Morgunblaðið - 25.06.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 25.06.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 29. Guðrún Markús- dóttír — Minning Fædd 28. ágúst 1916 Dáin 17. júní 1992 Nú er mín kæra móðursystir, Guðrún Markúsdóttir, fallin frá. Hún var fædd í Reykjavík 28. ág- úst árið 1916, elst af þremur dætr- um hjónanna Kristínar Andrésdótt- ur frá Meðalholtum í Flóa og Mark- úsar ívarssonar, frá Vorsabæjar- hjáleigu í Gaulveijarhreppi, stofn- anda og forstjóra Vélsmiðjunnar Héðins hf. í Reykjavík. Ljúfar og góðar minningarnar leita á hugann við fráfall Gunnu frænku. Margar sögur sagði Helga, mamma mín, mér í uppvexti þeirra systra þriggja, Guðrúnar, Sigrúnar og Helgu í gamla vesturbænum og miðbænum í Reykjavík. Voru þær mjög samrýndar, flörmiklar og upp- átektasamar og hinir mestu ærsla- belgir. Var alla tíð einstaklega kært með þeim systrum. Árið 1926 byggðu amma Kristín og afi Markús húsið að Sólvallagötu 6. Þar bjuggu þau til dauðadags og ásamt þeim margar íjölskyldur um lengri eða skemmri tíma. I því húsi hófu mörg ung hjón búskap, og þar áttu ávallt vísan næturstað ættingj- ar og vinir austan úr sveitum sem áttu erindum að gegna í borginni. í þessu húsi bjó Gunna frænka frá fyrstu tíð og eftir að hún giftist fyöl- skylda hennar öll. Bjuggu þau Magn- ús, maður hennar, allan sinn búskap á neðri hæðinni, en Sigrún og Bald- ur, maður hennar, á efri hæðinni. Er það nú orðið hús fjögurra kyn- slóða þar sem flest stendur enn óhaggað í sinni upprunalegu mynd. Vorið 1934 sigldu þær systur, Guðrún og Helga til náms í Sví- þjóð. Dvöldu þær á lýðháskóla á Vedö sumarlangt og um veturinn í Stokkhólmi. Lagði Guðrún þar stund á verslunarfræði en Helga myndlist. Þegar Guðrún sneri heim að árinu liðnu kom Sigrún, þriðja systirin, til Stokkhólms. Var Sví- þjóðadvölin þeim systrum ógleym- anleg og allar stundir síðan fjársjóð- ur minninga og frásagna. Voru þær ávallt síðan, eins og foreldrar þeirra, miklir Svíavinir. Árið 1939 giftist Guðrún Magn- úsi Bjömssyni stýrimanni, en hann lést árið 1982. Eignuðust þau tvö börn, Markús ívar flugvélstjóra, búsettan í Lúxembúrg, kvæntan Svanhildi Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn, og Guðrúnu (Dúnu), yfírbókavörð í Norræna húsinu, gifta Trausta Júlíussyni og eiga þau tvö böm og eitt bamabam. Eftir að Magnús hætti störfum á sjó gerðist hann verslunarstjóri í Héðni, vélaverslun. Gátu þau hjón eftir það notið betur sameiginlegra áhugamála. Um árabil voru þau tíð- ir gestir á málverkasýningum og í tónleikasölum borgarinnar. Á sumr- um var yndi þeirra að ferðast um landið. Áttu þau hesta og fóru í mörg ár ríðandi um óbyggðir ís- lands í hópi góðra vina. Vitnaði Guðrún oft í þær ferðir og átti um þær indælar minningar. Svo vom þau hjón félagar í Jöklarannsókna- félaginu og fóm nokkrar hálendis- ferðir með þeim félagsskap. í stjóm Vélsmiðjunnar Héðins sat Guðrún í mörg ár og var stjómarformaður félagsins í 15 ár. Guðrún, móðursystir mín, var fög- ur kona. Andlitsdrættir hennar vom hreinir, augun móbrún og einstak- lega hlý og falleg, hárið dökkt. Hún var grannvaxin og bar sig vel. Hún hafði næmt fegurðar- og formskyn, var ævinlega vel klædd í fallega liti sem fóm henni vel. Hún var skarp- greind, hafði afskaplega skemmti- lega frásagnargáfíi og kunni ógrynni af vísum og kviðlingum. Hin síðari ár þjáðist hún af alvar- legum og afar kvalafullum gigtar- sjúkdómi sem lamaði líkamlegt at- gervi hennar og slævði andlega snerpu hennar og minni. Var hún langdvölum á sjúkrahúsum af þeim sökum, en dvaldi á heimili sínu á Sólvallagötu þegar heilsan leyfði og naut þá umönnunar Dúnu, dótt- ur sinnar og Sigrúnar, systurinnar góðu, sem studdu hana og léttu henni lífíð á alla lund af einstakri umhyggjusemi og natni. Eftir fráfall móður minnar átti ég tíðar komur til Gunnu frænku með böm mín lítil. Var okkur ávallt tekið opnum örmum og aldrei kvöddum við svo að hún gæfí ekki börnunum gjafir að skilnaði. í hug- um okkar systkinanna og barna okkar eru frænkumar og Sólvalla- gatan umvafín ljóma ævintýranna. Nú eru þáttaskil. Guðrún móður- systir mín er horfín af sjónarsvið- inu. Eins og alltaf áður hefur hún gefíð okkur eitthvað að skilnaði; endurminningar um ljúfar stundir með kærri og góðri frænku. Megi Guðs friður vera með