Morgunblaðið - 25.06.1992, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Þriðjungur rauðmagans selbitinn
Rauðmagaveiðin í Amarfirði hefur verið með eindæmum léleg í sum-
ar. Óskar Magnússon, rauðmagakarl, dró upp öll sín net um daginn
vegna lélegrar veiði. Hann segir að þriðjungur rauðmagaaflans hafí
verið selbitinn en hann hefur verið með net í Langabotni. Selurinn
tekur sinn toll, því hann bítur rauðmagann á kviðinn til að ná lifrinni.
Á síðasta ári veiddi Óskar 500 rauðmaga, sem er mesti afli sem
hann hefur fengið. Nú segist Óskar ekki nenna að sigla inn í Langa-
botn fyrir nokkra ra'úðmagatitti því að siglingin tekur klukkutíma
hvora leið á hraðbát.
Áfram kaldi af norðri -
hætta á ungadauða
VEÐURSTOFA íslands spáir áframhaldandi norðanstrekkingi og
kulda við landið næstu daga. Líffræðingar óttast að fuglsungar kunni
að verða hart úti ef kuldakastinu heldur áfram. Leita þarf allt aftur
til 1959 til þess að finna dæmi um sambærilegt kuldakast í júní.
Veðurstofan spáir því að eitthvert
hlé verði á kuldakastinu í dag vegna
breytilegra átta. Kalda loftið fær
síðan aukanæringu frá lægð sem
sameinast eldri lægð sem er yfír
landinu. Þær munu síðan valda
áframhaldandi norðanstreng um
landið en ekki jafnmiklum kulda.
Hitinn norðanlands verður 1-4 gráð-
ur norðanlands en 8-12 gráður að
deginum sunnanlands. Einar Svein-
bjömsson veðurfræðingur sagði að
engar beinar breytingar væri að sjá
á næstunni en svona kuldakast gæti
aldrei varað í mjög marga daga. „Á
íslandi er 1-4 gráðu hiti norðanlands
en á Svalbarða, þar sem er venjulega
miklu kaldara, er nú 8 gráðu hiti.
Loftstraumar á norðurhveli jarðar
hafa verið mjög brenglaðir í vor og
það hefur valdið afbrigðilegu veðri
á mjög stóru svæði. T.a.m. hefur
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
Heimlld; Voðurítofa iaUmdt
(Byggt á veðurspá kl. 16. tS / gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 13. JUNI
YFIRUT: Skammt noröur af Langanesi er minnkandi 994 mb laegð, sem
þokast vestur og síðar suðvestur, en yfir norðaustur Grænlandi er 1.030
mb hæð. Á Grænlandshafi er dálítil lægð sem hreyfist suðastur fyrst
um sinn.
SPÁ: Fremur hæg breytileg átt og rigning eða skúrir víða um vestan-
vert landið en suðlæg eða suðvestlæg ótt um landið austanvert, skúrir
á stöku stað en víða nokkuð bjart veður, einkum á Norðausturlandi.
Lítið eitt hlýnar í bili, einkum norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðlæg eða norðaustlæg
átt. Rigning eða slydda með köflum um norðanvert landið en bjart veð-
ur að mestu um landið sunnanvert, þó líklega skúrir á stöku stað. Kalt
verður áfram, 2ja-5 stiga hiti norðanlands en 8-12 stiga hiti sunnan-
lands að deginum, hæstur á Suðausturlandi.
Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnlr: 990600.
o
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V $ V
Skúrír Slydduél Él
r r r
r r
r r r
Rigning
* / *
* r
r * r
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörín sýnir vindstefnu
og f|aörimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
y súid
s Þoka
riig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í geer)
Hálka er nú á heíðum um allt Vestur- og Norðurland. Búast má við
slyddu á annesjum Norðurlands og upp um heiðar. Eftirtaldar heiðar
eru ófærar: Þorskafjarðarheiði, Lágheiði, Þverárfjall, Hólssandur, Axar-
fjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Fyrirhugaðri opnun á Kjalvegi hefur
verið frestað vegna snjóa. Klæðingarflokkar eru nú að störfum víða um
landið og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar
hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts.
Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veftur
Akureyri 6 alskýjað
Reykjavík 7 skýjað
Bergen 1$ háifskýjað
Helsinki 16 skýjað
Kaupmannahöfn 20 léttskýjað
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk 2 þoka
Osló 22 iéttskýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórahöfn 10 skúr
Algarve 21 heiðskírt
Amsterdam 17 skýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Berlín 23 skýjað
Chicago 13 skýjað
Feneyjar 24 þokumófta
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 17 skýjað
Hamborg 20 skýjað
London 21 léttskýjað
Los Angeles 16 þoka
Lúxemborg 19 skýjað
Madrid 21 léttskýjað
Malaga 26 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal 14 skýjað
NewYork 17 þrunuveður
Orlando 23 rigning
París 18 skýjað
Madelra 20 skýjað
Róm 25 skýjað
Vín 24 skýjað
Washington 19 þokumóða
Winnipeg 9 þokumóða
ekki fallið dropi úr lofti í Danmörku
og Suður-Skandinavíu í fimm vikur
og verið frekar vætusamt við Mið-
jarðarhafið og jafnvel í Sahara-eyði-
mörkinni. Það hefur verið mjög kalt
við vesturströnd Kanada og varla
farið að vora þar enn. Við erum að
fá okkar skammt af þessu afbrigði-
lega veðri,“ sagði Einar.
Allir fjallvegir á Vestfjörðum voru
færir í gær nema Þorskafjarð-
arheiði, sem lokaðist vegna snjóa í
fyrradag. Reynt er að halda Dynj-
anda-, Hrafnseyrar-, Breiðadals- og
Botnsheiðum opnum eftir föngum
og eru stórvirk snjóruðningstæki
stanslaust að störfum á fjallvegum.
Holtavörðuheiði var orðin hálkulaus.
Adda Bára Sigfúsdóttir veður-
fræðingur sagði að ámóta slæmt
veður hefði verið 16. og 17. júní
1959. í veðurlýsingu þess tíma segir
m.a.: „16. júní 1959 dýpkaði lægð
austanvert við land og olli mjög
snörpu norðanáhlaupi. Að kvöldi 16.
júní var norðanstormur og hríð um
norðanvert landið og_ rigning eða
slydda á Austurlandi. Úrkoman náði
einnig til suðausturlands en þar snjó-
aði ekki. í óveðrinu þann 17. júní
brast varnargarður framan við jarð-
göng við suðausturhorn Þingvalla-
vatns og feiknamikill vatnsflaumur
sem barst í gegnum göngin olli stór-
tjóni. Símabilanir urðu víða norðan-
lands, staurar brotnuðu og drógust
upp. Fisktökuskip og þijá síldarbáta
sleit upp á höfninni í Ólafsfírði.
Fjórði báturinn sökk út af Siglufirði
en náðist upp aftur. Fjárskaðar urðu
allvíða á Norðurlandi. Fuglar dráp-
ust_ unnvörpum í hretunum."
Ámi Einarsson hjá Líffræðistofn-
un Háskóla íslands sagði að búast
mætti við að eitthvað af fuglsungum
dræpust þegar svona áhlaup gerði.
Gráandarungar væru nú komnir á
legg og væri þeim því nokkuð hætt
og gjarnan væri talað um að kríu-
úngar dræpust í hretum. „Þetta get-
ur drepið unga svona til að byija
með en þegar upp er staðið er það
fæðan sem ræður því hve margir
halda velli. Meirihluti unga drepst
hvort eð er vegna fæðuskorts," sagði
Árni.
