Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 20

Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Eftirlitsmenn SÞ hindraðir EFTIRLITSNEFND á vegnm Sameinuðu þjóðanna beið í gær þriðja daginn í röð fyrir utan landbúnaðarráðuneyti íraks í Bagdad, þar sem hún sagði að skjöl um eldflaugaáætlun íraka væru geymd. Þeim er meinaður aðgangur að ráðuneytinu þó svo að öryggisráð SÞ hafí skipað íraksstjóm að hleypa eftirlits- mönnunum inn. Samkomulag SÞ og íraksstjómar um fram- kvæmd eftirlitsstarfs SÞ í kjöl- far Persaflóastríðsins rann út um síðustu mánaðamót og hefur ekki verið endumýjað. Hussein Jórdaníukonungur neitaði í gær að hann hefði hjálpað herfor- ingjum í íraksher og bandarísku leyniþjónustunni að skipuleggja valdaránstilraun gegn Saddam Hussein, leiðtoga Iraks. Banda- rísk dagblöð segja 135 foringja í hemum hafa verið rekna eftir að upp komst um slíkar áætlan- ir. Baldursbrár gegn eyðni? BRESKIR vísindamenn rann- saka nú efnasamband sem unn- ið er úr baldursbrám, sem talið er að kunni að fresta því að einkenni eyðnisjúkdómsins komi fram hjá þeim sem smitaðir eru af HlV-veirunni. Vísindamenn- imir tóku fram að þeir vildu ekki vekja falskar vonir um að „töfralausn" væri á næsta leiti og að rannsóknirnar væm enn á byrjunarstigi, en hugsanlega gæti hér verið á ferðinni enn eitt skref í rétta átt. Pentland kaupir Adidas BRESKA fyrirtækið Pentland sagðist í gær hafa samið um kaup á þeim 79,9% hlutabréfa í þýska Bernard Tapie GmbH sem enn em í eigu franska fyrir- tækisins Bernard Tapie Finance SA. Bemard Tapie GmbH á 95% hlut í íþróttavörufyrirtækinu Adidas AG. Bæði fyrirtækin voru í eigu Bernards Tapies, eiganda Marseille-fótboltaliðs- ins og fyrmm ráðherra í frönsku ríkisstjóminni. Kaupverðið er 621 milljón þýskra marka. Sósíaldemó- kratar sigra í Nígeríu FLOKKUR sósíaldemókrata var í gær lýstur sigurvegari þing- kosninga sem haldnar voru um helgina í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku. Aðeins tveir flokkar voru leyfðir í kosningunum. Ní- geríubúar eiga að kjósa um nýjan forseta í desember og í byijun næsta árs á stjórn óbreyttra borgara að taka við stjórn af hemum, sem hefur verið við völd síðan 1983. Svartsýnir á frið í Suður- Afríku SUÐUR-AFRÍSKIR kaupsýslu- menn sögðust í gær vera svart- sýnir á frið í landinu eftir að hafa talað við Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, og F.W. de Klerk, forseta lands- ins. Þeir sögðu viðræður um lýðræði í Suður-Afríku hanga á bláþræði og að traust á milli leiðtoga hvítra og svartra hefði beðið mikinn hnekki að undan- förnu. Efnahagur Suður-Afríku hefur dregist saman þrjú ár í röð og kaupsýslumennirnir ótt- ast að áframhaldandi ofbeldi og slit á lýðræðisviðræðunum muni leiða til enn verra efnahags- ástands. Reuter * Oeirðir í New York KVEIKT var í bílum og húsum og skotið á lögreglu í óeirðum í hverfi spænskumælandi manna í New York-borg í fyrrinótt. 25 manns, þar af sjö lögregluþjónar, særðust í óeirðunum, sem hófust eftir minn- ingarathöfn um 24 ára gamlan innflytjanda frá Dóminíkanska lýðveldinu, sem var skotinn til bana af lögreglu í fyrri viku. Lögreglan segist hafa skotið manninn í sjálfsvörn, en nágrannar segja að hann hafí verið óvopnaður og að lögregla hafi lamið hann áður en hann var drepinn. Mikill viðbúnaður er nú í New York vegna flokksþings demókrata, sem hefst þar í næstu viku, en búist er við 40.000 gestum til borgarinnar þá. Frakkland; Þjóðvcgir enn lokaðir Paris. Reuter. FRANSKIR