Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Pálmi Sveinsson
skipstjórí - Minning
Fæddur 28. september 1914.
Dáinn 17. júní 1992.
Það var á þjóðhátíðardaginn sem
Pálmi Sveinsson kvaddi þennan
heim. Hann hafði verið heilsuveill
um árabil, en samt kom lát hans
okkur á óvart.
Ég vil minnast tengdaföður míns
í anda Spámannsins, K.Gibran, sem
segir um vináttuna: „Þú skalt ekki
hryggjast, þegar þú skilur við vin
þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið
þér ljósara í farveru hans.“
Ég kynntist Pálma Sveinssyni og
konu hans Matthildi Árnadóttur
árið 1969, þá ung og ástfangin af
einkasyni þeirra, Pálma Pálmasyni.
Það var erfitt að leyna feimninni
við þessi virðulegu hjón, þegar við
hittumst í fyrsta sinn. Én óttinn
reyndist ástæðulaus, það var góð-
vild, hlýja og rólegheit, sem ein-
kenndu heimilislífið.
Við urðum smám saman góðir
vinir og þó að skoðanir okkar væru
skiptar í ýmsum málefnum, eins og
til dæmis jafnréttismálum og pólit-
ík, var gagnkvæm virðing fyrir
hendi og kímnigáfan var jú áþekk.
Ég vil tileinka honum þessi orð K.
Gibran: „Þegar vinur þinn talar, þá
andmælir þú honum óttalaust eða
ert honum samþykkur af heilum
hug. Og þegar hann þegir, skiljið
þið hvor annan.“
Það er bæði margt og margvís-
legt, sem hann Pálmi hefur gert til
að greiða götu mína þessa áratugi
og ég ætla ekki að hafa mörg orð
um það, til að misbjóða ekki lítil-
læti hans, hógværð og prúð-
mennsku.
Þó er eitt sem er mér dýrmætast
og ég fæ aldrei fullþakkað. Hve
góður afí hann hefur verið bömun-
um mínum, Oliver, Pálma Sveini
og Matthildi Völu. Og þegar Oliver
kynnti unnustu sína, Hallgerði írisi
fýrir afa sínum og ömmu, þá fannst
mér eins og þau hefðu eignast
fjórða bamabarnið. í jólamánuðin-
um síðasta fæddist svo Eva litla,
augasteinn langafa við fýrstu sýn.
Það snart ávallt streng í hjarta
mínu að horfa á þau tvö saman,
einlæg gleði gamals manns og sak-
laust hjal litla bamsins, eins og þau
væm að spila saman fallegt lag.
Lokaorðum mínum beini ég til
tengdamóður minnar og sæki þau
í lítið kver Spámannsins, þar sem
segir: „Þeim mun dýpra sem sorgin
grefur sig í hjarta manns, þeim
mun meiri gleði getur það rúmað."
Helga Oliversdóttir.
Mig langar til að kveðja hann
elsku afa minn og þakka honum
fyrir allar okkar góðu stundir sem
við áttum saman.
Til dæmis öll dagsferðalögin sem
við fómm í með nesti sem amma
útbjó handa okkur, við lékum okk-
ur, spiluðum saman og veiddum,
öll bijú.
Á hverju vori settum við niður
kartöflur í garðinn þeirra og áttum
yndislegar stundir saman.
Hann afí var besti vinur minn
og hafði alltaf allan þann tíma sem
þurfti fyrir mig.
Elsku amma, þó að afi sé farinn
þá get ég fullvissað þig um að við
eigum eftir að rifja upp allar góðu
stundimar sem við áttum og fara
í margar ferðir saman.
„Kristur minn, ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu.
Gerð þú svo vel og geymdu mig,
Guð í faðmi þínum.“
Matthildur Vala.
Það var liðið að kveldi þennan
sólríka fullveldisdag, fjölskyldan
undirbýr hátíðarmatseldina, ein-
hver kallar, á ekki að fara að
hringja upp á Skaga og óska afa
og ömmu gleðilegrar hátíðar?
Síminn, hringir, „amma“ á Skag-
anum varð þá á undan, en í einni
svipan er gleðinni kippt á brott, afi
er alvarlega veikur.
Fólk sem lendir í skyndilegum
lífsháska hefur oftlega lýst því-
hvemig lífshlaupið rennur á ör-
skammri stundu fýrir í hugskotinu,
minn háski þetta kvöld var ekki
annar en tíminn, klukkustundin sem
akstur upp á Skaga tók gat verið
dýrmæt.
Út um bílgluggann fletti ég í
huganum lífsbókinni. Bernskan,
unglingsár og fullorðinsárin, allt
blasti þetta við í einu vettfangi.
