Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Fjárhagsstaða
Reykjavíkurborgar
Peningaleg staða sveitar-
sjóða er, samkvæmt reikn-
ingsskilaaðferð þeirra, veltu-
fjármunir og langtímakröfur að
frádregnum skammtíma- og
langtímaskuldum. Peningaleg
staða er jákvæð ef peningalegar
eignir eru umfram peningalegar
skuldir, en neikvæð ef skuldir
eru hærri en peningalegar eign-
ir. Samkvæmt þessari skilgrein-
ingu var staða borgarsjóðs
Reykjavíkur í árslok 1991 nei-
kvæð um rúmlega 434 m.kr.,
eða sem svarar um úög'ur þús-
und krónum á hvem íbúa henn-
ar. Þetta er verri staða en vonir
stóðu til og hefur orðið minni-
hluta borgarstjómar tilefni til
nokkurra ásakana á hendur
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Ef peningaleg staða Reykja-
víkurborgar í heild er skoðuð
með sömu reikningsskilaaðferð,
það er borgarsjóðs og stofnana
í eigu hans, í árslok 1991, verð-
ur niðurstaðan önnur. Hún er
jákvæð um 2.262 m.kr., eða
tuttugu og þrú þúsund krónur
á hvem íbúa.
Hrein bókfærð eign borgar-
sjóðs nam tæplega 59 milljörð-
um króna. Að meðtöldum fyrir-
tækum og stofnunum borgar-
innar mælist hrein bókfærð eign
Reykjavíkurborgar 104 millj-
arðar króna eða sem svarar
einni milljón á hvern borgarbúa.
Fjárhagsstaða Reykjavíkur-
borgar verður því að teljast
traust.
Ástæða verri peningalegrar
stöðu borgarsjóðs í lok rekstrar-
ársins 1991 er ekki sú að út-
gjöld hans, það er rekstur mála-
flokka borgarinnar, hafi farið
úr böndum. Rekstur málaflokka
samtals, það er útgjöld að frá-
dregnum sértekjum, var áæltað-
ur 6.186 m.kr. en varð sam-
kvæmt ársreikingi 6.222 m.kr.,
sem er 36 m.kr. umfram áætlun
eða 0,6% af 6,2 milljarða króna
veltu. Þetta er á heildina litið
góður árangur.
Samdráttur í þjóðarbúskapn-
um og versnandi afkoma at-
vinnugreina og fyrirtækja hefur
hins vegar komið illa við sveitar-
félögin, bæði í rýrari skattstofn-
um og lakari skattskilum. Sam-
dráttur af þessu tagi kemur
verr við þau sveitarfélög sem
hafa tiltölulega hátt tekjuhlut-
fall af atvinnurekstri. Áætlaðar
skatttekjur borgarsjóðs 1991
voru 10.426 m.kr., en bókfærð-
ar tekjur urðu aðeins 9.634
m.kr., sem er 732 m.kr. undir
áætlun, eða 7,6%. Það eru eink-
um aðstöðugjöld (veltuskattar)
sem bregðast, skila 462 m.kr.
minna en tekjuáætlun borgar-
sjóðs stóð til.
í athugasemdum borgarend-
urskoðanda á bókfærðum eftir-
stöðvum hjá Gjaldheimtunni í
Reykjavík kemur fram að 29%
af eftirstöðvum hjá einstakling-
um og 51% af eftirstöðvum hjá
fyrirtækjum eru vegna gjald-
þrota. Þessar staðreyndir segja
sína sögu og þarf ekki að hafa
um mörg orð.
Markús Öm Antonsson borg-
arstjóri segir m.a. í svari við
gagnrýni minnihluta borgar-
stjómar á fjármálalega stjórn
borgarinnar:
„Ég tel það af og frá að halda
því fram að um taprekstur sé
að ræða á borgarsjóði, sem stað-
ið hefur í eignabreytingum og
framkvæmdum fyrir 4.700
m.kr. að meðtalinni gatnagerð.
Þetta er það afgangsfé sem tek-
ið er úr rekstrinum."