vörubifreiðastjórar halda enn fjölmörgum þjóðvegum lokuðum þrátt fyrir að stéttarfé- lag þeirra hafi samið um það við stjórnvöld í fyrrinótt, að tálman- irnar yrðu fjarlægðar. í gær héldu óeirðarlögreglumenn áfram að ryðja þjóðbrautir með skriðdrek- um en talið er vegatálmanir séu enn á um hundrað stöðum. Aðgerðir vörubifreiðastjóranna eru liður í mótmælum þeirra gegn nýjum reglum um ökuréttindi. í fyrri- nótt náðist samkomulag milli stjórn- valda og stéttarfélags vörubifreiða- stjóra og fól það meðal annars 5 sér, að nýju reglurnar munu ekki bitna með sama hætti á þeim og öðrum bílstjórum. Margir bílstjórar féllust hins vegar ekki á samninginn heldur settu fram fjölmargar nýjar kröfur. Rússneski stjórnlagadómstóllinn tekur fyrir bannið á kommúnistaflokknum: Hafnað að ræða hvort flokk- urinn sé í andstöðu við lög MÁLFLUTNINGUR í máli fyrrum sovéska kommúnistaflokksins hófst fyrir rússneska stjórnlagadómstólnum í gær. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, bannaði starfsemi flokksins í kjölfar hins mislukkaða valda- ráns í ágúst í fyrra og mun dómstóllinn fjalla um hvort að sú ákvörð- un stæðist lög. Dómaramir höfnuðu því að taka á dagskrá, eins og frjálslynd öfl höfðu farið fram á, umræður um hvort flokkurinn væri glæpaflokkur í andstöðu við sovésk og rússnesk lög. Viktor Luchin, einn dómaranna, sagði meginmálið vera hvort að tilskipanir Jeltsíns stæðust lög. Lögmæti kommúnistaflokksins væri aukaatriði. Þetta er nokkurt áfall fyrir stjóm Rússlands en upphaflega stóð til að ræða bæði málin í einu. Vonað- ist stjórnin til þess, að þó að tilskip- anir Jeltsíns (sem sagði sig úr flokknum í júlí 1990) yrðu dæmdar ólöglegar, yrði starfsemi kommún- istaflokksins áfram bönnuð á öðrum forsendum. Dagblaðið Komso- molskaya Pravda dró í gær í efa hvort að stjórnlagadómstóllinn væri rétti aðilinn til að fjalla um framtíð kommúnistaflokksins, þar sem flestir dómaranna væru fyrrum kommúnistar. Fjöldi manna mun tala máli kommúnistaflokksins á meðan á málflutningi stendur og eru engin takmörk á ræðutíma. „Bannið á starfsemi flokksins er mjög hættu- legt fordæmi sem verður eflaust notað gegn öðrum flokkum eða hreyfingum síðar,“ sagði Viktor Zorkaltsey, einn fulltrúa flokksins í ræðu. „A eftir banninu á starfsemi flokksins mun koma bann við starfi sovéta [staðbundinna flokkssam- taka] og þar með verður búið að undirbúa jarðveginn fyrir einræðis- stjórn í landinu," hélt hann áfram. Zorkaltsev sagði kommúnistaflokk- inn hafa hafið umbótastarfíð í Sov- étríkjunum og innan raða hans hefði marga lýðræðis- og umbóta- sinna eitt sinn verið að finna. Dmítríj Stepanov, einn embættis- manna kommúnistaflokksins, sagði’ kommúnistaflokkinn ekki hafa gerst brotlegan við lög með því að fylgja valdaránsmönnum að málum. „í neyðartilviki, eins og þarna var um að ræða, hefur æðsti maður ríkisins rétt á að grípa til úrræða á borð við skipun neyðarnefndar [valdaránsmanna],“ sagði hann. „Þegar þeir segja að flokkurinn hafi skipað nefndina er það ekki rétt. Hins vegar fórum við eftir skipunum frá löglegri stjórn lands- ins.