En skærasta ljósið sem lýsti veg-
inn var faðir minn, hans reynslu-
brunnur, þekking og ást fyrir vel-
ferð fjölskyldunnar vörðuðu mér
veginn og urðu sá vegvísir sem við
og okkar böm höfum getað byggt á.
Faðir minn Pálmi Sveinn var ein-
stakur öðlingur, hann prýddi allt
sem besta föður getur prýtt, elju-
semi, trúmennska og heiðarleiki
voru hans leiðarljós í lífinu, það ljós
slokknaði aldrei heldur náði birta
þess að lýsa fleirum veginn.
Hann var sannur Vestfirðingur
eins og þeirra upplag gerist best,
ólst upp og komst til forráða í para-
dísinni við Ísaíjarðardjúp.
Djúpið, þetta gósenland þjóðar-
innar með allri sinni hrikalegu og
andstæðu náttúrufegurð, þar sem
sólin skoppar brosandi á fjallstopp-
unum að morgni, en ógnþmngin
veður týna mannslífin niður úr fjöll-
um og sæ að kveldi.
Þama áttu foreldrar mínir sínar
rætur, þau hafa ávallt talað um
„heima" og átt þar við Vestfírði
þrátt fýrir áratuga fjarveru, en
„heima á Skaga“ er átt við æsku-
slóðir mínar á Akranesi.
Bemskan var krydduð sögum og
frásögnum af heimaslóðum þeirra
og faðir minn óþreytandi og hafði
ávallt nægan tíma til að hlusta á
soninn og leysa með honum þær
þrautir sem urðu á veginum á langri
þroskabraut.
Ég er sannfærður um að við, þær
kynslóðir sem nú fara að erfa larid-
ið, eiga ýmislegt ólært þegar reynir
á að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu,
ástvini og alla náungana sem þurfa
stuðning í lífinu.
Hraðinn er orðinn svo mikill að
margir vilja gleymast á stundum
af þeim sem næstir okkur standa
og hafa gefið okkur samferðarfólk-
inu hlutdeild í dýrmætum lífsneista.
Faðir minn, Pálmi Sveinn, var
fádæma harður til vinnu og ætlaði
sér ávallt það sem mest var og erfið-
ast, kapp hans var mikið og oft
voru vinnudagarnir langir og
strangir.
Honum var ávallt eftirsjá af sjó-
mennskunni sem hann varð að yfir-
gefa þegar heilsan fór að gefa sig.
Á efri árum sætti hann sig illa
við að verða áhorfandi í tilverunni,
því sætti hann lagi við fiskflökun,
að belfa fáein bjóð, vera með kart-
öflurækt og sjá um ýmis mál þrátt
fyrir þrautir og svefnlitlar nætur
árum saman.
Já, til eru menn sem neita að
gefast upp til síðasta dags, jafnvel
þó ekki sé mögulegt að skola jafn-
vel rykið af bílnum nema stinga um
leið töflu í munn þegar óvæginn
og þrár verkur þjakar lúinn líkama,
slíkum mönnum fækkar um leið og
þeirra kynslóð verður gisnari. Lífs-
viðhorf Pálma Sveins föður míns
var skýrt og ákveðið, hann var jafn-
aðarmaður, leit á þá stefnu sem
hugsjón og háleitt markmið sem
vinna þyrfti stöðugt brautargengi.
Því var hann á yngri árum mjög
virkur baráttumaður og ræktaði
sinn flokk og sína jafnaðarstefnu
af kostgæfni alla tíð. Með honum
fellur frá sannur jafnaðarmaður í
orði og verki eins og þeir bestir
geta orðið.
í minningunni munum við geyma
og varðveita mannkosti elskulegs
föðurs og afa, hans mannkostir
urðu mér sem ungum dreng fyrir-
mynd og þá ræktaði hann ávallt
með mér og miðlaði fram til síðasta
dags. Ég á föður mínum mikið að
þakka hve gjöfull hann var af
reynslu sinni og hyggjuviti þegar
einkabarnið á heimilinu þreytti
gönguna allt frá skriði eldhúsgólf-
anna og út i hinn harða heim lífs-
baráttunnar.
Hann var sá grunnur sem ég
byggði mitt lífsviðhorf á, til hans
vac alltaf hægt að leita, hvernig sem
á stóð, rökræða málefnin og mynda
sér skoðun. Faðir minn var rólegur
og staðfastur, hann skreytti ekki
mál sitt með orðagjálfri og miklu
tali, hans mál var skýrt, ákveðið,
rökfast, málefnalegt en jafnframt
hlýtt og vinalegt.
Hann trúði ávallt að menn væru
metnir af verkum sínum öðru frem-
ur.