Þegar rætt er um rekstrar-
stöðu sveitarfélaga ér rétt að
minna á gagnrýni Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, formanns Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, í
Sveitarstjórnarmálum (2. tbl.
1992). „Algengt er,“ segir
hann, „að lagðar séu þungar
byrðar á sveitarfélögin, án þess
að nokkur grein sé gerð fyrir
því, hvemig afla megi tekna til
að standa straum af þeim við-
bótarkostnaði, sem fram-
kvæmdin hefur í för með sér.
Má í þessu sambandi benda á
mjög auknar kröfur með setn-
ingu nýrra laga, m.a. um gmnn-
skóla, félagslega þjónustu sveit-
arfélaga og leikskóla, svo og
mengunarvarnareglugerð frá
1989.“
Fjárhagsstaða Réykjavíkur-
borgar er traust lengst af; trú-
lega traustari en flestra ef ekki
allra sveitarfélaga í landinu.
Útgjöld borgarsjóðs árið 1991
em á heildina litið nokkurn veg-
inn í samræmi við fjárhagsáætl-
un. Hins vegar skortir rúmar
730 m.kr. á áætlaðar tekjur.
Sá tekjubrestur er spegilmynd
af stöðu mála í atvinnu- og efna-
hagslífí okkar.
Það gildir hið sama um borg-
arstjórn og ríkisstjóm í þessum
efnum. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn verður að virða skáld-
skap þann, sem veruleikinn yrk-
ir kringum hann, þ.e. stöðu
mála í þjóðarbúskapnum. Borg-
arstjórnin þarf fyrst og fremst
að hyggja að tvennu: 1) að-
haldi, hagræðingu og spamaði,
2) eflingu allra tiltækra fram-
takshvata fólks- og fyrirtækja
til verðmætasköpunar. Hvort
tveggja er í anda sjálfstæðis-
stefnunnar.
Lí fskj araj öfnun
eftirJón Sigurðsson
Á nýafstöðnu flokksþingi Alþýðu-
flokksins var mikið rætt um velferð-
arkerfið og viðleitni ríkisins til þess
að jafna lífskjörin í landinu. Þessar
umræður koma í kjölfar mikilla
umræðna um tekjuskiptingu á ís-
landi. Meðal annars hefur mönnum
orðið tíðrætt um upplýsingar um
vaxandi ójöfnuð í tekjuskiptingu í
Bandaríkjunum og félagslega upp-
lausn í því landi. í framhaldi af þessu
hefur því verið haldið fram að það
sama væri að gerast hér. Úpplýs-
ingar frá Þjóðhagsstofnun um dreif-
ingu atvinnutekna hafa verið sagðar
sýna að ójöfnuður í tekjuskiptingu
hafi aukist á undanförnum árum.
Gagnrýnendur á stefnu núverandi
ríkisstjórnar halda því sérstaklega
fram að spamaðaraðgerðir í velferð- •
arkerfinu hafi svo aukið á ójöfnuð-
inn.
Staðreyndir um
tekjuskiptinguna
Lítum aðeins á staðreyndir í þessu
máli. Þeir mælikvarðar sem Þjóð-
hagsstofnun hefur til að mæla breyt-
ingar á tekjuskiptingunni á íslandi
sýna alls ekki vaxandi ójöfnuð í
skiptingu atvinnutekna á síðustu
árum. Hlutur hinna tekjuhæstu af
heildartekjum hækkar ekki og lækk-
ar reyndar aðeins árið 1990 frá árinu
áður. Hlutur hinna tekjulægstu er
svipaður öll árin og ekki unnt að
draga aðrar ályktanir af þessu efni
en að dreifing atvinnutekna sé til-
tölulega stöðug eða hafi verið það
síðustu fimm ár, þótt enn liggi ekki
fyrir beinar tölur um árið 1991.
Þessar staðreyndir eru ekki nýjar
af nálinni og koma vel heim við at-
hugun á tekjuþróun helstu starfs-
stétta á þessum árum, eins og fram
kemur í nýbirtri grein eftir dr. Stef-
án Ólafsson, prófessor, í tímaritinu
Vísbendingu. Einnig má nefna að
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Alþýðusambandsins, hefur komist
að þeirri niðurstöðu að launamunur
innan ASÍ hafi farið minnkandi frá
árinu 1987 til ársins 1991.