frænku minni. Kristín Sveinsdóttir. Þjóðhátíðardaginn 17. júní lézt í Hafnarbúðum elskuleg mágkona mín, Guðrún Markúsdóttir. Guðrún fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1916 og var því 75 ára er hún lézt. Guðrún var elsta bam hjónanna Markúsar Kr. ívarssonar, vélstjóra og síðar forstjóra Vél- smiðjunnar Héðins, og eiginkonu hans, Kristínar Andrésdóttur, en þau voru bæði fædd í Gaulverjabæj- arhreppi í Ámessýslu. Þau hjón áttu einnig tvær aðrar dætur, Krist- ínu Helgu, f. 1918, d. 1971, var gift Sveini Guðmundssyni, vélfræð- ingi, og Sigrúnu, sem er gift þeim er þetta ritar. Einn son eignuðust þau Markús og Kristín, f. 1926, er lézt strax eftir fæðingu. Guðrún stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík, og var hún mjög vel til náms fallin. Guðrún og Helga systir hennar dvöldu 1934 í lýðháskóla en Guðrún síðar í versl- unarskóla og Helga.í teikninámi, en komu síðan til íslands nokkru síðar. Er Guðrún kom heim til ís- lands var erfítt um vinnu og fór hún tvö sumur í kaupavinnu en tók á vetrum nokkur börn vina og ætt- ingja í tímakennslu. Síðan stundaði hún nokkra hríð skrifstofustörf, m.a. á Veðurstofunni, og kenndi um tíma sænsku við Kvennaskól- ann. Árið 1939, hinn 16. desember, giftist Guðrún Magnúsi Björnssyni, stýrimanni hjá varðskipunum, en hann starfaði á varðskipunum allt frá 1926, en með vetrarhléum 1931 og 1932 meðan hann lauk stýri- mannaskóla og allt til þess að hann fór til Jökla hf. 1950 og var til 1957 stýrimaður á skipum með Ing- ólfi bróður mínum, en þeir höfðu verið skipsfélagar á „gamla“ Óðni 1928-1931. Bæði hjá varðskipun- um og hjá Jöklum var Magnús 2. og síðan 1. stýrimaður og í afleys- ingum skipherra og skipstjóri. Guð- rún var því sjómannskona í 18 ár. 1957 kom Magnús í land eftir 31 árs sjómennsku, og gerðist þá verzl- unarstjóri hjá Vélsmiðjunni Héðni, en Sveinn Guðmundsson, svili hans (sem hafði orðið förstjóri Héðins er stofneigendurnir, Bjarni Þor- steinsson og Markús ívarsson, féllu frá langt fyrir aldur fram), vildi fá hann í land, en börn Magnúsar og Guðrúnar voru þá að vaxa úr grasi; Markús ívar, f. 22. júlí 1947, nú flugvirki og í afleysingum flugvél- stjóri og flugmaður hjá Cargolux í Lúxemborg, og Guðrún f. 22. des- ember 1948, nú bókasafnsfræðing- ur og stjómandi bókasafns Nor- ræna hússins. Er Magnús „kom í land“ má segja að nýr kafli hefjist í lífi þeirra hjóna. Þau hneigðust bæði til að stunda útivist með ýmsum hætti og eignuðust góða vini og félaga í þeirri ástundun, hún geislandi glöð, hann að vísu hlédrægur en vina- sæll, og hrókur alls fagnaðar í vina- hópi. Urðu þau virk í ferðum með Jöklamönnum, fóru m.a. minnis- verða ferð á Vatnajökul, þar sem Sigurður Þórarinsson var í forystu. Fljótlega fóru þau einnig að stunda hestamennsku af kappi, í hópi val- inna vina, sem fóru í leyfum vítt um land, bæði í byggðum og óbyggðum. Magnús var alla tíð þrekmenni, kappsfullur og ósérhlíf- inn og kaus helst að bera þyngstu byrðamar sjálfur og þótti mönnum stundum nóg um. Ár Magnúsar eftir að hann lét af starfí á venjulegum tíma, urðu færri en ætla mátti um þann sterka mann, en hjartað gaf sig og hann lézt 10. desember 1982, á 75. ári. Heilsu Guðrúnar fór fljótlega að hraka eftir fráfall Magnúsar, og dvaldi hún oft hin síðustu ár á ýmsum sjúkrastofnunum, þar sem hún naut góðrar aðhlynningar, sem ástæða er til að þakka. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu og reyndar þeim hjónum ljúft sam- býli í meira en 30 ár, sem aldrei**,- féll skuggi á, svo og samvistir með þeim í „kofanum" í Skálafelli, sem við tókum við af Óskari Hedlund, verkstjóra í Héðni, og Þuríði konu hans, en í skjóli þeirra Stardals- manna, enda heitir kofínn í skatt- skýrslum „kofí í Stardalslandi Ióð- arréttindalaus". Loks vil ég þakka mágkonu minni og dá reisn hennar, er hún, þrotin kröftum, ræddi við systur sína þremur stundum fyrir andlátið og er hún, klukkustundu áður, söng með dótturdótturdóttur sinni, tveggja og hálfs árs, ljóð dagsins: „Það er kominn sautjándi júní.“ Guð blessi brottgöngu hennar. Baldur Möller. TjALDA 0ÁGÁR ÖLL TIÖLDINUPPSFTLFVRIR 11 n % STAÐGRHÐSLUAFLSÁTTUR || ^ÖLLUM TIÖLDUM-AOAFIMMTUDAGA AÐU VIÐ FAGMENNIMA TA - ÞEIR VITA BETUR cmHRRABRALIT 60, SÍMI 12045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.