Morgunblaðið - 08.07.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992
39~
Fjörbrot Dana?
Frá Jóhannesi R. Snorrasyni:
DANIR dönsuðu á strætum og torg-
um eftir að hinn almenni kjósandi
í Danmörku hafði hafnað hugmynd
Euro-kratanna um að leggja danska
þjóðríkið að velli með samþykkt
Maastricht-samningsins. Danskur
almenningur vill að Danir ráði utan-
ríkisstefnu sinni sjálfir og verði
ekki kallaðir í Euro-herinn, sem nú
er sem óðast verið að stofna. Þar
fyrir utan þykir Dönum nóg komið
af fyrirskipunum frá Brússel, en
þeir geta í hvorugan fótinn stigið
á fjölmörgum sviðum, sem er afleið-
ing EB-aðildar þeirra.
„Þjóðríkið er dautt“, sagði for-
sætisráðherra Dana, þegar hann
reyndi að telja þjóð sinni trú um
að henni myndi vegna best sem
hjáríki stór-Evrópu, enda væri full-
veldi þjóða orðið gamaldags og úr-
elt. Ráðherranum getur varla hafa
verið litið mikið til austurs, þar sem
hver smáþjóðin á fætur annarri
AÐRIR BJÓÐA
BETUR
Axel Axelsson, Einilundi 2, Akur-
eyri:
í bréfi til blaðsins föstudaginn
3. júlí segist Guðrún Jacobsen
sakna fjögurra starfsmanna Rík-
isútvarpsins en í lok bréfsins seg-
ir hún að áskrift að Ríkisútvarp-
inu kosti rúmar sextán hundruð
krónur og spyr hvort aðrir bjóði
betur. Ég vil benda Guðrúnu á
að aðrir bjóða betur. Stöð 2 býð-
ur upp á Bylgjuna ókeypis.
Áskrift að Stöð 2 kostar að vísu
aðeins meira en áskrift að Ríkis-
sjónvarpinu en maður er þar
áskrifandi af fúsum og fijálsum
vilja og er ekki skikkaður til þess.
Þess má svo geta að fjöldi útvarp-
stöðva er ókeypis. Það bjóða sem
sé aðrir betur.
Á EINHVER
SÍÐASTA
MÚMÍNÁLFA-
ÞÁTTINN?
Illugi Jökulsson:
Lítil stúlka, Vera Sóley, sem
lifir og hrærist í heimi múmíná-
Ifanna, lagðist í ferðalög um helg-
ina og missti af síðasta þætti um
þessa ágætu álfa. Hafi nú ein-
hver tekið þennan þátt upp á
myndband og gæti lánað Veru
hann einn eftirmiðdag eða svo
myndi sá hinn sami ávinna sér
ævarandi þakklæti litlu stúlkunn-
ar. Síminn er 17646.
TJALDVAGNS-
FÓTUR
Fótur undan Kombi camp tald-
vagni tapaðist á leið frá Gríms-
nesi til Reykjavíkur 3. júní. Vin-
samlegast hringið í síma 31249
ef hann hefur fundist.
stendur í styrjöld eða upplausnará-
tökum við að endurheimta frelsi og
fullveldi sitt. Danir og íslendingar
kepptu sín í milli um athygli, þegar
Uffe Elleman og íslenski utanríkis-
ráðherrann ruku til og viðurkenndu
fullveldi ríkjanna við Eystrasalt.
Þeir vilja lífga við sum fullveldi, en
kála sínum eigin. Það er lítt skiljan-
legt, þegar horft er til ástandsins
í Evrópu og þess öryggisleysis sem
víðast hvar blasir þar við, að þá
skulu stjórnmálamenn fijálsra og
fullvalda ríkja reyna allt hvað þeir
geta til þess að smeygja klafa und-
irokunar og ófrelsis um háls sinnar
eigin þjóðar.
Ráðstefnugleði alþjóðasinna,
hinna þjóðernislausu tækifæris-
sinna, sem vilja tryggja framtíð sína
í veislu- og ráðstefnusölum erlends
miðstýringarveldis, má ekki leiða
til þess að íslendingar glati sjálf-
stæði sínu og fullveldi. Þeim stjórn-
málamönnum, sem nú fara með
KÖTTUR
Kötturinn Pangur Ban tapaðist
frá Laufásvegi 34 í síðustu viku.
Pangur er smávaxin síamslæða
með svarta ól um hálsinn.
Finnandi vinsamlegast hafi sam-
band í síma 22429.
HJÓL
Aðfaranótt föstudags hvarf
hjól af tegundinni Diamond exp-
losive frá Eiðistogi 1, dökkfjólu-
blátt með gulum stöfum og glitr-
andi stjömum á stelli. Vinsamleg-
ast hringið í síma 613552 eftir
kl. 19 ef það hefur fundist.
KETTLINGAR
Kettlingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 22244.
Ketlingar, tvær læður og eitt
fress, fást gefins. Þeir eru 8-9
vikna, vanir krökkum og kassa-
vandir. Upplýsingar í síma
71761.
HRINGUR
Hringur tapaðist á Amsterdam
föstudagskvöldið 27. júní. Upp-
lýsingar í síma 72070.