Það virðist því ljóst að á síðustu
árum hefur tekjuskiptingin á íslandi
ekki skekkst til ójafnaðar. Á íslandi
hafa hinir ríku ekki orðið ríkari né
hinir fátæku fátækari á síðustu fimm
árum. Fremur er tilhneiging í hina
áttina, átt til jafnaðar.
Ráðstöfu nartekj ur og
skipting þeirra
Auðvitað er nauðsynlegt í þessum
umræðum að fjalla ekki einungis um
atvinnutekjurnar heldur líka heildar-
tekjurnar, ráðstöfunartekjur heimil-
anna. Það er einmitt einn megintil-
gangur velferðarsamfélagsins að
leiðrétta tekjudreifingu markaðar-
ins. í því felst ekki að ríkið hlutist
til um frumskiptingu tekna á vinnu-
markaði heldur hafi sín áhrif til jöfn-
unar með álagningu skatta, tekjutil-
færslum og ekki síst með framboði
á almennri, opinberri þjónustu á sviði
heilbrigðismála, menntamála, al-
mannatrygginga og almennrar vel-
ferðarþjónustu.
Þegar litið er á þær hagtölur sem
fyrir liggja um þessi efni er deginum
ljósara að skattar, tilfærslur og að-
gangur að opinberri þjónustu jafna
tekjuskiptinguna mjög mikið. Þegar
hlutfall hinna tekjulægstu í ráð-
stöfunartekjum er skoðað, sérstak-
lega ef með væri talinn aðgangur
að opinberri þjónustu, kemur í ljós
miklu stærri hlutur þeirra í lífsgæð-
unum en í markaðstekjunum einum,
eins og vera ber.
Það væri sannarlega hörð gagn-
rýni á jafnaðarmenn í ríkisstjórn að
segja að þeim hefði ekki tekist að
vetja hlut þeirra sem lakar standa.
Okkur hefur tekist það síðastliðin
fimm ár þrátt fyrir erfiðleika í efna-
hagsmálum. Þetta er þeim mun at-
hyglisverðara þar sem það er vitað
að tekjuskiptingin hefur tilhneigingu
til að raskast þeim tekjulágu í óhag
þegar stöðnun eða afturkippur verð-
ur í þjóðarbúskapnum. Atvinnuleysið
er mesti vágesturinn; honum verðum
við að bægja frá garði.
Það er ekki vafi á því að hækkun
skattfrelsismarka 1987/88 við upp-
töku staðgreiðslunnar og tekjuteng-
ing barnabóta og grunnlífeyris
1991/92 voru áhrifamiklar jöfnun-
araðgerðir, eins og Sigurður Snæv-
arr, hagfræðingur, benti reyndar á
í erindi á ráðstefnu Alþýðuflokksins
um velferðarkerfið í síðasta mánuði.
Breytingarnar í heilbrigðismálum
sem gerðar hafa verið á starfstíma
þessarar ríkisstjórnar eru líka í eðli
sínu til jöfnunar.
Jón Sigurðsson
„Það virðist því ljóst að
á síðustu árum hefur
tekjuskiptingin á íslandi
ekki skekkst til ójáfnað-
ar. A Islandi hafa hinir
ríku ekki orðið ríkari
né hinir fátæku fátæk-
ari á síðustu fimm árum.
