Morgunblaðið - 08.07.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992
ntmhnn
Hver er ástæðan, að þú kem-
ur svona seint til vinnu?
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Hæpnar röksemdir
Svar til Helga Hálfdanarsonar
Frá Hauki Hannessyni:
Laugardaginn 27. júní er prent-
aður í Lesbók Morgunblaðsins rabb-
pistill eftir Helga frænda minn Hálf-
danarson um Hulduljóð. Þar er hann
með skringilegar athugasemdir um
vinnu mína og félaga minna tveggja
við útgáfu á Ritverkum Jónasar
Hallgrímssonar. Hún birtist í fjórum
bindum 1989. Þetta er í þriðja sinn
sem Helgi sér ástæðu til. aðfinnslu
af þessu tagi hér á síðum Morgu-
blaðsins frá því bækurnar komu út.
í öll þessi skipti hefur hann af kurt-
eisi sinni hælt okkur fyrir að hafa
„réttilega fylgt handritum" Jónasar
við útgáfustarfið, en lætur síðan þá
skoðun uppi að skynsamlegra sé þó
að víkja frá þeirri stefnu „í næstu
almennings-útgáfu“, þá skuli fara
aftur í gamla farið. Fyrir útgáfuna
1989 hafði verið mikill misbrestur
á því að handritum og frágangi
Jónasar væri fullur sómi sýndur,
vondar leifar úr ritstýrðri frumút-
gáfu ljóðmæla Jónasar, sem vinir
hans önnuðust að honum látnum (og
„lagfærðu" þá um leið eitt og annað
hjá skáldinu), hafa haldist í síðari
útgáfum, og þá auðvitað þeim sem
Helgi frændi las ungur Jónasar-
aðdáandi, í þeirri mynd lærði Helgi
kvæðin og þrátt fyrir að hann sé
sammála okkur um réttmæti þeirrar
stefnu að fylgja handritunum sam-
viskusamlega, þá vill hann ekki fara
eftir henni nema í þetta eina sinn,
í útgáfunni 1989. í ofanálag byrjar
hann síðan að smíða röksemdir á
sína vísu, þar sem hann kemst ævin-
lega að þeirri niðurstöðu, að enda
þótt Jónas hafí vissulega ort með
þeim hætti sem handritin eru ljós-
astur vottur um, þá sé hitt þó betra
sem fyrst var prentað og þannig
myndi Jónas hafa ætlað að hafa
það, því það fari betur á því! Vitan-
lega má Helgi hafa slíkar skoðanir
handa sér og lesendum Morgun-
blaðsins til skemmtunar, en hitt er
hæpið, að leggja ávallt til að verið
sé að eltast við einkaskoðanir hans
í öllum „almennings-útgáfum".
Honum ber að rökstyðja nánar hvers
vegna víkja skuli í svonefndum „al-
mennings-útgáfum" frá útgáfu-
stefnu sem hann hefur sjálfur sagt
að sé rétt, samanber hans eigin orð
um Ritverk Jónasar Hallgrímssonar,
1989.
í pistli sínum rabbar Helgi um
erindaröðina í Hulduljóðum, sem eru
eitt almarkverðasta kvæði Jónasar
Hallgrímssonar og það kvæði sem
hann lagði mest afl í á skáldskapar-
ferli sínum. Jónas hafði ekki fulllok-
ið Hulduljóðum þegar hann dó og
sum erindanna hafa aðeins varð-
veist í hraðri uppskrift. Þó er ljóst
af handritinu á hvaða erindum Jón-
as ætlaði sér að heija kvæðið og
hver lokin ættu að vera, en efni
rabbs Helga var einkum rökstuðn-
ingur fyrir því hvernig Hulduljóð
ættu að enda, „þá fengi bálkurinn
allur mun eðlilegri lok“ að hans
dómi. í handriti Jónasar og útgáf-
unni 1989 eru smalavísurnar aftast,
sem fellur prýðilega að efni kvæðis-
ins, og aftan við þær vísur setur
Jónas skilmerkilega „slaufu“, eins
og hans var vandi í kvæðislok.