“ Hann neitaði því að nefndin hefði reynt að steypa Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta af stóli og gaf í skyn að hann hefði sjálfur átt aðild að undirbúningi málsins. Eftir að Stepanov lýsti því yfír að flokk- urinn væri reiðubúinn að grípa völd- in á ný með öllum tiltækum ráðum ef ekki tækist að steypa núverandi stjórn Rússlands á löglegan hátt var honum bannað að tjá sig frekar þar til við lok réttarhaldanna. Iran-contramálið: Saksóknarinn talinn beina sjónum að Ronald Reagan Oliver North kallar Walsh dómara „hefndarþyrsta skepnu“ New York. The Daily Telegraph. LISTINN yfir þá menn sem reynt hafa að torvelda störf Lawrence Walsh, sérstaks rannsóknardómara í íran-contramálinu bandaríska, er orðinn langur. Hann hefur þó ekki gefist upp eða slakað á klónni, þótt orðinn sé áttræður en reynir sem fyrr að greiða úr þeirri flækju lyga og blekkinga sem einkennt hefur málið frá upphafi. Aðstoðar- menn hans eru um 50 lögfræðingar og 70 rannsóknarlögreglumenn en árangurinnn af viðleitninni hefur um árabil verið HtiII. Fyrir skömmu hljóp þó á snærið hjá Walsh er hann fékk í hendur einka- dagbækur Caspars Weinbergers er gegndi stöðu varnarmálaráðherra á valdatíma Ronalds Reagans í Hvíta húsinu. Getum er leitt að því að Walsh reyni að þrengja net sitt um Reagan og sé forsetinn fyrrver- andi lokatakmark dómarans, fremur en George Bush, núverandi for- seti og varaforseti Reagans. Sjálfur hefur Walsh nýlega sagt að hann beini nú einkum sjónum sinum að „æðstu embættismönnum". íran-contramálið er fjölmiðla- heitið á því er háttsettir, bandarísk- ir embættismenn mútuðu írönsku klerkastjórninni í Teheran með vopnasendingum í von um að fá í staðinn frelsi vestrænna gísla í Lí- banon. Þarlent dagblað ljóstraði upp um samsærið. Gíslarnir voru í hönd- um hryðjuverkamanna sem hallir eru undir írana. Kostnaðurinn vegna rannsóknar málsins er nú orðinn sem svarar nærri tveim millj- örðum ISK og þingmenn repúblik- ana vilja að Walsh bindi enda á rannsóknina. Oliver North ofursti, sem dæmdur var fyrir aðild að hneykslinu, sagði að Walsh væri „hefndarþyrst skepna“ og „lög- fræðilegur skriðdreki.“ Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeild þingsins, segir að sarri- starfsmenn Walsh séu hálaunaðir launmorðingjar sem eigi sér það takmark eitt að koma Reagan fyrir kattarnef, þó varla í eiginlegri merkingu. Ronald Caspar Reagan Weinberger Walsh er dyggur repúblikani en veittist auðvelt að vísa á bug ásök- unum um að hann væri of flokks- hollur til að honum væri treystandi fyrir rannsókninni er hófst 1986. Hann hóf ferilinn sem saksóknari í New York á kreppuárunum og kom þá mörgum fjármálasvikaran- um undir lás og slá. Hann og var atkvæðamikill í kosningabaráttu Thomas Deweys, sem reyndi að steypa demókratanum Harry Tru- man af forsetastóli árið 1948. Ric- hard Nixon forseti gerði Walsh að varamanni Henry Cabot Lodge, aðalsampingamanni Bandaríkja- manna í friðarviðræðunum við Norður-Víetnama í París snemma á áttunda áratugnum. Minnisleysi Reagans Reagan hefur borið fyrir sig minnisleysi þegar hann hefur verið spurður um ábyrgð sína á hneyksl- inu. Hann er nú 81 árs að aldri. Reagan var aldrei látinn bera vitni fyrir dómaranum að því undan- skildu að myndbandsupptaka með svörum hans við nokkrum spurning- um var fengin Walsh í hendur. Nið- urstaða dómara var sú að forsetinn hefði ekki rækt þá „stjórnarskrár- bundnu skyldu sína að tryggja að Iögum væri framfylgt". Forsetinn hefur ávallt staðhæft að engu glæp- samlegu athæfi hafi verið leynt. Reyndin hefur orðið sú að í hvert sinn sem Walsh og menn hans hafa klófest eitthvað sem þeim hefur þótt fengur í hafa æðstu embættis- menn hafnað beiðnum um leynileg- ar skýrslur, er gætu staðfest grun Walsh, og borið fyrir sig öryggi rík- isins. Er North ofursti og John Poindexter, fyrrverandi öryggis-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.