Fremur er tilhneiging í
hina áttina, átt til jafn-
aðar.“
Af þessu er ljóst að það er ástæða
til þess að vara við órökstuddum
fullyrðingum _um breytingu á tekju-
skiptingu á íslandi til ójafnaðar. í
Rússar sigruðu á Olympíuskákmótinu - Islendingar í 6. sæti:
Besti árangur sem ísland
hefur náð á Olympíumóti
- segir Jóhann Hjartarson
ÍSLENDINGAR lentu í 6. sæti á Ólympíuskákmótinu í Manila á
Filippseyjum, sem lauk í gær. Hlaut sveitin 33,5 vinninga og var
þar með jöfn Lettum og Króötum að vinningum, en Lettar náðu
fimmta sætinu er stig voru talin. Rússar sigruðu örugglega í mótinu
með 39 vinninga. Árangur íslendinga á mótinu er sá besti sem ís-
lensk skáksveit hefur nokkurn tímann náð, sé tekið tillit til styrk-
leika mótsins, að mati Jóhanns Hjartarsonar. Annað sæti i Ólympíu-
skákmótinu hrepptu Úsbekar, sem hlutu 35 vinninga, en á eftir fylgdu
Armenar með 34,5 og Bandaríkin með 34 vinninga. Hannes Hlífar
Stefánsson náði á mótinu þriðja og síðasta áfanga að stórmeistara-
titli, en hefur ekki nógu mörg ELO-stig samkvæmt nýrri stigatöflu
er gildir frá 1. júlí. Hann verður því að bíða til janúar á næsta ári
eftir staðfestingu á titlinum.
„Þetta er langbesti árangur sem
íslensk sveit hefur nokkurn tíma
náð á Ólympíumóti. Þetta var gríð-
arlega sterkt mót, langsterkasta
Ólympíumót sem hefur verið hald-
ið,“ sagði Jóhann Hjartarson, sem
tefldi á fyrsta borði fyrir ísland, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. „Hápunkturinn var 3-1-sig-
urinn á Englendingum, sem er
næststerkasta þjóðin samkvæmt
stigalistanum.“ Aðspurður kvað
Jóhann úrslitin í sjálfu sér ekki
hafa komið sér á óvart, markið
hafí verið sett á eitt af tíu efstu
sætunum og menn hefðu jafnvel
verið famir að eygja örlitla von um
verðlaunasæti.
Sigur Rússa var afar öruggur
og verðskuldaður, að sögn Áskels
Arnar Kárasonar stjórnarmanns í
Skáksambandi íslands sem er með
landsliðinu á Filippseyjum. „Hann
má fyrst og fremsta þakka tveimur
iiðsmönnum, Garrí Kasparov, sem
hlaut 6 vinninga í 8 skákum og
vann margar mikilvægar skákir, og
Vladímír Kramník, sem hlaut níu
og hálfan vjnning af tíu möguleg-
um. Helgi Ólafsson var eini skák-
maðurinn sem náði jafntefli við
hann,“ sagði Áskell Örn.
í lokaumferð mótsins sigraði ís-
lenska skáksveitin þá tékknesku
með tveimur og hálfum vinningi
gegn einum og hálfum. Bar þar
hæst glæsilegan sigur Jóns L.
Árnasonar á Mokry, en skákir Jó-
hanns Hjartarsonar og Ftacnik,
Margeirs Péturssonar og Stohl og
Hannesar Hlífars Stefánssonar og
Hracek enduðu allar með jafntefli.
Það var ljóst fyrir síðustu um-
ferðina að íslendingar yrðu að
vinna Tékka a.m.k. 3-1 til að eiga
möguleika á verðlaunum, en eins
og viðureignir þróuðust á öðrum
borðum hefði það ekki nægt. Síð-
asta umferðin varð raunar sú al-
mest spennandi, eins og algengt
er á mótum sem þessum. Nokkur
önnur úrslit hennar voru sem hér
segir: Armenía-Lettland 2-2, Úsbe-
kistan-ísrael 3-1, Þýskaland-
Bandaríkin l'h-2'h, Bosína-Georg-
ía l‘/2-2‘/2, Úkraína-Indland 2-2,
Eistland-Slovenia IV2-2V2, Rúmen-
ía-Ungverjaland 3-1, Ástralía-
Búlgaría V2-3V2 og Sviss-Kanada
4-0.
