Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Minning: Bjami Þorsteinsson húsasmíðameistari Fæddur 28. september 1920. Dáinn 17. júní 1992. í dag verður jarðsunginn Bjami Þorsteinsson, Bogahlíð 15, Reykja- vík. Það var að morgni þjóðhátíðar- dagsins að mér barst austur yfir heiði harmafregnin um andlát Bjama, en það hafði borið brátt að aðfaranótt 17. júní. Mig setur hljóðan. Þó með okkur búi vitneskjan um að lífinu fylgir dauði, þá emm við aldrei viðbúin komu hans. Reyndar var Bjami nýbúinn að segja mér að rannsókn hefði leitt í ljós að hann þyrfti að gangast und- ir hjartaaðgerð og væri það fyrir- hugað með haustinu en svo bætti hann við, ég bara fínn ekkert fyrir þessu. Nú er hann allur og minning- arnar hrannast að. Fyrstu persónulegu kynni mín af honum hófust þegar konan mín heitin leiddi mig fyrir hann og sagði: „Þetta er Bjarni bróðir", þannig talaði hún alltaf 'um hann. Raunveralegur skyldleiki þeirra ^ var þær frændsemi, en hún fóstur- systir og alin upp frá fimm ára aldri á heimili foreldra Bjama, sæmdar- hjónanna Halldóra Sigurðardóttur og Þorsteins Péturssonar kaup- manns og útgerðarmanns á Siglu- fírði en þau eru bæði látin fyrir alllöngu. Þetta var fyrir rúmum fjóram áratugum, norður á Siglu- firði en þá vora Bjami og Olga fal- leg og glæsileg hjón, búandi þar. Bjami var fæddur á Siglufirði og nam síldarævintýrið, eins og þeir einir gátu sem bjuggu á staðn- um og skynjuðu stórfenglega um- breytingu frá kyrrð vetrarins til ógnþranginnar athafnasemi sum- arsins. Þar sem saman blandaðist þrotlaus vinna til framfærslu heim- ilanna, væntingar ungra náms- manna sem gjaman treystu á síld- arvinnuna til þess að fjármagna skólavist næsta vetrar, og við þetta blandaðist svo stórhugur og fram- kvæmdir íslenskra og erlendra at- hafnamanna, þar sem allir vildu sækja sinn hlut í silfur hafsins. Við þessar aðstæður ólst Bjarni upp á víðkunnu menningarheimili foreldra sinna í stóram og fríðum hópi systkina. Af þeim era nú ein- ungis tvö eftir á lífí, þau eru frú Guðný Þorsteinsdótcir og Þorvaldur Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri. Bjami á ættir að rekja til þekktra hákarlaformanna og dugnaðar og atorkufólks af báðum kynjum sem bjó og starfaði norður við Dumbs- haf. Fólks sem hélt reisn sinni og myndugleik enda þótt náttúraöflin væra á stundum óblíð viðureignar. Þrautseigja og þolgæði var því í blóð borið. Dugnaði og eljusemi Bjarna var líka viðbragðið. Hann nam tré- smíðaiðn og varð húsasmíðameist- ari. Hann stundaði iðn sína allt til hinstu stundar, hann starfaði víða um land og um tíma erlendis en síðustu áratugina í Reykjavík þar sem þau hjón bjuggu lengst af. Bjarni kvæntist Olgu Axelsdótt- ur, undurfríðri Reykjavíkurmær, árið 1943 og bjó hún manni sínum notalegt heimili þar sem jafnan ríkti glaðværð og kátína, þangað var ávallt ánægjulegt að koma. Þau Bjarni og Olga eignuðust Qögur böm, þau eru: Agnes, hjúkr- unarfræðingur, búsett í Danmörku, eiginmaður hennar er Erik Ras- mussen verkfræðingur og eiga þau tvo syni. Halldór, húsasmíðameist- ari í Reykjavík, eiginkona hans er Guðbjörg Þorsteinsdóttir og þau eiga einn son. Ágúst, húsasmíða- meistari, starfar í Svíþjóð, hans kona er Auður Ottadóttir og þau eiga tvo syni. Bjami Friðrik, sem einnig hefur starfað við húsasmíð- ar, lengst af með föður sínum, hann á eina dóttur. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, ÁRNI SIGURJÓN FINNBOGASON skipstjóri frá Vestmannaeyjum, Stórholti 14, Reykjavik, lóst 22. júní í Borgarspítalanum. Erla Krístjánsdóttir og börn hins látna. t Útför elskulegrar móður minnar, fósturmóður og frænku, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, dvalarheimilinu Ási, áðurtil heimilis í Laufskógum 17, Hveragerði, sem lést 14. júní sl., verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardag inn 27. júní kl. 14.00. Ragnar Gunnsteinn Ragnarsson, Bragi Hólm Kristjánsson, Davfð Wallace Jack, María Lovísa Jack, Ragnheiður Guðrún Þorgilsdóttir. t Hjartkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlfð 44, Reykjavik, lést 12. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragna Rósantsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Þórlaug Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Þórunn Maria Jónsdóttir, og barnabarnabörn. Pálmi Theodórsson, Sigurður Jóhannesson, Stefán Svavarsson, Hafdís Aðalsteinsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Hávarður Tryggvason Allur er þessi ættbogi hinn mynd- arlegasti. Bjarni var með afbrigðum vandvirkur iðnaðarmaður, svo til þess var tekið enda eftirsóttur mjög til starfa þar sem krafíst var hag- leiks og útsjónarsemi. Um það geta borið þeir ijölmörgu sem nutu handaverka hans. Bjarni gekk til liðs við stúku Oddfellowa og mat þá reglu að verðleikum. Hann var maður glað- værðar og naut sín vel í mannfagn- aði, hann hafði ríka tilfinningu fýr- ir hljómlist og spilaði sjálfur. Hann var húmoristi sem sá spaugilegar hliðar hins daglega lífs, sem sumir aðrir sáu ekki. Hnyttnar tilvitnanir hans ylja minningunni um góðan dreng sem nú er genginn á vit almættisins. Við biðjum góðan guð að styrkja hann, blessa og leiða, um grænar grundir eilífðarinnar. Um leið og við kveðjum Bjarna með þökk fýrir samfýlgdina, þá sendum við Olgu og öllum öðram ástvinum hans, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Hreinn Sumarliðason og fjölskyldur. „Vertu dyggur, trúr og tryggur tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur, athuga rseðu rnína." (Hallgrímur Pétursson) Nú er hann afi minn, Bjarni Þor- steinsson, látinn. Hann lést aðfara- nótt miðvikudagsins 17. júní. Þegar ég vaknaði að morgni miðvikudags- ins 17. júní sagði móðir mín mér fréttina um lát afa. Þetta fékk mik- ið á mig og þessu bjóst ég alls ekki við. Ekkert á minni æfi hefur sært mig jafn mikið því mér þótti ákaf- lega vænt um hann afa og alltaf gat hann hresst mig við þegar mér leið illa. Ég man eftir einu atviki nú í apríl, því þá þurfti ég að taka samræmdu prófin og ég kveið mik- ið fyrir þeim. En þá sagði afi svona til að hressa mig við: „skrifaðu bara svörin á Esperanto og þá þarftu engu að kvíða.“ Ég veit að afí var að segja að ég ætti að treysta á sjálfa mig. Ég hef alltaf verið mikið heima hjá afa og ömmu og hafa þau verið mér eins og. foreldrar. Þau eru einu afi minn og amma sem ég hef kynnst vel því hinn afí minn og amma dóu þegar ég var mjög ung og því þekkti ég þau aldrei mikið. Áð missa afa er eins og að missa brot úr hjartanu því nú á ég engan afa og því skilur þetta dauðsfall eftir mikið tómarúm í hjarta mér. En ég á þó mjög góða ömmu og foreldra sem hafa reynst mér vel og gefur það mér mjög mikið. Afi hefur alltaf verið grínisti inn við beinið og spauguðum við oft saman. Ég og afi vorum góðir vinir en hann vann mjög mikið og var með sanni mikill vinnuþjarkur. Afi varð alltaf að vera að, hann unni sér lítillar hvíldar og var því oft uppgefínn á kvöldin. Og kom það engum á óvart að hann vann fram á seinustu stund. Afí gaf sér oft tíma til að vera með mér á mínum yngri árum. Hann kenndi mér m.a. nokkra kapla og ég man að mig langaði alltaf svo til að læra að tefla, þá tók afi mig í fang sér og kenndi mér mann- ganginn og man ég hann enn. Mér hefur gengið vel í skóla og það var árlegur viðburður að ég kom til afa og ömmu og sýndi þeim einkunnimar mínar. Þeim fannst báðum mjög gaman af því og ég sá stolt og ánægju skína úr andliti þeirra beggja. Afí sagði alltaf að ég hefði