Morgunblaðið - 10.07.1992, Side 11

Morgunblaðið - 10.07.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 11 Þórir Gröndal skrifar frá Flórída Genever Þegar ég kem til íslands reyni ég a.m.k. einu sinni í ferðinni að komast í vertshús og panta mér tvöfaldan genever og vatn. Ég hefi haldið tryggð við þennan hollenska drykk með skrýtna bragðinu allt frá þeim tíma, þegar maður fór með völdum flokki ungra og ólof- aðra valmenna. Sumir okkar kom- ust þá á genever-bragðið. Ýmsar tegundir voru í uppáhaldi, svo sem Bols og sér í lagi Hulstkampf. Á þeim eðla leirbrúsa stendur ritað á hollenska tungu eitthvað þessu svipað: „Elken Tag eene Glasche." Sigurður félagi mislas þessa ábend- ingu í húmi eins ágústkvölds. Hon- um sýndist standa „Elken Tag eene Flasche!" Óminnishegrinn sigraði hópinn þá nóttina. Geneverinn, framborið sjenever- inn og ástúðlega kallaður sjenni, á sér göfugt upphaf. Hann var fund- inn upp í fyrstunni sem læknismeð- al af heiðursmanninum Franciscusi de la Boe við háskólann í Leiden í Hollandi um miðja 17. öldina. Við lögunina voru notuð einiber ásamt íjölmörgum öðrum jurtum, og dregur drykkurinn nafn sitt af beij- unum, sem sem heita genievre á frönsku. Seinna tóku Englendingar veigamar og gerðu úr þeim sinn eigin genever, sem svo varð gin. Franciscus notaði drykkinn vð magakvillum, en einnig var hannt talinn hafa þvagörvandi áhrif. Þetta vissi ég ekki þegar ég fór í flugferð þá sem greint verður frá hér á eftir. Hérna í henni Ameríku er gene- verinn næstum óþekktur. Það er algjör tilviljun ef hann finnst í áfengisverzlunum. Þá er hann kall- aður hollenskt gin, því Bandaríkja- menn geta ekki borið fram gene- ver. Sá sem hér er seldur, er fram- leiddur í Kanada og er hann ekki eins ljúffengur og hollenski sjenn- inn. Þess vegna kaupi ég hann sjaldan. En þegar ég kem til Is- lands eða stoppa í fríhöfnum Evr- ópu kippi ég oft með ekta leirbrúsa af Bols eða Hulstkampf. Þegar heim kemur set ég brúsann í frysti- kistuna og fær hann þar að dúsa um hríð. Af og til fæ ég mér staup í heilsubótarskyni, auðvitað og rennur hann ljúflega niður, þykkur og kaldur. Og þá þarf ekki að spyija um áhrifin! Því fylgja ýmsir kostir að eiga leir-sjennabrúsa heima í kistu. Fáir kunna að meta hann og fær maður að eiga hann í friði. Svo er hitt, að leirbrúsinn er þungur og auðvit- að ógegnsær, svoleiðis að ekki er hægt að sjá hvað búið er að drekka mikið af innihaldinu. Skellurinn kemur bara einu sinni, þegar síð- asti dropinn rennur út! Sjenninn er mér ef til vill kærari en ella, af því að hann tengist flug- ævintýri sem ég lenti í ungur að árum. Við tveir félagar þurftum að fara austur á fírði í lítilli eins- hreyfils flugvél. Hún var ekki hrað- geng, því flugið átti að taka tvo og hálfan tíma. Ferðin var ákveðin án mikils fyrirvara, en mér gafst þó tækifæri til að skreppa heim og ná mér í hæfileg ferðaföt. Þegar ég var að snara mér út úr dyrunum kom ég auga á stóru gúmmíboms- urnar mínar sem ég notaði í garð- vinnu og snjómokstri. Einhvern veginn fannst mér þær svo upp- lagðar í ferðina að ég skellti mér í þær. Ferðafélaga mínum fannst þetta vera óþarfi, því staðurinn austanlands, sem við ætluðum að heimsækja, væri þrifalegur og því engin þörf fyrir slíkar veijur. En ég hélt mínu striki og kom á dag- inn seinna að hér hafði hönd for- sjónarinnar stýrt gerðum mínum. Á ákvörðunarstaðnum var okkur vel tekið og dró ekki úr ánægjunni að heimamaður tók undan úlpufaldi sínum einn sveran og þybbinn genever-pott, sem við supum á til þess að ná úr okkur hrollinum eft- ir flugferðina. Seinna var okkur boðið inn á myndarheimili til kaffi- drykkju og voru veitingamar auð- kenndar af íslenzkri gestrisni á hástigi: Brauð með áleggi, þeldökk- ar kleinur, randaterta og síðast en ekki sízt búlduleitar pönnukökur sem voru að springa utan af blá- beijamaukinu og þeytta ijómanum. Með þessu munngæti þömbuðum við fyrst mjólk, en síðan drukkum við svellandi kaffí og reyktum með svera vindla. Geneverbrúsinn var geymdur bak við runna í garðinum, því húsmóðirin var