íslendingar hafa teflt við 9 af
10 stigahæstu þjóðunum, en engri
viðureign tapað verr en með IV2
vinningi gegn 2'h. „Við náðum auk
þess þeim árangri að vinna þrjár
sveitir sem eru fyrir ofan okkur í
styrkleikaröðinni, sveitir Englands,
Hollands og Tékkóslóvakíu. Þegar
litið er á árangur liðsmanna er ljóst
að þrír þeirra, Jóhann Hjartarson,
Jón L. Árnason og Hannes Hlífar
Stefánsson, stóðu sig frábærlega,
en hinir þrír í samræmi við stig sín
eða rúmlega það. Þetta þýðir að
Morgunblaðið/Sverrir
íslenzka skáklandsliðið, sem varð i 6. sæti á Filippseyjum, ásamt fylgdarliði. Frá vinstri: Gunnar Eyjólfs-
son, Kristján Guðmundsson, Margeir Pétursson, Áskell Om Kárason, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason,
Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur G. Þórarinsson.
þessum orðum felst ekki kæruleysi
eða afskiptaleysi, eða kemur-mér-
ekki-við stefna. Það er sannarlega
ástæða til þess að vanda mjög til
verka við jöfnun lífskjara. Menn
skyldu gjalda varhug við því að klifa
stöðugt á því að hinir ríku séu að
verða ríkari og hinir fátæku fátæk-
ari án þess að gá að staðreyndum í
málinu. Staðhæfingar um breikkandi
bil milli ríkra og snauðra hafa verið
algengar í ræðum andstæðinga
stefnu ríkisstjórnarinnar að undan-
förnu og reyndar vinsælt leiðaraefni
á íslandi á seinni árum. Ein skýring
á þessu fyrirbæri gæti verið aukin
umfjöllun í fjölmiðlum um kjör ein-
stakra manna og starfshópa og tekj-
ur þeirra. En slíkar fréttir staðfesta
ekki þjóðfélagsbreytingar.
Jöfnunarhlutverk ríkisins
Það er einkenni velferðarþjóðfé-
lagsins að gæta þess að þeir sem
höllum fæti standa í lífinu fái lið-
sinni frá samfélaginu. Það er ákaf-
lega mikilvægt að það fé sem ríkis-
valdið tekur til sín með sköttum til
þess að standa straum af nauðsyn-
legum ríkisútgjöldum og til þess að
hafa áhrif á tekju- og kjaraskipting-
una í landinu sé sem allra best nýtt.
Það er hægt að sýna fram á það
með tölum, og hefur reyndar verið
gert í öðrum löndum, að þótt skattar
hækki og tilfærsluútgjöld hafi aukist
að mun síðustu tvo áratugi hefur
það ekki teljandi áhrif á tekju-
skiptinguna eftir skatta og tilfærsl-
ur. Þetta er þeim mun alvarlegra sem
hækkandi skattbyrði heldur hagvexti
niðri sem er óforsvaranlegt ef hún
ekki skilar auknum jöfnuði.
Þannig birtist þessi þróun t.d. í
tölum fyrir Bandaríkin og ýmis önn-
ur OECD-ríki þegar litið er yfir síð-
ustu 20-30 ár. Við eigum að draga
lærdóm af reynslu annarra þjóða í
þessu efni og beita ríkisfjármálum í
þágu raunverulegs jafnréttis.
Það að hækka skattana til þess
að auka velferðargreiðslur án þess
að það hafi raunveruleg áhrif á tekj-
uskiptinguna felur í sér mikla hættu.
Þá hættu að hækkandi skatthlutföll
dragi úr hvatningu til starfa og
sparnaðar og viljanum til þess að
taka áhættu í atvinnurekstri. Þannig
er driffjöður efnahagslífsins veikt.
Þá er líka á málinu sú siðferðilega
hlið að hækkandi bótafjárhæðir
freista til misnotkunar í velferðar-
kerfinu.
Velferðarskjólan má ekki leka
Þannig fer velferðarskjólan að
leka og atvinnulífið að bila. Það er
ekki hygginna manna háttur að ausa
stöðugt meira vatni í ílátið til þess
að halda vatnsborðinu í því í þeirri
hæð sem menn vilja ef öllum er ljóst
að ílátið lekur. Þeim mun meira sem
í skjóluna er látið þeim mun meiri
verður Iekinn. Auðvitað er skynsam-
legra að þétta ílátið; að þétta ílátið,
sem geymir jöfnunarsjóð velferðar-
kerfisins, svo ekki flæði í gegnum
það fé að þarflausu. Ekki síst af því
að af lekanum hljótast líka önnur
spjöll, vatnsskaði á þjóðfélagsbygg-
ingunni.
