Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 17 Öflug íþróttahreyf- ing er þjóðarstolt miklu glórulausari hroki af hálfu beggja aðila heldur en fulltrúunum tveim, Guðmundunum, yrði nokkurn tíma mútað til að setja á blað, þótt þeim væri goldið fyrir með dýrasta konfekti og kaffí frá Jövu eða Jama- icu. Ég hef aftur vikið ósjálfrátt að Guðmundunum. Sjaldan hef ég séð Guðmund heildsala taka sig betur út en í sjónvarpsþætti nokkrum um framanverðan áttunda áratuginn, þar sem hann, ásamt Soffíu Karls- dóttur, sem söng Draum um dáta, og Þráni, flugvallarspekúlant á Eg- ilsstöðum, var látinn setja upp sér- stök gleraugu, all-kisuleg, en gler- augun voru þannig úr garði gerð, að hann sá alls ekki neitt í gegn um þau. Þau voru almyrk (þetta var ein- hver samkvæmisleikur). Síðan þá hefur mér fundist Guðmundur heild- sali ævinlega minnugur þessara gler- augna í skrifum sínum, og verið næstum því sjónlaus, og þætti mér ekki undarlegt að frétta að sjónvarp- ið hefði gefið honum gripinn á sínum tíma, þegar þáttagerðinni lauk. Því miður get ég ekki klístrað sams konar gleraugnaglósum upp á Guðmund Andra, þótt það væri freistandi vegna samanburðarins og vegna uppbyggingar þessarar grein- ar. En fyrst ég er farinn að skrifa þetta vil ég biðja þá Guðmunda tvo að gera sér ljóst, að ég einn hef vit á þessum málum, eins og ætíð er þegar menn skrifa svona. Er þeim því alveg óþarft að koma inn á þau framar í blöðum eða útvarpi. Það breytir hins vegar ekki þeirri draum- sýn minni, að einhvern tímann kynn- um við að hittast allir þrír í Vagla- skógi á hestum og deila illilega um skáldskap, eins og Þórbergur og fé- lagar sumarið 1912. Á meðan ég og Guðmundur Andri slægjumst um það hvor hefði minna vit á skáldskap væri best að fá Guðmund heildsala til að halda í bikkjumar, því hann er okkur miklu eldri, og gæta þess þá vel að týna ekki neinu beisli. Þeg- ar við Guðmundur Andri værum komnir hvor með sitt glóðaraugað kæmi velgjörðamaður minn skyndi- lega á vettvang, dr. litterarum Árni Sigutjónsson, sem ég ætlaði aldrei að draga inn í þetta flím, og til- kynnti okkur dimmri lesröddu að skyrið væri komið á borðið. Þá legð- um við hendur að síðum, þægjum þjónustu hans með ijóma og gættum þess að slafra ekki. Svo færum við heim. En hvenær svona draumur getur ræst verður víst að vera í höndum örlaganna. Höfundur er læknir i Búðardai. an mat að fá og mörg börn skjótast því heim í hléum. Þau sækja líka félagsmiðstöðvar þar sem þær eru og alls konar félagsstarfsemi í tengslum við þær eða skólana eftir því sem kostur er. Fyrir allar þessar aukaferðir verður nú að borga 90 kr. fyrir hvetja ferð eða að kaupa mánaðarkort sem kostar 2.900 kr. Þesi hækkun á fargjöldunum er því aukaskattur á foreldra grunnskóla- barna og unglinga. Þessi aukaskatt- ur — um 80% — er himinhrópandi ranglæti á sama tíma og launin hækka um 1,7%. Mikilvægt í þessu sambandi er að verkalýðshreyfingin hefur mótmælt þessu harðlega. Hvað gerist svo? En borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn ekki hlustað. Niðurstaða hans er sú að breiðu bökin séu 13 ára unglingar sem í Reykjavík heita „fullorðið fólk“. En tillögu okkar minnihlutamanna var vísað til stjórnar SVR úr borgarráði og borg- arstjórn að sögn til frekari skoðun- ar. Borgarstjóri tók vel í tillöguna í borgarráði. Nú er spurt: Hver verður framvinda málsins? Verður áfram gert ráð fyrir því að 13 ára börn í Reykjavík