Nú kunna einhvetjir að spyrja
hvers vegna handriti Jónasar hafi
ekki verið fylgt í frumútgáfunni og
kvæðislokin þar séu með þeim hætti
sem Helga Hálfdanarsyni fmnst
„eðlilegra". Á því er ekki önnur
skýring en sú að þetta er ein leif-
anna frá ritstýringu vina Jónasar í
frumútgáfunni. Þeim hefur eins og
Helga þótt fara betur á því að hafa
lokin þannig, og eru fleiri slíkar
„lagfæringar" í sömu útgáfu, gerðar
af góðum hug vina hans, sem fengu
kvæðahandritin í hendur að skáldinu
látnu. Slíkar „lagfæringar“ og
„bragarbætur" geta aðeins verið
einkamál þeirra sem slíkt stunda,
þær eiga ekkert erindi í fræðilegar
útgáfur né svonefndar „almennings-
úgáfur".
HAUKUR HANNESSON
Ásvallagötu 58, Reykjavík.
HEILRÆÐI
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HOGNI HREKKVISI
Víkveiji skrifar
Póstsamgöngur á milli Banda-
ríkjanna og íslands geta
gengið svona og svona fyrir sig,
samkvæmt reynslu Víkveija. Vík-
verji hefur ósjaldan fengið nokkurra
vikna og allt upp í nokkurra mán-
aða gamlar póstsendingar frá
Bandaríkjunum, einkum frá austur-
ströndinni, því póststarfsmönnum á
því svæði virðist einkar hætt við
að senda póst sem á að fara til ís-
lands til Irlands. Víkveiji varð því
heldur undrandi síðastliðinn mánu-
dag er hann fékk senda í pósti eina
bók frá kunningja í Boston og dag-
setningin á umslaginu greindi frá
því að bókin hafði verið póstlögð
2. júlí, eða íjórum dögum áður. Við
nánari athugun á umslaginu kom á
daginn að hér var um „Express
Mail International", eða hraðpóst-
þjónustu, að ræða. Þegar bakhlið
umslagsins var skoðuð kom á dag-
inn að hún var bókstaflega þakin
frímerkjum, hvorki meira né minna
en 46 frímerkjum, fyrir samtals 25
Bandaríkjadali! Hér þótti Víkveija
sem kunninginn hans bandaríski
hefði ráðist í óhófleg útgjöld af litlu
tilefni og enn verra fannst Víkveija
að sjá að póstburðurinn til íslands
hafði kostað 14 dölum meira en
bókin!
XXX
Ferðahelgin síðasta er vonandi
ekki vísbending um það sem
koma skal um hveija helgi það sem
eftir lifir sumars. Það nær ekki
nokkurri átt að hundruð manna
skuli hópast saman í helstu náttúru-
perlum landsins til þess eins að við-
hafa drykkjulæti og vaða uppi með
hvers kyns óspektir. Náttúruperlur
eins og Þórsmörk, Þingvellir, Húsa-
fellsskógur og aðrir staðir sem um
var getið í fréttum helgarinnar þola
ekki slíkan ágang, auk þess sem
slík framkoma fælir frá hinn al-
menna ferðamann innlendan og
erlendan, en honum er að sjálfsögðu
treystandi til þess að umgangast
viðkvæma náttúru landsins af meiri
alúð og virðingu en útúrdrukkinn
óþjóðalýður eins og sá sem fór um
með óspektum í Húsafelli.
xxx
Víkveiji er sammála því sjónar-
miði Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra að þeir sem
standa fyrir útihátíðahöldum og
samkomum á vinsælum ferða-
mannastöðum eiga jafnframt að
standa straum af löggæslukostnaði
sem slíkum hátíðahöldum fylgir.
Varla getur það verið hugsjónin ein
sem rekur menn til þess að halda
slíkar hátíðir, heldur einnig vonin
um að mikill mannijöldi skili nú
ákveðnum hagnaði í vasa þeirra
sem fyrir uppákomunum standa.
Því er ekki nema eðlilegt að þeir
hinir sömu greiði fyrir löggæsluna
sem slíkum hátíðahöldum hlýtur
óhjákvæmilega að fylgja, en
greiðslur fyrir slíka þjónustu verði
ekki reiddar fram úr hinum mjög
svo magra sameiginlega sjóði lands-
manna, ríkissjóði.