Félagsleg vandamál verða ekki
leyst með því einu að henda í þau
peningum. Vandamál eru leyst með
því að taka á þeim af mannúð og
kærleika en líka af skörpum skiln-
ingi og hyggindum. Það þarf að finna
fjárhagslegan grundvöll fyrir öll okk-
ar velferðarmál. Það er rangt að
slengja gagnrýnislaust saman
augnabliksmyndum af tekjuskipting-
unni í skattframtölum og raunveru-
legri lífsgæðaskiptingu á Islandi.
Hagalín og Hannibal
Umræðurnar um endurnýjun vel-
ferðarkerfisins í tíð núverandi ríkis-
stjórnar riíja upp gamla sögu frá
ísafirði, frá árinu 1934. Þetta var
einmitt við upphaf velferðarsamfé-
lagsins.
Guðmundur G. Hagalín segir
þessa sögu i minningabók sinni „Þeir
vita það fyrir vestan“. Þegar þetta
var, voru þeir Hannibal Valdimars-
son og Hagalín saman í framfærslu-
nefnd ísafjarðarkaupstaðar og
mynduðu þar meirihluta. Þeir þurftu
auðvitað að nýta sem best það fé
sem framfærslunefndin hafði til
umráða til þess að hjálpa þurfandi
fólki með föt og mat á þessum erfiðu
tímum í miðri kreppunni.
Þeir fundu þá leið besta að fá
gáfaða konu og góðgjarna, Önnu
Bjömsdóttur, til þess að meta hveij-
ar þarfir heimilanna væru. í ljós kom
að sumum fjölskyldum þurfti að
ætla mun meira en áður hafði verið
veitt, öðrum minna. Þeir Hannibal
og Hagalín skömmtuðu naumt þar
sem hægt var að skammta naumt
en rúmt þar sem þörfin var mest.
Hagalín segir frá því að ýmsir af
kjósendum hans og Hannibals hafí
haft orð á því við hann að Alþýðu-
flokkurinn myndi bæði tapa á mat-
ar- og fataskömmtuninni, en Hagal-
ín fullyrðir að hvort tveggja hafi
aukið á vinsældir þeirra, og það að
miklum mun, þegar fram í sótti.
Menn sáu að þarna réði sanngirni
og skynsemi, þarna var almannaféð
nýtt eins og kostur var í þágu þeirra
sem raunverulega höfðu þörf fyrir
liðsinni samfélagsins.
Umbæturnar framundan
Þetta er gömul saga en þó síung.
Nú er brýn nauðsyn að nýta sem
best sameiginlega sjóði landsmanna
til þess að fullnægja réttlætinu. Á
verkefnum velferðarkerfisins þarf að
taka af raunsæi og mannúð — sem
eru ekki andstæður.
Það er hægt að ná betri árangri
með því að bæta rekstur velferðar-
þjónustunnar, m.a. með því að hag-
nýta útboð þar sem þeim verður við
komið, einmitt til þess að ná sem
mestu réttlæti í þjóðfélaginu fyrir
skattféð. Fólk reiðir það fúslega af
hendi, ef það er sannfært um að féð
sé vel nýtt. Svo er hins vegar ekki
ef sú tilfinning nær tökum að það
sem ríkið tekur til sín sé illa nýtt
eða því sóað til þess að greiða fúlgur
fjár til fólks sem ekki hefur þörf
fyrir stuðning þannig að hinir sem
raunverulega hafa þörf fyrir hann
fái minna en þeir þurfa og eiga skilið.
Tekjuskattsbreytingin 1987, stað-
greiðslukerfið, er einhver áhrifa-
ríkasta breyting til tekjujöfnunar í
okkar skattasögu. Unnt er að ná enn
betri árangri til raunverulegs jafn-
réttis í skattakerfinu með því að
fækka undanþágum og bæta fram-
kvæmd, bæði núverandi tekjuskatts
og virðisaukaskatts. Þannig næst
raunveruleg stighækkun og sann-
gjörn niðuijöfnun. Það þarf líka að
einfalda almannatryggingakerfíð og
tengja það betur skattakerfinu en
nú er gert. Sama gildir um lífeyri-
skerfið, þar þarf sameiningu sjóða
og einföldun í samræmdu, réttlátu
kerfi fyrir alla landsmenn.