GLERAUGU
Vönduð gleraugu fundust við
Uxahryggjaveg á sunnudag.
Upplýsingar í síma 35112.
völd á íslandi, má ekki takast að
bijóta og beygja stjórnarskrá lýð-
veldisins að eigin geðþótta. Hinir
mætustu lögfræðingar, ásamt há-
menntuðum þjóðréttarfræðingi,
Guðmundi Alfreðssyni, hafa stað-
fest í áheyrn alþjóðar, að stjórnar-
skrárbreyting þurfí að fara fram
áður en Alþingi getur tekið EES-
samninginn til endanlegrar af-
greiðslu. Nú reynir á að þjóðin
standi vörð um fullveldið og láti
ekki tækifærissinnaða stjórnmála-
menn og „athafnamenn“ í kaup-
sýslu, eyðileggja allt sem áunnist
hefur á undangengnum áratugum
og öldum. Það yrðu dapurleg örlög
til handa ungum og óbornum ís-
lendingum að mega á nýjan leik
lúta erlendum yfirráðum. Eg skora
á íslendinga að rita nöfn sín á
áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna EES-samningsins. Samstaða
um óháð ísland gengst nú fyrir
átaki í undirskriftasöfnun um land
allt. Við viljum að þjóðin öll fái að
ráða örlögum sínum, sé það í mann-
legu valdi.
JÓHANNES R. SNORRASON
Helgalandi 6, Mosfellsbæ
LEIÐRÉTTIN G AR
Höður en ekki
Hörður
VEGNA mistaka við úrvinnslu
fréttar af flugslysinu við Hekluræt-
ur í blaðinu í gær komst nafn Hað-
ar Guðlaugssonar, flugmannsins,
sem fann flakið af TF-IVI eftir
mikla leit á þriðja hundrað manna,
ekki óbrenglað til lesenda. Beðist
er velvirðingar á þeim mistökum.
Föðurnafn mis-
ritaðist
í minningarorðum um Árna
Bjarnarson, bókaútgefanda á Akur-
eyri, í blaðinu í gær hefur föður-
nafn hans misritast á nokkrum
stöðum. Hann er sagður Bjarnason,
en var Bjarnarson. Biður blaðið
hlutaðeigandi afsökunar á mistök-
unum. _________
Prentvillur í
minningargrein
Slæmar prentvillur hafa slæðst
inn í minningargrein mína um Sig-
ríði Auðuns í Morgunblaðinu 7. júlí.
1. „Menntun aflaði hún sér“ á
að vera „menntunar aflaði hún sér.“
2. -3. ..„og notalegt skopskyn
gerð hana að auðfúsum gesti" á
að vera ...,,og notalegt skopskyn
gerði hana að aufúsugesti.
Ólafur Haukur Árnason.
Nöfn féllu niður
í handriti minningargreinar Ás-
geirs Bjarnasonar um Jóns Egilsson
bónda á Selalæk sem birtist í Morg-
unblaðinu s.l. laugardag féllu niður
tvö nöfn. Kaflinn er réttur svona:
Börn Jóns og Helgu eru: Skúli bóndi
á Selalæk og sláturhússtjóri á Sel-
fossi. Þuríður Eygló, gift Braga
Haraldssyni húsasmið, Sauðár-
króki. Egill, verkstjóri Vestmanna-
eyjum kvæntur Helenu Vheie.
Helgi bóndi Lambhaga, kvæntur
Sjöfn Guðmundsdóttur. Svanborg,
gift Sæmundi Ágústssyni bónda,
Bjólu.
VELVAKANDI
Til sölu
Mercedes Benz 280 SLrC
árg. '76, svargrár, ekinn 117 þús. km frá upphafi. Innflutt-
ur nýr af Ræsi hf. Bók fylgir. Sjálfskiptur, vökvastýri, álfelg-
ur, samlæsingar o.fl. Mjög góður staðgreiðsluafsláttur eða
skipti á ódýrari.
Upplýsingar í síma 622030, Elías, eða 679456.
J
Happdrætti heyrnarlausra
1992
Dregið var í happdrætti heyrnarlausra
þann 17. júní síðastliðinn.
Vinningar komu á eftirfarandi númer:
7801 13350 19541 7720
18455 17458 11059 2299
16056 4935 18366 16305
16925 16594 19468 18900
15373 17238 19042 14692
4297 7775 4743 8284
13952 8495 11618 15420
19217 7048 517 19807
2685 6987 101 3870
11316 6209 8325 13922
4616 7445
Félag heyrnarlausra og
íþróttafélag heyrnarlausra
þakkar stuðninginn og minnir ú að frestur
til að sækja vinninga er 1 úr.
OTRULEGT
VERÐ í
TAKMARKAÐAN
TÍMA
tíASDO
• Stór flatur skjár
• Nicam sterio
• Black line myndlampi
• íslenskt textavarp
TAKMARKAÐ MAGN!
Heimilistæki hf
SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
TH4500
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, timastilling á
hellum.
TH2010
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þaraftværhalógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
o
co
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þar af tvær halógen,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjáífvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680
Söluaðili á Akureyri:
Örkin hans Nóa Glerárgötu 32
g