þetta frá sér og hver veit nema að það sé satt. Þau studdu mig í gegnum erfíð próf og stöppuðu stáli í mig, að ég gæti þetta alveg. Á þeim dögum er ég kom til þeirra og sýndi þeim einkunnirnar þá sagði afi mér sögur af sé.r þegar hann var í skóla, og það var mjög t DÝRFINNA VALDIMARSDÓTTIR, lést á vistheimilinu Arnarholti 23. júní. Fyrir hönd barna hennar og fjölskyldu, Valdimar Daníelsson. t Bróðir minn og móðurbróðir, GÍSLI GÍSLASON, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaqinn 27 iúní kl. 11.00. Ingibjörg Gísladóttir, Sigurþór Margeirsson. t Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin fráÁskirkju föstudag- inn 26. júní kl. 16.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim, sem heiðra vildu minningu hennar, er bent á líknarstofnanir. Jón Steindórsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Bergur Garðarsson, Guöný Svava Bergsdóttir, Haraldur Jónsson, Asdfs Ingólfsdóttir, Steindór Haraldsson, Laufey Haraldsdóttir. gaman að hlusta á hann. Afa gekk líka mjög vei í skóla og er ég mjög stolt af afa mínum. Ég man sérstaklega eftir einni sögu sem hann sagði mér, það var þegar hann var að læra húsasmíði, þá þurfti hann að taka próf. hann þurfti að búa til stóran skáp. Allar einingar þurftu að vera nákvæmar. ( Afí bjó til skápinn og var hann honum til sóma en afi átti vin sem gekk ekki eins vel að smíða og í honum afa, því bauðst afí til að smíða skáp handa vini sínum. Og þegar meta átti verkin þá fékk vin- ( ur hans afa hærri einkunn en afi. En afa var alveg sama því hann smíðaði báða skápana hvort sem var. En þetta var hæsta einkunn sem gefin var og stuttu seinna sagði skólastjórinn afa að þeir hefðu vitað allan tímann að afi hefði smíðað báða skápana. Já, svona var hann afi minn, allt- af reiðubúinn til að hjálpa öðram. Þessi saga er í miklu uppáhaldi hjá mér og því er þetta hvatning fyrir mig og okkur öll barnabörnin að halda áfram að læra og mennta okkur því ég veit að afí yrði mjög stoltur af okkur. Afa þótti mjög vænt um ömmu, börn sín og barnabörn þó svo að hann segði ekki mikið. Afi var allt- af frekar fámáll en harður af sér, í rauninni er hann einn sterkasti maður sem ég hef þekkt. Afi hafði marga kosti og bar sig ávallt vel hvað sem á dundi. Ég fann strax þegar ég kynntist afa að honum væri hægt að treysta og að hann myndi aldrei bregðast mér. Enda brást hann mér aldrei og vil ég þakka honum fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á þeim ömmu að halda. Ég mun alltaf minnast afa míns, minnast góðu stundanna sem við áttum saman. Ég ætla að halda áfram að mennta mig og reyna að vera dugleg á komandi áram. Mér þótti alltaf ákaflega vænt um afa og þykir enn, og mér þykir leitt, að ég hafði mig aldrei í að segja honum hve mér þótti vænt um_ hann. Ég ætla að reyna að hugsa vel um ömmu og ég hefði ekki getað hugsað mér betri ömmu og afa, þau voru mér ákaflega góð og voru allt- af til staðar þegar ég átti erfitt og ég vissi að ég gat alltaf komið til þeirra, því þau tóku alltaf á móti mér opnum örmum. Elsku amma, pábbi, Halldór, Agnes og Ágúst og aðrir aðstand- endur, ég veit að þetta er erfítt og við söknum afa öll en munið að við höfum hvert annað og afi hefði ekki viljað að við grétum vegna hans eða gæfumst upp, heldur héld- um áfram að lifa og minnast hans í bænum okkar og hjörtum. Afi var sjálfur mikill baráttumaður og gafst aldrei upp. Ég bið þess að afí megi hvíla í friði. Hann var okkur, barnabörn- unum, góður afi og erum við öll mjög hreykin af afa okkar og verk- um hans. Minning um góðan afa mun lifa. Olga Birgitta Bjarnadóttir. I ( ( ( ( < < < < BLOM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sírni 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.