góðtemplar. Gestgjafinn fylgdi okkur út á flugvöllinn, þar sem við kvöddumst með virktum. Geneverbrúsinn góði, sem gengið hafði á milli okkar, var nú líklega tæplega hálfur. Gest- gjafínn sagði að okkur veitti ekki af að njóta hans á hinni löngu leið heim. Var síðan gengið aftur fyrir flugvélina og kastað af sér öllum þeim vökva sem út vildi fyrir flug- ferðina. Við sungum og hlógum og vorum kátir með aðstoð sjennans. Eðlilega tók flugmaðurinn ekki þátt í gleð- skapnum. En bráðlega fór ferðafé- laginn að kvarta um eymsli í kviðarholi, og duldist okkur ekki lengi að hér væri um þenslusjúk- dóm að ræða sem orsakaðist af of mikilli þvagsöfnun í blöðrunni. Sem sagt, hann þurfti að pissa. Fyrstu hlógum við meira, en honum elnaði skiljanlega sóttin og var þá ekki lengur hlátur í huga. Allt í einu leit hann sjennabrúsann hýru auga. Var ákveðið í skyndi að klára veig- arnar, enda var nú ekki mikið eft- ir. Eftir tæminguna tók félagi minn brúsann og var síðan gerð vökvatil- færing milli blöðrunnar og brús- ans. Hann stundi af létti og vellíð- an um leið og spennan minnkaði. Flugmaðurinn opnaði hliðar- gluggann og varpaði brúsanum fyrir borð. Ferðafélaginn tók aftur gleði sína, en þá tók að draga af mér. Ég hafði smitast af þenslusjúk- dómnum margumrædda og það sem verra var, hinn heittelskaði geneverbrúsi var heillum horfinn, hafði líklega rotað sel á Skeiðarárs- andi, fullur af þvagi. Ekki leið á löngu þar til ég var orðinn viðþols- laus og kominn næstum í keng. Flugmaðurinn sagðist hvergi geta lent og yrði ég bara að pissa á gólfíð ef ég gæti ekki haldið í mér. I angist minni starði ég niður á gólfið, alveg kominn að því að springa, hélt ég. Sá ég þá allt í einu að ég var klæddur í þessar yndislegu gúmmíbomsur. Forsjónin hafði haft vit fyrir mér. Ég var ekki lengi að snara mér úr annarri bomsunni og tók hún með ánægju við innihaldi minnar blöðru! Eg skorðaði hana svo milli fóta mér og losaði hana þegar við lentum. Vitanlega tókum við nú báðir gleði okkar aftur og sungum „Nótt í Moskvu“ af innlifun. Hafnardag- ur í gömlu höfninni SÉRSTAKUR Hafnardagur verður haldinn í gömlu höfninni hinn 15. ágúst í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Hátíðahöld verða um alla gömlu höfnina þennan dag og má t.d. nefna siglingakeppni, dorgkeppni, smábátaleigu, skipa- og bátasýn- ingu og hljómleika og mörg fyrir- tæki á hafnarsvæðinu munu hafa opið og kynna starfsemi sína. Mið- punktur hátíðarhaldanna verður fiskmarkaðstorg á hafnarbakkan- um fyrir framan Hafnarhúsið. Undirbúningur að markaðstorg- inu er þegar hafinn og reiknað er með aðstöðu fyrir 30 sölubása. Markaðstorgið verður staðsett í og á milli tveggja risatjalda fyrir fram- an Hafnarhúsið. Kolaportið hf. sér um umsjón og rekstur þess. Armstrong KERFIS-LOFT Yfir 250 gerðii af loftaplötum. CMC - upphengikerfi og lím. Leitið tilboða EINKAUMBOÐ TEPPABÚÐIN B YGGIN G AVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 26. SÍMI 91-681950 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 4 manna tjald úr bómull, himinn úr nælon 2 NITESTAR svefnpokar 0 ° 2 dýnur + UNGLINGAPAKKI KULUTJALD + 1 SVEFNPOKI + HIPPAGRILL DD-200 kúlutjald úr vönduðu nælonefni 1 MARCO POLO-450 svefnpoki -20° Einfalt grillsett HRINGBORÐ + 2 STÓLAR MALAGA Plastborð 86 O sm 2 BLÁNES plaststólar með háu baki og þykkum púðum hfingdu - við sendum bæhling Sendum einnígT pösthröfu + VEISLUPAKKINN KÆLIBOX + PICNICSETT + POTTASETT Kælibox 32 lítra 4 stólar og borð í tösku 3 pottar, panna og ketill Nældu þerí plúsniboOT Seglogerðinni.. Tjaldvagnar Bahpohar Sólhúsgðgn Barnaferflarúm Barnaferflagrind Gasgrill Göngushör... ASTRO TJALDVAGN BREMSUBÚNAÐUR 13“ FELGUR STERK GALVANISERUÐ STÁLGRIND MA BREYTA í BÍLAKERRU EINFÖLD UPPSETNING SERHANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR UMBOÐSAÐILI AKUREYRI ÞORSHAMAR GHITlDl ÖltFlHlSEY Opið um helginð LAUGARDAG kl. 10 - 16 SUNNUDAG kl. 14-17 ...þar sem ferOalagiO bgrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMI91-621760-FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.