séu fullorðið fólk, sem beri að borga skatt til borgarinnar með hærri gjöldum. Ég skora á alla foreldra í Reykjavík, aðstandendur barna og unglinga og unglingana sjálfa að fylgjast grannt með því hver verður afgreiðsla stjórnar SVR á tillögu okkar að lokum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Alþýðubandaiagið og fyrrverandi sljórnarformaður SVR. eftir Hafstein Þorvaldsson Sameining? — Samvinna! Annað slagið koma fram á sjón- arsviðið forystumenn í hinni ftjálsu íþróttahreyfingu á Islandi sem kveða upp úr með það að vilja sameina Ungmennafélag íslands (UMFÍ) og íþróttasamband íslands (ISÍ) í eitt landssamband. Ástæðan er yfirleitt sú, að einhver lægð eða tímabundn- ir erfiðleikar eru í starfseminni, oft- ast af fjárhagslegum toga, og í stað þess að leita orsaka vandans er lausnarorðið sameining. Sögulegur grunnur Hin frjálsa íþróttahreyfíng á ís- landi á nú að baki 85 ára starfs- sögu. Á þessum tíma hefur skapast félagsleg hefð og skipulag sem reynst hefur mjög vel, enda stöðugt verið í endurskoðun þótt ungir fé- lagsforystumenn kunni ef til vill að halda annað. Skipulag íþróttahreyfingarinnar hefur í gegnum tíðina verið fyrir- mynd öðrum landshreyfingum, bæði er varðar svæðaskiptingu og marg- víslega stjórnsýslu. UMFÍ er fyrsta skipulagða landshreyfing íþrótta- fólks á Islandi, stofnað 1907. UMFÍ hafði raunar og hefur enn mörg önnur viðamikil verkefni á sinni stefnuskrá, enda þótt íþróttastarf- semi skipi þar öndvegi. Fyrir Ólymp- íuleikana í Stokkhólmi 1912 gengust nokkrir íþróttaforystumenn fyrir stofnun ÍSÍ sem talið var nauðsyn- legt vegna sívaxandi þátttöku okkar í íþróttakeppnum á eriendri grund. Til þess að undirstrika aðild sína að samtökunum gekk UMFÍ með alla sína félagsmenn í ÍSÍ og einnig til þess að tryggja þeim fulkominn rétt til íþróttalegra samskipta við erlenda aðila. Árið 1940 tóku gildi ný íþróttalög á íslandi og til varð íþróttanefnd ríkisins og íþróttafulltrúi ríkisins var ráðin. Samkvæmt íþróttalögum eru landssamböndin UMFÍ og ÍSÍ jafn rétthá á sviði íþróttastarfs, að því undanskildu að ISÍ fer með ótvíræða forystu varðandi öll íþróttaleg sam- skipti á erlendum vettvangi. Til að undirstrika þetta jafnræði landshreyfinganna, tilnefna þær sinn fulltrúa hvor í íþróttanefnd rík- isins, en menntamálaráðherra form- anninn án tilnefningar. íþróttafull- trúi ríkisins er svo framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Hvers vegna tvö landssambönd? í sem fæstum orðum sagt, vegna þess að sú skipan hefur gengið mjög vel. Ástæðulaust er að breyta bara breytinganna vegna. Engin efnisleg eða haldbær rök hafa verið færð fram fyrir sameiningunni hvorki fyrr né síðar. Samvinna þessara systur- hreyfínga er mikil og hefur stöðugt verið að aukast í áranna rás. Ég held að sameiningarmönnum væri hollt að kynna sér söguna hvað þetta varðar og athuga hvort vandi íþróttahreyfingarinnar ef einhver er felist ekki í einhverju öðru en tveim- ur landssamböndum, sem ástundað hafa heilbrigða samkeppni með mis- munandi áherslum og metnaði. Sam- tökin hafa rekið þjónustumiðstöðvar sínar og erindrekstur af miklum myndarskap og víða liggja leiðir þeirra saman m.a. í rekstri sameigin- legra fyrirtækja og stofnana, má þar m.a. nefna Islenska getspá, Lottóið. Islenskar getraunir og bæði sam- böndin eiga aðild að stjórn íþrótt- amiðstöðvar Islands og íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugarvatni og fleira mætti telja. Áherslumunurinn hefur fyrst og fremst falist í því að UMFÍ og aðild- arfélög þess hafa verið virkari í dreifbýlinu þótt það sé nú óðum að breytast, því ungmennafélögum íjölgar nú ört í þéttbýlinu. UMFÍ hefur til hagsbóta fyrir báða aðila lagt mikið upp úr félags- málafræðslunni og rekið sérstakan Félagsmálaskóla í 20 ár. ÍSÍ og sér- sambönd þess hafa hinsvegar staðið að útgáfu fræðsluefnis og nám- skeiðshaldi fyrir leiðbeinendur í ein- stökum íþróttagreinum sem ung- mennafélögin hafa tekið virkan þátt í. Bæði samböndin hafa svo rekið gistiþjónustu í höfuðborginni til hagsbóta fyrir félagsmenn sína utan af landi og svo mætti lengi telja. Sérsambönd ÍSÍ Sérsamböndin hafa veigamiklu hlutverki að gegna á sviði íþrótta- starfs í landinu og hafa ungmenna- félögin og héraðssamböndin staðið heilshugar að stofnun þeirra og ekki ósjaldan lagt þar til hæfa félagsfor- ystumenn. Það sem undirritaður hefur haft áhyggjur af og kannski er nú undirrót þessarar umræðu þegar grannt er skoðað, er erfiður rekstur sumra sérsambanda og jafn- vel óstjórn án þess að framkvæmda- stjórn ÍSÍ geti þar miklu að gert. Fjárhagsstaða höfuðhreyftngarinnar er sterk, en það sama verður tæpast sagt um öll sérsamböndin, sem jafn- vel hafa orðið að ganga til nauðar- samninga með verulegri aðstoð ríkis- sjóðs. Kannske væri okkur hollt að skoða þessa hluti og raunar marga fleiri í okkar rekstri sem má bæta og að því leyti gæti umræðan orðið til góðs. UMFÍ hefur ekki farið út í sérsam- banda fyrirkomulagið, heldur fer aðalstjóm UMFÍ með fjármálastjórn allra verkþátta og vinnur að þeim ásamt velvirkum starfsnefndum. ÁframUMFÍogíSÍ! Ég þori að fullyrða að rekstur UMFÍ hefur verið og er hagkvæmur í hvívetna miðað við umfang þjón- ustunnar og fjölda virkra félags- manna. Það er því ekki þörf á sam- einingu vegna bágrar stöðu UMFÍ. Ég þori einnig að fullyrða að sam- tökin og forystumenn þeirra eru sem fyrr reiðubúin til hvers konar sam- starfs við ÍSÍ enda slíkar viðræður stöðugt í gangi sem betur fer. Undirritaður vill ekki trúa því að annað hvort landssamband telji hitt vera fyrir sér eða skyggi á sig á einn eða annan hátt. Aðildarfélögum UMFÍ þ.e.a.s. skráðum félagsmönnum hefur fjölg- að úr átta þúsund frá 1969 í tæp- lega 45 þúsund í ár. Allir þessir fé- lagsmenn okkar hafa um leið gerst félagar í ÍSÍ samkvæmt fram- ansögðu. Sameiginlega geta lapdssam- böndin fagnað síauknum þátttak- endafjölda í íþróttum og bættri íþróttaaðstöðu um land allt. Sameiginlega höfum við barist og unnið áfangasigra á sviði fjáröflunar og áríðandi að slíku samstarfi verði Hafsteinn Þorvaldsson „Sameiginlega geta landssamböndin fagnað síauknum þátttakenda- fjölda í íþróttum og bættri íþróttaaðstöðu um land allt.“ haldið áfram, og vanhugsaðar vangaveltur um skipulagsbreytingar virka ekki sem sundrung eða ósam- staða gagnvart opinberum aðilum, sem ætíð hafa reynst íþróttahreyf- ingunni vel og skilið til hlýtar skipu- lag hennar og uppbyggingu og það mikla félags- og uppeldislega gildi sem slíkur félagsskapur hefur fyrir land og lýð. Höfundur er fyrrverandi formaður UMFÍ. ETimiST (O O) C>l O) B.MAGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 - SlMI S2866 - PÓSTHÓtF 410 - HAFNARFIRÐI Mikið úrval. Frábært verð. 1.100 síður. Verð kr. 400,- (án burðargjalds). Síðasti móttökudagur pantana úr sumarlista er 17. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.