♦ ♦ ♦
Skagafjörður:
Ising olli raf-
magnsleysi á
Jónsmessunótt
RAFLÍNUR slitnuðu vegna ísing-
ar við þijá bæi í austanverðum
Skagafirði í fyrrinótt, Jónsmessu-
nótt. Vegna þess varð rafmagns-
laust á fimm bæjum en viðgerðum
var að fullu lokið fyrir hádegi í
gær.
Að sögn Hauks Ásgeirssonar
umdæmisstjóra RARIK á Norður-
landi vestra slitnuðu línur milli
staura undan 7 sentimetra þykkri
ísingu við þtjá bæi; Neðri Ás og
Efri Ás í Hjaltadal og utan við Sleitu-
staði í Hólahreppi. Línurnar gáfu sig
um klukkan fimm á Jónsmessunótt
en viðgerðum var að mestu lokið
klukkan níu í gærmorgun og að fullu
lokið fyrir hádegi.
Haukur sagði að truflana hefði
víða orðið vart í Skagafirði meðan
ísing var á línum en þeim truflunum
linnti um áttaleytið þegar ísingin fór
að bráðna. Undanfarin tvö ár hafa
raflínur þrívegis áður slitnað í
Skagafirði; einu sinni vegna hvass-
viðris en tvívegis áður vegna ísingar
við sjaldgæfar aðstæður.
Byggingariðnaðar-
menn semja við
Kaupfélag Amesinga
FÉLAG byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu gerði á þriðjudag
kjarasamning við Kaupfélag Árnesinga, en félagið var eitt þeirra
sem felldi miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formaður félagsins
segir að launagreiðslur verði með sama hætti og gert var rá$ fyrir
í miðluninni, en auk þess hafi náðst fram nokkrar sérkröfur gagn-
vart Kaupfélaginu.
Ármann Ægir Magnússon, for-
maður Félags byggingariðnaðar-
manna í Ámessýslu, segir að sér-
kröfur félagsins gagnvart Kaupfé-
laginu hafí snúist um að færa
ýmsar aðstæður starfsmanna þar
til samræmis við það sem tíðkist
hjá meisturum. Þar á meðal séu
greiðslur í endurmenntunarsjóð
byggingariðnaðarmanna, að útkall
reiknist sem fjórir tímar í stað
þriggja, eins og áður hafi tíðkast
hjá KÁ, og að gefnir verði matar-
tímar á helgidögum.
Ármann segir að félagið eigi
enn eftir að semja við Meistarafé-
lag Suðurlands en hann eigi von
á að þeir samningar verði á svipuð-
um nótum og gert var ráð fyrir í
miðlunartillögu sáttasemjara.
Borgarráð:
Ovíst hvort hreyfískilti
valda umferðarslysuin
SAMKVÆMT upplýsingum umferðardeildar borgarverkfræðings,
sem lagðar hafa verið fram í borgarráði, er óvíst hvort rekja megi
umferðarslys til truflunar frá hreyfiskiltum. Einungis er kunnugt
um eitt óhapp þar sem þess er getið að hreyfiskilti hafi truflað
ökumann.
Lögð hefur verið fram í borgar-
ráði umsögn Baldvins Baldvinsson-
ar yfírverkfræðings umferðardeild-
ar, vegna fyrirspurnar um hvort
rekja megi umferðarslys til hreyfi-
skilta. Kemur þar fram að skoðaðir
hafa verið nokkrir götukaflar og
gatnamót í slysagagnabanka um-
ferðardeildar, þar sem uppsetning
hreyfískilta kynni að hafa haft áhrif
á umferðaröryggið. „Samkvæmt
þessari athugun er ekki unnt að slá
því föstu, að slysahætta hafí auk-
ist. Ef svo er, hefur hún aukist lít-
ið.“
Þá var leitað til lögreglu og um-
ferðarráðs. Þar kom fram að ein-
göngu var kunnugt um eitt óhapp,
þar sem þess var sérstaklega getið,
að hreyfískilti hafí haft truflandi
áhrif á ökumann.