Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
39
Hvað heitir
fólkið á
myndinni?
Þeir sem bera kennsl á fólkið
á myndinni era beðnir að hafa
samband við Henríettu Bernds-
en í Búðardal í síma 93-41162.
BÍLALE/GA
llrval 4x4 fólksbfla og station bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
meS einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farsfmar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
Sérstakt
menningar-
ráðuneyti
Frá Hans Krístjáni Árnasyni:
í fréttatíma ríkissjónvarpsins
sunnudaginn 21. júní sl. var þess
getið að menntamálaráðherra hygð-
ist ieggja til róttækar breytingar á
skipulagi núverandi menntamála-
ráðuneytis. Vitnað var í viðtal við
ráðherrann í Stefni (tímariti SUS)
og er þar haft eftir Ólafi G. Einars-
syni að skipta eigi núverandi
menntamálaráðuneyti upp í tvö
ráðuneyti, þ.e.a.s. ráðuneyti menn-
ingarmála og ráðuneyti mennta-
mála.
Þetta eru góðar fréttir! Undirrit-
aður hefur lengi talið þörf á þessum
breytingum og haldið því fram (m.a.
hér í Mbl.) að núverandi skipulag
sé alls ekki í takt við kröfur tímans.
Það er reyndar löngu kominn tími
til að viðurkenna í verki mikilvasgi
lista- og menningarmála í okkar
ágæta þjóðfélagi. Lista- og menn-
ingarmál hafa hingað til verið nk.
olnbogabörn í stjórnkerfinu.
Heildarstjórn menningarmála
þjóðarinnar hefur tilheyrt einni af
undirdeildum ráðuneytisins, nefni-
lega lista- og safnadeild. Þessi litla
og fáliðaða deild hefur þurft að
sinna ótrúlega íjölbreyttum og
flóknum málaflokkum. Ég tek ofan
fyrir því ágæta fólki sem þar hefur
starfað við afar fátæklegar aðstæð-
ur. Þessi staða hefur svo þýtt það
m.a. að ómögulegt hefur verið að
vinna að framgangi menningar-
stefnu eins og nútímaþjóðfélag ger-
ir kröfur til.
Ekkert vestrænt ríki býr eins
fátæklega að menningargeira sín-
um og íslenska ríkið. Öll þau ríki
sem við berum okkur saman við
hafa fyrir löngu viðurkennt þýðingu
lista- og menningarmála fyrir þjóð-
félagið og sinna málefnum þessarar
mikilvægu atvinnugreinar í sérstök-
um menningarráðuneytum. Ég segi
atvinnugrein vegna þess að menn-
ingargeirinn er ein af höfuðatvinnu-
greinum þjóðarinnar. Þetta hafa
t.d. Danir og Hollendingar skilið
fyrir mörgum mannsöldram. Þar
er menning ekki aðeins stofustáss
heldur einnig þýðingarmikil útflutn-
ingsgrein, sem þessar þjóðir nota
óspart í viðskiptum sínum við aðrar
þjóðir.
í mínum huga leikur enginn vafi
á því að þau ómetanlegu landkynn-
ingarstörf, sem núverandi forseti
íslands hefur unnið fyrir þjóð sína
á erlendri grund, hefðu öðlast enn
meiri slagkraft ef unnt hefði verið
að virkja starfskrafta öflugs menn-
ingarráðuneytis til þessara mála.
En meðan við látum okkur nægja
að fleygja einu og einu hundabeini
í menningarmálin þá gerist heldur
ekkert uppbyggilegt á þeim víg-
stöðvum. Og meðan menningarmál-
in eru svelt í ríkiskerfinu er ekki
hægt að smíða menningarstefnu til
lengri tíma. Með tilkomu sérstaks
menningarráðuneytis, eins og ráð-
herra nú boðar, verður fýrst unnt
að skapa þessari atvinnugrein sömu
skilyrði innan stjórnarráðsins og
acþ'ar höfuðatvinnugreinar okkar
hafa.
Þetta er spor í rétta átt. Haft
er eftir ráðherra að ekki sé þó fyrir-
hugað að fjölga ráðherrum, a.m.k.
til að byija með, heldur muni sami
ráðherra fara með málefni beggja
ráðuneytanna, þ.e.a.s. ráðuneyti
menntamála og ráðuneyti menning-
armála. Vonandi kemur þó að því
fyrr en síðar að sérstökum menn-
ingarráðherra verði falið að sinna
þessari þýðingarmiklu atvinnu-
grein. I dag líða menningarmálin
fýrir það að menntamálaráðherra
verður að veija mestu af tíma sínum
innan ríkisstjórnar og á alþingi í
baráttu fyrir fjármagni til skóla-
og fræðslumála. Á meðan málum
er þannig háttað verða menningar-
málin hornreka í stjórnkerfinu og
þjóðfélaginu.
HANS KRISTJÁN ÁRNASON
Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík
VELVAKANDI
HRINGUR
Módelsmíðaður silfurhringur
frá Jens tapaðist laugardags-
kvöldið 20. júni í Ingólfskaffi
eða við Austurstræti. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 11726 eða 27777.
HRAÐA-
HINDRUN
Konráð Friðfinnsson, Þórólfs-
götu la , Neskaupstað:
Varðandi deiluna sem risin
er upp vegna opsins, sem minni-
hlutinn í borgarstjórn vil! láta
loka, í miðeyju Laugavegar á
móts við Hekluhúsið hef ég
ákveðna tillögu. Hvernig væri
að setja hraðahindrun á þessum
stað og draga þannig úr slysa-
hættu?
GLERAUGU
Kvengleraugu töpuðust í Efra
Breiðholti fyrir nokkru.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 75660.
SKOTTHÚFA
Marglit skotthúfa með dúski
tapaðist í Hjómskálagarðinum
17. júní. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
687393.
Pennavinir
Japönsk kona, 25 ára, segist ólm
vilja eignast íslenska pennavini.
Áhugamálin eru tónlist, kvikmynd-
ir, bréfaskriftir, ferðalög, dans o.fl.:
Rieko Kato,
1-32-17 Maruyama,,
Funabashi-shi,
Chiba,
273 Japan.
LEIÐRÉTTING
Flautuleikarinn
heitir Arna
í gagnrýni Jóns Ásgeirssonar um
lokatónleika kirkjutónlistarmótsins
í Dómkirkjunni sl. sunnudag, var
ragnlega farið með nafn flautuleik-
ara. Hún heitir Arna Kristín Einars-
dóttir. Er hún og aðrir hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar.
s
Fax ★ Fax
FAXPAPPÍR frá USA
Góður og ódýr!!
(245.- án/vsk. 30 m/rl.)
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Réykjavík
Símar 624631 / 624699
Við lokum á laugardögum
í sumar.
T A
UTILIFf^
F SIMI812922
■W.W.W.WAV/AV//.V.W
Royal
skyndibúðingur
Látið t.d. súkkulaði og vanillu-
búðing í mislit lög í há giös
með þeyttum rjóma.