Nú þegar faðir minn er farinn
frá okkur er missir okkar mikill,
en minningin um ástríkan og gjöful-
an föður og afa varðar leiðina og
allir þeir bautasteinar hans sem
vísa leiðina og minna á hann.
Mikill verður missir barnanna
okkar sem dýrkuðu afa sinn sem
þeirra stóra skjól þar sem alltaf var
opið og ávallt mikil ást og hlýja.
Ég kveð elskulegan föður minn
í dag með stolti, hluti af honum lif-
ir áfram meðal okkar og speglast
í lífi og viðhorfi okkar hinna.
Við kveðjum yndislegan föður og
afa, vottum honum dýpstu virðingu,
ásamt söknuði og mikilli ást.
Göfugvr maður er hófsamur í
orðum en eldlegur í starfi.
(Konfúsíus.)
Pálmi Pálmason.
Afi Pálmi er dáinn.
Hann dó 17. júní, sjúkrabíllinn
dró athygli okkar að sér þegar hann
fór framhjá.
Seinna þegar mamma hringdi úr
Reykjavík þar sem ég var hjá vini
mínum og sagði að afi væri veikur
og kominn. á spítala lagði ég saman
tvo og tvo.
Ég hraðaði mér af stað, en afi
var dáinn þegar ég kom niðureftir.
Undanfama daga hef ég veri að
rifja upp samverustundir. Oft
keyrðum við upp undir Akrafjall og
eyddum allt upp í heilum degi á
svæði sem við kölluðum „sléttuna".
Einnig sátum við oft heimavið og
spiluðum, afí kenndi mér snemma
að spila. Margar ferðir fórum við
niður á „Kamp“ á meðan hann bjó
á Vesturgötunni eða ég fylgdist
með í fiskverkuninni og þegar hann
var að herða fisk.
Eftir því sem ég varð eldri gerð-
um við meira af því að spila, þó
sumum finnist spilamennska
gagnslaus afþreying þá var þetta
allt það skemmtilegasta sem við
gerðum.
Takmark mitt var að verða betri
en hann, en það tókst aldrei. Alveg
hliðstætt hinu daglega lífi þá hugs-
aði hann hvern leik til hlítar og
gerði sjaldan að nánast aldrei villur.
Hann afi minn var mjög góður,
alltaf tilbúinn að aðstoða mig og
var einkar rólyndur maður. Ég mun
ávallt varðveita minninguna um
elskulegan afa minn sem er eitt það
dýrmætasta sem ég á.
Pálmi Sveinn.
Það var á köldum vetrardegi,
rétt fyrir jólin, að nýtt líf fæddist
inn í fjölskylduna. Og sumarið kom
og grasið varð grænna, laufín birt-
ust og blómin sprungu út í öllum
regnbogans litum. Þá, eftir bjartan
hátíðardag, var annað líf tekið frá
okkur. Hann Pálmi afi er búinn að
kveðja. Þrátt fyrir að svona sé
gangur lífsins og engin fær því
breytt er erfitt fyrir okkur aðstand-
endurna að horfast í augu við stað-
reyndina. Þó að við munum reyna
að festa á blað okkar kærustu minn-
ingar um Pálma og hvaða persónu
hann hafði að geyma verða orðin
alltaf fátækleg því hann hafði svo
margt við sig sem orð fá ekki lýst.
Þegar Oliver var á barnsaldri var
hans annað heimili á Vesturgötunni
hjá Pálma afa og Möllu ömmu.
Þeir voru miklir mátar afínn og
bamið svo varla mátti á milli sjá.
Á hveijum morgni í kaffítíma skól-
ans fór Oliver heim til ömmu og
afa og drakk með þeim morgun-
kaffíð. Og þrátt fýrir að fæturnir
væru famir að gefa sig og hann
vissi hve sársaukinn yrði mikill eft-
irá, fóru þeir alltaf á góðum degi
útí garð að spila fótbolta sem auð-
vitað var efst í huga ungs stráks.
Pálmi þreyttist aldrei á að að-
stoða aðra, hann vildi allt fyrir ást-
vini sína gera og var stórtækur í
orði og verki.
Við erum glöð yfir því að á milli
lífs og dauða liðu sex yndislegir
mánuðir, sem við fengum notið
saman. Hann Pálmi var mjög hrif-
inn af barnabarnabarni sínu henni
Evu og var mjög umhugað að hún
þekkti sig. Eins og þegar við dvöld-
um hjá þeim fyrir stuttu, þá sagði
Pálmi: „Já, sko, Malla mín, hún er
farin að þekkja okkur.“ Hann leit
varla af henni þegar við komum í
heimsókn. Þegar hun vakti sat hún
í stólnum sínum upp á matarborði
og Pálmi fylgdist með öllu sem hún
tók uppá. Sérstaklega þótti honum
skemmtilegt þegar hún smellti sam-
an hælunum fyrir hann, þá hló
hann mildum hlátri, sem hljómar
enn í huga okkar. Og á kvöldin sat
hún í kjöltu hans fyrir framan sjón-
varpið og þau horfðu saman á frétt-
imar, bæði af mikilli alvöru.
