Morgunblaðið - 10.07.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992
fclk f
fréttum
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
Vel heppnuð ferð í Þórsmörk
Sumarferð Landsmálafélagsins
Varðar var farin síðastliðinn
laugardag og að þessu sinni var
förinni heitið í Þórsmörk. Lagt var
af stað frá Reykjavík snemma
morguns og ekið til Hellu, þar sem
sjálfstæðismenn drukku morgun-
kaffí og hlýddu á ávarp'Eggerts
Haukdals, sjötta þingmanns
Suðurlandskjördæmis. Að því
loknu var ekið yfir nýju Markar-
fljótsbrúna og haldið að svæði
Ferðafélags íslands í Langadal í
Þórsmörk. Er þangað var komið
fóru margir í gönguferðir um
svæðið og hinir sprækustu klifu
Valahnúk. Að áreynslunni lokinni
komu Varðarfélagar saman í
Langadal og grilluðu kjöt en síðan
ávarpaði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra ferðalangana og aðra
Þórsmerkurfara. Þegar degi var
tekið að halla var haldið heimleið-
is og ekið um Fljótshlíð áleiðis til
Reykjavíkur. Yfírfararstjóri ferð-
arinnar var Höskuldur Jónsson
fonnaður Ferðafélags íslands en
undirbúningurinn hvíldi að miklu
leyti á Baldvini Einarssyni stjórn-
armanni í Verði. Sagði Baldvin að
Varðarferðin hefði heppnast vel
að þessu sinni og væri það ekki
sízt að þakka veðurguðunum, sem
glöddu Þórsmerkurfara þennan
dag með einstaklega góðu veðri.
Varðarfélagar hvíla lúin bein í Langadal eftir gönguferð um svæðið.
Áð á Hellu. Fremst á myndinni er Ástríður Thorarensen forsætisráð-
herrafrú ásamt Þórhildi og Kristínu Baldursdætrum. Fjær situr
Karítas Kvaran, móðir telpnanna.
Mikill fjöldi unglinga var að skemmta sér í Þórsmörk um siðustu
helgi og áttu þeir ekki von á því, að hitta þar sjálfan forsætisráðherr-
ann. Gripu þeir tækifærið og ræddu dágóða stund við Davíð Oddsson.
MEXICO
Rolf útnefndur aðal-
ræðismaður
Rolf Johansen stórkaupmaður hefur verið útnefnd- efni hélt sendiherra Mexico, Manuel Rodríguez Arr-
ir aðalræðismaður Mexico á íslandi. Af því til- iaga, boð fyrir gesti á Hótel Sögu og var það fjölsótt.
Morgunblaðið/Sverrir
Rolf Johansen, eiginkona hans Kristín Ásgeirsdóttir, Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra og
sendiherrahjónin Isabel Lange de Rodríguez Arriaga og Manuel Rodríguez Arriaga.
Meðal fjölmargra gesta voru Friðrik Sophusson og eiginkona hans,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
Mexikönsk vín hefur e.t.v. borið á góma í samræðum Höskuldar
Jónssonar forstjóra ÁTVR og Ólafs Ragnars Grímssonar alþingis-
manns.