Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 15 eníu ásaka EB- og EFTA-þjóðirnar um þröngsýni í garð sinnar þjóðar. Því miður verð ég að viðurkenna að eitthvað kann að vera rétt í orðum hennar. Ekki er laust við að það brygði fyrir minnimáttarkennd hjá henni og sakaði hún aðrar þjóðir um að vilja ekki rétta Rúmenum hjálpar- hönd í málum sem væru ekki þeim einum að kenna og þeir gætu ekki leyst sjálfir. Eftir að þessi stúlka hafði lokið máli sínu talaði Pólveiji sem trúði því staðfastlega að Austur-Evr- ópubúar þyrftu að leysa mörg vanda- mál áður en unnt væri að tala um inngöngu þeirra í Evrópubandalagið. Sagðist hann skilja hræðslu vel stæðra þjóða við að fá Austur-Evr- ópulönd inn í bandalagið. Sagði hann að Pólveijar þyrftu ekki aðeins að bæta fjárhagsstöðu sína og lífsskil- yrði heldur væri það grundvallarat- riði að eyða öllum fordómum í garð Þjóðveija sem enn eru ríkir í mörg- um Pólveijum. Hvort þetta eru aðeins viðhorf tveggja ólíkra einstaklinga eða hvort þetta eru almenn viðhorf þessara þjóða veit ég ekki. Eitt veit ég þó með vissu að þjóðernishyggja er rík í flestum íbúum þessara þjóða sem og annarra Evrópuþjóða og er ég þá ekki aðeins aðtala um þróunina í austurhluta álfunnar. Frakkar sögðust óttast mjög að styðja þjóð- irnar á Balkanskaganum og Sovét- ríkin fyrrverandi í baráttu sinni fyr- ir sjálfstæði, af ótta við að Kor- síkubúar risu upp og heimtuðu sjálf- stæði. Þjóðernisstefna virðist því víð- ast hvar eiga sér stað annars staðar en á Balkanskaganum og töluðu Spánveijar með ótta um þjóðernis- vakningu í Katalóníu og Bretar um aukinn áhuga Skota á að öðlast sjálf- stæði. Þótt mikill tími færi í að ræða um samskipti Austur-Evrópuþjóða við Evrópubandalagið og inngöngu þeirra í framtíðinni voru ekki síður rædd önnur vandamál sem tengdust Evrópubandalaginu. Voru flestir þátttakendur frá Efnahagsbandalagslöndunum sam- mála um að áður en unnt væri að ræða um inngöngu annarra ríkja þyrfti Evrópubandalagið að leysa innbyrðis vandamál sín. Var þá sér- staklega rætt um vandræði sem kynnu að skapast af ólíkum lífsvenj- um ítala, Spánveija, Portúgala og Grikkja samanborið við ríki norðar í álfunni. Kom það einnig fram að fyrrnefndar þjóðir óttuðust mjög inngöngu EFTA-landanna í EB. Þessi Suður-Evrópulönd standa ekki vel að vígi fjárhagslega og nota EB til að rétta við fjárhag sinn og bæta lífsgæði. Eftir því sem fleiri velmeg- unarlönd gerast aðildarríki minnkar að sama skapi sú aðstoð sem er varið í þróunarhjálp þar sem sífellt fleiri lönd innan EB hafa engra hags- muna að gæta á því sviði. Margt fróðlegt var rætt þessa sex daga sem ráðstefnan stóð yfir og er ég að henni lokinni enn sannfærð- ari um að staða íslands í framtíðinni sé innan EB. Þykir mér ólíklegt að ísland hafi fjárhagslega ráð á því að standa eitt Vestur-Evrópuríkja utan EB án þess að dragast aftur úr í öðrum efnum. ísland er lítið ríki en stolt þjóðar- innar mikið og er það von mín að einmitt þetta stolt eigi ekki eftir að verða henni að falli. Eg er sannfærð um að ísland á margt meira sameig- inlegt með ríkjum Evrópu en með Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sem ég óttast að við þurfum að treysta æ meira á ef við höldum okkur fyrir utan bandalög þeirra ríka sem við eigum með sameiginlega menningu og sögu. ísland er ekki hátt skrifað hjá mörgum Evrópubúum og því miður verð ég að viðurkenna að í umræð- unni- um samskipti EFTA og EB gleymist stundum að minnast á Is- land og Liechtenstein. Eina leiðin til þess að breyta þessum viðhorfum held ég að felist í auknum samskipt- um við aðrar Evrópuþjóðir og því vona ég að flestir íslendingar aðhyll- ist ekki einangrunarstefnu í alþjóða- málum. Við sem komum saman í Lúxem- borg þessa viku í apríl til að ræða um framtíð Evrópu, framtíð okkar, gerðum okkur grein fyrir að til þess að samskipti Evrópubúa sín á milli megi aukast og styrkjast er ekki nóg að ráðamenn þjóðarinnar ræði sam- an. Til að stuðla að öflugri og frið- samri Evrópu er nauðsynlegt að sem fiestir íbúar Evrópulanda læri að þekkja nágranna sína, menningu þeirra og lífsviðhorf. Höfundur er nemandi í Verslunarskóla Islands. Persónuafsláttur hækkar 1. júlí Mónaóarlegur persónuafsláttur hækkar í 24.013 kr. Sjómannaafsláttur 6 dag hækkar í 663 kr. Þann 1. júlí hækkar persónu- afsláttur og sjómannaafslátt- ur. H.ækkunin nær ekki til launagreiðslna fyrir júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út. Vakin er athygli launagreið- enda á því að þeir eiga ekki að breyta fjárhæð persónuafslátt- ar þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1992. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuð- um persónuafslætti 1992. Onýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1992 og verður millifærður síðar hækkar ekki. A sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um milli- færslu á ónýttum uppsöfnuð- um sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1992. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI SÉRTILBOÐ i SÆNGURVERASETT 100% RÓMULL KR. 750 HERRASKYRTUR KR. 495 i KVENNÆRBUXUR KR. 501

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.