Ég var tæplega 15 ára gömul
þegar ég komi inn í fjölskylduna
og man enn blíðlegar móttökur sem
feimin stúlka fékk á heimili Möllu
og Pálma. Þau sýndu lífi okkar og
starfí alltaf mikinn áhuga og
brýndu fyrir okkur lífsreglumar
þegar þeim fannst við eiga. Við sem
þekktum Pálma vitum hve mikil
góðvild bjó að baki öllum hans gerð-
um og við skulum þakka fyrir allar
þær minningar sem við eigum um
góðan og tryggan vin.
Við biðjum Guð að styrkja þig í
sorginni, elsku Malla okkar. Það
er erfítt að sjá á eftir ástvini sínum
eftir rúmlega 50 ár í hjónabandi.
Þið hafið virkilega verið hvert öðm
allt og við vitum að Pálmi hefði
ekki getað eignast betri konu. Þú
stóðst styrk við hlið hans í sorg og
gleði og vékst ekki frá honum í
veikindum hans. Og þú veist, elsku
Malla, að við, fjölskyldan þín, mun-
um standa við hlið þér er þú hagar
lífí þínu eftir breyttum aðstæðum.
Okkur þótti Þjóðvísa eftir Tómas
Guðmundsson eiga vel við um ykk-
ar líf og tryggð þína við Pálma.
Oliver Pálmason, Hlaðgerður
íris og Eva Oliversdóttir.
Góðvinur okkar og næsti granni,
Pálmi Sveinsson, fv. skipstjóri varð
bráðkvaddur á heimili sínu, Höfða-
grund 3, að kvöldi dags þjóðhátíðar-
daginn 17. júní sl. Pálmi gekk ekki
heill til skógar síðustu árin, en hann
var dags daglega hér á ferli á með-
al okkar, oftast eitthvað að bard-
úsa, snyrta og fegra, það var hans
meðfædda eðli að hafa alla hluti á
sínum stað, fægða og fína. Öll
umgengni þessara heiðurshjóna er
svo sannarlega til fyrirmyndar.
Ekki er ætlun mín að segja hér
frá ætt þessa mæta manns eða
æviferli, það læt ég öðrum mér
færari eftir. Að vísu má geta þess,
sem sést hér skrifað á bók, að hann
hafí gerst sjómaður ellefu ára gam-
all og stundað sjóinn sín ungdómsár
af dugnaði og þreki.
Árið 1938 varð hann skipstjóri á
bát frá ísafírði og var það til 1945
við góðan orðstír. Ég minnist að
hafa heyrt frá því sagt hve sókn-
djarfur og heppinn fiskimaður
Pálmi var á þessum árum, reyndar
svonefndur toppmaður á þessum
litlu mótorbátum. Það er aðeins á
færi hraustmenna að sækja sjó á
15 tonna bátum út á hið úfna haf
Vestfjarða á vetrarvertíð og það á
hættutímum styijaldar, þegar
drápstækin eru við hvert fótmál.
Það er líka mikil ábyrgð sem skip-
stjórinn stendur undir á hveijum
tfma, honum er treyst fyrir verð-
miklu skipi, veiðarfærum og öllum
mannslífunum um borð. Nú svo
afkomu skips og áhafnar. Og svo
þegar áðurnefndar ytri aðstæður
eru óvenju erfíðar og áhættusamar.
Pálmi stóðst þessa þrekra.un af
mikilli prýði, reyndar hraustmenni
til sálar og líkama. Árið 1945 flytur
hann til Akraness og er skipstjóri
þar til ársins 1951. Þá bilaði það
sem oftast fer fyrst hjá blessuðum
sjómönnunum, fæturnir. Það reynir
mikið á fæturna, þessi sífellda
hreyfing og orka sem fer í að stíga
ölduna, eins og það kallast . Pálmi
var farsæll skipstjórnarmaður hér
og vinsæll maður af góðum kynnum
og drengskap.
Eftir að hann kom í land vann
hann við fiskverkun, verslunarstörf
og í Sementsverksmiðjunni. Það var
sama hvað Pálmi tók fyrir, hann
var heill og trúr í starfi, maður sem
hagstœðkjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margirgjaldmiðlar IÐNÞRÖUNARS JÖÐUR
Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:6299 92