ur til Arabíu LJÓSAFOSS, eitt elsta skip Eim- skipafélags íslands, hefur verið >- seldur úr landi til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sölu- verð skipsins var um 20 milljónir en það er 450 tonn, smíðað árið 1972 og keypt hingað til lands __ árið 1974. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar framkvæmdastjóra þróunarsviðs Eimskipafélagsins, var Ljósafoss minnsta skipið í eigu Eimskips og er salan liður í breyttri flutninga- tækni frá fystiskipum yfir í stærri áætlanaskip sem flytja frystigáma. Ofærð og rafmagnsleysi vegna veðurs OFÆRT var framan af degi í gær á fjallvegum á Norðurlandi og Vestfjörðum vegna snjó- komu. Síðdegis í gær voru Lág- heiði og Öxarfjarðarheiði enn- þá ófærar, svo og Þorskafjarð- arheiði. í Skagafirði slitnuðu rafmagnslínur vegna ísingar og varð rafmagnslaust á fimm bæjum. Artnað eins kuldakast hefur ekki komið í júnímánuði síðan 1959. Á heiðunum norðanlands voru allt að mannhæðarháir skaflar í gærmorgun. Bændur í Ólafsfirði óttuðust um fé sitt á Lágheiðinni og bændur úr Höfðahverfí leituðu að kindum sínum í gær. Erlendir ferðamenn lentu sums staðar í vandræðum vegna veð- ursins. I Mývatnssveit treysti hóp- ur fólks sér ekki til að sofa í tjöld- um sínum og leitaði húsaskjóls. Veðrið hér á landi er einsdæmi á þessum árstíma og þarf að leita allt aftur til 1959 til þess að finna sambærileg dæmi um hret i júní. Þessa dagana er kaldara á Norð- urlandi en á Svalbarða norður í Barentshafi og hafa loftstraumar á norðurhveli jarðar hagað sér afar einkennilega í vor. Líffræðingar óttast að fugls- ungar muni - margir hveijir ekki lifa kuldakastið af og er gráand- ar- og kríuungum meðal annars talið hætt. Sjá bls. 4 og Akureyrarsíðu, bls. 26. _ Morgunblaðið/Rúnar Þór „Ég átti alveg von á að það yrði kalt hérna, en við þessu bjóst ég alls ekki,“ sagði Bernhard Streichler, þýzkur ferðalangur sem þurfti að grafa hjólið sitt úr fönn í Mývatnssveit í gærmorgun. Um 25-50% samdráttur í hóp- ferðum erlendra ferðamanna Talið að hafís sé skammt und- an Hornbjargi TALIÐ er að hafís sé skammt undan Hornbjargi. Eiríkur Sig- -'urðsson á hafísdeild Veðurstof- unnar sagði að það mætti ætla að 22. júní, þegar fregnir bárust síð- ast af hafís á þessum slóðum, hefði hann verið 25-30 sjómílur norður af Hornströndum. Einnig var ís út af annesjum Vestfjarða, um 19-30 sjómílur frá Riti að Kóp. Eiríkur sagði að líkur bentu til þess að hafís væri nú í 15-20 sjó- mílna fjariægð frá landi á Vestfjörð- um. Veður hefur verið það slæmt á þessum slóðum að ekki hefur verið unnt að fljúga yfir svæðið nýlega og skip liggja almennt við festar. Oljós- ar fréttir bárust í fyrradag af hafís um 14 sjómílur út af Barða. Sigurbjörn sagði að meiri kostnaður og umstang fylgdi endur- greiðslum húsbréfa en hinna nýju húsnæðisbréfa vegna útdráttarfyrir- komulagsins á húsbréfunum. Af sömu ástæðu væri ekki unnt að vita fyrirfram um endurgreiðslur hús- bréfa og því eðlilegt að ávöxtunar- krafa þeirra væri hærri en af hús- ^píiæðisbréfum. MIKILL samdráttur er hjá þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru með hópferðir erlendra ferða- manna um landið, meðal annars hálendisferðir. Þannig er um 50% Önnur verðbréfafyrirtæki fylgdu í kjölfar Landsbréfa í gær og hækk- uðu sína ávöxtunarkröfu í 7,25%. Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, sagðist telja að hækkun yrði ekki langvinn. Rólegt væri á fasteigna- markaði og því væntanlega lítið af húsbréfum á leið á markaðinn. samdráttur í tekjum íslenskra fjallaferða hf. miðað við síðasta ár. Iceland Safari áætlar um og yfir 30% samdrátt, og Ferðamið- stöð Austurlands 25-30%. Sam- drátturinn á‘ meðal annars rætur að rekja til verðhækkana á ís- Iandsferðum, sem og til hás verð- lags innanlands sem útlendingar geta engan veginn sætt sig við, að sögn forráðamanna fyrirtækj- anna. „Úr því sem komið er, er ástandið á valdi örlaganna," sagði einn þeirra. „Erlendis segja menn bara að ísland sé ekki söluvara í ár.“ Filippus Pétursson, framkvæmda- stjóri íslenskra fjallaferða, sagði að dregið hefði úr umsvifum fyrirtækis- ins um 50% frá því á sama tíma í fyrra. „Þetta eru algjör umskipti og ég veit að sumar ferðaskrifstofur munu leggja upp laupana vegna þessa ástands," sagði Filippus. Hann telur að almennt sé kreppa í ferðaþjónustu um allan heim, en einnig sé nú sérstaklega talað um hátt verðlag á íslandi. Til að mynda hafi verið birtir brandarar um hátt verðlag hér á landi í erlendum ferða- handbókum. „Eg rek líka ferðaskrif- stofu í París og við höfum aldrei séð annað eins. Þetta er ekki bará spurn- ing um minni péningaráð heldur virð- ist sem menningarkreppa ríki í Evr- ópu. Frakkar eru hættir að ferðast og allt sem heitir ævintýraferðir eða erfiðar ferðir hefur lagst af. Það er einkum eldra fólk sem ferðast núna,“ sagði Filippus. Hann kvaðst einnig hafa heyrt að Evrópubúar ferðuðust meira en nokkru sinni áður til Austur-Evrópulanda. Halldór Bjarnason, framkvæmda- stjóri Iceland Safari, sagðist sjá fram á um 30% samdrátt í bókunum í sumar miðað við árið áður, jafnvel meira. „Erlendis segja þeir bara að Island sé ekki söluvara í ár,“ sagði hahn. „Ferðir hafa hækkað um 20-22% á undanförnum tveimur árum. Það er ekki víst að markaður- inn þoli það í samkeppni við aðra ákvörðunarstaði í heiminum. Það er án efa veigamikil ástæða." „Það er fyrirsjáanlegur samdráttur í öllu sem snertir ferðaþjónustu. Ég álít þó ekki að það kunni að verða fyrirtækjum ofviða, því menn hafa ákveðinn fyrirvara á, og geta endur- skipulagt starfsemina í samræmi við það. Hins vegar er ótalinn sá kostn- aður fyrir þjóðfélagið sem minnkandi atvinna veldur," sagði Halldór. Anton Antonsson, framkvæmda- stjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands, sagði að samdráttur hjá fyrirtækinu væri 25-30% miðað við sama tíma í fyrra. Hanh sagði að ferðamenn á vegum skrifstofunnar hefðu einkum komið frá Frakklandi, Þýskalandi, Englandi og Sviss og væri samdrátt- urinn jafnmikill hvert sem litið væri. Anton sagði að ferðaskrifstofan hefði hækkað ferðir vegna almennrar kostnaðarþróunar innanlands sl. haust um 15% og árið þar á undan hefðu ferðimar hækkað um 7%. Sam- tímis hefði kaupmáttaraukning í Frakklandi verið 3-4%. Hann sagði að markaðurinn hefði ekki þolað þessa hækkun. „Hótelferð til íslands með hálfu fæði kostar 166 þúsund kr. í sam- bærilega ferð til írlands kostar 80 þúsund, 92 þúsund kr. til Noregs, 96 þúsund til Rússlands og 120 þús- und kr. til Kanada. Tveggja vikna tjaldferð til íslands kostar 96 þúsund kr. ísland hefur alltaf verið í hópi dýrustu ferðamannalanda heims en verðlagið er komið út fyrir öll vel- sæmismörk," sagði Anton. , * Avöxtunarkrafa á húsbréfum hækkar ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði í gær hjá Landsbréfum hf. úr 7,15% í 7,25% á nýjustu flokkum bréfanna. Astæðan er lítil sala húsbréfa undanfarið en ekki síður niðurstaðan af skuldabréfaútboði Húsnæðisstofnunar á þriðjudag þar sem ákveðið var að taka tilboðum í bréf miðað við 7,15% eða lægri ávöxtun umfram lánskjaravísitölu, að sögn Sigurbjöms Gunnarssonar, deildarstjóra lyá Landsbréfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.