Það er því ljóst að margt er hæjgt
að gera til að bæta velferð á Is-
landi. Við skulum halda því starfi
ótrauð áfram og byggja það á rökum
og raunsæi.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
enginn þeirra stóð sig illa, og eng-
inn veikur hlekkur var í sveitinni,
sem hafði úrslitaþýðingu í þetta
sinn.
Þátttaka nýju lýðveldanna setti
að vonum mikinn svip á mótið.
Þótt reiknað hafi verið með að þau
mættu sterk til leiks þá reiknuðu
fáir með þeim svo sterkum sem
raun bar vitni. Má þar sem dæmi
nefna sveit Úsbekistan, sem skipuð
var algerlega óþekktum skákmönn-
um. Það var því mikið afrek fyrir
íslensku skáksveitina að ná þessum
árangri, en sem dæmi má nefna,
að sveitir Englands, Hollands,
Úkraínu og Þýskalands stóðu ekki
undir væntingum," sagði Áskell
Örn.
Hannes Hlífar Stefánsson, sem
náði þriðja og síðasta áfanga að
stórmeistaratitli á mótinu, hefur þó
enn ekki hlotið tilskilin ELO-stig
til að staðfesta titilinn. Samkvæmt
nýútgefinni stigatöflu Alþjóðaskák-
sambandsins er gildir frá 1. júlí
hefur hann 2445 stig. Hann þarf
hins vegar 2500 stig til að hljóta
stórmeistaratitilinn. Það þýðir að
sennilega verður bið á st'aðfestingu
titli Hannesar fram í janúar á næsta
ári þegar nýr listi kemur út.
Aðrir liðsmenn íslenska liðsins
hafa samkvæmt töflunni eftirfar-
andi skákstig: Jóhann Hjartarson
2595, Margeir Pétursson 2565, Jón
L. Árnason 2525, Helgi Ólafsson
2455 og Þröstur Þórhallsson 2445.
Heimsmeistarinn, Garrí Kasparov,
hefur 2790 stig samkvæmt þessari
nýju töflu.
Ólympíuskákmótið:
Glæsileg frammistaða Islendinga
___________Skák______________
Bragi Kristjánsson
íslendingar tefldu við sveit
Tékkóslóvakíu í síðustu umferð á
ólympíuskákmótinu í Manila í
gær. Fyrirfram mátti reikna með,
að minnst þijá vinninga þyrfti til
að ná verðlaunasæti, þannig að
ekki tókst það að þessu sinni, þótt
árangurinn sé sá besti, sem íslensk
ólympíusveit hefur náð.
Frammistaða íslendinga á mót-
inu er frábær og hefur vakið mikla
athugli erlendis. íslendingar hlutu
33 'h v. af 56 mögulegum, eða tæp
60% mögulegra vinninga. Þetta
er sérstaklega glæsilegt, þegar
haft er í huga, að sveitin tefldi
við 9 af 10 sterkustu sveitum
mótsins og var í toppbaráttunni
allan tímann. íslenska sveitin er
sú fjórtánda sterkasta skv. stiga-
töflu alþjóða skáksambandsins, og
er nú ljóst, að hún verður mun
ofar í endanlegri úrslitaröð, eða í
5.-7. sæti.
14. umferð, 3 borð:
Hvítt: K. Mokry (Tékkóslóvak-
íu) Svart: Jón L. Árnason
Sikileyjar-vörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4
- cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3
— a6, 6. f4 — e6
(Aðrar leiðir eru hér 6. — e5, 7.
Rf3 — Rbd7 eða 6. — Dc7 o.s.frv.)
7. Bd3 - Rbd7, 8. Df3 - Db6,
9. a3 — Rc5
(Ekki gengur 9. — Dxd4?, 10. Be3
og drottningin fellur.)
10. b4!? - Rxd3+, 11. Dxd3 -
be7, 12. Bb2 - 0-0, 13. 0-0-0 -
(Keppendur flækja taflið 0g leggja
allt undir í þessari skák, eins og
á að gera í síðustu umferð á
ólympíuskákmóti, því sérhver hálf-
ur. vinningur skiptir miklu máli um
endanlega röð.)
13. - e5, 14. Rf5 - Bxf5, 15.
exf5 — exf4, 16. g4! — h6
(Svartur mé ekki drepa peðið í
framhjáhlaupi: 16. — fxg3, 17.
Dxg3 og þrýstingurinn á g-línunni
og skálínu biskupsins á b2, al-h8,
verður óveijandi. T.d. 17. — Hfc8,
18. Hhgl — g6, 19. fxg6 — hxg6,
20. Dh3 — Dc6, 21. Hd2 og við
(Sjá stöðumynd....)
hótuninni Rc3 — d5 virðist vera
Kh8, 23. Dxf4 - Kh7, 24. Rxe7!?
(Tékkinn átti aðeins eftir 2-3
mínútur af umhugsunartíma sín-
um til að ná 40 leikja markinu,
þegar hér var komið. Ekki verð-
ur séð, að hann geri betur með
24. f6, t.d. 24. - Hg8, 25. De4+
— Kh8, 26. Hxg8+ (hvað ann-
að?) — Dxg8, 26. fxe7 — Dgl+,
27. Kd2 - Dh2+, 28. Kc3 (28.
Kdl - Hg8) - He8, 29. Rf6 -
Dg3+, 30. Kd2 — Df2+ ásamt
31. — Dxf6 o.s.frv.)
24. - Dxe7, 25. f6 - Rd3+!,
26. cxd3 —
(Eða 26. Kbl - Del+I, 27.
Hxel — Rxf4 og svartur vinnur.)
26. - Dc7+, 27. Kbl - Hg8,
28. Df5+ - Kh8, 29. Hcl? -
ísland Ólympíuskákmótið i Manila 1992 P =o -i§ g 1 | z ^ 1 -g i I i i si i i 1 ! g i .g & 1 .1 cu QpaU5c«pq2^wící03AP5E-'
l.borðJóhann - '/2 1 0 - 'h 1 'h 'h 1 0 'h 'h 'h 6'/2 54,17
2. borð Margeir 'h - '/2 1 - 0 'h - 'h 1 'h - 'h 'h 5'/2 55,00
3. borð Helgi - 1 1 0 1 - 'h 'h - 'h 'h 0 - - 5 55,56
4. borð Jón L. 1 - '/2 '/2 >/2 'h - 0 1 - 'h 'h 1 1 7 63,64
1. varam. Hannes 1 1 - - 1 'h 'h - 1 - 'h 1 'h 7 77,78
2. varam. Þröstur 1 '/2 - - ‘/2 - - 'h - 0 - - - - 2*/2 50,00
3‘/2 3 3 l>/2 3 \'h 2'h \'h 3 2‘/2 \'h l'/2 3 2'/2 33‘/2 59,82
(Þar fór síðasta von hvíts til að
bjarga taflinu. Hann varð að
leika 29. Hg7, t.d. 29. - Hxg7,
30. fxg7+ - Kg8, 31. Df6 -
Dd8 (31. - Kh7, 32. Df5+jafn-
tefli) 32. Dxh6 - f6, 33. Bxf6
— De8, 34. Bc3 og jafntefli eru
líklegustu úrslitin. Eftir leikinn
í skákinni nýtir Jón L. sér
liðsmuninn til sigurs.)
29. - Db6, 30. Df4 - Hg6, 31.
Dc4 - Hf8, 32. Ka2 - De3,
33. Hc2 - Hg3, 34. d4 - Dd3,
35. Dc7 - Db3+, 36. Kal -
He8, 37. Hcl - Hg2, 38. Dc3
— Dxc3, 39. Hxc3 — Hee2, 40.
Bcl - Hc2, 41. Hxc2 - Hxc2
og Mokry gafst upp, því liðsmun-
urinn segir fljótt til sín í enda-
taflinu.